4.7.2008 | 06:11
Mómæli... Undirskriftarlisti
Ég er reið eins og flestir aðrir útaf meðferð Pauls.
Ég er glöð að Ingibjörg Sólrún er stödd á Ítalíu og vonast nú til að konan taki Paul með sér heim aftur. Það eru kannski ekki stórar líkur á því, en stundum gerast ólíklegir hlutir.
Ég styð mótmælendur af fullum hug og vonast til að íslendingar sjái sér fært að mæta fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag milli 12 og 13 til að koma á framfæri sínum skoðunum.
Einnig vil ég benda á þessar færslur um málið http://www.nornabudin.is/sapuopera/ og http://aftaka.org/
Hér er svo undirskriftarlisti sem á að afhenda eftir helgi, http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses svo þið öll sem styðjið Paul og eruð ósátt við þessa skítlegu framkomu, skrifið undir núna.
Bið ykkur að eiga góðan dag.
Athugasemdir
Góðan daginn árrisula kona! Lítil hætta á að Solla taka hann með sér heim, því miður. Déksoti fengi hún annars mörg prik ef svo yrði.
Njóttu dagsins.
Ía Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 06:23
Góðan daginn Ía
Álit mitt á stjórnmálamönnum yfirleitt er ekki stórt.
Hún mundi toppa allt og alla ef hún gerði það.
Sé hreinlega ekkert því til fyrirstöðu að hún taki manninn með sér tilbaka.
Ég bara held áfram að vona
Eigðu líka góðan dag.
Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 06:29
Hulla mín, hvar er listinn ? Ég er alvarlega að hugsa um að mæta þarna í dag og mótmæla í fyrsta sinn á æfinni. En ég vil líka skrifa mig á listann.
Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 08:22
Ó ég er stundum svo mikill auli
Hér er hann og ég vona svo innilega að mæti sem flestir.
Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 08:27
Búin ad skrifa á listann og já,vonandi koma sem flestir i mótmælin. Verd thar i huganum
eigdu gódan dag og góda helgi.
María Guðmundsdóttir, 4.7.2008 kl. 09:24
Eins og ég kommentaði áðan einhversstaðar:
Þekkir maður nokkuð málavexti nægilega til að fara að skammast og rífast? Ég er nokkuð viss um að okkar menn hafa haft ástæðu til að senda manngreyið úr landi! Sorglegt þó að þurfa að skilja hann frá konu og barni!
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:17
Búin að skrifa mig á listann en komst ekki að dómsmálaráðuneytinu vegna vinnu. Var með í huganum.
Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:28
Þetta er sorglegasta mál, hvernig sem á það er litið. Finnst að það ætti að vera bannað að aðskilja hjón/pör í svona málum.
Guðbjörg Oddsd.
Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:48
Takk fyrir að vekja athygli á málinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:00
búinn að skrifa undir !!!
heyrðu næsta vor vil ég gjarna fá hænur !!!
knus
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 13:34
Já, þetta hefur verið hið aumasta mál í alla staði. Auðvitað átti aldrei að vísa honum úr landi, maðurinn á hér unnustu og barn! Vonandi leysist þetta á farsælan hátt svo vel megi við una.
Knús í daginn þinn ljúfan ..
Tiger, 8.7.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.