Það hlaaut að koma að því :)

Jabb það hlaut að enda með því að ég yrði rík!
Ég á eina svona, bara fallegri en þessi á myndinni Smile  og hún er nú til sölu. Ég veiti meiri að segja afslátt... Vill aðeins fá 6.2 millur fyrir hana. Og já ég sendi heim!
Verið nú ekki feimin að slást um þessa elsku LoL
Held grínlaust að hún sé stútfull af þessu rauða.
mbl.is Rautt kvikasilfur í saumavélum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Um að gera að koma þessu í verð sem fyrst. Kemur sér vel í kreppunni.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dísus alltaf er maður að tapa stórt!  Ég eignaðist tvær svona einu sinni, erfðargóss skilurðu.  Mín alltaf gáfuð gaf þær einhverjum fornsala sem núna er löngu hættur að versla með fornmuni enda orðið stórríkur á því að selja kvikasilfursaumavélar í bunkum hér fyrir nokkrum árum.   Sama árið og  við vorum að erfa þetta eftir ömmur og frænkur og töldudm þetta vera skran. 

Gaman að heyra frá þér.  Ég skal hafa augun hjá mér ef ég rekst á skilvindu.  Væri alveg til í að skella mér yfir landamærin með hana í farteskinu til þín Hulla mín.

Þið eruð one of a kind þú og þinn eiginmaður.  Hélt jafnvel að þú værir aðeins að djóka með allan þennan dýrastofn en núna veit ég betur eftir að hafa hitt Guðrúnu hér um daginn.  Kveðja til ykkar héðan frá Stjörnusteini. 

Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hehehe

Kærleiksljós frá mér yfir á jótland

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott að vera í gróða Hulla mín

Allt gott af okkur flökkuliðinu.

Knús

Guðrún Þorleifs, 20.4.2009 kl. 00:30

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

veit ekki hvor þetta sé sniðug fjárfesting fyrir mig.. takk samt

Guðríður Pétursdóttir, 20.4.2009 kl. 23:12

6 identicon

Fyrir 100 árum síðan átti ég slíkan kostagrip sem myndin sýnir.  Ég notaði hann talsvert lengi með nokkuð góðum árangri.  Þegar ég fór að myndast við að sauma, spretti ég upp gamalli flík og snéri efninu við, síðan kom móðir mín og amma þín og sneið flíkina sem sauma átti.  Mamma notaði aldrei snið, hún lagði einfaldlega eihverja flík, ( það sem sauma átti í það og það skiptið ) á efnið og klippti svo eftir flíkinni.  Og viti menn, áður en varði var sniðna flíkin tilbúin til sauma.  Ég man sérstaklega eftir einu skipti, eitthvað minntist ég á það við mömmu að nú vantaði Jóu mína jakka, sá gamli væri að verða of lítill, ég þyrfti bara að kaupa efni.  Mamma þagði stundarkorn og spurði síðan, heldur þú að þú notir aftur gamla rúskinnsjakkan þinn sem hangir fram í geymslu.  Nei alveg áreiðanlega ekki svaraði ég, fínt þá sauma ég snöggvast jakka á þá litlu segir manna þá.  Ég verð að játa að rétt sem snöggvast efaðist ég um hæfni móður minnar við skinnasaum og lét það í ljós.  Hnuhh var svarið ; þetta er efni eins og annað, ég hlýt að geta saumað þetta eins og hvað annað.  Eftir nokkra stund hafði hún svipt jakkanum í sundur og sniðið upp á gamla mátann og áður en varði, var jakkinn fullskapaður.  Flottur rússkinnsjakki með stórum rennilás sem á var hringur, og hann var meir að segja randsaumaður.  Þessi flík átti eftir að vekja óskipta athygli, hvar sem hún systir þín kom spurði fólk, " mikið er barnið í fallegum jakka, hvar fékkstu þetta eiginlega" ?  Þetta var í þá daga sem fólk bjargaði sér einfaldlega.  Þennan hæfileika að gera listaverk úr nær engu erfði ég því miður ekki, allavega ekki í jafn ríkum mæli og móðir mín og hún amma þín.  Og Þó, bíðum við, mannstu Hullustelpa eftir húsgögnum sem ég málaði og gerði eins og ný ?  Er það ekki einmitt það sem þú hefur verið að gera núna í vetur ?  Þetta er endurtekin saga um blindu hænuna sem fann fræið.  Klárt finnst þér ekki, nú ert þú farin að prjóna eins og amma þín, en prjónaskapur hefur aldrei verið mín grein.  Gangi þér vel að finna kvikasilfrið litfagra, en mundu ljúfan mín að ei er allt gull sem á glóir.  Innilegar kveðjur til allra frá okkur Lása, þín mamma.

mamma (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:36

7 identicon

Ég þekki þetta sem mamma þín talar um, því fötin sem ég átti þegar ég var lítil voru þannig til komin að fyrst átti stóra systir mín þau, síðan var saumað upp úr þeim á miðjusysturina og loks var röngunni snúið út og þá var saumað úr þeim á mig. 7 ára aldursmunur á okkur öllum gerði það að ekki var geymt milli ára.  Mér fannst ég alltaf eiga fallegustu föt í heimi þegar ég var komin í gersemarnar sem mamma saumaði á mig.
Stórt knús til ykkar allra Hulla mín.
Þín Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband