Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Arg!!!

Í dag er ég brjáluð Devil 
Mest er ég brjáluð út í danska verkalýðsfélagið og þá sem sömdu þær úldnu reglur sem þar gilda.
Mig grunnar sterklega að það séu konur sem hafa sett þessi bjánalegu reglugerðir því konur eru jú konum verstar og ég er ekki viss um að neinum karlmanni mundi detta svona vitleysa í hug.
Þannig er að ég er að fastráðin upp á 28 tíma í viku. Ég er ljómandi sátt við það og get alltaf tekið aukavinnu ef út í það er farið.
Þegar ég byrjaði var mér kynnt hvernig ég mundi vinna 4 vikur fram í tímann og það passaði afskaplega vel inn í mína rútínu.
Aðra vikuna var ég að vinna miðviku og fimmtudaga og hina vikunna frí á miðviku og fimmtudögum.
Dagarnir sem maður á má milli heita allir einhverjum voða fínum nöfnum t.d AD dagur og A1 dagur og PF dagur o.s.frv. Þegar ég spurði út í þetta var mér bara sagt að þetta væru frídagarnir mínir og þetta þyrfti að vera svona í kerfinu. Enda ekki fyrir hvíta konu að finna út úr þessu. Bla bla.
Ef ég svo tók aukavakt þá fékk ég hana ekki útborgaða fyrr en 3 mánuðum seinna. Þetta er ofsalega sniðugt fynnst mörgum því þá liggja allir aukatímarnir inni og fólk getur tekið frí út á þá. Það er samt ekki alltaf sem maður getur ráðið hvenær.Woundering
Það var ekki fyrr en María byrjaði fyrir um ári að hún náði að útskýra þetta fyrir mér. Eða alla vega svo mikið að ég náði að skilja að ef ég tek aukavinnu t.d á AD degi fæ ég ekki krónu aukalega fyrir það, en ef ég kæmi aukalega inn á PF degi fengi ég yfirvinnu borgaða.
Ég bað svo um að allar vaktir sem ég tæki aukalega kæmu til útborgunar strax og ekki seinna.
Ég er nefnilega svo vond manneskja að ég tek bara auka vinnu ef mig lagnar til þess og ef mig vantar auka pening. Ekki til að gera einhverju sveitafélagi greiða. Það vill nefnilega þannig til að ég er með fullt hús að börnum og köttum og manni og öllu þessu þarf líka að sinna.
Svo núna rétt fyrir sumarfríið mitt tók ég eftir að það var búið að breyta planinu mínu án þess að svo mikið sem að ræða það við mig fyrst. Nú er það þannig að ég alltaf að vinna miðviku og fimmtudag aðrahverja viku en hina annaðhvort mánudag, föstudag, laugar og sunnudag, eða þriðjudag, föstudad, laugar og sunnudag. Og ég get það allveg. Finnst bara lágmarks kurteisi að spurja áður en er ráðist á vaktarskemman manns og öllu umbreytt.
Þegar ég svo fór að skammast yfir þessu við trúnaðarkonuna okkar sagði hún mér að lögum samkvæmt mætti yfirmaður minn róta í planinu mínu eins og honum hentaði, bara ef hann gerði það alltaf með 4 vikna fyrirvara!!!
Ég náttúrulega hélt að konan væri að drilla í mér og hló bara Hahahahaha. En nei nei. Hún var sko ekkert að drilla í mér eitt eða neitt. Svona er þetta bara. Og þó að sumir séu kannski ekkert sáttir við þetta þá gerir engin eitt eða neitt.
Það hefur ekki verið gert mikið af þessu á mínum vinnustað en það eru sum elliheimilli hérna sem keyra þetta svona allt árið og allir voða sáttir.
Þegar ég sagði trúnaðarkonunni að ég væri ekki til í eitthvað svona og þetta gæti ekki gengið því að sumir eru með aukavinnu eða bara að maður vill gjarnan getað planlagt sig lengra en 4 vikur framm í tímann varð hún svakalega undrandi og augunn í henni urðu á stærð við botn á bjórflösku og hún hvíslaði að mér að ef að þetta yrði tekið upp hjá okkur gæti ég ekki neitað. Ég gæti átt á hættu að verða rekin. Ég sagði henni að ég mundi nú sennilega bara byrja á því að segja upp ef þær ætluðu sér að taka upp á einhverju svona. En hún er frábær þessi trúnaðarkona, virkilega indæl og ég er guðs lifandi fegin að það sé ekki hún sem setur þessar asnalegu reglur. Þá þyrfti ég nefnilega að hata hana.

Ég er búin að vera afskaplega dugleg við að taka aukavaktir. Bæði í ágúst og svo núna í september.
Svo fékk ég launaseðilinn minn og þar vantar inn á allar aukavaktirnar. En þessi skrifstofudúlla hefur tekið sér það bessaleyfi að setja allar mínar aukavaktir sem ónýta frídaga.
Þegar ég svo hringdi í hana í morgunn og sagði henni að hún yrði að laga þetta og leggja inn á mig það sem upp á vantar varð hún bara vandræðaleg og skildi ekki neitt í neinu. Þannig að ég þurfti að útskýra mjög gaumgæfilega fyrir henni hvað hún hefði gert. Ég ætti sem sagt inni einhverja 25 tíma í frídaga og vildi fá þá útborgaða í dag.
Hún varð hinsvegar mjög hrifin af öllum þessum frídögum og spurði hvort ég væri ekki glöð!!
Ég varð að hryggja hana með að segja að gleði mín væri afskaplega takmörkuð og mér þætti voða vænt um ef hún bara mundi laga þetta núna.
Já, sagði hún. Ég hugsa að ég geti lagað þetta þannig að þetta komi með næstu launum...
Já nei það gengur ekki,  sagði ég og fauk smá í mig. Ég er nefnilega að taka aukavaktir því að mig vantar peninga, ekki útaf neinu öðru. Hún varð mjög hissa og ég hef á tilfinningunni að ég sé ekkert svakalega vinsæl í augnablikinu.
Hún sagðist ætla að gera það sem hún gæti...

Ég er líka brjáluð út í læknadæmið hérna.
Ég fór í lungnapróf í morgunn og var látin blása í vél.
Þegar það var búið og ég spurði hvað tæki svo við sagði lungnaprófskonan að hún skildi  bara gefa mér tíma hjá lækni og hann mundi svo útskýra fyrir mér hvað hefði komið út úr þessu öllu.
Gott mál sagði ég og sagði henni að ég vildi fara til Dr.Kjær. Það var jú hann sem ákvað að reyna að finna hvað væri að mér svo hann er í uppáhaldi hjá mér núna.
Já góðan daginn. Hann átti tíma eftir 5 vikur því hann er bæði vinsæll og læknar þurfa líka sumarfrí... í OKTOBER!!!
Með tárin í augunum bað ég um tíma hjá þessum nýja sem ég man ekki hvað heitir, en hann er líka vinsæll svo það var 2ja vikna bið.
Hágrátandi (smá ýkjur) samþykkti ég tíma hjá fíflinu honum Bentzon.

Annars er það að frétta af litlu fyrirbura kettlingunum að þeir dóu allir. Ein af öðrum, enda svo sem ekki við öðru að búast. Ég reyndi þó.
Nú liggur mamma þeirra hjá systrabörnunum sínum og elskar þá útaf lífinu. Mamma þeirra hún kisa fær ansi gott frí á meðan.

Well ætla að reyna að koma mér úr þessari fílu og reyna að leggja mig fyrir næturvaktina mína.
Knús á ykkur inn í daginn. Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband