Íslendingar :)

Í dag er ég stolt af þjóðinni minni Smile
Þó ég mundi aldrei fá tækjifæri til að búa á landinu mínu aftur, þá er ég í dag hrikalega ánægð með mótmælin, og hvað fólkið hefur staðið saman og hvað viðhorfin (í sambandi við mótmæli) virðast vera að breytast.
Það voru ekki eintómir unglingar sem fylltu garð alþingis í dag og göturnar þar í kring.
Frábært, frábært, frábært.
Þetta ER þjóðin.

Samt get ég ekki annað en vorkennt löggufólkinu heima.
Það hlýtur að vera gríðarlega erfitt að standa vörð um glæpamenn þjóðarinnar og langa kannski mest til að taka þátt í mótmælum og aðgerðum.
Pælið í því. Löggan er nefnilega líka þjóðin.
Svo þarf bara ábyggilega rosalega sterkar taugar til að standa fyrir framan ögrandi hóp af þjóð og missa sig ekki í pirring og reiði.
Það er líka ábyggilega sárt fyrir stoltið að láta egg og skyr yfir sig ganga án þess að blasta.
Löggan á sem sagt mikið af skilningi mínum í dag, og ég meiri að segja finn til með þingkjánunum og ráðamannsaulunum okkar.
Knús á ykkur, Hulla skilningsríka.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er rosalegt ástand og ég finn til með löggunni, þeir standa sig vel í starfinu, þetta er þeirra vinnna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Hulla Dan

Já ástandið er hræðilegt. Held að það finni mjög margir til með löggunni. Þetta er ekki besta starf á landinu í dag. Og pældu í því að kannski og mögulega eru starfsmenn lögreglunar líka að blæða fyrir svik og lýi ráðamanna.
Neyðast svo til að standa þarna og verja óþverralýðinn.
Það getur ekki verið gott.

Hulla Dan, 20.1.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Lögreglumenn eru vitanlega launþegar eins og við hin og hafa eflaust margir fengið að kenna á kreppunni. En geta lögreglumenn ekki neitað að beita piparúða á mótmælendur? Borið það fyrir sig að þeir vilji helst ekki beita neins konar ofbeldi gegn saklausu fólki.

Helga Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Hulla Dan

Ég var líka að pæla í þessu um daginn.
Væri gaman að fá það á hreint. Mér finnst mjög líklegt að þeir geti neitað.
Annað er allavega hrikalega rangt. En kannski eru þeir bara orðnir samdauna og trúa því sem þeim er sagt... ???
Veit það ekki en ég gæti vel trúað að það sé nánast búið að heilaþvo þá, og fræða um hættur sem geta stafað af mótmælendum.

Væri allavega gaman að fá það staðfest frá einhverjum sem allt veit.

Hulla Dan, 20.1.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já finn alveg smá til med løgreglunni..en ekki baun med thingkjánum og rádamønnum, thetta lid getur sjálfu sér um kennt og ekkert maus  held thad ætti ad hafa vit á ad hunskast frá vøldum.

En tek heilshugar undir med thér, var mjøg stolt af  Thjódinni sem var mætt i althingisgardinn og finnst hreint út sagt frábært ad fylgjast med fólki segja sína meiningu og hlutum er ekki tekid thegjandi eins og oft ádur.

ÁFRAM MÓTMÆLENDUR! og knús og kram til thin skvís,vonandi hefurdu thad gott og ert laus vid flensuskítinn sem er ad angra okkur hérna fyrir nordan...

María Guðmundsdóttir, 20.1.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona bara að lögreglan eigi eftir að ganga í lið með byltingarsinnum....Við þurfum nefnilega fíleflda menn til að bera "bakkið" út....alls staðar

Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 21:29

7 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Hæ...hó skilningsríka frænka mín Þú ert  frábær Ég var þarna í dag. Mætti snemma til að  missa nú ekki af neinu (Ásta forvitna) En án alls gríns, þá er ég mjög ánægð með mótmælin. Þarna komu saman einhver þúsund  og létu í sér heyra, með sínum pottum,pönnum,dósum,hjólbörum, flautum, lúðrum, raddböndum og ........................ótal,,,,,,ótal mörgu öðru.

Þetta með lögguna, þá er ég sammála því að verk hennar er ekki öfundsvert. Þetta er jú hennar vinna, að halda uppi lögum og reglum, en þetta eru menn eins og við hin og oft er þráðurinn þeirra stuttur. Það hefur pirrað mig við svipaðar aðstæður þegar fólk er markvisst að espa lögregluna upp. Ég horfði upp á það nokkrum sinnum í dag en þau tilfelli drógu engan dilk á eftir sér. Við erum ekki að koma saman til að ögra löggunni, það er annað og meira að baki okkar mótmælum.Ég var ekki sátt við úðann þeirra í dag, held að einhverjir hafi nú farið yfir strikið eina ferðina enn. Þessi piparúði er skelfilegur og hræðilegt að horfa upp á kvalirnar hjá þeim sem fyrir honum verða. Ég gat ekkert annað en hlaupið og reddað mjólk, svona til að koma eitthvað til hjálpar

Þegar fleiri þúsundir koma saman þá  er ofur eðlilegt að einhverjir missi sig. Við erum öll einstaklingar með misjafna sýn og misjafnar aðferðir. Í þessum töluðu orðum þegar kl. er 00 03 þá var verið að hringja í mig neðan úr bæ. Allt á fullu ennþá. Þetta er bara frábært, en leitt að geta ekki verið með :(

Ég hitti ekkert af okkar fólki þarna  í dag nema Rúnar bróður og Elvar Frey, örverpið mitt :) jú , Birnu Þórðar. Frétti samt af þeim systrum þínum og Hauki.

Elsku kerlingin mín. Nú ætlar hún frænka þín að drauja sér í rúmið.

Góða nótt. kv. Ásta Steingerður

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:54

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég er hæst ánægd med tessi mótmæli...Loksins loksins segji ég nú bara.

Koma svo íslendingar og láta í ser heyra.Engin mótmæli eiga ad vera hljódlaus.Tad er bara ekki ad virka neitt.Tarna mátti sjá fólk á öllum aldri og allt upp í nírætt ad slá í pönnur.

svona á ad gera tetta tetta eru mótmæli

Og út med hiskid.

Knús til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2009 kl. 09:11

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já einmitt lögreglan er líka þjóðin. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:48

11 identicon

Elsku dúllan mín.  Langi þig til að vita hvort löglegt sé að beita piparúðanum, þá ættirðu að fletta upp í einhverjum af flóknum lögum okkar hér á Íslandi.  Þá dettur mér fyrst í hug að leyta í stjórnsýslulögum, t.d, lögum um skyldur og kvaðir lögreglumanna eða einhverju slíku.  En engu að síður er þetta athæfi ógeðslegra en orð fá lýst.  Ég hef einu sinni lent í því eftir skurðaðgerð á spítala að vakna upp úr svæfingu með þvílíkar kvalir í auganu að ég hélt að ég myndi deyja.  Ég lifði nú annars það af eins og svo margt annað og var tilvikið rakið til þess,  að auganu hefði ekki verið lokað nægjanlega vel og slímhúðin þornað upp.  Úr þessu var hægt að bæta með skolun og dropum sem deifðu sársaukann. Í annað skipti eftir að blæddi inn í augnbotninn og ég missti að heita má alla sjón á því, fékk ég sterasprautu eftir að reynt hafði verið að deyfa augað eins og mögulega hægt var.  Þá verð ég orðin gömul ef ég nokkurntíma gleymi þeim sársauka sem ég upplifði og var þó einungis verið að reyna að hjálpa þeirri gömlu.  Eiginlega held ég að þessi notkun á piparúðanum sé eitt það ómannúlegasta tæki sem til er.  Ég skal segja þér dóttir góð að ég er satt að segja steinhissa hvað þjóðin hefur þolað það sem yfir hana hefur gengið lengi, og það hef ég oft rekið mig á að þegar réttlætið á fram að ganga er oftast um krákustíga að fara.  Það sem mér ofbauð mest af öllu voru þau mál sem áttu að vera til umræðu á þinginu í dag.  Já hvort ætti að leifa sölu léttvíns og bjórs í matvörubúðum!  Guð í himninum hafa þessir vesalingar enga sómatilfinningu!  Endur fyrir löngu fór ég til Spánar, á leiðinni las ég bækling eða litla bók um Spán og lífið þar.  Ekki man ég lengur hver skrifaði lesningu þessa né hver var við völd, en hitt man ég glöggt að höfundur sagði frá því á eftirminnilegan hátt að vel væri þess gætt að alþýðan hefði nóg af ódýrum vínun í verslunum til að halda fólki niðri.  Mér blöskraði þessi lesning.  Kannski að það hafi eimitt verið þetta sem stjórnvöld hér á landi voru að hugsa með þessu kjaftabulli í dag.  Nú er ég alls ekki á móti léttum vínum og bjór sem slíkum, en þetta fyllti endanlega mælinn hjá prúðasta fólki.  Í dag fékk ég í heimsókn einn af fyrrum samkennurum mínum, sem átti engin orð nógu sterk til að lýsa hneykslan sinni og skömm á mótmælendum. Ég spurði þá ósköp meinleysislega hvort viðkomandi yrði ánægður með það að láta lækka kaupið sitt.  Þá féllu umræðurnar niður.  Það fólk sem staðið hefur í fararbroddi mótmælanna hefur lagt heiður sinn að veði, jafnvel vinnu og fleira sem við sem heima höfum setið af ýmsum ástæðum, á ekkert nema þakkir skyldar.  Við gömlu hér höfum legið í rúminu í marga daga sennilega með nóruna.  Ég hef þó sloppið mun skár en Lárus sem varð fárveikur.   Ég hef fengið blátt bann  við því að reyna mikið á slasaða fótinn, enda fer það jafnan svo að geri ég meira einn daginn en annan hefnist mér fyrir það daginn eftir.  En hver veit, ef til vill fæ ég einhvern til að keyra mig niður í bæ, því ég þoli ekki að ganga langar leiðir og hefur skilist að það sé engan veginn auðvelt að fá bílastæði niðri í bæ.  En það get ég sagt þér dóttir góð að mig hefur blóðlangað til þess.  Kærar kveðjur til allra hjá þér Hulla mín, þín mamma.  P.S, ætli að það hafi ekki verið Frankó sem var við völd í þessari umræddu Spánarferð?  Ég er ekki viss.  Mamma

Dana Kristín Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband