Skrítinn gærdagur.

Ég kom heim frá vinnu um 15:30 í gær. Hrikalega þreytt og varð en þreyttari þegar ég sá að elskulegur eiginmaður minn var en með koddafar á kinninni. Hann segist samt hafa farið á fætur um 11... en hver trúir á þannig þegar koddafar er til staðar?
Ég byrjaði á því að tæta utan af mér óþægileg vinnufötin og kastaði mér síðan á typpinu og tatúinu upp í sófa til að láta aðeins líða úr þreyttum kroppnum.
Ég veit að þið getið aldrei, ekki í ykkar villtustu draumum látið ykkur dreyma um hvað hann Eiki tók þá upp á að gera til að græta mig. Og reyndar sig líka en af allt öðrum ástæðum!!!

Sko ég verð eiginlega a byrja á byrjuninni til að þið fáið það heila með.
Þannig var að fyrir 7 árum keypti Eiki sér gítar í ölæði.
Hann kom stoltur með hann heim og þó að hann kynni ekki eina einustu nótu eða grip var hann staðráðinn í að þessi gítar væri miklu mikilvægari en allt annað í heiminum, og þegar ég réðist á hann með kjaft og klóm, æpandi og skrækjandi og fór að væla yfir því að hann hefði eytt síðustu 800 dk í þetta bjánalega, notaða, hræðilega strengja hljóðfæri, varð hann bara ákveðnari í að sína mér að hann yrði snillingur á þennan fokking gítar.

Fyrstu 2-3 árin lifðum við börnin í stöðugu helvíti. Eiki notaði hvert einasta tækifæri til að kynna okkur fyrir nýjum gripum. Líka gripum sem hann kunni ekki og svo gripum sem hann bjó sjálfur til.
Hann tók ekki með nokkru einasta móti eftir því að börnin hans og þáverandi kærasta voru lögst í djúpa depurð og öll orð sem byrjuðu á G varð að banna tímabundið þar sem fjölskyldan fékk hland fyrir hjartað í hvert skipti sem stafurinn G var nefndur, af hræðslu við að á eftir mundi fylgja "ítar"
Nema Eiki. Hann "spilaði" og "söng" hvern óhróðurinn á fætur öðrum og það væri skömm að segja að unun hefði verið af.

Ekki batnaði svo ástandið á heimilinu þegar tengdamóður hans elskulegri datt í hug að hleypa smá fjöri í spilið og sendi honum bæði munnhörpu og BLOKKFLAUTU!!! En blokkflauta mun vera það allra ömurlegasta hljóðfæri (að mínu mati) sem fundið hefur verið upp. Ég finn hreinlega æðakerfið mitt dragast saman, hjartað sleppir úr slögum og hugurinn æpir á skjótan dauðdaga NÚNA...
Þegar ég heyri í þessari guðsvoluðu flautu missi ég alla löngun til lengra lífs.

Jæja ég var svo farin að venjast ástandinu á heimilinu og vinnir mínir og ættingjar voru farnir að venjast dökkum, djúpum baugunum sem ég var farin að halda að mundu fylgja mér alla ævi.
Eiki var nefnilega farinn að finna hjá sér einhverja ónáttúrulega hvöt til að skríða með gítarinn með sér upp í rúm og spila fyrir mig þegar ég þóttist vera farin að sofa. Mér var hvergi óhult og það útskýrir kannski meðal annars af hverju við eigum ekki fleiri börn (ásamt því að ég fór í kaskó)

Jæja en fyrir u.þ.b 4 árum síðan, fór að bera á því að Eiki var farinn að spila kannski heilar 2-3 línur úr hverju lagi... og ég fór að leggja við hlustirnar.
Á stuttum tíma bættust svo alltaf við fleiri og fleiri og áður en ég viss af var hann farinn að spila heilu lögin. Og syngja!!!
Við höfum í nokkur ár núna setið við og við heilu kvöldin, með sama gamla notaða Yamaha gítarinn sem Eiki fékk í ölæði fyrir síðustu peningana okkar og spilað og sungið alla nóttina.

Nema hvað. Eiki braut gítarinn um daginn!!!
Það hefur ekki verið mikil gleði á heimilinu síðan.
Eiki hefur samt reynt að halda uppi hamingjunni með því að spila á gítarinn hans Júlla.
Það sefar sárustu angursárin.

Nú er komið að því sem þessi vanhugsaði drengur gerði mér í gær...
Þar sem ég lá og slappaði af, á typpinu og tatúinu byrjuðu afar falskir og ónotarlegir tónar að ryðjast inn í þreytt höfuðið á mér.
Fyrst hélt ég ró minni því að ég hélt að ég væri sofnuð og væri bara með hræðilegustu martröð ever, en svo rann upp fyrir mér ljós...
Ég rifaði annað augað ofur varlega og kíkti út. Ég get svo svarið að það sem blasti við mér á stofugólfinu fleytti mér aftur um mörg ár og á nokkrum sekúndum upplifði ég alla fölsku tónana sem nauðguðu mér stanslaust nótt og dag, aftur og aftur í mörg ár og hugsaði "Nei ekki aftur"!!!

Þarna stóð heitelskaður eiginmaður minn, öðru nafni Eiki, með harmónikkuna sem við keyptum fyrir brúðkaupið okkar svo pabbi gæti spilað brúðarvalsinn, og þandi hana og teygði á alla kanta.
Mér sveið í hjartað og hvíslaði eins hátt og ég gat.
"Hvað ertu að gera"???
Eiki hélt bara áfram að semja og tárin voru farin að leka út augunum á honum.
Mér datt hreinlega í hug að hann tæki jafn mikið út fyrir þetta og ég. Að heyra sjálfan sig æfa. Enda skildi engan undra. Það ER erfitt!!!
En nei. Eiki var ekkert að skæla yfir því. Honum fannst bara lagið sem hann var að semja svo sorglegt að hann gat ekki haldið í sér.
Ég grét hinsvegar yfir því að hafa ekki eytt nikkunni eftir brúðkaupið. Auðvitað hefði ég getað sagt mér það sjálf að þessi hætt væri fyrir hendi.
Ég grét líka því mig sveið svo í allar taugarnar mínar og aðeins í sálina.
En svo rifjaði ég upp öll viðhöldin sem Eiki hafði átt og aðeins notað einu sinni til tvisvar og hent svo frá sér. T.d bongó tromma, og egg.
Kannski fer eins með nikkuna.

En það veit guð að ég sakna gítarins.
Eiki á sem betur fer smá pening sem hann fékk í afmælisgjöf í fyrra og er eingöngu fyrir gítar.
Nú er bara að finna einn sem getur leyst hinn af. Það kemur náttúrulega aldrei annar í hans stað, en kannski einn í annað sætið.

Nú ætla ég að þrífa bölvaða þvottahúsið mitt svo ég geti hreiðrað þar um 5 kettlinga og tvær mæður.

Hafði góðan dag og njótið lífsins. Þið vitið jú aldrei hvort ykkar manni detti í hug að kaupa sér gítar eða blokkflautu.

P.s Geri bara ráð fyrir að þið getið lesið milli línanna og séuð það skynsöm að þið getið greint á milli sannleikans og skröks.

Knús í mörg smá stykki. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs


Þekki mann í Norðborg sem kennir á harmóóóniku fyrir 75 á tímann. Eiki getur fengið símanúmerið hans og þá mun þér líða betur í þöndum taugunum en auvitað getur þú líka hreiðrað um þig hjá kattensífúlgíó þegar hann æfir sig

Knús frá Ísló 

Guðrún Þorleifs, 20.10.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndisleg Dullan mín, bið að heilsa Eika

Kristín Gunnarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Líney

Yndislega  kómísk færsla fliss,veit ekki hvort ég á að votta þér samúð eða  samgleðjast þér,sendi bara knús í staðinnpsssttt ég á engan mann,en aftur á móti 4 syni og þeim langar öllum í trommusett!!!!!!!!!!!!!!!!

Líney, 20.10.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er bara búin ad hlæja mig máttlausa af lýsingunum tínum....

Knús inn í framtídargledi á heimilinu...

Gudrún Hauksdótttir, 20.10.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 17:08

6 identicon

eins gott að þú útskýrðir þetta með sannleikann og skrökvið, ég var farin að hafa áhyggjur af því að þessi harmonikka sem brúðarmarsinn var leikinn á gengi nú að hjónabandinu dauðu  Hjúkk............   Magnús á nú einn góðan G.... niðri í geymslu sem hann spilar aldrei á, spurning um að senda hann til DK

snjó kveðjur frá Fróni

Guðbjörg Oddsd.

Guðbjörg Oddsd (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Minn maður mundi aldrei aldrei kaupa eina eða neina vitleysu. Aftur á móti gæti hinn helmingurinn af hjónunum gert ýmsan óskunda í bráðræðiskasti og keypt hluti á samþykkis hins helmingsins, brúklega eður ei!

Skemmtileg frásögn

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:21

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thú ert óborganleg thegar thú ert i thessum ham  thad sem thú getur sagt skemmtilega frá kona! takk fyrir ad létta mér lundina i kvøld..ekki ad hún hafi verid thung..en lengi getur madur blómum á sig bætt segdu

kvedja til thin og hafdu thad gott kella

María Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:12

9 identicon

Ég legg til að þú spilir fyrir hann svona, td hugljúft lag á blokkflautuna fyrir svefninn, ryðjist helst inn á hann með gauragangi og látum þegar hann er rétt að komast í draumalandið.....Thí´hihíhí

Harmonika, blokkflauta, munnharpa og panflauta eru sannarlega pyntingartæki að ógleymdu orgeli, víbrafón og Hammond, finnst mér.

En ég elska ykkur samt, þrátt fyrir að eiga eitthvað af þessum ómögulegu hljóðfærum Góða skemmtun.

Bína (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

....og ég er hjartanlega sammála í sambandi við blokkflautur...þær eru bara hræðilegar..ættu varla að kallast hljóðfæri.Frightened

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:05

11 identicon

Hæ Hulla og þakka fyrir skemmtilega grein.  Eins og þú veist þá spilar móðir þín á píanó daginn út og inn og er að æfa ýmis lög. Það nýjasta er Nallinn af öllum lögum og hann er spilaður fram og til baka í dúr og moll, bíti og jafnvel í reggý takti. Þetta venst nú allt saman en hentugt er að eiga þráðlaust headphone til að tengja við sjónvarpið þegar horft er á það. Einnig má nota það við hljómflutningsgræjurnar og setja bara Bítlana eða Stones á þegar það hentar.  Þannig er hægt að leiða æfingarnar hjá sér ef maður verður þreyttur. Annars venst þetta allt saman, einkanlega þegar vel er spilað þá er bara gaman af því þótt lagínan sé kannski ekki alltaf í miklu uppáhaldi.

Lárus P. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:49

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hulla mín þeir eru bara yndislegir eins og þeir eru gerðir,spilandi, syngjandi falgst eins og minn elskulegi en við bara umberum þetta vegna þess að þeir eru þeir einu sönnu í okkar lífi ekki satt?   En déskoti hefði ég orðið pirruð í þínum sporum en jafnað mig við fyrsta kossinn. Bíð ykkur öllum góðrar nætur.

Ía Jóhannsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:09

13 identicon

Takk fyrir skemmtilega pistilinn þinn Hulla mín. Við eigum alveg sitt hvort vandamálið.  Mér finnst pabbi þinn nefnilega allt of tregur til að spila á nikkuna sína sem stendur bara lengst af alein og ónotuð inni í svefnherbergi. 

Knús frá okkur gömlu,

Ragna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:33

14 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

kræst.. ég er ekki að fíla gítarglamur heldur.. mér finnst gítar spil mjög skemmtilegt, en ekki glamur..

Aumingja Eiki samt.. að kvelja frúnna sína svona.

Og blokkflautur eru hljóðfæri djöfulsins

Guðríður Pétursdóttir, 22.10.2008 kl. 11:40

15 identicon

Hæ,hæ Hulla mín.  Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína ,satt að segja ná þeir inn að hjartarótum allavega hjá þeirri gömlu. Annað mál er svo að tónlistin er og verður mitt stæsta áhuga og hjartans mál og reyndar eins og þú veist hef haft atvinnu af þessari stórkostlegu listgrein líka.Það kostaði svita, tár, andvökur og helling af peningum að afla þeirra réttinda sem ég nú hef og er ég hin ánægðasta yfir að hafa á gamals aldri náð þessum árangri.Ég hef nú lagt gamla heilann  minn í bleyti og fundið ráð varðandi tónfælni þína sem ég held að komi að gagni. Taktu nú vel eftir ;Eiríkur elskulegur heldur áfram að þenja nikkuna og æfa sig sem best hann getur, ef til vill get ég fundið handa honum góða hljómabók sem ég mun þá senda honum.Ég var í námi hjá rússneskum tónlistarsnillingi síðastliðinn vetur  á nikku svo ég þekki hljóðfærið örlítið af eigin reynslu og get sagt Eika smávegis til þegar ég kem næst á danska grund.Hafðu engar áhyggjur af flautunni Hulla mín góð ég hef eins og þú veist kennt á flautu og mun með mikilli gleði segja  Eika og ykkur öllum til eins og best ég kann.

En þangað til bið ég Eika minn elskulegan að nota nú allar stundir til að æfa sig sjálfur sem mest hann má og hlífa sér hvergi, spila á nikkuna flautuna ,hrista eggin í takt við góða tónlist og það ku vera einstaklega gott að æfa svo aðrir í fjölskyldunni hlusti á t,d,inni í svefnherbergi um og eftir háttatíma. 

 Að lokum má geta þess að sú gamla móðir þín stundað söngnám í allmörg ár  og að sjálfsögðu tel svo sannarlega ekki eftir mérað segja  blessuðum tengdasyni mínum til við það líka.Að þessu loknu munu við Eiki halda tónleika þar sem þú verður heiðursgestur.Mun ég leggja til að við tvö þ.e.s. ég og Eiki syngjum saman kattardúettinn og fleira fallegt, svo flytjum við ýmis lög t.d, komdu kisa mín leikið á flautu við meðleik harmonikku og margt margt fleira.Geturðu hugsað þér hve mikla hamingju þú átt í vændum Hulla mín góð, það er bara það versta að ég kemst ekki strax til að hefja kensluna og æfingarnar ég er nefnilega enn að læra og  í þetta skifti áfram á píanóið við tónlistaskólann í Reykjanesbæ.Nú  gef ég þér  það ráð ,að einfaldlega þola það sem inn í eyrun á þér fer og  bæti nú um betur ,því engin vil ég nánös vera og mun brátt senda þér EYRNATAPPA að gjöf og vona að þeir muni koma að góðum notum.Og nú koma hin stóru gleðitíðindi.Ég er að stofna sjóð handa ungum tónelskum manni Eiríki Jensen til að fjármagna kaup á virkilega góðum og vönduðum gítar. Þar sem erfitt er um gjaldeyri á þessum tímum legg ég fram 10 ensk pund sem startfé.Ég mun svo koma pappírum varðandi áðurnefndan sjóð  í hendur einhvers ættingja Eika og er ég ekki í hinum minnsta vafa að margir munu styðja gott málefni.Vertu svo margblessuð kæra dóttir og settu þolinmæðina í gang.Mamma.     Ps.Þú getur ekki ýmyndað þér hvað þessi skrif eru búin að kosta tölvufælina konuna mikla þolinmæði en með hjálp  betri helmingsins tókst það   .Að allra síðustu, ég reyndi einu sinni að læra á fiðlu en þá ældi kötturinn minn  og ég varð að hætta ....bless elskuleg, gamla heksið.

e

mamma (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:51

16 identicon

vá Hulla hvað ég hló mikið. Við erum að tala um það að ég grét af hlátri. Ómar var farinn að halda að hann þyrfti að pústa mig svo mikið var innsogið.

Síðan reyndi ég að lesa þetta fyrir hann Ómar og á milli hláturskasta tókst það. Og veistu hvað, hann Ómar grét úr hlátri líka. Og það er mjöööög erfitt að fá Ómar til að gráta úr hlátri skal ég segja þér.

En þú átt sko alla mína samúð, ég yrði sko nett örg og myndi ábyggilega byrja að taka til í einhverju brjálæðiskast. Hmm spurning að redda Ómari einhverju hljóðfæri þá yrði allavegana alltaf voða fínt hérna.

Setning ársins er "ég skellti mér á typpinu og tattúinu upp í sófa"

Þú er æðisleg Hulla :o)

Knús úr kreppulausu Áló

Ralel (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband