Eymingja Hulla litla.

Í dag er ég búin að eiga mikið bágt.Crying
Þetta byrjaði reyndar allt 2 júní þegar ég hnerraði af svo miklu afli að ég fór næstum úr axlarlið, eða fékk einhvern verk í öxl og bak. Síðan þá er ég búin að fara skánandi, þar til í gær.

Við fórum í smá bíltúr með tengdamömmu sem er búin að vera hjá okkur frá síðasta fimmtudegi.
Pínu að reyna að heilla kjellu með fallegu umhverfi og miklum hita.
Þegar heim kom gerðist eitthvað og ég fann ógeðslegan seyðing leiða niður í hægri löpp.
Áður var ég búin að finna smá til í hægri handleggnum, en taldi það nú mest bara hreyfingarleysi.
En þetta varð bara verra og verra í gærkvöldi þar til þessi verkur hvarf! Bara sí sona.
Í morgunn komst ég svo varla fram úr rúmi.
Átti að mæta í vinnu kl 7:15 en hringdi mig inn veika.
Sat svo hérna heima og langaði að grenja, ég var svo pirruð.
Það hefur án efa verið ansi skemmtilegt fyrir tengdamóður mína að koma niður þegar hún vaknaði.
Held að hún sé nú ekkert vön að sjá mig geðfúla, en ég bara gat ekki haldið aftur af mér.
Fékk tíma hjá lækni rétt um 14 og ætlaði þvílíkt að hella úr mér yfir hann.
Þetta er sko ekkert í fyrsta sinn sem ég á bágt og aldrei neitt gert. Veit samt ekki nákvæmlega hvað ég vil láta gera... Bara lækna mig.

Þegar ég svo var kölluð inn tók á móti mér einhver nýr læknir. Sem var útaf fyrir sig gott því hann er ungur og virtist alveg til í að hjálpa mér.
Ég á minni dásamlega fullkomnu dönsku reyndi að útskýra fyrir honum að hægri höndin á mér væri rosalega máttlaus. mig minnir að ég hafi sagt honum að ég væri lömuð í hendinni, sem ég er alls ekki og skil ekki hvernig mér datt í hug að segja það. Kom bara engu öður fyrir mig á dönsku.
Svo þegar hann var búin að ganga úr skugga um að ég væri ekki að lamast, reyndi ég að segja honum að mér liði eins og ég væri búin að bera ógeðslega þungan innkaupa poka marga kílómetra.
Hann spurði hvort ég þyrfti að fara langt til að versla!!!
Loksins tókst mér að gera mig skiljanlega. Hann skoðaði mig fram og til baka. En fann auðvitað ekkert. Gæti verið klemmd taug, vöðvabólga eða eitthvað annað.
Fékk töflur og hann vonaði að þetta væri búið að lagast eftir 14 daga. Ég vonast hinsvegar til að verða góð á morgunn.
Ég sagði honum líka frá verkjunum sem ég er búin að hafa núna í ca 5 ár. Sem lýsa sér eins og að annað lungað í mér sé að falla saman. Verkur upp í öxl og út í kjálka og eyra.
Þá varð hann yfir sig hamingjusamur og vildi fá að hlusta mig aftur.
Ætli hann hafi ekki bara verið hrifinn af nýja spenastatífinu mínu...
Enýhá kom hann með snilldar spurningu.
Hann spurði hvort ég fengi nóga sól!!!
Uhhh hvað helduru? spurði ég. Neeiii. Það skín ekki sól í þessu rok rassgati.
Hann spurði hvaðan ég kæmi og þegar ég nefndi Ísland þá fannst honum ekki spurning að ég liði af D vítamínskorti. Sem er reyndar nokkuð skondið, því það er ekki langt síðan ég bloggaði um þá möguleika sjálf (í djóki að sjálfsögðu)
Ég sveiflaði upp erminni og leyfði honum að sjúga 3 hylki af blóði úr handleggnum á mér.
Fæ svör á mánudag. Er sennilega með helling af D vítamíni. En það er þá bara á hreinu.
Nú er ég búin að taka eina sterka bólgueyðandi töflu og á að taka aðra í kvöld.
Hlakka til að sjá hvort ég verði betri á morgunn.
Er nefnilega óþolandi þegar ég er í sjálfsvorkunn.

Knús á ykkur öll og takk fyrir fallegar kveðjur við færsluna um tengda-ömmu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Elsku stelpan mín    ég vona sannarlega að þessar töflur hjálpi þér eitthvað en ég skal sko barasta vera rosa  góð við þig þegar þú kemur til mín og nudda þig almennilega, það er jú ekkert sem jafnast á við gott nudd og ég er snilli á því sviði

   En ég er nú samt fegin að heyra að hann hefur þó gert meira en hinir læknarnir hingað til að og tekið blóðprufu. . . . . svo bíðum vð bara spennt eftir að heyra hvað kemur út úr henni

   Luv ya

Þóra Björk Magnús, 23.6.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er vonandi og örugglega sauðmeinlaus verkur. Hlýddu bara doksa og vertu stillt og þá fer allt á besta veg.        Kveðjur og heilsanir af Ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh spentur fyrir nýja spenastatívinu þínu!  Óborganlegt! 

 Elsku kellingin, vona að pillurnar virki.  Annars kannast ég við svona leti við að heimsækja lækna, ég bíð alltaf þar til ég get ekki gengið eða legið, þá loksins druslast ég.  Sko, þetta eigum við auðvitað alls ekki að gera og vitum það vel báðar tvær en........

Ía Jóhannsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrirgefðu en þrátt fyrir að ég vorkenni þér ógeðslega þá er ég samt í kasti af því þetta er brjálæðislega fyndið.

Lamast!!! Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 23:16

5 identicon

Góðann bata snúllan mín.  Ertu búin að ath hvort að nýja spenastatívið sé nokkuð of þröngt þar að segja stroparnir og loka kanski  tilfærslu blóðsins  niður í handlegg  Knús á þig. Heyri í þér i morgen.

Linda (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ før søren bara ekki getur thetta verid thægilegt...en sé thig samt alveg i anda ad útskýra thetta fyrir doksa hahaha....

en vonandi lagast thetta sem fyrst,er djøfulli ergilegt ad thjást af einhverju sem enginn veit hvad er

María Guðmundsdóttir, 24.6.2008 kl. 04:41

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ástand er þetta, lömuð á einari, yfirkomin af verkjum sem eyðileggja góð geðbrygði sóldýrkanda sem óvart settist að í Rokrassgati og neyðast svo til að heimsækja sikkness pakkið sem bara mergsýgur blóð úr fögru fljóði í nýju spenastatífi. Hve lengi getur vont versnað?

Er að fara í próf í fyrstu hjálp svo ég get ekki bjargað þér

Guðrún Þorleifs, 24.6.2008 kl. 06:09

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hulla þú ert bara yndisleg...

'Eg gat nú ekki annað en hleigið þó ég vorkenni þér alveg svakalega...spenastdív... lömuð í hendinni...haha svo endaru kannski með D vítamín glasið í vasanum...hehe

En farðu samt vel með dúlla..kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.6.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ÆÆÆ snúllan mín ...Tad er ótrúlega erfitt ad fá lækna til ad skilja hvad manni lídur illa hahahahahaha.Flott spenastatívid titt...Líkjist tad kannski svona tvíburahúfu eins og mitt????

Vona mín elskulega ad tér lídi betur á morgunn.

Knús á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 24.6.2008 kl. 17:21

10 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Segi það sama, ég vorkenni þér alveg sko en þetta er bara ógeðslega fyndið

Óska þér góðs bata elskan mín.

Elísabet Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband