Om jeg er dum eller hvad?

Álit Eika á mér í dag er ekki mikið.
Þegar égcvar búin að ausa úr mér fréttum dagsins (var jú að vinna í dag konan) horfði hann fyrst á mig með vorkunnar augum og sagði svo "Er du dum eller hvad?"
Ég ákvað að svara því ekkert, þá segir maður heldur ekkert rangt, og hélt þess í stað áfram. Næsta komment hjá honum var "lærirðu ekkert á því að búa mér mér?"
Þá ákvað ég að fá mér glas rauðvín og einn poka af Trítlum sem krúttið hann faðir minn sendi mér með í jólagjöf.

Þannig var að eymingja ég var að vinna í gær á náttfatadegi dauðans, og í dag, og á að vinna alla helgina. Það er líka í góðu því svo á ég viku frí. Bara svo geðveikt fúlt að fara að vinna þegar Eiki og strákarnir eru í fríi. Líka af því að þá er í rauninni bara einn löggildur náttfatadagur á ári og það er
25.des.
Ég mætti sem sagt í vinnu alveg ofboðslega hress og kát í morgunn klukkan núll sjöhundruð.
Gleðin rann örlítið af mér þegar ég sá að við höfðum vikar hjá einum íbúanum okkar. Það þíðir bara í rauninni að það er starfsmaður hjá einum gamlingjanum 24 tíma á sólarhring vegna falls hættu, og þessi sem kom í morgunn minnti svo lítið á rússneskan hryðjuverkamann og það fraus næstum undan mér þegar ég leit á þessa konu.
Ég með mína blíðu lund og mikla margumrædda jafnaðargeðið mitt brosti mínu blíðasta og notaði megnið af morgninum til að til dæmis útskýra fyrir henni að það þyrfti ekki að mauka matinn hans og hann hefði tvær hendur og gæti mögulega alveg stjórnað hníf og gafli sjálfur.
Ég viðurkenni samt fúslega að ég var á barmi geðhvarfasýkingar þegar ég bað hana að útskýra fyrir mér af hverju henni væri svona illa við að leyfa manninum að ganga. Hún hljóp um með hjólastólinn, og um leið og grey kallinn stóð upp eða bara blakaði augnhárunum var sú rússneska komin með hjólastólinn og reyndi að þvinga gamla manninn til að sitja í honum.
Minnti dálítið á þegar ég eyddi 2 tímum í að klæða hann gamla Brand í dúkkuföt og lét hann svo liggja kjurran í dúkkuvagninum á meðan ég keyrði hann um alla Njarðvíkina. En Brandur var köttur og ég var 5 ára.
Eftir hádegi þegar kona mannsins var komin í heimsókn, ákvað ég að fara út með ruslið.
Á leið minni þangað hitti ég mína ástkæru Kirsten sem er dásamlegasti kollegi ever.  Ég jós úr skálum hneykslana minna og vanmáttar og var svo til ekki alveg búin þegar mikið þreytt kona kom labbandi eftir ganginum og bauð góðan daginn.
Hún sagðist vera vikar og ég með mína einstöku reiknisgáfu fattaði undir eins að hún ætti að leysa þá rússnesku af.
Eitthvað kannaðist ég við hreiminn hjá þessari þreyttu og þegar ég spurði hvort hún væri dani, svaraði hún að hún kæmi frá Íslandi.
Hjúkk. Þá gat ég útskýrt allt með gamla manninn á mínu eigin tungumáli, og ég var við að tapa mér úr hamingju og látlausri gleði.
Ég talaði látlaust í ábyggilega korter og bauð henni svo kettling. Ég er ekki að grínast, en leið og ég sleppti orðinu -kettlingur- hugsaði ég. "Vá Hulla, ertu klikkuð eða???" 
Svo leyfði ég henni að tala smá, og þegar hún sagði mér að hún væri ein um að kaupa hús og allt saman, með fullt hús af börnum skildi ég þreytu hennar ofur vel og klappaði ég henni á vaxandi magan (eða benti, man það ekki vel því ég er svo mikill auli) og sagði. "Ég sé nú að þú ert ekki kona einsömul"  (Þarna sagði Eiki... "Er du dum eller hvad")Þegar ég leit upp sá ég samstundis að ég væri fábjáni, bara á sekúndubroti.
"Já nei nei" sagði hún og brosti. Ég er sko ekki ólétt eða neitt svoðeilis. Sagði mér svo að hún hefði farið í aðgerð og væri með rifinn vöðva eftir það, eða eitthvað þannig. Heyrði það ekki vel fyrir suði í hausnum á mér. En hún brosti bara, þegar ég reyndi að kenna prjónapeysunni hennar um að vera óléttuleg og sagði "Svo er ég líka 52 ára og gæti þess vegna ekkert verið ólétt." 
Ég horfi á hana, þessa íslensku þreyttu konu sem lítur sko ekki út fyrir að vera eldri en 45 ára, á meðan suðið líður úr hausnum á mér og segi svo (eins og hálfviti) " Ertu í alvöru svona gömul? Þú lítur nú ekki út fyrir það, ertu búin að fara í fleiri aðgerðir?" (þarna spurði Eiki mig að því hvort ég hefði ekki lært neitt á að búa með honum)
Hún fór sem betur fer bara að hlægja og ég náttúrulega notaði tækifærið til að koma því að að tengdamamma mín væri líka 50 og eitthvað! Só! Tengdamamma er 58 þar til eftir nokkra daga og ég sé núna ekki hvaða máli það skiptir eða til hvers í ósköpunum ég var að blanda því í málið. Um leið og ég sleppti orðinu ákvað ég að þegja í smá tíma og dreif mig svo bara út með ruslið.
Þegar ég kom tilbaka var klukkan orðin 3, minn vinnudagur búin og þar sem ég var búin að gera mig að ótakmörkuðu fífli þennan daginn, fór ég eina ferðina enn til hennar og lét hana fá miða með nafninu mínu og símanúmeri og bauð henni í kaffi einn góðan veðurdag.
Get þá verið búin að safna í sarpinn til að gera mig að en meira fífli en nokkru sinni áður.

Guði sé lof fyrir að þessi dagur er að verða búin.

Knús á ykkur öll og haldið áfram að belgja ykkur út af alls konar gúmmulaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Bjóddu henni bara í kaffi tá kinnist hún hinni elskulegu Hullu Dan sem vid tekkjum

Hafdu áframhaldandi gledileg jól elskuleg.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 26.12.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Elsku Hulla,thú ert bara yndi   vildi bara óska gledilegrar hátídar og vonandi hefurdu thad sem allra best i vikufríinu thinu..øfunda thig ekkert af thvi ad hafa thurft ad vinna i gær og i dag.. en færd thad launad i næstu viku.

Takk fyrir okkar kynni hérna i bloggheimum, bara verid frábært ad fá ad lesa thig, ert ein af mínum uppáhalds sko  knús og kram á thig og thína.

María Guðmundsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:41

3 identicon

Tú ert alveg kostuleg, ég á eftir ad sakna tín

maja (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe segi eins og Guðrún bara bjóða henni í kaffi við gott tækifæri og þá fær hún að kynnast þessari ,,rugluðu" stelpu.

Æ þú er bara yndisleg!

Ía Jóhannsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, I love u.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2008 kl. 22:45

6 identicon

'Eg hló svo mikið þegar ég var búin að tala við þig í dag,, Svo týpiskt þú að tala áður enn þú hugsar  enn það er líka eitt af því sem gerir þig svo yndislega  Hlakka svo mikið til að þið komið að ég er farinn að telja niður í mínutum.

Hjúts knús þín mágkona

Linda (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara frábær, bilaðist úr hlátri þegar að ég las þessa færslu. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 08:56

8 identicon

Elsku Hullan mín. Láttu Eika ekkert vera að dúmma þig neitt og vertu bara áfram þú sjálf. Þessi kona á eftir að kynnast þér og þá hættir hún að velta vöngum yfir því sem þú sagðir við hana og lærir að taka ekkert mark á þér í framtíðinni , ha,ha  Þú ert alltaf jafn einlæg í skrifunum þínum. Haltu því áfram.

Stórt knús til ykkar allra - já,  auðvitað líka til Eika þó hann hafi verið að dúmma þig.

Ragna (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:01

9 Smámynd: Dóra

Dóra, 27.12.2008 kl. 22:35

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg frasögn hjá þér !!!

JólaLjós í hjartað þitt frá mér í Lejrekotinu !

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 22:54

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Snúllu dúllan mín, jólakveðjur og óskir um góða daga á Sjálandi.

Hittumst þegar þú kemur heim og þá getum við bullað saman yfir góðum kaffibolla.

Knús

Guðrún Þorleifs, 27.12.2008 kl. 23:38

12 Smámynd: Líney

Líney, 28.12.2008 kl. 00:11

13 identicon

 hah hahaha þú ert yndi, þessi kona hefur örugglega hlegið mikið eftir þennan vinnudag með þér.....

Gleðileg jól til þín og þinna..

Harpa Hall (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 16:20

14 identicon

já eða hlegið í gegnum tárin...

Maður spyr aldrei konu hvort hún sé ólétt, maður bíður eftir að hún segi sjálf frá og ef hún gerir það ekki þá so be it! Ég hef séð granna konu með rosa flotta kúlu og svo þegar hún var spurð hversu langt á leið hún væri komin sagðist hún ekki vera ólétt og varð bara móðguð. Ég hef sjálf lent í því að vera spurð hvort ég væri ólétt og ég hætti að borða í einhvern tíma!

semsagt maður spyr ekki konu hvort hún sé ólétt, þú kemst að því fyrr eða síðar :)

En Hulla þú ert samt yndisleg, love you helling! :D

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 23:06

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Dagurinn í dag er sérstök guðsgjöf til þín. Hvernig ættlar þú að nota hann?Því minna sem þú lætur aðra hafa áhrif á hann því æðrulausari og betri verður hann fyrir þig.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.12.2008 kl. 14:22

16 identicon

Hæ Hulla

Þetta minnir á söguna  um ungu konuna í þorpi úti á landi, en hún var svo tágrönn og eitt sinn þega henni varð það á að gleypa egg i heilu lagi að hún breyttist svo við þetta að allir ungir kvennfærir menn í plássinu flúðu í burtu því þeir héldu að hún væri orðin bomm. Það þarf stundum ekki mikið til að hugmyndir vakni.

Jólakveðjur til allara heimilismanna.

Lárus (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 22:29

17 identicon

Ahahaaaaa.... org ég elska þig Hulla veist þú það?

Þú ert allveg milljon ef ekki bara meira en það..... allavega gleðigjafi.

Og mig langar að óska þér og þínum gleðilegs árs og friðar.

Og svo bara knús og kremj á þitt co kv Bína.

Bína (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband