29.3.2009 | 14:47
Hlakka svo til :)
Á morgunn er uppáhalds dagurinn minn á þessu ári, hingað til
Stóra litla systir mín er að koma í heimsókn til okkar og ætlar að vera hjá okkur í að minnsta kosti 2 vikur.
Gleði mín er ómælanleg og þið trúið því ekki hvað Eika hlakkar til að losna frá eldamennskunni
Systir mín er nefnilega ógeðslega góður kokkur og ein af þeim sem getur eldað stórkostlega máltíð úr engu, svo við sjáum fram á sparnað í þokkabót
Á meðan hún eldar ætla ég bara að vera skemmtileg (því það er mín sérgrein) svo henni leiðist ekki á meðan hún stendur við eldavélina.
Ég er svo heppin að fyrri vikuna er ég bara á kúrsus og er komin heim um 3 og svo fæ ég frí helgi og seinni vikuna er ég bara að vinna 2 daga svo það verður nóg að gera við að kjafta og spá í bolla og tarot...
Ég var búin að vera að monta mig á að hér væri komið vor og heillaði hana til dæmis smá upp úr skónum, daginn eftir fór að snjóa hjá okkur og svo er búið að hagla hérna daginn út og inn.
Nú held ég hins vegar að það sé að rætast úr þessu veðri.
Allavega er spáin fyrir næstu 5 dagana ekkert nema fín. 9° og upp í 14° í næstu viku.
Hugsa að ég kaupi bugles og bjór svo við getum setið úti í blíðunni.
Hafið það áfram gott krúttin mín :)
Athugasemdir
Góða skemmtun með stóru systur

Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 15:33
en gaman ad heyra, thad er svooooooooo gaman ad fá góda gesti
vonandi fáidi bara rosalega gott vedur, allavega spáir asskoti gódu næstu viku.
Hafdu thad gott krúsin min, og njóttu vikunnar.
María Guðmundsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:23
Ekki spurning vorið er komið Hulla! Bugles hvað ég vildi að það fengist hér. ER stundum heppin og fæ það í Þýskalandi. Njóttu samveru við systur þína, ómetanlegar stundir.
Ía Jóhannsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:32
Takk þið dásemdar konur. Ætla þvílíkt að njóta þess að hafa nornina mína hjá mér :)
Hulla Dan, 29.3.2009 kl. 16:39
Til hamingju með þetta og njóttu samverunar með systur þinni,þú skemmtir á meðan hún eldar,ekki amalegt það
knús annars til þín
við hittumst vonandi næst þegar leið mín liggur til Dk 
Líney, 29.3.2009 kl. 18:05
Hæ snúlan mín.
Vona þið systur eigið eftir að njóta tímans í botn :)
knúsí knús
Linda (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:54
Til hamingju með þetta. Algjörlega frábært.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 22:01
mmm þrífur hún líka..? ég væri til í að fá einhvern til mín í heimsókn svona sem eldar.. já og jafnvel þrífur líka bara
hafðu það betra en frábært
Guðríður Pétursdóttir, 30.3.2009 kl. 08:00
Það verður örugglega gaman hja ykkur systrum. Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 30.3.2009 kl. 08:02
Mikið rosalega sendi ég ykkur öllum stórt knús.
Ragna (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:56
Hæ Hulla míns, gaman að sys c að koma út, það varður frábært hjá ykkur.
En Hvað er Marsvín, samkvæmt minni þekkingu er það hvaltegund ekki ert þú með svoleiðis? Meintir þú ekki eitthvað annað????
Verð að fá að vita þettað.... NÚNA.. :)
En hafðu það gott knús.
Bína (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:43
sæll og sæl
vantar alveg símanr hjá ykkur:) glataði símanum mínum og öllum nr. getið sent það á netfangið mitt..bjarni@bonus.is
Kv Bjarni
Bjarni (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:35
Kveðja til ykkar og Laugu frá Tjékklandi
Guðrún Þorleifs, 6.4.2009 kl. 19:45
Frábært, þetta verður æðislegt hjá ykkur...... eða er hún farin ?? Ég vona að það hafi verið gaman hjá ykkur systrunu.
Gott að kíkja hérna við , er ekki búin að vera sú duglegasta að kíkja á bloggin undanfarið.
Hafðu það gott Hulla mín og njóttu vorsins ;o)
Linda litla, 14.4.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.