13.10.2008 | 15:01
Ljótt veður.
Hér er ógeðis veðurfar. Rigning og allt grátt og blautt.
Strákarnir voru að byrja í haustfríi og er fyrsti dagurinn í dag. Eiki var í fríi í dag því ég átti að vinna, en ég var eitthvað ónýtt í maganum í nótt svo ég var heima. Er samt sultu fín núna.
Dagurinn er að mestu búin að fara fram í rólegheitunum. Nennið ekki stórt í dag, en ég druslaðist þó til að þrífa baðherbergið. Kannski að maður leggi eitthvað meira á sig í dag, hver veit.
Eiki kattavinur er búinn að dunda sér við það í dag að þróa heimatilbúinn kattasjeik. Ekki úr köttum samt.
Hann var nefnilega að flaka fisk og ákvað að nýta alla afganga í kisurnar.
Held að hann hafi soðið allt gumsið og setti svo allt í mixerinn. Grunar að hann hafi sett smá súpuafgang síðan í gær saman við og pínu þurrfóður.
Úr þessu varð hið mesta vibba drulla sem ég hef séð. Og vá hvað kisurnar urðu glaðar. Brostu næstum.
Þannig að Eiki er kominn með nýtt hobbý.
Ég er alveg að læra á feisbúkkið. Djös snilld.
Búin að finna fullt af fólki sem ég þekki og þekkti og líka fólki sem ég hef aldrei þekkt, en það er annað mál.
Fyndið að sjá myndir af krökkum sem maður var með í skóla fyrir 22 árum. Það er skyndilega bara ekkert krakkar lengur, heldur fullorðið fólk með börn og hund og sumt af því hefði ég aldrei þekkt aftur. Aðrir líta næstum eins út.
Bara brilljant.
Jæja ætla að einbeita mér smá að spjalli við hann Arnþór og segi því bæbæ
Athugasemdir
Hvernig er lyktin í eldhúsinu?
knús á þig
Líney, 13.10.2008 kl. 16:16
Hey, ég er að reyna að koma mér inn í fésbókina. Ég skil nú lítið í þessu, en aðeins þó. Ég er búin að finna þig
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.10.2008 kl. 16:53
Veður? Rigning?
Heppin var ég að fá ekki sheik hjá Eika, verð nú bara að segja það.
Mundu eftir kaffi hjá mér ef þú hefur tíma í vikunni...
Guðrún Þorleifs, 13.10.2008 kl. 18:15
Líney: lyktin er fín Bara smá fiskilykt... en hvaða íslendingur er ekki vanur henni?
Rúna: Og ég er búin að samþykkja þig
Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 18:15
Gudda: Allir ormarnir mínir í haustfríi núna þessa vikuna og ég bíllaus.
En vertu velkomin þegar þú vilt til mín og ef þú lætur vita með smá fyrrivara þá baka ég pönsur handa þér
Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 20:13
Hvar býrðu í Danmörku?
Líney, 13.10.2008 kl. 20:31
Líney: Ég bý neðst á Jótlandinu... Milli Sønderborg og Åbenrå.... Við grænsen á Þýskalandi.... Ertu að koma í kaffi ???
Hulla Dan, 13.10.2008 kl. 21:52
kattavellingur, mmmmmm.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:18
hehe kíki í kaffi sem fyrst var þarna á svæðinu fyrir 2 árum í nóvember,minn X bjó þá í Höjer og ég fór með krakkana okkar í heimsókn til hans,fór aldrei til Sönderborg en keyrðum til Aabenraa og auðvitað nokkrum sinnum yfir landamærin....Ég leigði mér hús í Ballum ( algerlega dauður staður) fór út í Römö og keyrði þarna vítt og breytt.Tók miklu ástfóstri við Kolding storcenter,þarf bráðnauðsynlega að komast þangað sem fyrst LOL
Líney, 13.10.2008 kl. 22:46
Bíddu vid ....Hé er bara sól og sæla 17 stig í gær um midjan dag
Knús á tig inn í gódann dag kæra kattar Hulla.....
Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 07:18
Langar ad senda tér vinarfidrildid sem hún Zordís sendi mér í morgunn og bankadi nett á gluggann minn...Tad yljadi.
Tú mátt alveg senda tad áfram
Fadmlag til tín
Gudrún Hauksdótttir, 14.10.2008 kl. 07:45
Brrrrrrrrr það er kallt. Í sál og sinni.
Nei, nei, reynum jákvæðnina.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 09:30
Þetta er alla vega ólíkt drykknum sem pabbi þinn útbýr á hverjum morgni úr ávöxtum og AB mjólk, en alveg sé ég fyrir mér að hann hefði viljað fá uppskriftina hans Eika til að gefa Tómasi sínum á meðan hann var og hét.
Við þurfum ekkert að kvarta yfir veðrinu núna - a.m.k. ekki í gær og í dag, enda þurfum við á allri okkar bjartsýni að halda þessa dagana. Við erum í því að sannfæra okkur um að svart sé hvítt.
Knús til ykkar allra,
Ragna (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:47
Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 13:20
Bjakk þessi kattasjeik ekki alveg að gera sig í mínum huga....
Hafðu það gott, þér var ekkert hent vegna afbrots...skýringin er neðar á síðunni minni.
Þú blásaklaust Guðslamb skinnið, ég er samt ánægð með að hafa endurheimt þig. Mér finnst gaman að lesa hjá þér
Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:06
já þetta facebook er nefninlega algjör snilld þannig, ég er líka búin að hitta fullt af fólki sem ég þekkti í grunnskóla.. þetta er nefninlega mjög skemmtilegt
ég þarf að leyta að þér
Guðríður Pétursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.