17.12.2008 | 05:01
Jóhann 9 ára
Þann 13. des varð litla örverpið okkar 9 ára.
Þvílíkt sem tíminn líður.
Ég man ennþá svipinn á Eika þegar ég sýndi honum jákvætt þungunarprófið - sem ég bæðavei geymdi og sýndi honum aftur þegar Jói var 3ja vikna gamall, Hahahaha, Þvílíkur svipur sem kom á hann þá. Bara snilld-
Alla vega var meðgangan vægast sagt hræðileg. Ég fékk grindargliðnun þegar ég var komin 3 tíma á leið og sat meira eða minna á rassinum í 9 mánuði.
Gat ekki eitt né neitt. Ef ég labbaði út í búð sem var um 300 metra frá okkur, komst ég pottþétt ekki aftur heim.
Ég held að ég hafi klikkast smá á þessum mánuðum.
Veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þessa mánuði ef ekki hefði verið fyrir Jóu (Evu) systir.
Hún kom til okkar, sennilega í nóvember, og var hjá okkur með Hauk og Darra þar til hún var búin að fá húsnæði á Stokkseyrinni. Hún hjálpaði mér með allt.
Bakaði með krökkunum fyrir jólin, braut saman þvott, eldaði mat og hjálpaði mér með krakkana.
Svo var hún sálarbót fyrir feitu mig þegar krakkarnir voru komnir í rúmið.
Þann 8. nóv fór fæðingin í gang hjá mér mánuði fyrir tímann.
Ég var send í bæinn í einum grænum því Jói var talinn ansi smár, fyrir utan að vilja svo snemma í heiminn.
Ég var ekki komin með nema um 3-4 í útvíkkun og þegar ekkert var búið að gerast meir 3 tímum seinna og panodil drap niður alla verki fékk ég að fara heim til tengdó og gista þar. Daginn eftir var en allt óbreytt og ég fékk leyfi til að fara heim með því skilyrði að ég geri akkúrat ekki neitt annað en að liggja með fæturna uppi. Eins og ég hefði gert eitthvað annað undanfarna mánuði.
Í stuttu máli sagt gerðist ekki neitt í rúman mánuð.
Ég var orðin nokkuð viss um að ég mundi ekki eiga fyrr en á nýju ári og komin niður í þó nokkra depurð þegar ég loksins vaknaði við verki aðfara nótt 13. des. Þá var ég náttúrulega ekki alveg tilbúin hehe.
Þetta var nú ekkert svaka sótt sem ég var með, og þess vegna gerði ég ráð fyrir að vera að í marga klukkutíma. Var ekki nema rétt um 2 tíma frá fyrstu hríðum með síðustu þrjú, en þá voru verkirnir líka svakalegir. Þetta var ekkert í samanburði við þá.
Við vöktum Jóu og brunuðum svo á Selfoss. Ég var búin að ákveða að prófa að eiga í vatni því það ku vera voða notalegt. En baðið var upptekið og mér var vísað beint inn á stofu. Ekki fæðingarstofu, heldur bara venjulega tveggja manna stofu.
Eftir ca klukkutíma veru á þessari stofu kom Ljósa til að skoða mig og sagði mér að ég mætti nú fara að rembast. Já sennilega. Ekki einu sinni komin með rembingshríðar.
Ég sagði henni voða kurteislega að mér væri ekkert mál að rembast, en hún lét sem hún heyrði það ekki og hvatti mig endalaust mikið.
Til síðast lét ég eftir henni og prófaði að rembast smá þó mér þætti það hrikalega hallærislegt.
Og viti menn eftir 3 rembinga lá litlinn minn á maganum á mér.
Hann er sjarmur mikill og friðarstillirinn á heimilinu.
Hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að gleðja mömmu sína og pabba og er góður út í gegn.
Hann er samt mesti fýlupúkinn á þessu heimili og reynir endalaust að ala upp stóru bræður sína.
Kom t.d frekar fúll niður í gær og sagði okkur að Atli Haukur væri að múta Júlla til að taka til í herberginu sínu.
"Mamma þetta gengur ekki með hann. Hvernig helduru t.d að hann verði þegar hann verður stór og eignast sjálfur börn??? Hann á eftir að láta þau gera allt fyrir sig!" sagði Jói grafalvarlegur.
Hann fékk rafmagns gítar í afmælisgjöf og er búinn að skemmta okkur þó nokkuð með sólóum síðan.
Stundum held ég að vanti eitthvað í okkur þegar við erum að velja gjafir handa börnunum okkar.
P.s kem ekki inn myndum Reyni eftir vinnu.
Athugasemdir
Til hamingju með guttann Hulla mín. Já það r þetta með gjafirnar maður hugsar stundum ekki alveg rökrétt hehehe.
Ía Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 08:42
Til hamingju með strákinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 09:19
Hulla mín.
Til hamingju með strákinn þinn
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.12.2008 kl. 09:30
Hulla mín, til hamingju með gleðigjafann
Kristín Gunnarsdóttir, 17.12.2008 kl. 09:56
Innilega til hamingju með stráksa
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 14:26
Til hamingju með fínan strák og flott að drengurinn fékk rafmagnsgítar!
