1 árs og í bloggdvala

Á sunnudaginn síðasta var ég búin að blogga hérna í 1 ár!!!
Ætlaði að halda þvílíka veislu, en gleymdi öllu saman. Hehehe

Er í bloggdvala þessa dagana.

Næstum ekkert búin að fitna, þó ég éti viðstöðulaust allan andskotans daginn.
Búin að vera reyklaus í 76 daga og líður ekkert illa.
Hefur ekkert langað í rettu þannig lagað.
Hef hinsvegar nokkrum sinnum lent í þannig aðstöðu að langa til að langa í rettu til að geta byrjað aftur... En langaði bara ekki baun. Skiljið.
Ég er sem sagt hrikalega dugleg og er að vonast til að æðri máttum finnist það líka og séu svo stoltir af mér að þeir hlífi mér að eilífu við lungnakrabba (og öllum öðrum kröbbum líka).
Er að hugsa um að harka af mér aumingjaskapinn og hunskast í myndatökuna í næsta mánuði til að geta hætt að hugsa um hverjar niðurstöðurnar verði.

Ég er búin að vera andstyggilega löt við að kommentera hjá ykkur en fylgist samt með öðru með ykkur.

Knús og hagið ykkur vel. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Hulla mín og tvöfaldar hamingjuóskir, fyrst með að vera hætt að reykja og síðan bloggafmælið.  Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta.

Kærleiksknús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Unnur R. H.

Dugleg ertu að halda út að hætta að reykja, það stóðst í 2 daga hjá mér!! En er ekkert hætt við að hætta, en minn tími mun koma!! Já og til hamingju með bloggafmælið

Unnur R. H., 19.2.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þú ert hörkutól

Man ekki betur en ég hafi fengið vöfflur og rjóma hjá þér á sunnudaginn.
Var það ekki veisla

 Komdu við ef þú hefur tíma

Guðrún Þorleifs, 19.2.2009 kl. 09:23

5 identicon

til hamingju með reykleisið þetta er ekkert mál er búin að vera hætt í ár allt anna líf

íris (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:05

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Dugleg rtu Hulla min að hætta að reykja en ég vill samt að við förum að hafa blogghitting, allavega í mars þegar að fer að vora hjá okkur. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 19.2.2009 kl. 11:23

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 11:57

8 identicon

Æ,Æ, æ. Elsku Hulla mín, hvað ég skil þíg vel, svona ástand þekki ég vel.  Það kom meira að segja fyrir að ég vaknaði upp á nóttunni við martröð:  Ég var byrjuð að reykja aftur!  Það var óskemmtileg upplifun, venjulega dreymdi mig að nú væri ég væri  byrjuð á ósómanum aftur, og hugsaði þá, góði Guð, hvað á ég að gera ?  Ég er byrjuð aftur!  Það var meira að segja svo slæmt, að ef ég kenndi mér einhvers meins, fyrst á eftir að ég hætti reykingunum, kenndi ég sígarrettuleysi um.  Ég man meira að segja eftir að ég fékk svokallaðan tennisolboga. og reyndi hvað ég gat að kenna sígarrettuleysinu um.  Auðvitað var bara hlegið að mér.  Það hafa flestir þá sögu að segja, að þeir fitni eftir að hafa hætt reykingum, það er mjög eðlilegt, þar sem fólk fer gjarnan að borða meira, jafnvel nammi, þekki það sjálf, og ég get sagt þér að bjór er bráðfitandi.  En Hulla mín, hvað eru nokkur aukakíló miðað við reykingar?  Ég man ekki hvort ég var búin að segja þér frá síðustu ferð okkar Lása í leikhús.  Áður en við lögðum af stað, tróð ég vandlega fitukeppunum ofan í, stífa samfellu, og fór í stífar sokkabuxur, tróð mér þvínæst í svörtu jarðarfaradraktina, hengdi á mig fallegu handsmíðuðu skartgripina, sem hann Lási minn gaf mér eitt sinn í jólagjöf, og var bara hin ánægðasta með ágangurinn. Já alveg þangað til í hléinu.  Við fórum inn í Kristalssal til að fá okkur eitthvað að drekka.  Þá var mér litið til hliðar, og hver heldurðu að hafi staðið þar?  Fríð og fönguleg, eins og mjóhundur í laginu, hreyfði sig eins og tígrisdýr !!!  Engin önnur en fyrrverandi kollegi minn, sjálf fegurðardísin, Ragnhildur Gísladóttir!!! Úff mér var litið miður á grísaskrokkinn minn. hörfaði frá, og fór yfir í hinn enda salarins.  Daginn eftir dró ég fram danska kúrinn.  Nú hef ég náð af mér tveim kílóum en er samt alltof feit. Smávegis í lokin, ég á vinkonu sem mér þykir afskaplega vænt um. Hún er mikið veik m.a. með astma og beinþynningu en reykir samt.  Það bergst ekki að þegar ég kem úr heimsókn, fitjar Lási minn upp á nefið og segir;  ég finn á lyktinni hvar þú hefur verið í dag.  Nú er ég farin að vera í gömlum druslum, sem undir venjulegum kringumstæðum, ég léti ekki sjá mig í.  En nú kemur fyrir að ég þarf að fara annað í leiðinni,  svo ég geymi aðra drusluyfirhöfn í bílum og fer í hana áður en ég fer inn til hennar.  Samt sem áður verð ég að henda öllu í þvottavél, þegar hein er komið og skella mér í sturtu.  Ég bið þig Hulla mín, þegar löngun í sígarrettu hellist yfir þig, fáði þér vatnsglas, t.d. með klaka og sítrónusneið eða grape, farðu út að ganga, lestu góða bók.  Ekki leggjast í át, þá verðuru bara eins og ég, og mundu að bjór er bráðfitandi!!   Það er hægara að komast úr, en í.  Gangi þér vel lambið mitt. Þín mamma.

j

Danajoh@isl.is (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:18

9 identicon

Ekki veit ég hvernig í fjandanum ég fór að þessu.  Sorry! kannsi getur þú lagað þetta ? Bless mamma tölvuflón.

Danajoh@isl.is (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:28

10 identicon

Ég óska þér til hamingju með bloggafmælið. Við sem bloggum skiljum örugglega öll þetta ástand sem hellist yfir mann, -  að finna bara ekkert til að segja. Ég er sko oft búin að sitja og stara á tölvuna án þess að geta skrifað staf, enda er ég búin að vera með síðuna mína síðan 17. júní 2003 svo manni finnst einhvern veginn að allt hafi verið sagt.  Nóg um það. 
Ég á bara ekki lýsingarorð til að segja þér Hulla mín hvað ég er ánægð með að þú skulir vera hætt að reykja og ætlir nú að standa þig.  Þetta er hvílíkur viðbjóður og eins og mamma þín segir þá snertir þetta fleiri en þá sem reykja. Mér finnst t.d. ömurlegt þegar maður finnur reykingalykt af börnum af því að það er reykt heima hjá þeim.
Þú hefur heilmikið til að vera glöð yfir og montin af sjálfri þér. Leyfðu þér að njóta þess.

Knús frá "mömmu" númer tvö.

Ragna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:29

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.2.2009 kl. 15:31

12 Smámynd: Líney

Til hamingju með þetta  allt

Líney, 19.2.2009 kl. 18:13

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Til hamingju Hulla mín og knúsaðu heimilisfólkið frá okkur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 19.2.2009 kl. 21:26

14 identicon

Til hamingju með 1 árs moggabloggsafmælið ´

knús frá uppáhalds litlu mágkonu þinni

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:08

15 Smámynd: Gísli Torfi

Til Lukku með 1 árs afmælið

Gísli Torfi, 27.2.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband