16.3.2009 | 08:34
Velkomin aftur... Já takk :)
Skelfilega líður tíminn eitthvað hratt þessa dagana, mánuður tæpu síðan ég bloggaði síðast sem sannar það bara að ég er ekkert háð blogginu.
Gleði mín er svo einskær þessa dagana að það er engu lagi líkt.
Ástæðan er sú að ég finn að vorið er að koma. Trén okkar eru alsettir litlum knúbbum sem eiga eftir að breytast í fallega græn lauf og garðurinn er alsettur litlum gulum og hvítum blómum. Reyndar líka laufi sem ég nennti ekki að raka saman síðasta haust, en í dag tel ég okkur trú um að þau verndi gróðurinn fyrir óþarfa kulda og trekk.
Vorverkin í sveitinni eru í hámarki og í þessum skrifuðu orðum er ég að sjóða okkar eigið sýróp!
Eiki er búinn að vera svo duglegur að tappa safa af birkitrjánum okkar og svo er safinn soðinn dadada... sýróp.
Morguninn í morgunn var því eitthvað á þessa leið.
Vaknaði klukkan 7 eftir alltof lítinn nætursvefn.
Vakti pjakkana mína og smurði nesti. Heimabakað rúgbrauð á íslenska vísu
Eftir að hafa keyrt Atla Hauk og Jóhann í skólann (Júlla datt í hug að æla svo hann fékk leyfi til að vera heima) kveikti ég upp. Er orðin nokkuð flink í því sko.
Fóðraði kindurnar, hænurnar og kanínurnar. Gekk svo um hallargarðinn okkar (sem Lars á reyndar) og safnaði safa frá birkitrjánum. Fengum 5 lítra eftir nóttina.
Fór svo upp og gaf marsvínunum og spjallaði við þau heillengi. Fengum tvær sveipóttar marsvínur (kvk) í gær og þær eru smátt og smátt að aðlagast. Fæ svo eina æðislega á næstu dögum. Hún er gljáandi svört með sítt hár og hvítan brúsk upp úr hausnum.
Svo nú hefst ræktunin
Prjónaskapurinn er líka í hámarki og hér verða til hrikalega flott vesti og peysur þó ég segi sjálf frá.
Allt sem ég prjóna umfram er svo til sölu svo þið vitið það
Annars er allt við það sama hérna.
Frúin á heimilinu er en reyklaus og hefur nú náð 99 dögum!!!
Finn samt ekki þennan stórkostlega mun sem allir töluðu um.
Mér var sagt að loksins færi ég að finna betri lykt og meiri bragð. Það er bara kjaftæði enda finn ég fullt af bragði og hef aldrei orðið vör við að bragð eða lyktarskyn mitt feilaði eitthvað.
Ég finn reyndar viðbjóðslega lykt af reykingar fólki og lít ekki á það sem einhvern plús.
Fyrir utan það þá er ég guðs lifandi fegin að vera laus við tóbakið, sakna þess öðru hvoru, eins og maður saknar stundum fólks sem maður veit að hefur ekki góð áhrif á mann.
Annars er ég nokkuð viss um að ég væri fallin ef ég hefði ekki fundið upp á því snilldar ráði að fara að prjóna. Gleymi stund og stað og tóbaki þegar ég prjóna og þetta er sennilega í fyrsta sinn í fjölda mörg ár sem ég á mér alvöru hobbý. Nú tel ég Eika að sjálfsögðu ekki með
Ég er ótrúlega stolt af mér og þyrfti nú bara að fara að byggja upp þol. Er við að æla af þreytu ef ég svo mikið sem hleyp út með ruslið
Nohh. Þar sem þetta er eini frídagurinn minn í ansi langan tíma, ætla ég að fá mér heitt kaffi og prjóna smá.
Fæ svo Guðrúnu í prjónakaffi á efir og ætla að gera sem minnst þangað til.
Vona að dagurinn verði góður við ykkur.
Knús og kossar frá Hullu Pullu.
Athugasemdir
Frábært að heyra hvað þú ert að gera skemmtilega hluti.
Njóttu frídagsins þíns og allra komandi daga.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2009 kl. 08:51
Hahaha gaman að sjá þig og ji minn hvað ég öfunda þig af þessu vori....það er aaaaaalveg að koma hérna líka , sko undir snjónum.
Ég er líka hætt, hætti að reykja 14 febrúar sl
Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 10:38
Ég hreifst með þessari færslu og var næstum farin að meeea með kindunum. Ég er að bíða eftir því að fá aðeins meiri kraft svo ég geti komist hér út og gert eitthvað af viti. Það sem ég hlakka til ohhh....
Held að við eigum næstum sama reykingarafmælisdag og ég segi eins og þú finn ekki nokkurn mun á lyktar eða bragðskyni.
Kveðja inn í góða viku Hulla mín héðan úr sveitinni.
Ía Jóhannsdóttir, 16.3.2009 kl. 10:39
Þú ert dugleg Hulla min, kanski að maður ætti að taka sig til og fra að hætta að reikja og prjona úti eitt í staðinn
Kristín Gunnarsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:20
Frábært að vera reyklaus.Ég er búin að vera laus í eitt og hálft ár,en langar stundum í smók.En svo finn ég FÝLUNA þegar einhver reykir og það er nóg til að ég fyllist þakklæti fyrir að vera laus.Til hamingju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:52
María Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 15:07
Hej du
Takk fyrir góða stund í dag. Alltaf gaman að koma í sveitina og með ólíkindum hvað dýrunum hjá ykkur fjölgar á milli þess sem þeim fækkar. Marsvínamóðir
Flott hjá þér að reykja ekki það gerir þig líka mikið flottari!!!
Sjáumst
Sendi þér myndirnar á eftir ef ég . . . .
Guðrún Þorleifs, 16.3.2009 kl. 17:53
Elsku Hulla mín. Það er gaman að sjá að þú ert byrjuð að bogga aftur. Það er alveg hellingur af fólki sem hefur spurt hvort þú sért hætt blogginu. Þetta eru þeir sem sakna skrifanna þinna. Margir hafa sagt við mig að það sé svo gaman að lesa það sem þú skrifar. Það hefur verið mjög gaman hér hjá okkur undanfarið. Hér á dögunum áttum við Lási minn brúðkaupsafmæli. Við fórum út að borða í tilefni af því. Við fórum líka í leikhúsið, sem því miður hefur verið alltof sjaldan í vetur. Ég fékk örlítið verkefni á dögunum, sem er tengt ættfræði, ég hélt reyndar að ég væri alveg steinhætt þessu, en viti menn áhugin kviknaði um leið og ég var byrjuð, og nú er ég komun á fulla ferð. Í gær heimsótti ég gamla vinkonu og frænku sem ég hef lítið séð af í langan tíma. Dagurinn leið ótrúlega fljótt við rabb og kaffiþamb, ásamt kökum og svolitiu nammi. Við fórum síðan út að borða. Þetta var einn skemmtilegasti dagur sem ég hef lengi átt. Kv, mamma.
Danajoh@isl.is (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 18:29
Aldrei hef ég hugleitt hvernig sýróp verðu til. Mér finnst það mjög gott á amerískar pönnukökur. Á íslandi er birkisafi seldur til að eyða bjúg. Í mörg ár var birkiaska notuð, af því að hún væri svo heilsusamleg, það kom síðar í ljós að birkiaska eru lyfjakol, þ.e.s. þau þjóna sama tilgangi og öll önnur lyfjakol. Það voru margir sem fóru illa út úr þessu, ekki síst fólk, sem þurfti á lyfjum að halda t.d. krabbameinssjúklingar, áhrif og tilgangur lyfjanna sem sjúklingar áttu að taka gerðu ekki það gagn sem til var ætlast, vegna töku birkiöskunnar. Fólk er ótrúlega trúgjarnt, ekki síst þegar það er sjúkt og þarf á hjálp að halda. Þetta var bara dálítið innlegg handa þér Hulla litla. Hvernig má það vera að þú teljir það ekki kost að finna reykingalykt? Hugsaðu um það hvernig við lyktuðum á meðan við reyktum. Og hananú. Vertu þolinmóð, góðir hlutir gerast hægt Kv, mamma.
Mamma (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:32
Afmæliskveðja
Í dag eru liðnir 100 dagar síðan þú hættir að reykja!!! Okkar innilegustu hamingjuóskir með þennan árangur Hlulla. Þetta er stórkostlegur árangur Bravó! Hérna bólar ekkert á sumri, það snjóar ig rignir til skiptis, fleiri og fleiri fyrirtæki leggja niður starfsemi sína. Við bíðum vorsins með óþregju, en njótum lífsins á meðan, það er mikið að gera, mikið að vinna og allt gengur vel. Í gær var undirritaður samningur um fiskvinnsluskólann. Vonandi gengur það upp, eins og hjá þér líða dagarnir hratt eins og alltaf þegar verkefnin eru mörg. Nú er móðir þín á leið til sjúkraþjálfarns og síðan í sund, njóttu dagsins vel. Kv, mamma og Lárus.
Mamma (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:16
Jibbiiiii....loksins komid líf á síduna, saknadi tess ad lesa eitthvad nýtt frá tér. Knus og kram hédan frá Hjordkær
maja (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:57
Til hamingju með þennan rosa góða árangri í reykleysi, vildi að ég gæti sagt hið sama. En ég er byrjuð að prjóna og minnka reykingarnar, kannski hætti eg bara í prjónaæðinu, vonandi!
Unnur R. H., 18.3.2009 kl. 13:37
Mikið er gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur Hulla mín, þín var sárt saknað. Mér finnst frábært að þú skulir halda reykbindindið og vona að þú haldir það sem allra lengst. Mikill munur að nota tímann og peningana í prjónaskap í staðinn fyrir að henda peningunum og eyðileggja heilsuna. - Bara svona smá predikun
Knús til ykkar allra úr Fensölunum.
Ragna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:58
Til hamingju Hulla mín þú hefur alltaf verið kjarnakona stolt af þér.
Kveðja frá Færeyjum og hér er líka að koma vor.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.3.2009 kl. 10:34
Hæ skísan mín
Ég verð að renna við í heimsókn til þín einn daginn að sjá afrakstur prónadugnaðar þíns, já og öll dýrin, og já auðvitað þig og þína, og garðinn, og............
kiss og knús frá Hinnerup
Guðlaug (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:36
mikið notaleg færsla! vildi óska að ég hefði tíma til að prjóna, en það kemur !!! Gunni var einmitt að tala um að far að tappa birkitréð okkar
KærleiksLjós til þín og allra dýranna þinna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 11:00
Velkomin afturknús til Danaveldis og vonandi áttu góðan dag í dag :)
Líney, 26.3.2009 kl. 11:05
Já er ekki gott að vakna reyklaus og anda að sér vorloftinu og hugsa til þess hversu mikil forréttindi það eru að hafa hætt. Hversu gott maður á miðað við þá sem eru enn úti að þjást og eru að neyta þeirra eitrulyfja sem nikotinið er.
Hugarfluga (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.