Guðrún Þorleifs, 17.12.2008 kl. 16:33
til hamingju med strákinn. oh thú segir svo skemmtilega frá ad thad hálfa væri hestur "komin 3.tima á leid" og hvad,um ad gera ad gefa theim thad sem theim langar i í afmælisgjøf, annad thýdir ekkert eller hva?? thótt madur thurfi stundum ad spyrja sjálfan sig hvort madur hafi týnt vitinu á leid heim úr vinnu... en thad gerir lifid bara skemmtilegra.
Hafdu gott kvøld Hulla og hafid thad øll sem best
María Guðmundsdóttir, 17.12.2008 kl. 17:22
Hæ hæ Hulla viltu skila mínum bestu hamingjuóskum til Jóa boy. Bið að heilsa foreldrum hans einnig
Kv. Lárus
Lárus (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:23
þessi var góður ... eftir 3 tíma grindargliðnun... Hef ég heyrt þetta... Nei aldrei áður fyrr en hér... þú ert frábær ættir að skrifa bók ...
kærleiksknús til þín og þinna Dóra
Dóra, 18.12.2008 kl. 00:38
Já sorry til hamingju með drenginn þó seint sé... Svona er það þegar konur sofa út í eitt... knús Dóra
Dóra, 18.12.2008 kl. 00:39
Til hamingju með stóra strákinn þinn Hulla mín Vá er það svona langt síðan, tíminn líður.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 09:43
Til hamingju með soninn.
Helga Magnúsdóttir, 18.12.2008 kl. 19:27
Innilegar hamingjuóskir með Jóa litla. Ég vona að hanna hafi verið ánægður með afmælisgjöfina frá okkur Lása. Þú minnist á að þú haldir að stundum vanti eitthvað í foreldrana þegar þeir velji gjafir handa börnunum sínum, þetta tek ég undir heils hugar. Mannstu eftir því Hulla mín þegar við gáfum Begga litla bróður þínum kveikjarann sem var eins og byssa í laginu? Beggi hafði eihverstaðar séð slíkan grip og ég gat ekki gleymt ljómanum sem kom í augun á honum þegar hann leit gripinn. Þessvegna var bara kveikjarinn keyptur handa litla drengnum, sennilega hef ég stjórnað því eins og fleiru. Mannstu hverjar afleiðngarnar urðu af þessu heimskulega uppátæki móður þinnar? Ja þvílíkt og annað eins, ég hef nú komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi hvorki getað alið upp börn eða dýr, allavega ekki hunda,ég læt alltaf allt eftir þessu. Svo er ég menntaður kennari í ofanálag! Það gengur alveg fram af þeirri gömlu þegar ég hugsa um liðna tíð. Ég man eftir því þegar Jói fæddist hve líkur hann var pabba sínum, ég hef aldrei séð annað eins. Svo man ég vel eftir þegar Dana María fæddist, það er í eina skiptið sem ég hef verið viðstödd fæðingu. Mér leið satt að segja ekki allt of vel og Óla ekki heldur. Þegar fæðingin var komin í fullan gang kom fæingarlæknirinn gangandi inn á stofuna. Ég kynnti þig fyrir manninum og sagð " þetta er nú læknirinn sem tók á móti þér Hulla mín". Þá leit sárþjáð móðirin upp og svaraði af bragði, " JÁ MÉR FANNST AÐ ÉG KANNAÐIST VIÐ HANN". Það var mikið hlegið í stofunni, Hulla mín alltaf söm við sig. Skrifa meira seinna, bið innilega að heilsa öllum, bless í bili Ljúfan mín, þín mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:54
Innilega til hamingju með strákinn og á skvísur
Rut (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:43
Jólakram frá mér
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:52
Knús frá mér og hlýjar kveðjur
Miss uGuðrún Þorleifs, 20.12.2008 kl. 21:03
Innilega til hamingju með hann Jóa okkar, hann er svo yndislegur. Alveg sé ég hann fyrir mér þegar hann var að tala um mútumál stóra bróður, ég heyri meira að segja tóninn í röddinni.
Mikið vildi ég nú að við værum svolítið nær svo við gætum komið í afmæliskaffi til ykkar á svona dögum. Hvað eruð þið eiginlega að hugsa að vera svona langt í burtu
Ég sendi stórt og mikið knús sem þið skiptið á milli ykkar allra.
Ragna (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:14
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:17
Til hamingju med snádann um daginn.Sendi ykkur bestu jólakvedjur hédan frá Jyderup.
Knús
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:30
elsku hulla eiki og börn gleðileg jól og farsælt komandi ár hafiðið það sem allra best kv.íris og co
íris reimar og co (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:56
Til lukku með "örverpið" um daginn...
Óska þér og öllum þínum gleðilegrar hátíðar og gæfu á nýju ári .. knús og kram á ykkur öll.
Tiger, 24.12.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.