15.10.2008 | 09:47
15.okt
Dagurinn í dag auðkennist af dónalegu veðri eins og reyndar í gær og fyrradag. Skítaveður sem mér þætti allt í lagi að banna 3 daga í röð.
Strákarnir eru í haustfríi og haustfríin á þessu heimili auðkennast af einkar dásamlegum klæðnaði. Stutterma bolir og nærbuxur. Nema náttúrulega hjá frúnni. Þar eru síðar bleikar náttbuxur með ljós bleikum hundum á, hlýrabolur og kremaðir inniskór í notkun. Enda frúin búin að eiga frekar skítta daga. En hún fer til læknis á morgunn sem án efa mun sýna fullan áhuga á að lækna stelpuna.
Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvort ég eigi að gera eitthvað varðandi tiltekt í dag og er satt að segja ekki að nenna því. Ætla aðeins að sjá hvernig dagurinn fer í mig.
Kannski að ég baki eina kökulufsu, held að það yrði vel þegið á þessu heimili. Verð að kíkja á hænurnar mínar og sjá hvort þær eigi egg handa mér.
Hér er búið að kveika á kerti handa tengdapabba mínum.
Í dag eru 5 ár síðan hann fór og það líður ekki sá dagur að við hugsum ekki til hans.
Söknuðurinn er ennþá mikill og minningarnar ljúfar.
Sendi mikið af kossum til allra heima.
Athugasemdir
Njóttu dagsins mín kæra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 10:22
Guðrún Þorleifs, 15.10.2008 kl. 11:07
sendi knús og kram til tín inn í daginn tinn og ekki neitt vera ad eida deginum í ad taka til... Njóttu hans bara med börnunum tínum vid kertaljós og kannski einni kökulufsu....
Gudrún Hauksdótttir, 15.10.2008 kl. 12:00
já blessud slepptu tiltektinni, thad er bara til ad gera mann fúlan
hafdu thad bara sem best og njóttu køkulufsunnar
María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:51
Knús
Líney, 15.10.2008 kl. 13:36
Njóttu dagsins, ekkert að taka til og baka, gangi þér vel hjá doksa
Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:55
Hvernig er dónalegur dagur? Svona dumbungur og þoka eins og hér er á morgnanna. Annars er gott að slá í eina klessu þegar maður nennir ekki að gera neitt annað. Njóttu kvöldsins.
Ía Jóhannsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:02
Taka til? Til hvers? Það hefur enginn drepist úr rusli ennþá enda væri ég þá löngu dauð. Bakaðu bara köku og njóttu lífsins.
Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:04
Vid gerdum heldur ekkert í dag, annad en ad vera saman. Ætladi ad poppa, en thad var svo ekki til poppmajs. Átum saltstengur í stadinn. Dóttla var í náttføtunum fram á kvøld, fór svo í bad og ný náttføt. Spiludum buzz, aftur og aftur. Ekkert smá rólegt og afstressandi. Naudsynlegt.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:24
Æi, það getur nú verið heilmikið notalegt að vera heimavið bara á náttfötum eða allavega lítt klæddur - eða bara uppi í rúmi að letast bara. En, alltaf hálf leiðinlegt ef maður er eitthvað lasinn..
Satt að hugurinn leitar alltaf aftur til þeirra sem við höfum misst - en þegar tíminn líður þá eru minningarnar yfirleitt alltaf orðnar ljúfar og fallegar þannig að þær hlýja manni í stað þess að hafa verið sárar og erfiðar í upphafi.
Knús og kram til ykkar allra ljúflingar og hafið það gott!
Tiger, 15.10.2008 kl. 22:07
fríin eru yndisleg...
vonandi ferðu að hressast kegling ;)
ég er líka að hugsa um að sleppa því að taka til og baka muffins í staðinn.. á engar hænur sem gefa mér egg samt.. þú kannski meilar mér nokkur
Guðríður Pétursdóttir, 16.10.2008 kl. 08:52
Njóttu þess að vera til my darling. Skítt með allt hitt!
Rúna Guðfinnsdóttir, 16.10.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.