29.7.2008 | 22:50
Síðustu dagar.
Hér er búið að vera vitlaust að gera síðustu daga.
Síðan við komum frá Hollandi eru búið að vera hér stanslaust af gestum og þó þeir hafi stoppað mislengi hef ég óspart notað það sem afsökun til að nenna ekki að blogga. Þið vitið... Æ búið að vera svo mikið að gera hjá mér
Svo er sólin bara búin að vera svo dásamlega að láta sjá sig áður en hún leggst í dvala að við höfum helst ekki viljað missa af einni mínútu með henni
Ég er allavega búin að næla mér í rosa magn af D-vítamíni.
Daginn eftir að við komum frá Hollandi brunuðum við til Koldings til að ná í gesti 1 og 2. Það voru Linda systir Eika og mágkona mín og Soffía dóttir hennar, nýkomnar úr flugi frá Spáni og ákváðu að millilenda hjá okkur í 2-3 daga. Frábært að fá þær.
Jói og Soffa dunduðu sér við að smíða???
Vitum ekki alveg hvað, en það sem mestu skiptir er að þau voru allan tíman úti með hugann við þetta stóra verkefni sitt.
Hér erum Við Eiki og Linda að slappa hrikalega af.
Eftir að þær mæðgur fóru kom Þóra vinkona með Þóa litla son sinn og kærustuna hans.
Einhverra hluta vegna tók ég ekki eina einustu mynd.
Þóa var búið að lofa varðeldi og gítarspili út í garði, en hann fékk bara gítarspil inn í stofu þrátt fyrir að ég væri búin að kveikja á kertum út á verönd.
Gerum bara betur næst.
Hrikalega gaman að fá þennan snúlla í heimsókn
Þóra kom svo hingað á sunnudeginum og var dagurinn að mestu nýttur á ströndinni.
Fyrst á Ballebro og svo heim að éta og svo var önnur strönd prófuð á Alnor.
Jói alveg að tapa sér í köfun.
Hann syndir svo vel í kafi og honum finnst bara æðislegt að sjá krabba og marglittur og allt sem iðar þarna niðri í vatninu.
Æðisleg strönd, æðislegt umhverfi og Jói minn hamingjusamur.
Atli er orðinn unglingur.
Þegar ég var búin að koma mér fyrir með bók, afhjúpa spenana, til að losna við hvít för sem hafa myndast einhvertíma í vor þegar sólin skein síðast, heyrði ég dimma rödd og hálfkæfða segja "mamma viltu vera góð og taka aftur á brjóstahöldin" Þetta var sonur minn að farast úr áhyggjum, að einhver mundi taka af mömmu hans myndir og selja til séð og heyrt.
Ég fékk þó leyfi til að liggja svona á maganum.
Og þegar hann var búinn að jafna sig eftir mesta sjokkið sagðir hann mjúkur "þú mátt samt alveg striplast í garðinum heima, þegar eru ekki gestir.
Um kvöldið var svo gítarkennsla, en Jói ætlar að verða jafn klár og pabbi sinn á gítar og á þann draum að fá að sitja með fullorðna fólkinu og spila á gítar og syngja.
Þóra fékk að syngja með
I´m driving in my car...
Daginn eftir komu svo Ívar uppáhalds mágur minn í heimsókn með Jennete og Miu.
Dana og Hanne komu líka til að hitta þennan sjaldgæfa föðurbróður sinn sem býr í Svíþjóð og þær sjá alltof sjaldan. Lena komst því miður ekki.
Þetta er nú búið að taka sinn tíma á þessari seinvirku tölvu.
Er að hugsa um að opna mér einn öl fyrir svefninn og dobbla Eika til að hætta að horfa á Star wars og horfa í staðinn á Klovn með mér
Indælis knús á ykkur, bloggvinir mínir
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 00:47
Skemmtielgar myndir hjá þér, ég held að sonur minn myndi sko fíla svona köfun og skoða krabba og marglittur. Hann myndi örugglega tala um það í margar vikur ef að hann fengi að upplifa slíkt hehehe
Bestu kveðjur i danaveldi
Linda litla, 30.7.2008 kl. 01:50
svoooo gaman ad fá svona myndablogg og já,eitthvad kannast ég vid svona táningsembarrassing.....madur má vart sig hræra án alls kyns kommenta um ad passa sig svona og hinseginog gera ekki unglinginn ad fifli...hehehe...ég á stundum erfitt med thad sko...
En eigdu góda viku, fáum held ég ad halda sólinni fram á laugardag svo thad er bara útivera thangad til
María Guðmundsdóttir, 30.7.2008 kl. 07:19
Innlitskvitt.
Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 12:29
Sæl kæra nyja bloggvinkona, yndislegt að fá gesti og leiðinlegt þegar þeir fara en þá kemur bara afslöppun sem að er lika gott.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 15:03
Takk fyrir yndislega samveru krúslurnar mínar,, alltaf jafn gott að koma í sveitinna ykkar og fá heimabakaðar kleinur Vona við sjáumst fljótt aftur
Knús og kossar systa mágkona og frænka(faster)
Linda (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.