20.6.2008 | 06:50
LÖT!!! OG FÍLA´ÐA!
Nú er ég sko löt. Og nú líður mér vel.
Var búin að vera með einhvern óróa í kroppnum síðustu 2 vikur, og var alltaf að standa mig að því að vera að taka til. Án þess að hafa útbúið þar til gerðan miða.
Hef sjaldan á ævinni getað þrifið án þess að skrifa niður allt sem ég ætla að gera og strika svo út jafn óðum.
Stundum læt ég mér nægja að skrifa bara miða. (Eiki hatar þá, sérstaklega þegar ég gleð hann um helgar með því að skipta heimilinu á milli okkar, á miða,,, hann æpir alveg!)
Það getur líka tekið hellings tíma og maður er stundum gjörsamlega uppgefin eftir að hafa lagt hausinn í bleyti og hugsað út í allt sem á eftir að gera, og skrifa það svo allt niður á miða.
Ég elska nefnilega hreint heimili. Bara ekki nógu mikið til að standa í öllum leiðindunum, til að fá eitt þannig.
Elska líka peninga. Bara ekki nógu mikið til að neita mér um allt, til að geta safnað kjánalegum peningum.
Stundum hata ég reyndar peninga. Svona ástar- hatur samband milli mín og peninga.
Elska líka falleg blómabeð og fallega hirta garða. Get samt með engu móti hugsað mér að missa þessa fáu sólbaðsdaga í garðyrkju, auk þess er ég ekki lærður garðyrkjumaður.
Elska líka gamalt fólk, bara ekki nóg til að ættleiða eitt stykki þannig.
Ég ætlaði reyndar að skrifa um hvað ég er búin að vera í miklu niðurrifsástandi í nokkra daga, en er greinilega ekki búin að rífa mig það mikið niður að ég geti einbeitt mér að því hér á blogginu. (Eða að ég taki mig ekki nógu alvarlega
Blogga þess í stað um eitthvað rugl.
Hulla þú ert asni... (bara að vera samkvæm sjálfri mér)
Ætla að fara að sofa, var á næturvakt, og er að hugsa um að vakna endurnærð og einbeita mér að því að tæta mig niður í frumeindir... seinna í dag, ef ég nenni.
Annars kom mín allra besta tengdamamma í gær og mamma og Lalli koma í mat í kvöld, því þau fara svo til køben á morgunn, þannig að kannski geymi ég alla niðurrifsstarfsemi þar til á laugardaginn. Nei annars, þá koma pabbi minn og Ragna... Æ sé bara til. Kannski næ ég að skipta deginum eitthvað upp.
Vona að þið hafið góðan dag og séuð skipulagðari en ég...
Athugasemdir
Já farðu bara að sofa söngfuglinn minn og láttu þig dreyma um dýrðlega uppbyggingu á sjálfinu. Vertu ekki svona hörð við Hullu, hún á sínar frábæru hliðar en þú sérð þær ekki fyrir ... svefnleysi???
Bið að heilsa henni múttu krúttu þinni og skilaðu líka kveðju frá mínu múttu krútti. Henni fannst alveg toppurinn að sjá okkur saman, svona líka sætar allar og bestar
Sov godt søde
Guðrún Þorleifs, 20.6.2008 kl. 07:30
Góðan daginn Hulla mín. Bara gott að vera latur stundum
Veistu ég skrifa líka svona miða og er alveg ómöguleg ef ég klára ekki að strika allt út sem fyrir liggur þann daginn. Algjört rugl stundum...
Kveðja inn í góðan dag
Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 07:48
madur MÁ vera latur reglubundid sko bara naudsynlegt ad setja batteríin i hledslu inná milli..annars hvad...jú drepst á manni bara fyrir rest.
Er reyndar ekki med svona midasystem...er svo óskipuløgd ad mér veitti kannski ekki af... eigdu góda helgi.
María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:31
Ertu miðakona???
Hata miða, skipulag og fyrirfram planaðar aðgerðir. Hahahaha.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 09:50
þú mátt alveg ættleiða mig.
Kveðja inn í helgina Hulla mín knúsaðu alla þína og hlakka til að verða ein af þeim ef þetta gengur eftir.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.6.2008 kl. 10:22
Njóttu þess að vera löt listakonan mín. Kannast við þessa lista sko, ég er dugleg að skrifa þá niður en allt önnur saga að klára dæmið, Sverrir hristir bara hausinn yfir þessum désk listum.
Góða helgi til ykkar allra.
Knús og kossar
Elísabet Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 11:33
Alveg brilljant hugmynd að skrifa allt niður sem þarf að gera og strika svo bara yfir - og ef maður nennir einhverju ekki - þá bara strikar maður yfir það án þess að gera það, manni líður miklu betur að sjá að það sé búið að strika það út ... hehaha.
Ég elska líka hreint og ljúft heimili, garð og sólpall.. veit fátt eins leiðinlegt og pirrandi eins og drasl og rusl um allt. Knús á þig og eigðu yndislega helgi.
Tiger, 20.6.2008 kl. 13:34
Hullan mín krúttið, hvernig dettur þér annað eins í hug, það er naumast að það á að leggja á sig.
Ég hef komist að því að maður getur bara ekki gert allt í einu verið krútt skemmtileg, yndi og fallegust.
Eitthvað verður að víkja á meðan og svona húsverk einfaldlega slíta bara í sundur fyrir manni daginn.
Svo slakaðu bara á Hugljúfust, maður má ekki ofreyna sig, sérlega ekki svona rétt fyrir helgi.
KNÚS Bína
Bina (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:48
Ég er líka miðakjélling, ef að ég slrifa ekki niður það sem ég þarf að gera þá gleymi ég því. Eða ég byrja á einvhejru og fer í eitthvað annað og þar í eitthvað annað..... alltaf eittthvað rugl í hausnum á mér í gangi.
Ég er sammála þér með falleg blómabeð, elska þau, sérstaklega ef að ég er með myndavél á mér og líka gamla fólkið.... mér finnst gamalt fólk svoooo mikið krútt, gæti alveg hugsað mér að eiga nokkra ellilífeyrisþega.
Eigðu góðan dag Hulla ;o)
Linda litla, 20.6.2008 kl. 14:32
Ó mikið þyrfti ég á því að halda að verða svona miðakona eins óskipulögð og ég er. Er þó örlítið hrædd um að ég myndi gera líkt og Tigercopper að strika bara yfir það á listanum sem ég ekki nennti að gera í það og það skiptið
Ég bið voða vel að heilsa öllu heila pakkinu þínu og vona að þið eigið góða helgi með bros á vör
Knús knús
Þóra Björk Magnús, 20.6.2008 kl. 17:49
Plíííís..ekki minnast á garðvinnu...þá fæ ég martraðir í viku...
Rúna Guðfinnsdóttir, 21.6.2008 kl. 00:54
Sko, ég set nú bara allt í símann tad sem ég tarf ad muna eftir og ég væri sko ílla stödd ef ég hefdi ekki tennann blessada símaen í sambandi vid tiltekt tá gengur tad nú alveg ágætlega án mida, Børge ordner tad nú bara
Kvedja á tig og tína frá okkur.
maja (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 10:01
Heyrdu veistu???Ég er líka midakona ...Kærastinn skilur alls ekki hvad ég se ad gera med alla tessa mid um allt.Madur má sko alveg vera latur,elska tad stundum.
Knús á tig mín kæra inn í daginn
Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.