Hillan.

Þá er hillan tilbúin.
Ég er voða ánægð með hana og finnst hún bara ágæt (ágætt er betra en gott Wink) svona hvít.

Ég kom henni fyrir í gær og raðaði í henni því helsta sem mér finnst voða voða vænt um, og/eða þýða eitthvað fyrir mig Smile

Efst setti ég ljósmæðra bækurnar sem mamma gaf mér þegar ég ákvað að verða ljósmóðir og mamma trúði BARA á mig Heart 
Þar er líka kertaljós sem logar næstum hvert einasta kvöld. Og svo blóm sem ég er sjálf búin að koma til. Stal afleggjara inn á klósetti á bókasafni í Vester Sottrup.  Að öðru leiti er ég ekki þjófótt.
Í næstu hillu er hvíta biblían sem pabbi gaf mér í jólagjöf þegar ég uppgötvaði að mig vantaði mestu ævintýrabók allra tíma. - Á Grímsævintýri og H.C Andersen og fullt af fleirum- 
Þar við hliðina er svo sálmabók og svo bangsabrúðarhjón og fuglarnir sem skreyttu brúðartertuna okkar, (sem ég hafði steingleymt að panta og pantaði hana fyrst deginum áður).  Svo er brúðargjöfin frá vinnunni minni þar við hliðina.
Svo kemur stytta sem Sveinbjörg og Frikki gáfu mér einhvertíma áður en Jói fæddist, af börnum, og af því að Jói var ekki til, þá eru börnin bara 4.
Svo kemur skálin sem við systurnar vorum skírðar upp úr, og svo börnin mín, nema Lena, hún var skírð í kirkju.
Í hillunni þar fyrir neðan eru svo bækur sem Eiki á um forseta Íslands og svo apastyttan mín sem táknar syni mína. Sér ekkert ljótt, heyrir ekkert ljótt og segir ekkert ljótt. Algjörir englar sem ég á.
Svo koma uppáhalds bækurnar mínar... Heimilislæknirinn!!! Þeir eru nú ekkert ófáir sjúkdómarnir sem ég hef fengið eftir að ég eignaðist þessar bækur. Og alltaf skal ég hafa samband við lækni því ég er að öllum líkindum með eitthvað banvænt. Hef líka verið með elliglöp fyrir aldur fram. Held reyndar að það sé staðreynd.
Svo koma 2 neðstu og merkilegu hillurnar!
Í næst neðstu hillunni er nefnilega fyrstu bækurnar sem ég keypti af bóksala sem kom heim, án þess að Eiki væri neitt sérstaklega hamingjusamur. Mig langaði bara svo mikið í þær að ég lét sem ég heyrði ekki í honum þegar hann fór að minna mig á hvað við höfðum rætt fyrr um daginn. S.s að kaupa ekki neitt. Þetta eru 4 bækur um íslenskt þjóðlíf og þjóðhætti íslendinga fyrr á öldum og gjörsamlega ómissandi á hvert heimili. Blush 
Svo er í miðjunni handunnin leirskál sem Bogga systir gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og lét þau orð falla í leiðinni að nú skildi ég fara að kaupa mér ekta muni og hætta að versla við ótrúlegu búðina.
Neðst eru svo bækurnar Árið, en þær keypti ég meðan ég bjó með Óla pabba stelpnanna, á móti hans vilja. Þær fékk svo Óli þegar við skildum en náði aldrei í þær... svo nú á ég þær Tounge Þær eru frá 1969-1989 en vantar inn í 1975-1978 veit ekki afhverju. En ef einhver á þær bækur sem mig vantar inn í þá endilega látið mig vita. Þ.e.a.s. ef þið viljið losna við þær án þess að það kosti morð og milljón.
Svo koma þær bækur sem mér þykir langlang vænst um. Ísland í aldanna rás. Heart Þær keypti ég líka án Eika vilja. Hann var meiri að segja svo mikið á móti því að í fyrsta sinn í okkar sambandi langaði mér mikið til að arga smá á hann.
Eiki minn er samt svo dásamlegur að hann segir svo sem ekki neitt fyrir framan sölumenn.
Kannski... Nei Hulla, okkur vantar ekki bækur, við ætluðum að kaupa ný blöndunartæki manstu.
Ég náttúrulega með elliglöp fyrir aldur fram og man ekki neitt eftir því.
Eða... Hulla, við eigum eftir að kaupa jólagjafir handa krökkunum. Svo er hann fullviss um að þeim langi ekki í þessar bækur.
Eða... Hulla, ef við kaupum þessar bækur þá á ég ekki fyrir bensíni til að komast í vinnu fram að útborgunn. Og honum langar ekkert að ferðast á puttanum þessa 60 km sem eru frá Stokkseyri og til Reykjavíkur.
Hvað gerir Eiki þá í örvæntingu sinni. Nú hann stelur náttúrulega pennanum af sölumanninum og felur hann!!! Ég er ekki einu sinni að grínast. Ég gat auðvitað ekki skrifað undir eitt eða neitt í sambandi við kaup á þessum bókum án þess að hafa penna.
Ég leitaði náttúrulega út um allt að pennanum því ekki grunaði mig Eika.
Svo fór ég að leita að öðrum penna og sölumaðurinn fór út í bíl að tékka á hvort hann væri með auka penna. Og til síst fann ég penna í skólatöskunni hennar Dönu.
Loksins var hægt að ganga frá þessu og Eiki lét vel í ljós vanþóknun sína á þessu öllu saman.

Ég er mikið búin að hlægja af þessu síðan, en þótti þetta ekki bit fyndið á því augnabliki sem rann upp fyrir mér að Eiki var búinn að fela alla penna heimilisins auk penna sölumannsins.

Ég tek það fram að Eiki komst í vinnu og krakkarnir fengu jólagjafir.

Djöfull get ég blaðrað. Ætlaði bara rétt að setja inn myndir af hillunni áður en ég færi að leggja mig. Var sko að koma af næturvakt.

P.s Eiki er núna búinn að raða Toyotu bókinni sinni og bókinni um bílinn í fínu hillunna mína. Hugsa að ég verði að finna aðra hillu og gera fína fyrir bílabækurnar hans.

Fyrir. 

 

Fyrir...

 

 

 

 

 

 


Eftir..

 

Eftir...

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið eigið góðan dag og að ég sofi vel. Knús InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Snillingur

Gísli Torfi, 14.8.2008 kl. 06:47

2 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega flott hilla hjá þér, ég átti svona gamlar sem ég henti þegar ég flutti síðast, nú sé ég eiginlega eftir því

Ragnheiður , 14.8.2008 kl. 06:52

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alveg snilld!!!

Tá er ég að meina bæði pistilinn og hilluna málaða

Knús

Lata Kata

Guðrún Þorleifs, 14.8.2008 kl. 06:59

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég á hornskáp,sem er í sama stíl og hillan... ég þygg alveg að þú takir hann í gegn fyrir mig. Þeas ef Eiki felur ekki pensilinn.

Guðríður Pétursdóttir, 14.8.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ógó flottar hillurnar. og já,ógó gódur pistill ég á reyndar ekki vid thetta "farandsølumannavandamál" ad strída...er skruggufljót ad skella í lás bara....en ómæ hvad minn getur tapad sér i Genbrug... elska sonna gamalt dóterí...ekki  mikil tískudrós sko...

en knus á thig min kæra og hafid thad gott.

María Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg færsla og hillen frábær.  Rosa ertu dugleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:08

7 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert bara snilli elskan mín.  Hillan er æðislega flott.

Ég á við svipað vandamál að stríða, eða átti í sambandi við þessa bókasala.  Keypti heimilislækninn og einhverjar Íslandsbækur.  Fór næstum á hausinn við það man ég og ég fékk óteljandi sjúkdóma sem þurftu á bráðri lækningu að halda.

Knús og eigðu góðan dag

Elísabet Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 11:56

8 identicon

Þetta er alveg rosalega flott hjá þér. Ótrúlegt hvað hægt er að flikka upp á gamla hluti og gera þá flotta.  Þetta með bókasölumennina þekki ég frá Eika hlið.  Maðurinn minn - blessuð sé minning hans - var yndi bókasölukmanna, enda voru þeir orðnir hálfgerðir heimilisvinir hjá okkur . Ég var í Eika hlutverki og sá fyrir mér allt mögulegt sem ég vildi heldur gera við peningana en að kaupa fleiri bækur sem ekkert pláss var fyrir.  Ég tek það þó fram að ég er ekki á móti bókum, en þær þurfa pláss og kosta margar krónur og ég hef sömu sögu af Heimilislækninum og þið hinar, ég hef fengið flesta sjúkdóma í þeirri bók.
Sendi þér stórt knús mín kæra,

Ragna

Ragnas (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 13:55

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Flott hilla

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.8.2008 kl. 14:46

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Bæði flott fyrir og eftir.

Hilsener.

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst hillan rosalega falleg svona hvít, til lukku með þetta framtak. Skemmtilegur pistill að vanda og gaman að lesa alltaf hjá þér.  Hafðu það gott elskan

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 16:07

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

mikid er hillan fín hjá thér. og gaman ad lesa søgurnar thínar. Kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Linda litla

Hillan er geggjuð... ég á tvær svona hillur... og gæti alveg hugsað mér að taka þær aðeins í gegn.

Linda litla, 16.8.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband