28.11.2008 | 13:59
Ja kvennfólk!!! :)
Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega
kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.
Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.
Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til
hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).
Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði
hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina
algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er,
fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."
Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú
ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.
Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né
færri en þremur orðum."
Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr
veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu,
horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...
... <<Skrollaðu niður>>
...
...
...
...
...
..."Þrífðu húsið mitt"
Konur eru engir kjánar ;)
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega
kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.
Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.
Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til
hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).
Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði
hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina
algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er,
fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."
Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú
ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.
Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né
færri en þremur orðum."
Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr
veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu,
horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...
... <<Skrollaðu niður>>
...
...
...
...
...
..."Þrífðu húsið mitt"
Konur eru engir kjánar ;)
Athugasemdir
Góða helgi mín kæra
Líney, 28.11.2008 kl. 14:10
Nei, við erum sko ekki kjánar
Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:49
Komið þið heim um jólin
Góða helgi Hulla mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.11.2008 kl. 15:22
Heheheh góð!
Ía Jóhannsdóttir, 28.11.2008 kl. 15:34
Er hann búin að koma til þín?
Guðrún Þorleifs, 28.11.2008 kl. 16:35
Ég vildi að hann kæmi til mín.....
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.11.2008 kl. 19:39
Góða helgi til ykkar allra.
Anna Ragna: Nei, við ætlum bara að vera hérna heima.
Horfna kona: Nei skil ekkert í þessu, búin að bíða ansi lengi og hann lærur bara ekki sjá sig.
Ætli hann hafi bara ekki farið til Rúnu
Hulla Dan, 28.11.2008 kl. 19:55
Góður brandari dóttir góð. Fullt af fréttum og næstum allar góðar. Lárus er ásamt fleirum búin að stofna fyrirtæki. Þetta er í tengslum við skóla sem er í burðarliðnum, en samdrátturinn hérna verður væntanlega til þess að aðgerðum seinki, Í hópnum auk Lárusar eru tveir þekktir menn í skólamálum íslendingar og einn dani og að auki englendingur sem búsettur er í London en talar íslensku svo vel að það er ótrúlegt. Hann þ.e.s, englendingurinn hefur m.a, þýtt þrjár af bókum Lárusar á ensku. Ég er bjartsýn á að þetta eigi eftir að ganga vel það gerir það alltaf með það sem Lárus gerir. Ég æfi og æfi á píanóið satt best að segja finnst mér að þetta gangi ákaflega hægt. Alveg eins er það með löppina á mér, sjúkraþjálfinn togar og teigir fjandans löppina en hægt gengur. Það sama er upp á teninginn með allan skokkinn, skakkur, skældur, gamall og svo er mæðin að steindrepa mig. En það góða er að ég er orðin miklu minna hölt en ég var, svo held ég bara áfram og vinn í þessu það hefur heldur aldrei dugað neitt annað hjá þeirri gömlu. það er hræðilega kalt hérna núna, jafnvel ég sem á bágt með að þola að vera dúðuð, verð að fara í þykka úlpu og setja á mig trefil sem er eitt það versta sem ég veit. Mannstu hvernig mamma var, þegar hún fór út í vetrarkuldann í þunnri peysu? Ég er nákvæmlega eins, það má ekkert þrengja neinstaðar að mér. Hér á dögunum fór ég í búðir til að fá mér yfirhöfn og roðna eins og jómfrú þegar mér verður hugsað til verðsins. Annars held ég að þessi kaup hafi borgað sig allavega fæ ég ekki köfnunartilfinningu í þessari múlderingu. Já meðan ég man, þar sem Lárus er nú orðin framkvæmdastjóri ætti ég eiginlega að fá mér hatt, það hef ég m.a, sagt í mörg ár, en við nánari athugun á hattahillunum ákvað ég að láta það bíða,enda hellingur af höttum þar fyrir. Það er annars einkennilegt eins og fatnaður þvingar mig oft að hattar gera það ekki.Spurning dagsins? Er Bernharður komin til ykkar? Ef svo er hvernig lýst þér á hann? Veistu bara hvað ég er búin að leita hanns lengi? Þú trúir því ekki hvað ég hlakka til að fá hann. Ég var að vesenast í geymslunni á dögunum og fann þar gamla skjalatösku sem pabbi átti. Þegar ég ognaði hana fann ég horfna dýrgripi sem hún Hulla mín á, tvær gamlar barnabækur merktar þér. Sendi þér þær við tækifæri. Össi bróðir rabbaði lengi við mig í símann í kvöld og bað innilega að heilsa ykkur öllum. Ég er sannarlega heppin að eiga þennan bróður, hann er gæðadrengur. Til hans get ég alltaf leitað þegar haglél lífsins ganga yfir,alltaf er bróðir minn til staðar fyrir mig. Jæja klukkan tifar og tvö jólalög biða þess að verða æfð. Læt heyra í mér seinna ,þín mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:01
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 23:03
Hefði viljað fá einn svona, látið hann vinna verkin á nærum einum fata.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2008 kl. 19:17
Gæt þessa dags
Því hann er lífið
lífið sjálft
og í honum býr
Allur veruleikinn
og sannleikur tilverunnar
unaður vaxta og grósku
dýrð hinna skapandi verka
ljómi máttarins.
Því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn er hugboð
en þessi dagur í dag
sé honum vel varið
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi
í vonarbjarma.
Gæt þú því vel
þessa dags.
(úr Sanskrít)
LP (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:26
Tall fyrir þetta mamma mín. Bið að heilsa Össa og þeim á móti.
Bernharður bíður eftir kúluplasti svo hægt sé að setja hann í póst, verður vonandi núna í vikunni.
Steina: Kærleikur tilbaka til þín.
Milla: Skil þig svo vel. Muhahahha
Lalli: Takk fyrir þetta
Hulla Dan, 1.12.2008 kl. 10:27
HAHA algjör tær snilld.. vildi óska að ég hefði hitt þennan gaur.. ég hefði beðið um það sama.. ssvona rétt fyrir jólin.. það er eina stressið hjá mér,þrif.... er vanalega aldrei stressuð fyrir jólin að öðru leyti...
Guðríður Pétursdóttir, 2.12.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.