5.6.2008 | 02:27
Svaka gaman!
Þessu nappaði ég af síðunni hennar Guðríðar....
Alltaf gaman af svona... er það ekki?
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Já, ömmu Hullu
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Vældi smá þegar ég horfði á 6 vesæla karlmenn, fella unglings ísbjörn. Annars græt ég ekkert voðalega oft, aðallega yfir hörmungum annarra, les þess vegna fréttir ekkert voðalega oft.
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Í hreinskilni... nei alls ekki!
4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? Naut AlaEiki
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? 5. Dönu, Lenu, Atla Hauk, Júlíus og Jóhann.
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Já tel það nokkuð víst.
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Ég bý eð Eika... Svo það er ekki annað hægt.
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei! fyrir 21 ári, Já.
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Kókópuffs, en það fæst ekki hér, svo það er ekki það sem er étið hér daginn út og inn, og hunangs seríos. Geðveikt gott.
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Ég er alltaf í gúmmískóm svo ég þarf ekkert að hugsa um það.
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Já. Þar til eitthvað kemur upp á.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Gamaldags kúluís með appelsínukúlu og súkkulaðikúlu og sultu og rjóma.
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Hvernig það aktar, útlitið,
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Brúnn í þau fáu skipti sem ég nota varalit.
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Mislíkar mig yfirleitt ekki. Get reyndar orðið gríðalega fúll út í mig þegar ég læt vaða yfir mig.
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Ég bý í útöndum og sakna þess vegna fólksins okkar Eika sem er heima. Sakna líka ömmu og afa og einnig Harðar, besta tengdapabba í allri veröldinni.
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Já takk.
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Klukkan er fjögur að morgni... og ég er þess vegna í köflóttum náttbuxum, bleikum og hvítum, og í gúmmískónum góðu. Bleikir og heita Clocks. Eftirlíking af Crocks en miklu betri og 90% ódýrari.
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Rúgbrauð með eggjum og kavíar.
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Fuglana sem eru að vakna úti, hávaðan í kettlingunum inn í þvottahúsi, sem eru líka að vakna, og hroturnar í Eika mínum inn í herbergi, sem er ekki að vakna.
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Ég held ég væri brúnn eða allavega dröppuð.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Ungbarnalykt, vanillulykt, cinamolykt og lyktinn af þvottinnum mínum þegar hann er búin að hanga úti á snúrum.
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Ragnar Ingva, son hennar Kollu vinkonu, hún var ekki heima.
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Þekki ekki Guðíði sem ég "tók" þetta frá, en hún bloggar dásamlega, og ég geng út frá að hú sé hvers manns Hugljúfi
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Horfi eins lítið og ég get á íþróttir, en fíla boxið.
26. ÞINN HÁRALITUR ? Dökkbrúnn.
27. AUGNLITUR ÞINN ? Grængráblábrún. Eins og konan á sýslumannsembættinu í Hafnarfirði sagði mér einu sinni þegar ég sótti um vegabréf. Ætli ég sé þá ekki móeygð.
28. NOTARÐU LINSUR ? Já ca þrisvar á ári, eða þegar ég man eftir því.
29. UPPÁHALDSMATUR ? Naut AlaEiki.... Var að svara þessu, held ég.
30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Líkar vel við allt sem endar vel.
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Den gylende kompas. Það mun vera gullni áttavitinn??? Svaka fín mynd.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Ég hef aldrei farið á deit. Fer alltaf beint í sambúð :)
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Get ekki ákveðið mig, finnst allur eftirmatur svo svakalega góður. Kannski Rommbúðingurinn hans pabba, þessi heiti með saftirnu út á.
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Dú not nó. Giska á xxxx hehe
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Pabbi.
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Ég er aftur að lesa Bubba bókina sem Danan mín gaf mér.
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Nota borðstofuborðið sem músamottu, það er úr tekki, ógeðslega ljótt.
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Lá upp í sófa og svaf yfir rejseholdet.
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Nr 1 Bítlarnir, Nr 2 Dr. Hook, Nr 3 Rolling stones.
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Ameríka, þá er það búið.
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Góð, blíð og Hugljúf.
42. HVAR FÆDDISTU ? Fæðingarheimilinnu við Eiríksgötu.
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er alltaf spennt yfir svona... Skiptir ekki máli frá hverjum, bara að ég geti svalað forvitninni einhverstaðar.
Takk fyrir... Og koma sooh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.