Afmæli.

Elsku litli stóri snáðinn okkar hann Atli Haukur varð 14 ára í gær. Reyndi að koma inn færslu þá en einhverra hluta vegna tókst það ekki. Ergilegt.
Ég var að vinna til klukkan 3 í gær svo hann fékk fyrst pakkana þegar ég kom heim... Mömmur missa ekki af þannig hlutum nefnilega.
Eftir pakka opnun ákváðum við að skreppa til Stínu og Bjarna þannig að það varð ekkert af kökubakstri. En hjá Bjarna og Stínu elduðum vorum við með Tortillas sem er í miklu uppáhaldi hjá Atla Hauk.

Mér finnst svo stutt síðan hann kom í heiminn þessi snúlli.
Man að fæðingin gekk eins og í sögu, fyrir utan að hann ruddist í heiminn eftir aðeins 8 í útvíkkun, sem var dálítið sárt.
Það liðu aðeins 2 og hálfur tími frá fyrstu verkjum og þar til ég hafði þennan hlunk í fanginu. Hann var 51 cm og 3800 gr. Ekkert voðalega stór en samt fannst mér hann miklu stærri en stelpurnar voru.
Man að pabbi hans Atla Hauks hafði ekki náð í mömmu en hringt í alla aðra og þegar hún hringdi svo eftir vinnu til að heyra hvernig dóttur sinni liði, þá hélt hún að hann væri að gera grín í henni, þegar hann sagði að ég hefði átt um morgunninn.
Hún hringdi strax upp á fæðingardeild og fékk þá að vita að Atli hefði sagt rétt frá. Bað um mig í símann og þegar hún svo var búin að ganga úr skugga um að dóttur sinni liði vel, spurði hún hvort barnið væri heilbrigt. Sko, þarna var hún ekki en búin að spyrja um kynið, enda vissi hún það mæta vel að ég gengi með stúlkubarn þó ég væri marg búin að segja henni að ég væri með strák. Þegar hún svo spurði mig hvort væri allt í lagi með barnið og það væri rétt skapað, blossaði upp í mér einhver óskiljanlegur púki. Og ég sagði NEI það er ekki rétt skapað.Whistling
Ég heyrði að röddin í mömmu var að bresta, og þar sem ég er gott og vel upp alið barn og ekki til neitt slæmt í mér flýtti ég mér að segja " Mamma, hún er með typpi"  Voða fyndin.
Mamma mín hafði ekki húmor fyrir svona sjúku djóki og lagði á mig. Crying
Ég tók eftir að ljósurnar á skrifstofunni horfðu voðalega undarlega á mig þannig að ég flýtti mér að segja bless, við sóninn í símanum, og hunskaðist frekar aumingjaleg og með stæðsta móral ever inn í stofuna mína.
Mamma heimsótti mig ekkert upp á spítala, enda fór ég heim morguninn eftir og hringdi þá og baðst afsökunar. Algjör bjáni.

Flottur

 

 

 Litli mömmu gormurinn á fermingardaginn 4.maj núna í ár.

Síðan er gaurinn búinn að stækka óhuggnarlega mikið og er held ég orðinn hærri en ég.

 

 

 

IMG_2152

 

Þessi er tekinn nokkrum dögum fyrir fermingu þegar síða hárið var horfið og ég held að þetta sé fyrsta myndin í mörg ár þar sem kúturinn er ekki með geiflur á andlitinu.

 

 

 

Billede027

 

Rétt fyrirklippingu... Með geiflu.

 

 

 

 

 

 

 


Atli og norna frænka

 

Og þessi er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér.
Atli Haukur og Jóa nornafrænku sinni.

 

 

 

 

Þetta er uppáhalds Atlinn minn og hann er svo ljúfur og góður að það er stundum til vandræða.
Hann er einnig sá latasti og það hefur einnig stundum orðið til vandræða Grin
Elska hann ofar öllu eins og hina strumpana mína.

Verið góð við hvort annað og brosið... Það er svo gott fyrir geðið Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er sætur strumpur sem þú átt. Fermingastrumpurinn minn verður 14 ára 29. des.  Þá fara bekkjarfélagarnir að verða fimmtán!

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur strákur hjá þér, til hamingju með hann. Minn varð 15 ára í sumar og ég þarf að tylla mér á tær til að kyssa hann. Samt er ég 177 cm á hæð.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með Atlan þinn er heillandi gutti

Knús á ykkur í sveitina og gott haustfrí fyrir strákana

Guðrún Þorleifs, 12.10.2008 kl. 21:08

4 identicon

Viltu gefa honum Atla okkar stórt afmlisknús frá afa Hauki og Rögnu.

Ragna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Hulla Dan

Rúna: Takk og sömuleyðis
Helga: Takk og vá hvað þinn er stór! Ég er bara rétt 163 og finnst það stórkostlegt að 3 af mínum 5 börnum séu orðin stærri en ég.
Guðrún: Takk þú. Og njóttu þín líka í fríinu.
Ragna: Ég geri það

Hulla Dan, 12.10.2008 kl. 21:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þennan stórsjarmör.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Hulla Dan

Jenny: Takk fyrir þetta

Hulla Dan, 12.10.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Líney

Innilega  til hamingju með strákin þinn,bráðmyndarlegur

Líney, 12.10.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju med strumpinn thinn. Hann er ofsalega sætur.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:43

10 identicon

Til hamingju með þennan flotta strák

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegur strákur, bæði stuttur og langur !

til hamingju með hann.

aumingja mamma þín hehehe

Kærleikskveðjur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 06:09

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Til hamingju med drenginn...Hann er bara svo flottur strákurinn.

Tillykke,tillykke.

Gudrún Hauksdótttir, 13.10.2008 kl. 08:53

13 identicon

innilega til hamingju með afmælið atli haukur kv frá stk

íris og co (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 10:19

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innilega til hamingju med thennan myndardreng bara likur mømmslunni soldid..

María Guðmundsdóttir, 13.10.2008 kl. 11:19

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

til hamingju með "van"skapaða drenginn þinn

hann er sko mikið yndislega sætur..

Guðríður Pétursdóttir, 13.10.2008 kl. 12:33

16 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Til hamíngju með þennan sæta strák, algjör gaur. Gott að þú ert farin að blogga, láttu ekki líða svona langt á milli, stelpa

Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:31

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju með þennan sæta strák!  Og svo bara knús á þig héðan úr blíðunni.

Ía Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband