3.8.2008 | 08:05
Pirringur.
Ég er búin að vera að spá smá.
Kannski því ég er búin að vera í fríi í 3 vikur og ekkert haft betra að gera, en að pæla endalaust.
Búin að spá pínu í því hvað málið okkar breytist hratt. Ótrúlega hratt í rauninni.
Sko t.d. í gamla daga...
Vangefinn maður var fáviti. Nokkrum árum síðar (eða áratugum) var hann orðinn eymingi.
Seinna varð hann (ekki alltaf sami maðurinn) einfeldingur svo kjáni síðar, ekki eins og fólk er flest og núna er hann orðinn einstakur eða sérstakur. Hvað er þetta????
Sagt fyrir 90 árum:
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var fáviti.
Sagt fyrir 60 árum.
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var eymingi mikill.
Sagt fyrir 20 árum.
Þessi Gunni er nú ekki eins og fólk er flest... sko. Algjör kjáni.
Sagt í dag.
Guð hann Gunni, hann er ekkert smá einstakur.
Og fólk má vera einstakt og sérstakt og sjarmerandi. Mér persónulega finnst það bara ekkert endilega þurfa að vera vangefið eða öðruvísi veikt til þess.
(nú fæ ég sennilega skammir og fæ að heyra það að vangefnir séu ekkert endilega veikir)
Mér finnst t.d börnin mín öll vera einstök og sérstök. Samt eru þau öll fædd heilbrigð. Ég er ekkert viss um að mér þætti þau meira einstök eða sérstök þó þau væru veik eða vangefin.
Með fullri virðingu fyrir öllum sem eiga fötluð börn eða aðra ættingja.
Og einstæðar mæður í dag.
Þær eru sko ekkert einstæðar. Þær eru sjálfstæðar!
Einstæðir feður eru áfram einstæðir en ekkert sjálfstæðir, en mæðurnar eru voða sjálfstæðar.
Ég efast reyndar ekkert um að einstæðar mæður séu í flestum tilfellum mjög sjálfstæðar. Var sjálf einstæð eini sinni endur fyrir löngu. Málið er bara að ég var ekkert sjálfstæðari þá en ég er í dag.
Þetta ruglar mann pínu sjáðu til.
Og bara á áratugi eða kannski smá meira, þá er búið að rugla svo með útlendinga heima að maður þorir varla að vera innan um þá af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust.
Fyrst var útlendingunum breytt í túrista... Nei smá djókur. Þeim var breytt í nýbúa. Ok frábært, nema það virtist bara passa á sumar tegundir útlendinga. T.d fólk sem er líkist okkur næpunum ekkert. Fólk frá Asíulöndunum og Afríku. S.s gult og dökkt fólk. Hinir voru áfram bara pólverjar og Svíar og kanar o.s.frv.
Nú má ekki tala um annað en -fólk af erlendum uppruna-.
Og ég má ekki segja negri um fallegt svart fólk, þá bilast Þóra og kallar mig rasista!
Afhverju er þetta svona???
Ætli þetta sé svona annarstaðar í heiminum?
Ég hef ekki orðið vör við þetta hérna, en þekki ekkert hafsjó af dönum svo sem.
Já og eitt annað.
Í dag er ekki til aumingjaskapur!!!
Allir sem nenna ekki að vinna, eða lifa á ríkinu eru annað hvort ofvirkt fólk, eða fólk með athyglisbresti. Þunglyndis sjúklingar. Nú eða fólk sem er bara svo ó-stapílt!!!
Ég er ekkert að grínast. Það var ein sem sagði mér það um daginn að hún gæti ekkert unnið og yrði að þiggja aðstoð frá því opinbera því að hún væri svo ó-stapíl!!! Hvaða hugsunarháttur er þetta???
Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir að það er til fólk sem þarf á fjárhags aðstoð að halda. Þekki sjálf fólk sem hefur verið í þannig aðstöðu, en það hefur nær undantekningarlaust verið fólk sem hefur viljað vinna en ekki haft tök á því tímabundið vegna t.d sjúkdóma.
Ekki fólk sem finnst það bara hafa annað við tímann að gera. Og já. Ég þekki þannig fólk í dag.
Æ ég veit að ég er ógeðslega úldin og fúl og ekki fengið nikótín í x langan tíma.
Hafið það samt sem best.
Kveðja Hulla reyklausa (eina ferðina enn)
Athugasemdir
Goðan daginn ljufan, ég er svo hjartanlega sammala þér og öll erum við svo sannarlega einstök, hver á okkar hátt. En hvar býrðu í danaveldi ef ég má vera svo frökk að spurja. til hamingju með að vera að hætta að reykja.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:07
Hæ hæ Krissa
Takk fyrir hamingjuóskirnar...
Heyrðu ég bý upp í sveit milli Sønderborg og Åbenrå.
Vertu velkomin ef þú átt leið hjá
Hulla Dan, 3.8.2008 kl. 09:14
En þú sjálf??? Hvar býrð þú???
Hulla Dan, 3.8.2008 kl. 09:30
Við mamma vorum einmitt að tala um svona í gær, skondið En ekki gera samasemmerki milli bótaþega og aumingja. Alltaf þegar þessi umræða hefst milli manna, þá er annarhver bótaþegi ekki sjúklingur, heldur aumingji sem nennir ekki að vinna, það vita nú allir
Ég þoli ekki svoleiðis rök og málafærslu. Í hvaða stétt sem er, finnast óheiðarlegir menn. (Sbr. Árni Johnsen) Ég vona samt að það eigi ekki það sama um hann og helming þingmanna, þ.e. að þeir séu þjófar og ræningjar.
Ekki dæma fjöldann eftir fáum. Að vera bótaþegi er niðurlægjandi og erfitt fyrir heiðarlegt fólk.
Svo að lokum, þunglyndi er ósýnilegur sjúkdómur. Ég segi eins og allir segja : Ég þekki konu sem er hress og kát þegar hún hittir fólk, allra manna hugljúfi, vel menntuð og klár, enginn sér að þar fer sjúklingur. Hún er bótaþegi og er talað um hana sem afætu á ríkinu sem nenni ekki að vinna. Þessi kona liggur undir sæng og grætur lungann úr deginum þegar hún er heima. Hún er örótt vegna marg endurtekinna sjálfsskaða, hún er mesti sjúklingur sem ég hef séð en hef ég þó séð nokkuð marga, þó ber hún ekki plástur né gengur við hækju.
Kveðjur til ykkar í Danaveldi
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:57
Ég hugsa að engin vel gefin maður setji = milli aumingja og bótaþega.
Aumingjar geta bara eyðilagt svo mikið fyrir fólki sem raunverulega þarf á hjálp að halda.
Ég er líka nokkuð viss um að til sé rosalega mikið af fólki sem sækir ekki um þá aðstoð sem það á rétt á vegna skammar. Og það er líka slæmt.
Þekki þunglyndis sjúkdóminn vel og einnig óhamingju sem margir rugla saman við þunglyndið.
Sjúkdómurinn sjálfur er mjög hættulegur í sjálfu sér, einmitt af því að það er hægt að leyna honum svo vel.
Margir með þennan svakalega sjúkdóm vinna samt og finnast þeir ekki eiga rétt á bótum. Aðrir sem eru ekki með sjúkdóminn en eru hins vegar latir (þekki mjög nákomið dæmi) finnst bara sjálfsagt að fá peninga upp í hendurnar einu sinni í mánuði og finnst ekkert athugavert við það. ÞAÐ PIRRAR MIG!
Knús til baka.
Hulla Dan, 3.8.2008 kl. 10:23
Varðandi útlendingana og hversu erfitt það er að fóta sig í hvað má segja og hvað ekki kemur auðvitað til af fordómum samfélagsins gagnvart þeim og á Íslandi eru fordómarnir miklir.
Ég kalla útlendinga "nýja Íslendinga" eða bara Kana, Svía, Pólverja, Thailending og mér finnst ekkert að því. Einfaldlega vegna þess að ég fagna fjölbreytilegu samfélagi.
En varðandi orð eins og fáviti og aumingi og slík orð þá er það bara þannig að með tímanum breytist merkingin vegna viðhorfa.
Aumingi og vesalingur eru orð sem hafa fengið gildishlaðna neikvæða merkingu.
Ofvirkni, einhverfa, athyglisbrestur og þroskafrávik eru staðreynd Hulla mín og þess vegna verður að vera til orð yfir ástandið.
Ekkert að því.
Sjáðu orðið ágætt sem þýðir það besta, nú þýðir það svona lala.
Gaman að pæla í þessu.
Og hættessum pirringi kelling.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:18
eitthvad kannast ég vid pirring vegna fjarveru frá nikótíni i x langan tíma en gód og gild pæling hjá thér. Ímyndadu thér alla i okkar grunnskólatíd sem voru bara " tossar" og "óthekkir"..en voru liklegast med ýmis vandamál sem thá thekktust ekki,samanber ofvirkni,athyglisbrest og th..uss,thad hefur verid erfitt fyrir vidkomandi ad sitja á skólabekk árum saman án adstodar
en nota bene..thad má alveg segja "negri" vid og um bløkkufólk án thess ad vera rasisti...en ordid "niggari" lætur madur ekki útur sér..allt ønnur ella sko samanber ordin "nigger" eda "negro" ..tvennt ólikt, svo thú tharf ekkert ad svitna i thvi sambandi
eigdu gódan dag og góda vinnuviku...minns á bara frí á morgun enda búin ad vinna helgina..kvedja hédan frá Jótlandinu
María Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:29
Hæ krúslan mín,
Ætla bara að segja þér enn og aftur,, erum búnar að ræða þetta alloft,, maður má allveg segja Negri um svart fólk... og það er hvorki ljótt né niðurlægjandi. 'A sjálf nágranna, foreldra vina barna minna og þau eru negrar. Ekkert ljót við það að segja þau séu negrar (sama hvað Þóra segjir ). Musa kallar sjálfan sig reyndar súkkulaðibúðing og Ejlif minn vanillubúðin enn það er svona gælunafn milli þeirra vina án nokkra niðurlægjingu né til að særa hinn annann.
Eigðu góðann dag snúlan mín.
Knús og kossar þín mágkona
Linda (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 16:55
Jahá komið þið bara allar sælar og blessaðar
Það er ekki undan því komist að koma með komment á þessa umræðu þar sem mitt nafn virðist vera nokkuð blandið inn í hana, maybe my 15 minutes of fame
Rök mín fyrir því að ekki eigi að kalla blökkufólk NEGRA er sú að ég hef átt umræður við hörundsdökkt fólk um einmitt þetta umræðuefni og þar hef ég, án nokkurs vafa, fengið að heyra að þeim sjálfum finnist þetta niðrandi og því tekur maður tillit til þess og finnur önnur orð (og við eigum ekki við neinn skort að stríða í orðavali á íslensku) sem ekki særir þeirra siðferðiskennd. Og ég skil því ekki af hverju þetta til tekna orð verði endilega að verða fyrir valinu en ekki eitthvað af öllum hinum sem við eigum ??????
Bara þó ekki væri nema fyrir kurteisis sakir !
Knús og Kram og takk fyrir í dag voða gott að fá ykkur í heimsókn
Þóra Björk Magnús, 3.8.2008 kl. 19:55
Verð að fá að bæta við hvað ég er stolt af þér með reykingabindindið, þú ert barasta duglegust
Þóra Björk Magnús, 3.8.2008 kl. 19:56
Ha,ha það eru sko aldeilis pælingar hjá þér elskan Er stolt af þér fyrir að vera að hætta að reykja Hulla mín Þú ert engill sæta mín,haltu áfram að njóta sumarsins smjúts á þig
Katrín Ósk Adamsdóttir, 4.8.2008 kl. 01:24
Það er dááásamlegt að vera án nikótíns. (Ekki samt eins gott og að nota það...en....) Hjá mér var það Gabríelle eða nikótín og allir vita hvernig fór og ég dirfist ekki að halda framhjá því loforði
Við...foreldrar...verðum að gæta orða okkar í garð innflytjenda (nýbúa og síbúa...) Það hafa börn sem fyrir þeim er haft. Við getum óafvitandi gert börnum okkar til skoðanir, sem endilega eru ekki þær réttu!
Það er sorglegt að vita að litlir (ungir) Íslendingar verða fyrir aðkasti jafnaldra sinna vegna litarháttar og/eða þjóðernis. Við, þau eldri og vitrari megum ekki láta slíkt gerast. Alltaf fráábærlega gaman að lesa pistlana þína og þenkingar Hulla.
Kveðjur og heilsanir yfir hafið.
*síbúi= útlendingur sem búið hefur á Íslandi 10 ár eða lengur
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.8.2008 kl. 03:13
Hæ öll
Jenny: Ég færi náttúrulega aldrei að kalla vangefna manneskju aumingja eða fávita, akkúrat vegna þess að ég veit að viðhorfin eru breytt. Ég er bara svo mikið að pæla í því hvers vegna það gerist.
Og ég veit að ofvirkni og allt það er til. Og guði sé lof að þessir einstaklingar fái hjálp við hæfi í dag. Mér finnst bara fólk stundum og alls ekki allir, reyna að notfæra sér allt svona.
Ég á óþekktaranga, meiri að segja tvo, og hef oftar en 3x verið sagt að ég gæti bara "látið" greina þau ofvirk, þá fengi ég líka umönnunarbætur og þyrfti ekki að vinna. Pirrar mig geðveikt að fólk láti svona ut úr sér, og bara hugsi svona yfir höfuð. Eyðileggur líka fyrir þeim sem þurfa á aðstoð að halda.
Maja: Ég held þá bara áfram að segja negri, enda finnst mér það lang fallegasta orðið yfir dökkt fólk. Mér finnst felast virðin í orðinu, og gera viðkomandi eitthvað meiri... æ skiluru. Nota líka svertingi. Finnst það bara ekki eins fallegt.
Linda:
Þóra: Þá eru þínar 15 mínútur liðnar. Hehe á eftir að tala meira um þig seinna
Þá færðu aðrar 15 mínútur. Og þú veist að ég mundi aldrei tala niður til fólks af öðurm kynstofni. (ógeðslega flott orðað hjá mér hihi) Til þess er ég einfaldlega of góð
Rúna: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og ég er 100% viss um það að allur rasismi eigi sér rætur til fullorðna fólksins.
Og ég vona að ég eigi eftir að finna þessa dásemd hellast yfir mig í staðinn fyrir pirringinn sem er búinn að hreiðra svo vel um sig bak við hjartað á mér.
Knús á ykkur öll
Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 06:51
'Ég bý í Vejle, ég er nu ekki hrifin af að búa í svona stórum bæ, ætla að koma mér í minni bæ ef að ég fæ husnæði einhversstaðar, ég á ábyggilega eftir að birtast einhvern tímann, hef nu samt sambande áður.
knus
Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 07:46
Ég rakst á þessa síðu á annrri bloggvinasíðu..gat ekki á mér setið að pára hér..var nefnilega að rifja upp að það var akkurat ár síðan ég fór í örlagaríka heimsókn til Baunaveldis (er það nokkuð skammaryrði? ) Var að heimsækja vini bæði dani og íslendinga eftir x tugi ára...
Ég var meira að segja í heimsókn hjá íslendingum á þessu svæði sem þú býrð á..en það eru að vísu mörg smá þorp/þyrpingar þarna á milli Abenraa og Sönderborg, (sem ég náði ekki að sjá vegna tímaleysis og annars)á meira að segja x karl með lögheimili í Abenraa..Danmerkur ferðir geta breytt mörgu...
Svo var ekki verra að sjá að þú ert svona "cat" lady eins og ég...er með ....HJÁLP!..12 stk núna...Einn skottlausan blue russian "it cat"....(svona er að kunna ekki umferðareglurnar...svo 2 læður sem eru Bengali blendingar...önnur hún Sóta, gaut 19 og 20 júlí 5 dúllum...4 strákar og 1 stelpa sem er með ljónsnebba.... Högnarnir eru allir með x mikið meira hvítt en hún..Svo gaut Blíða aðfararnótt 2. ágúst og þar voru 3 stelpur og 1 strákur...þau eru skrautlegri á litin en högninn er sá sem er mest svartur...Vandamálið er að nú vill pabbi kettlinganna (hann var ekki í að gera upp á milli damanna sko....) ...búa hér líka og hann er sko búinn að koma í heimsókn til barnsmæðra sinna... Verða að játa að ég hef nú ekki vitað högna svona trygglynda...En það er slatti af myndum af þessu liði á blogginu mínu...Sé ekki betur en að þú eigir Bengali dömu...http://www.tibcs.com
En í sambandi við hin og þessi nöfn sem við gefum öllum mögulegum/ómögulegum sjúkdómum...(sjúkdómsvæðing..) er nú bara til að geta selt x fleiri pillur (nú fæ ég á túlann...) ..
Það er t.d. voða erfitt að skrifa upp á lyf við því að vera " sorgmæddur" en ef það heitir "þunglyndur"...þá er málinu reddað... (skyldi þunglyndi annars vera smitandi)...
Nú eða "passion" =ástríða....nei ...nú heitir það obsession eða þráhyggja ...og þá er hægt að gefa þér lyf...en ekki eins auðvelt ef þú ert illa haldin af ástríðu fyrir x hlutum/málum.... "eftirtektarleysi" =athyglisbrestur..."innhverfur "/vanvirkur= einhverfur...annars vil ég kalla þá einstaklinga sem hafa fengið stimpilinn "of"virkur "VEL" VIRKA (en hefðu sennilega verið kallaðir rosalega duglegir í minni ungdómstíð....
Eins gott að Einstein, Edison, Da Vinci og fleiri þannig framúrstefnu gaurar voru uppi á þeim tíma sem þeir voru...annars væri ég sennilega ekki að pikka á neina takka núna...sæti sennilega í baðstofunni með kertaljósartýru...og rýndi í einhverja skruddu...og skrifaði með fjaðurstaf...Engin flott listaverk...engin afstæðiskenning...(Einstein féll í stærðfræði og var rekinn úr skóla fyrir óspektir...)
Það er sko engin hætta á að við munu eignast einhverja framúrstefnu frumkvöðla á þessari öld...allir settir á róandi spíttið Ritalin...
Annað sem ég hef svona stundum pælt í...ef að allt örvandi á að virka róandi á þá sem kallaðir eru ofvirkir....hvernig væri þá að gefa þeim sem kallaðir eru einhverfir eitthvað róandi.....nú svona miðað við að x lyf virki x öfugt....nú eða hvað þá með þá sem eru bara hreinir letihaugar....(,,klórar sér í restinni af hárinu,,....)...
Ætlaði að sleppa að minnast á þá sem ekki eru fæddir hér á gamla Fróni heldur einhversstaðar annarsstaðar úr heiminum...en smá...næstu nágrannar eru frá Póllandi...en mér finnst svolítið sérkennilegt að maður þurfi að tala annað tungumál en móðurmálið við kassann í Bónus hér í litla Borgarnesi...það gerir svo sem mér ekkert til ..tala dönsku og ensku þokkalega vel...og skil hrafl í x öðrum ..svo vel dönskuna að ég var að hjálpa dönunum í sambandi við lestarferðir hahaha...En með eldra fólk þá gegnir öðru máli......þannig að ég held að þetta sé megin málið í sambandi við hvernig við tökum á móti fólki og komum fram við það...
Púff..þetta átti nú ekki verða svona langt komment...men...og kanski stuðandi...hef að vísu svolítið gaman af því að stuða fólk...hræra upp í því... Eins gott að ég er ekki barn núna..ég hefði sko örugglega verið sett á tripple eitthvað..en sem betur fer var það gagnlegra í sveitinni að vera "velvirkur" en "vanvirkur"...Kær kveðja til þín og þinna... P.S. Ég "stal" víst líka bröndurunum frá þér ..þú mátt "stela" í staðinn frá mér einhverjum slíkum...þó ég hafi verið frekar húmorslaus svona undanfarið...allavega á blogginu....
Agný, 7.8.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.