12.7.2009 | 19:27
Fokk
Í gærkvöldi horfði ég bæði á Veðramót og Syndir feðrana.
Ég er búin að eiga þessar myndir í 2 mánuði en aldrei fundist rétti tíminn til að sjá þær.
veðramót er nokkuð góð og pínulítið lýsandi finnst mér... Lygar eru svo viðbjóðslega stór þáttur í okkar lífi og svo auðvelt að eyðileggja líf annarra með lygum, sögusögnum og hótunum.
Svo horfðum við á Syndir feðrana. Hún var erfið... Svakalega erfið.
Ég er eiginlega í molum eftir þessa mynd.
Menn sem fara af stað með svona hugsjónir, eins og að byggja drengjaheimili, hljóta að hafa stóra drauma og kannski að sumu leiti óþroskaða og barnalega en samt sem áður fallega.
Það hlýtur að vera góð tilfinning að fynnast maður vera búin að finna lausn á vandræðamálum æskunnar og vera svo viss í sinni sök að maður fer út í stórar og miklar framkvæmdir.
Ég ætla mér ekki að trúa eitt augnablik að tilgangurinn hafi verið eitthvað annað en góður.
Hugsið ykkur síðan, mörgum árum seinna að átta sig á að viðbjóðurinn og ógeðið sem áttu sér stað í þessu himnaríki áttu sér engin takmörk.
Litlum börnum misþyrmt bæði andlega og líkamlega og sálin í þeim stórskemmd á augnabliki.
Ef svo fer að þessum þjáðu mönnum verði ekki borgaðar þær bætur sem þeir fara fram á, ætla ég að segja mig úr mannlegu samfélagi.
Eigið góðar stundir.
Breiðavíkurmálið í brennidepli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sárasta er að svona lagað gerist enn í dag, ef ekki á Íslandi þá í öðrum löndum. Hvers vegna er mannskepnan svona grimm og kúgunargjörn?
merkúr (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 23:43
Ég þekki stráka sem voru á Breiðuvík.Allir eru markeraðir af þeirri dvöl.Mismikið þó.Sumir tóku lífið sitt vegna þessa.Svo mikill harmleikur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:10
Já svona glæpir eru þeir allra ljótustu og Guð má vita hvað það er mikið af slíku sem enginn veit um. Þessi mynd er mjög áhrifamikil.
Knús til ykkar allra Hulla mín.
Ragna (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:16
mikid sammála thér, thad er thad eina sómasamlega sem hægt er ad gera. Virdist endalaust geta komid manni á óvart hvad mannskepnan er ógedsleg hvort vid annad og grimmdin á sér engin takmørk.
Hafdu thad gott skvís, knús hédan frá nordri....eda eystri...
María Guðmundsdóttir, 15.7.2009 kl. 21:04
ég á eftir að sjá syndir feðranna :/ langar eiginlega ekki til að gera það þótt að maður sé í raun skyldugur til þess
Guðríður Pétursdóttir, 16.7.2009 kl. 17:14
Anna Ragna Alexandersdóttir, 17.7.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.