Síðasti í sumarfríi.

Í gær ákváðum við að nota síðasta í sumarfríinu okkar til að fara í smá ökuferð.
Mig langaði voða mikið til Esbjerg, því þangað höfum við aldrei farið.
Tók með mér 2 bækur til að býta við Þóru, en ætlunin var að koma við hjá henni í bakaleiðinni.

Fyrst keyrðum við í gegnum Ribe. Það er bær útaf fyrir sig og að sögn strákana minna, sem eru mun betur að sér í danskri sögu en foreldrarnir, er þetta einn elsti bær Danaveldis. Allavega á Jótlandi.

Mynd001

 

 

Þessi er tekin á ferð út um gluggann á bílnum, á símann í Ribe.

Nennti ekki einu sinni út úr bílnum Wink

 

 

 

 

 

Mynd002

 

 

 

Þarna förum við pottþétt aftur Smile

 

 

 

 

 

 

Svo keyrðum við til Esbjerg og þangað langar mig ekkert voðalega aftur.

Mynd003

 

 

Þetta var eiginlega það eina sem var áhugavert í Esbjerg.

Rosa flott.

 

 

 

 

 


Mynd007

 

 

 

Frekar stórir.

 

 

 

 

 

 

Mynd016

 

 

Ég með gullklumpana mína.

 

 

 

 

 

 


Mynd023

 

 

Ógó sæt saman Smile

 

 

 

 

 

 

Eftir Esbjerg ferðina -sem var stutt- brunuðum við til Brørup til Þóru vinkonu. Strákarnir voru orðnir frekar spenntir að sjá kisurnar, en hún er með 3 ketti frá okkur.

Mynd028

 

 

Eiki og strákarnir tóku trylling í garðinum hennar Þóru, enda á hún fullt af flottu dóti sem Eika finnst gaman að leika með. T.d hekkklippur Smile 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd030

 

og strákarnir fengu að slá garðinn hennar og tína rifsber. Þannig að hér verður soðinn sulta seinni partinn.

 

 

 

 

 

 

 


Svo bauð Þóra okkur upp á pitsu og rauðvín (ekki strákunum reyndar, þeir fengu kók) og svo var brunað heim. Komin heim um 21.
Fínn dagur.

Eiki byrjaði í skólanum í morgunn og strákarnir fóru í sfo.
Ég á að vera að leggja mig því ég byrja á næturvakt í nótt og ég verð bara að segja að mig hlakkar þokkalega til að byrja að vinna aftur.
Held að svona 3ja vikna sumarfrí sé bara sniðugt því maður er orðin dauðleiður á að hanga heima og að byrja að vinna aftur er bara dásamlegt.
Strákarnir byrja svo í skólanum á mánudaginn næsta og þá verður lífið komið í fastar skorður aftur.

Ljúfar kveðjur héðan. Knús og kossar Heart frá Hullu Pullu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er sammál þér, esbjerg er leiðinlegur bær, þó er annað listaverk þarna sem er mjög flott sem þú verður að sjá. það er ljósverk úti í náttúrunni eftir listamann sem heitir eva koch.

ég byrja að vinna á föstudaginn, verð að segja að ég hef það voða gott við að vera heima að myndlistast.

kh

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Hulla Dan

Þannig að ég er tilneydd til að skreppa aftur til Esbjerg?
Bara nafnið -ljósverk út í náttúrunni- fær mig til að langa.

Ég væri til í að vinna heima. Gæti hugsað mér að skrifa bók

Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sæt fjölskylda í sólinni.

Til hamingju með að sumóið sé búið krúttið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 11:32

4 identicon

Hæ jú þetta með Esbjerg þá þessi bær er nú lítið fyrir augað nema stytturnar þarna.  Hins vegar er stórt sjóminjasafn þarna sem hefur vakið mikla athygli og er vel þess virði að skoða. Mamma biður að heilsa.  Kveðja til allra á heimilinu og Möggu og Hinna í Gråsten slot líka :)

kveðja Lárus

Lárus Pálmason (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband