Alveg að koma mánaðarmót.

Matjurtargarðurinn okkar stendur sig betur en við höfðum nokkur tíma þorað að vona.
Þrátt fyrir mánaðar þurrk, svo mánaðar storm (næstum) og plús 3ja mánaðar ekki nógu góðrar umhirðu lítur garðurinn hinsvegar ljómandi vel út.
Garðyrkja

Fyrir utan rifsberin Frown
Þau eru glær!

 

Strákarnir og Eiki að vera duglegir.

 

 


Maís

 

Atli við maísinn okkar.

Í fyrra var maísinn okkar á stærð við vísiputta, en núna... Smile

 

 

 


Þessi dagur endaði svo með vatnsslag milli feðgana.

Atli

 

 

 

Atli lítur reyndar frekar út fyrir að vera að taka þátt í blautbolakeppni...

 

 

 

Vatnsslagur

 

Eiki ekkert betri en strákarnir LoL

 

 

 

 

 


Í gærkvöldi þegar strákarnir áttu að vera löngu sofnaðir, en voru en ekki byrjaðir að blunda, allt sumarfríinu að kenna, steig ég næstum því á þennan útí dimmum garðinum okkar.

Broddi

 

 

 

Bara krúttlegur hnoðri.

 

 

 

 Júlli og Broddi

 

 

Obbobbob.

Þarna inni geymir Hr. Broddi sig.

Ekki gott að stíga á þennan.

 

 

Í gær fékkég ógeð á að þvo hreinan þvott.
Sagði sonum mínum yndislegum að ég væri hætt að þvo af þeim.
Ég þvæ og þvæ... Hengi upp og tek niður. Brýt saman og raða í stafla eftir drengjum og sortera allt. Buxur neðst, svo peysur og svo bolir. Nærföt og sokkar efst.
Svo koma þessir gullmolar (sem ég er stundum voðalega fúl útí) niður með óhreina þvottinn sinn og þar er kannski helmingurinn af því sem ég er búin að leggja vinnu og tíma í að sortera og brjóta saman fyrir þessa gutta mína og í gær stíflaðist ég einfaldlega.
Júlli átti fyrsta daginn í kennslu. Hann lá bara svo asskoti vel við höggi drengurinn. Kom niður með fangið fullt af hreinum þvotti. Sumt ennþá brotið saman.
Jæja strákklumpur, sagði ég. Í dag átt þú að byrja að þvo allan þinn þvott sjálfur.
Júlli: Já en ég er bara 12 ára.
Ég: Já ég veit. Það er meiri að segja kannski mér að kenna and I dont give a flying fock. Auðvitað sagði ég þetta ekki við litla snúðinn minn. Á það bara til að ýkja smá. Blush
Júlli setti inn í 2 eða 3 vélar í gær. Hengdi einn út og tók allt niður.
Þetta gerði afkvæmi 4 með ósvikið bros á vör og fullur áhuga.
Hann lýsti yfir miklum áhuga á þvottakerfunum og spurði margar óþægilegra spurninga.
Eins og t.d " til hvers er þessi stilling" og benti á håndvaks.
"Til að þvo það sem á annars að þvo í höndunum"  sagði ég.
"Afhverju þværðu það þá ekki höndunum"???  "Hvaða bull er þetta mamma"
Nákvæmlega.
"Æ Júlli, Mojn. farðu upp að leika eða út eða eitthvað" Ótrúlega erfið þessi afkvæmi manns InLove

Atli átti þvottadag í dag. Ekki jafn áhugasamur og bróðir sinn, en var alveg að nenna þessu samt. Spurði samt strax hvað hann fengi í laun. Var ekki eins sáttur við "glaða mömmu" og ég hafði vonað.

Eru síðustu 5 daga búin að vera að skipuleggja skógarhögg í garðinum mínum.
Það er ömurlegt að eftir klukkan 13 á daginn skuli hvergi vera 2 fermetrar án skugga í 7000 fermetra garðinum mínum nema bakvið hlöðu og þar er ekki beint huggulegt að vera.
Ef ég ætla að fá sól á D-vítamín vannærða kroppinn minn þarf ég að vera á flakki með sólbekkinn minn útum allan garð. Endaði í fyrradag niður í matjurtagarði og þar hafði ég ekki undan að slá niður geitunga.
Nú er ég búin að finna allavega 10 tré sem verða að hverfa vegna sólardýrkunar minnar.
Eða að ég færi matjurtargarðinn og setji sólbaðsaðstöðu þar sem hann er núna.
Þá fengi ég þetta útsýni í marga tíma.

Útsýni

 

 

Þetta útsýni er fallegast af öllu (allavega mörgu)

Stundum eru akrarnir heiðgulir af rapsblómum. Það er svooo fallegt.

 

 

 

Verið góð við hvort annað og Kissing á ykkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Snilldarfærsla, ég skellihló að henni...

Ragnheiður , 30.7.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðbjörg Oddsdóttir

Snilld, þetta með drengina og þvottinn.  Held ég taki mín stóru í þvottakennslu um leið og þau koma heim.  Ég held að dóttirin skipti um föt a.m.k. þrisvar á dag og hendi þeim sem hún fer úr alltaf á gólfið og svo í .......þvottakörfuna

kveðja

Guðbjörg O.

Guðbjörg Oddsdóttir, 30.7.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært að láta þá þvo.  Einhverjar konur munu gleðjast í framtíðinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Uppeldið í lagi

Vantar sög?

Knús og kveðjur frá Ísl.

Guðrún Þorleifs, 30.7.2008 kl. 18:06

5 Smámynd: Gísli Torfi

Þvotturinn skapar meistarann....

Ég á það til að brjóta saman sirka 800 handklæði á Næturvöktunum mínum... það getur orðið annsi þreytandi.... 

Gísli Torfi, 30.7.2008 kl. 22:03

6 identicon

Alveg sé ég fyrir mér himneskan sakleysissvipinn á honum Júlla mínum þegar hann sagðist nú bara vera 12 ára.  Það er svo gaman að lesa bloggið þitt Hulla mín og mér finnst ég bara vera komin til ykkar því lýsingarnar eru svo lifandi. Stórt knús á línuna.

Ragna (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

god hugmynd, setja lidid allt i thvottinn. tek svo undir med ther..alveg buin ad fa sturlung af thessu stundum...fruss..nu verdur ekkert gefid eftir her a bæ 

já fallegt útsýnid sem thú hefur 

eigdu gódan dag,knus og krammar hédan

María Guðmundsdóttir, 31.7.2008 kl. 04:46

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

já gott hjá tér ad láta tá í tvottninn sjálfa........

Flottar myndir.

knús á tig inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 31.7.2008 kl. 05:32

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Yndislegar myndir.

Ég er ekki nógu dugleg við að láta ungviðið hugsa um þvottinn eða gera það sýnilegt þeim, að hann þvoi sig ekki sjálfur....

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.7.2008 kl. 20:28

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æðisleg færsla

Heiða Þórðar, 31.7.2008 kl. 21:31

11 Smámynd: Linda litla

Skemmtilega fyndin færsla en samt ekki, ég skil þig svoooo vel þetta með þvottinn. Ég fæ samanbrotinn þvott í óhreinatauskörfuna og það er alveg óþolandi, en ég treysti ekki mínum 8 ára gutta fyrir þvottavélinni þannig að ég verð bara að halda áfram að nöldra. Og mikið ofsalega fer líka í taugarnar á mér þegar það eru samanbrotin föt á gólfinu inni hjá honum

Hvað er þetta eiginlega með drengina okkar.... ??

Linda litla, 1.8.2008 kl. 01:31

12 identicon

Knús til þín elsku Hulla, vá þvottavélin hjá mér er búin að ganga stanslaust í heila viku, það voru ofurþryfnir gestir í heimsókn sem fóru í sturtu og paottinn tvisvar á dag og notuðu að meðaltali sex handklæði sem öll lentu í óhreynatauinu semsagt 42.handklæði á einni viku og þar sem ég á ekki 42.handklæði þá þurfti aumingja þvottavélin að spíta í lófana og sína sínja sterkustu hlið, gestirnir voru hins vegar ekki eins duglegir að ganga frá eftir sig í eldhúsinu eins og þeir voru þrifalegir með sjálfansig, en þetta var nú bara gaman og næst fá þau úthlutað eitt handklæði á mann og geta sett það út á snúrur eftir notkun, ég er búin að kaupa lás á handklæðaskápin!

Anna (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 07:50

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

 Alltaf svooo gaman að lesa bloggið þitt.  Þetta er bara snilld með strákana þína, því fyrr því betra.  Ég ætla að muna eftir að gera þetta með þessum tveim yngri, gleymdi þessu atriði með hin tvö eldri, stupid me.

Matjurtagarðurinn og útsýnið er æði.

Knús og kram

Elísabet Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband