9.8.2008 | 17:09
Elliheimilisrokk.
Stundum efast ég um að það sé hollt að vinna í biðsal dauðans.
Horfði á lík í morgunn og leið jafn undarlega og alltaf þegar ég sé líflausa (gamla, ótengda) manneskju.
Ég finn yfirleitt bara fyrir létti fyrir hönd þess sem dáin er, engin sorg. (gæti aldrei unnið á sjúkrahúsi)
Ég velti stundum fyrir mér hvort ég sé klikk eða hvort samstarfskellurnar mínar séu að feika.
Ég finn fyrir rosalegum hjartslátt og fyllist rosalegri virðingu fyrir þeim dána. Er mjög erfitt að útskýra það eitthvað, enda allar líkur á að ég sé yfirnáttúrulega skrítin.
Ég finn ofboðslega til með aðstandendum - í flestum tilfellum - En annars fyllist ég bara þakklæti yfir að viðkomandi sé búin að fá frið.
Man eftir einni konu hérna úti sem ég syrgði af öllu hjarta.
Það var ofsalega ern og dásamleg kona. Var ekki dement, heyrði vel, sá ágætlega og það eina sem hrjáði þessa 98 ára gömlu konu var lærbeinsbrot.
Hún hafði sett sér markmið að halda stóra veislu þegar hún yrði 100.
Elsku kellingin fékk svo lungnabólgu og dó rétt fyrir 99 ára afmælisdaginn sinn Og hún var ekki tilbúin að fara. Þá grét ég.
Man líka eftir manni heima sem hafði verið utangarðs. Hann var einstæðingur og átti enga að nema okkur starfsmenn elliheimilisins.
Við vorum þau sem stóðum honum næst.
Og hann fékk ekki einu sinni minningargrein! Svei okkur!
Hann var á 5 manna stofu þegar hann veiktist.
Hann var fluttur inn á bað svo hann fengi ró.
Við sem vorum á næturvakt vorum til skiptis hjá honum mest alla nóttina svo að hann yrði ekki ein þegar hann svæfi inn.
Rétt á meðan við sinntum þeim störfum sem við urðum að vera tvær við, dó hann.
Hann dó einn.
Hann lifði einn, og dó einn inn á baðherbergi á elliheimili út á landi.
Það finnst mér hræðilega sorglegt.
Síðan þá hefur mér fundist það eðlilegasta mál í heimi að þegar fólk liggur deyjandi, þá sé fengin föst vakt handa því ef aðstandendur hafa ekki tök eða lyst til að vera hjá sínum nánustu.
Stundum tekur dauðastríðið líka langan tíma og fólk á ekki auðvelt með að setja líf sitt á pausu. Eðlilega.
Stundum verð ég líka brjálæðislega reið inn í mér ef mér finnst aðstandendur ekki sinna deyjandi... t.d foreldrum sínum nógu vel.
Við erum að tala um jafnvel mæður sem hafa gefið börnum sínum líf, gengið með þau, fætt þau, klætt þau og komið þeim til manns. Feðurnir að sjálfsögðu lagt sitt af mörkum. Mér finnst ekkert mikið til ætlast þó að börnin sitji hjá deyjandi foreldrum sínum og fæ ekki einu sinni samviskubit að blóta fólki oggusmá ef það á ekki til nokkrar mínútur í lífi sínu fyrir deyjandi foreldra.
Sem betur fer verð ég ekki oft vör við þannig, en of oft samt.
Lag og texti: Bubbi MorthensÁ sunnudögum dætur og synir Leitandi, spyrjandi skynja þau samt afkvæmin Barnabörnum er mútað Á sömu stofnun, í grafarstað |
Vona að liggi betur á mér á morgunn.
Heilsa á ykkur öll... Hulla, dálítið reiða.
Athugasemdir
Nú fór ég að skæla. Fólk á ekki að deyja einsamalt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 17:39
Æ sorry sæta.
Ekki ætlunin að græta fólk hérna.
Hulla Dan, 9.8.2008 kl. 17:44
Ég hef tvisvar sett líf mitt á slíka bið, þegar mamma lá banaleguna og þegar systir hennar lá banaleguna í fyrra. Það var ekki auðvelt en ég gerði það samt, minnug alls hins góða sem þessar konur voru mér alla mína tíð.
Það er ekki auðvelt að starfa á elliheimili.
Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 18:25
Nei Ragga, það er samt þess virði... stundum allavega.
Ég lifi lífinu mínu einmitt út af fólk eins og þér.
Góðu fólki sem lætur sér ekki standa á sama um annað fólk.
Amma mín dó og ég var ekki hjá henni.
Hún var búin að vera "dauðvona" síðan ég var 5 ára og dó þegar ég var 29.
Hata tilhugsunina um að ég hafi brugðist henni.
Hulla Dan, 9.8.2008 kl. 18:30
Takk fyrir góda færslu.
Vildi óska ad ég hefdi verid meira fyrir ømmu ádur en hún dó. .... Samviskubitid nagar. Vona ad hún fylgist med mér ad ofan, af thví thá veit hún thad.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:03
Hey.
Ömmur eru bara þannig!!!
Aufkors fylgjast þær með okkur. Annað væri bara kjánalegt. Við erum jú bara við...Kjánalegu barnabörnin
Hulla Dan, 9.8.2008 kl. 21:08
Ég er búin að vera viku í fríi og tveir kvatt þetta jarðlíf á meðan. Það er ekki gaman að horfa upp á fólk missa móðinn, þau finna að þetta er síðasti viðkomustaðurinn, það er einungis verið að bíða eftir lestinni.
Mange hilsener.
Rúna Guðfinnsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:33
Jack: Ég get ekki tekið undir síðustu setninguna með þér.
Sumir deyjandi eru einfaldlega einsæðingar þegar þeir deyja og sumir í lífinu líka.
Að menn uppskeri eins og þeir sá er bara ekki alltaf rétt.
Rúna:
Hulla Dan, 10.8.2008 kl. 04:20
Það er mikill munur á því þegar fólki deyr fullfrískt eða hefur þurft að liggja lengi veikt og bíða eftir því að fá að deyja. Samt má maður ekki vera svo eigingjarn að maður gleðjist ekki í báðum tilfellum þegar gamalt fólk fær hinsta kallið. Móðir mín dó í sínu fínasta pússi í skírnarveislu langömmubarns síns, mjög vel ern 89 ára gömul. Vitanlega er sárt að missa þannig ástvin sinn, en svona hafði hún alltaf óskað sér að fara, snöggt og ekki veik á spítala. Við bara urðum að vera glöð fyrir hennar hönd að hún fékk ósk sína uppfyllta þó við hefðum auðvitað viljað að hún yrði eilíf.
En svo er ég þér hjartanlega sammála að það er ömurlegt þegar gömlu fólki er ekki sinnt af ættingjum sínum og vinum, hvort sem um er að ræða á meðan það er að deyja eða þegar það er komið á elliheimili. Við eigum gamla fólkinu svo mikið að þakka.
Kær kveðja og knús elsku Hulla mín
Ragnar (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 20:13
Hulla mín, þú brást ekki henni ömmu þinni.
Knús til tín mín kæra
Guðrún Þorleifs, 11.8.2008 kl. 06:21
Varð aðeins að koma með athugasemd, því ég sé að hún móðir mín Ragna hefur skyndilega breyst í karlmanninn Ragnar. Ég kannaðist eitthvað við skrifin um það þegar hún amma mín besta, dó í skírnarveislu dóttur minnar. Þann dag ákvað ég að dóttir mín hefði eignast besta verndarengilinn sem myndi passa hana vel með mér.
Guðbjörg Oddsd.
Guðbjörg Oddsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:07
Ragnar og Guðbjörg : Þetta hafði ég bara eki hugmynd um.
Ég er alveg sammála að það er tvennt ólkíkt að deyja fullfrískur eða vera búin að ganga í gegnum mikið veikindi. Sem ég óska engum.
Ég efast ekki um að hún Karlotta eigi stórkostlegan verndarengil
Frænka: Takk du
Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.