17.6.2008 | 11:11
Nýtt númer :/
Í gær vorum við svo heppin að fá nýtt símanúmer... Vorum líka ansi heppin að hafa uppgötvað það...
Þannig var að í fyrsta lagi hafði síminn ekkert hringt. Samt var Eiki búinn að reyna að hringja heim. Ég var heima en síminn hringdi aldrei.
Svo um kvöldmat ákvað Eiki að hringja heim til Íslands í gegnum tölvuna okkar, nenni ekki að fara að lýsa því eitthvað nema að hann slær inn númerið hjá mömmu sinni í tölvuna og þá hringir heimasíminn og hann tekur upp og getur talað ótrúlega lengi fyrir næstum ekki neitt.
Hann gerði eins og hann er vanur en heimasíminn hringdi bara ekki.
Fyrst héldum við að síminn væri bara eitthvað bilaður og prófuðum að hringja í hann úr gemsanum, en hann hringdi ekki. Þá prófaði Eiki - sem er nokkuð vel gefinn- að hringja úr heimasímanum í gemsan og það tókst. Nema að við þekktum ekki númerið.
Við vorum sem sagt komin með annað númer án þess að vita af því.
Eiki hringdi svo til TDC, en þeir voru bara úti að skíta og höfðu ekki hugmynd um hvað hefði gerst.
Við komumst svo að því að við erum með númerið hans Lars nágranna og ætli hann sé ekki með okkar númer.
Þeir hjá TDC eru ekki en búnir að finna út úr þessu...og skilja bara ekki neitt í neinu. Asnar.
Við getum hringt úr símanum en enginn getur hringt í okkur... Grrrrr klúður.
Gleðilegan 17.júní annars og hafið það gott í dag. Knús, Hulla.
Athugasemdir
Algjørir kjánar thessir gaurar :)
Til hamingju med thjódhátídardaginn snúllan mín :)
Þóra Björk Magnús, 17.6.2008 kl. 11:33
Don´t get me started, úff með símarugl sko. Seen it, been there, done there!
Gleðilega þjóðhátíð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 11:37
Við lentum í svipuðu fyrir svona 1 og 1/2 ári þá var síminn okkar tengdur í þarnæsta hún og þeirra númer til okkar og svo var lokað þannig að nágranninn fékk öll mín símtöl og ég var með lokaðn síma,svo skildi nágranna konan ekkert í því að það var alltaf verið að hringja og spyrja eftir mér en þetta fattaðist þegar hún hringdi í vinnuna til mansins sína þá spurði hann hvað ert þú að gera hjá Heiði....hehe.
En það tók síman einn sólarhring að laga þetta puff á símann.
Gleðilegan þjóðhátiðardag til þín og þinna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.6.2008 kl. 11:57
Gleðilega hátíð
Linda litla, 17.6.2008 kl. 12:02
Kemur mér ekki á óvart í danaveldi Teir eru bara svo óskilanlega óklárir á köflum.
Knús á tig inn í gledilegan tjódhátídardag
Gudrún Hauksdótttir, 17.6.2008 kl. 12:14
það er ekki öll vitleysan eins...Gleðilegan þjóðhátíðardag
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 13:19
Fær þá ekki Lars símareikninginn ykkar og þið hans reiking?
Eva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 18:02
Ég er eiginlega orðin dálítið þreytt á þessu... Núna er fimmtudagur og við en með Lars númer...
Eva... Ég vona að Lars fái ekki okkar og ekki sinn heldur. Við höfum þurft að hringja mikið til Íslands, og þar sem við höfum ekki getað hringt í gegnum tölvuna, út af þessu öllu, þá er þetta allt á Lars reikning.
Vona að þetta fari að skýrast.
Takk til ykkar.
Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 06:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.