5.8.2008 | 12:03
Bjórkúrinn :)
Því hefur verið fleygt að bjórneysla sé grennandi og hafa eftirfarandi röksemdir verið nefndar því til stuðnings:
Ø Bjór inniheldur nánast eingöngu vatn.
Ø Bjór inniheldur nokkuð magn áfengis, en það er bæði hreinsandi og þvagræsandi. Það leiðir til tíðra klósettferða, en slíkar ferðir geta jafnast á við bestu heilsurækt, sé rétt að málum staðið (hnébeygjur og hröð hlaup sé þörfin virkilega sterk.
Ø Bjórneysla fer títt fram á börum eða álíka stöðum þar sem ýmis hreyfing er stunduð. Sem dæmi um það má nefna dans, að standa upp og sækja meiri bjór og eltingarleikur við álitlega einstaklinga.
Ø Bjórneysla stuðlar að dýpri og lengri svefn og eins og alþjóð veit er ekki hægt að sofa og borða á sama tíma. Það getur þó hent fólk, neyti það of mikils bjórs, að það viti ekki hvar það er niðurkomið eða hvernig það komst á téðan stað þegar vaknað er. En slíkar uppákomur leiða gjarnan til öflugrar líkamsræktar, sé ástandið á þann veg að það þurfi að forða sér í snarhasti á hlaupum.
Ø Bjór inniheldur nánast eingöngu vatn.
Ø Bjór inniheldur nokkuð magn áfengis, en það er bæði hreinsandi og þvagræsandi. Það leiðir til tíðra klósettferða, en slíkar ferðir geta jafnast á við bestu heilsurækt, sé rétt að málum staðið (hnébeygjur og hröð hlaup sé þörfin virkilega sterk.
Ø Bjórneysla fer títt fram á börum eða álíka stöðum þar sem ýmis hreyfing er stunduð. Sem dæmi um það má nefna dans, að standa upp og sækja meiri bjór og eltingarleikur við álitlega einstaklinga.
Ø Bjórneysla stuðlar að dýpri og lengri svefn og eins og alþjóð veit er ekki hægt að sofa og borða á sama tíma. Það getur þó hent fólk, neyti það of mikils bjórs, að það viti ekki hvar það er niðurkomið eða hvernig það komst á téðan stað þegar vaknað er. En slíkar uppákomur leiða gjarnan til öflugrar líkamsræktar, sé ástandið á þann veg að það þurfi að forða sér í snarhasti á hlaupum.
Athugasemdir
Ha,ha,ha! Láttu þig dreyma! Í einum bjór er jafn mikil næring og í 8. brauðsneiðum, þannig að þegar þú sötrar 3.bjóra á fallegu sumarkvöldi úti í garði eða inni í stofu þá ertu búin að borða heilt brauð og það stórt, svona samlokubrauð þú veist! Þannig að þú getur bara gleymt þessum kúr Hulla mín, enda sé ég ekki að þú þurfir að grennast, allveg eins og Hollywood stjarn Eigðu góða viku og hugsaðu til mín þegar þú færð þér osta,kex og rifsberjahlaup, i love it
Anna Ó (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:31
Góð hugmynd, allavega góð afsökun fyrir einhverja, en ekki langar mig í bjór, fuss og svei, missti alla löngun í alcohol þegar ég fór í aðgerðina um daginn, bara gott mál held ég.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 12:33
Ég er nú svo heppin eða óheppin að finnast bjór ekki góður, þó ég geti drukkið hann. En ég er viss um að margir verða glaðir að reyna þessa aðferð og taka henni fagnandi.
Guðbjörg O.
Guðbjörg Oddsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:30
Verð að mótmæla þér ljósið mitt. Bjór er eins og brauð í fljótandi formi og alveg spikfitandi. Lopinn sem safnast á bjórdrykkjumenn verður bara talinn í tonnum. Bjór er ekkert svefnlyf, reyndi að nota hann sem slíkan en vitagagnslaus. En það getur verið af því ég drakk hann í tonnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 14:08
hahahaha....næs træ sko ekkert ad einum ískøldum i gódu vedri...en má ég thá heldur bidja um braudid thess á milli
knus til thin og hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 5.8.2008 kl. 14:48
Djöfulsins snilld.
8 brauðsneiðar!!! Það þýðir að ég get bara lifað á bjór einum og sér
Fæ mér bara 8 ostsneiðar með hverjum bjór -sem álegg jú nó-
Margir sem lifa bara á brauði
Það ætla ég að vona að engum detti til hugar að mér sé alvara
Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 14:57
8 brauðsneiðar!!! Eruð þið ekki að djóka maður??? Úff...
Elísabet Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.