Allt að verða klárt...

Nú er upprisið, risa tjald í garðinum okkar. Eiki og strákarnir reistu það up meðan ég svaf eftir næturvakt í dag...
Ég er búin að redda borðum og stólum og á bara eftir að redda diskum og þess háttar... Smile
Sæki humarinn á morgunn, sem ég fékk fyrir 1200 dk 10 kg. Vel sloppið þar hugsa ég.
Svo er bara að baka og kaupa dúka og kerti og þannig.
Við fórum reyndar í gær og kauptum (keyptum) föt á Atla Hauk og Júlla í HM í Åbenrå. Þar var         By nigth og allar búðir opnar til 22. Samt svo troðið af fólki að ég var að truflast. Gat ekki einu sinni bjargað mér á einum bjór þar sem ég var að fara að vinna. Var manna fegnust þegar ég var örugg í bílnum mínum stuttu seinna.
Atli Haukur ætlar (ef tími leyfir) að vera með strandar þema í veislunni. Hann stakk reyndar upp á bóndaþema og vildi endilega fá lánaða heybagga hjá Lars og eitt stykki belju, en óþverrin hún mamma hans sagði blátt NEI við því. Við komum okkur því saman um að hafa strandar þema. Kannski meira mín hugmynd, þægilegt og ekkert of mikið að hugsa. Svo er líka Fjöruborðsþema í þess öllu saman, svo skeljar og kuðungar fara vel með.

Tengdamamma mín kemur á morgunn... og Linda og Soffa. Ég er að deyja úr tilhlökkun. Ekki séð hana Láru (tengdó) síðan í nóvember og það er ógó langur tími. Svo er bara að bíða eftir að pabbi láti sjá sig, og mamma og Bogga systir og Jóa sistir. Sakna þeirra svo Crying

Ég og Eiki erum búin að hanga yfir youtube í allt kvöld og ég læt hér fylgja með eitt dásamlegt myndband... Hvap finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ææææ....þetta er alltaf svo touching lag...smile..og svo fær maður bara tár í augun.. Ég spyr eins og bjáni, en er þetta ekki Bee Gees?????

Gangi þér vel um helgina mín kæra. Allt á fullu hjá okkur. Aðaldæmið á morgun, koma upp borðum, leggja á borð, skreyta os.frv.  Ef ég hefði haft humar hefði ég sjálfsagt þurft ein 50-70 kíló!!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.5.2008 kl. 08:32

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Greinilega allt í góðum gír hjá ykkur. Meira að segja virðist veðrið ætla að vera gott Verður kósy veisla svona úti í garði í fallega sveitaumhverfinu ykkar.

Áttu eftir að baka mikið?

Hér erum við með Byfest í fjóra daga og bærinn fullur af fólki. Ekki gott að vera merkilegum innkaupaleiðöngrum þegar þannig er finnst mér. Gefst bara upp

Bið að heilsa múttu þinni, ég var bara strumpur þegar ég sá hana síðast, svo bið ég að heilsa Jóu (þó hún muni ekki eftir mér) því hún var nefnilega strumpur þegar ég sá hana síðast 

Já, svo vil ég segja takk fyrir enn eitt gott tónlistarmyndband

Að lokum ( þetta er orðiðs svo langt ) þá óska ég ykkur góðs gengis í undirbúningnum.  

Guðrún Þorleifs, 2.5.2008 kl. 10:46

3 identicon

 Langar út til Danmerkur líka eins og allir hinir...humar, ferming, sól og DANMÖRK í öllu sínu veldi, god hvað ég sakna þess. En ég er bara þannig gerð að mér líður yfirleitt mun betur í Danmörku heldur en á Íslandinu....furðulegur andskoti að ég hafi þá flutt hugsa margir, ja svona er það þegar ástin grípur unglinginn þá gerir maður svo ótal margt fyrir ástina...

Flyt aftur 2015 ekki spurning... he he nema ég nái mínum manni fyrr út

Hilsen og gangi þér/ykkur vel með fermingarundirbúningogveisluna allt saman ...

Harpa (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:18

4 identicon

Var að lesa fyrri færsluna þína og verð nú bara að segja að þú ert yndisleg, segir hluti sem enginn þorir að segja.  Ég kannast alveg við þessar pælingar.

Gangi ykkur rosalega vel á morgun og til hamingju með litla fermingarstrákinn ykkar. 

Elísabet (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:40

5 identicon

Ja, nú styttist óðum í stóru stundina. Við sjáum á veðurspánni, að veðrið á ekki að spilla fyrir á morgun.  Tjaldið komið upp , borð og stólar.komið á sinn stað.  Svo er humarinn fundinn og hvað er þá að vanbúnaði nema njóta góðs af öllu saman. Við verðum svo sannarlega með ykkur í huganum og sendum kærar kveðjur og knús til allra. Stærsta  knúsið fær auðvitað Atli Haukur sem er alveg rosalega sætur og myndarlegur með nýju klippinguna sína.  Eigið góðan dag

Ragna (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 14:53

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kæra Hulla, ekkert smá frábært veður sem er komið og verður með ykkur á morgunn! Megi morgunndagurinn gefa ykkur öllum ljúfar minningar Góðar óskir til Atla Hauks frá okkur múttu.

Knús og kærar kveðjur

Guðrún Þorleifs, 3.5.2008 kl. 16:32

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  Gangi ykkur sem allra best á morgun. Til hamingju fyrirfram med strákinn held ad vedrid klikki nú ekki..en krossa fingur og tær til øryggis

María Guðmundsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:23

8 identicon

Oh ég vildi óska þess að ég væri þarna! Vona að þið eigið yndislegan dag saman, Ég heyri í ykkur í kvöld.

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:49

9 identicon

elsku hulla og eiki til hamingju með strákinn kossar og knús frá okkur á stk

íris og co (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:22

10 identicon

Guð hvað ég er fegin að þú fékkst ódýran humar. Var farið að líða mikið illa vitandi af þér í aukavinnunni á grænsunni hehe

kveðja frá ÁLó

Rakel (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:17

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hæ hæ Hulla. Ég er með eina kattarsjúka í heimsókn. Spurning hvort þú gætir komið út kettling

Guðrún Þorleifs, 5.5.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband