Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Pirringur.

Ég er búin að vera að spá smá.
Kannski því ég er búin að vera í fríi í 3 vikur og ekkert haft betra að gera, en að pæla endalaust.
Búin að spá pínu í því hvað málið okkar breytist hratt. Ótrúlega hratt í rauninni.
Sko t.d. í gamla daga...
Vangefinn maður var fáviti. Nokkrum árum síðar (eða áratugum) var hann orðinn eymingi.
Seinna varð hann (ekki alltaf sami maðurinn)  einfeldingur svo kjáni síðar, ekki eins og fólk er flest og núna er hann orðinn einstakur eða sérstakur. Hvað er þetta????

Sagt fyrir 90 árum:
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var fáviti.

Sagt fyrir 60 árum.
Gunnar hét maður nokkur frá Kálfaströnd. Hann var eymingi mikill.

Sagt fyrir 20 árum.
Þessi Gunni er nú ekki eins og fólk er flest... sko. Algjör kjáni.

Sagt í dag.
Guð hann Gunni, hann er ekkert smá einstakur.

Og fólk má vera einstakt og sérstakt og sjarmerandi. Mér persónulega finnst það bara ekkert endilega þurfa að vera vangefið eða öðruvísi veikt til þess.
(nú fæ ég sennilega skammir og fæ að heyra það að vangefnir séu ekkert endilega veikir)
Mér finnst t.d börnin mín öll vera einstök og sérstök. Samt eru þau öll fædd heilbrigð. Ég er ekkert viss um að mér þætti þau meira einstök eða sérstök þó þau væru veik eða vangefin.
Með fullri virðingu fyrir öllum sem eiga fötluð börn eða aðra ættingja.

Og einstæðar mæður í dag.
Þær eru sko ekkert einstæðar. Þær eru sjálfstæðar!
Einstæðir feður eru áfram einstæðir en ekkert sjálfstæðir, en mæðurnar eru voða sjálfstæðar.
Ég efast reyndar ekkert um að einstæðar mæður séu í flestum tilfellum mjög sjálfstæðar. Var sjálf einstæð eini sinni endur fyrir löngu. Málið er bara að ég var ekkert sjálfstæðari þá en ég er í dag.
Þetta ruglar mann pínu sjáðu til.

Og bara á áratugi eða kannski smá meira, þá er búið að rugla svo með útlendinga heima að maður þorir varla að vera innan um þá af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust.
Fyrst var útlendingunum breytt í túrista... Nei smá djókur. Þeim var breytt í nýbúa. Ok frábært, nema það virtist bara passa á sumar tegundir útlendinga. T.d fólk sem er líkist okkur næpunum ekkert. Fólk frá Asíulöndunum og Afríku. S.s gult og dökkt fólk. Hinir voru áfram bara pólverjar og Svíar og kanar o.s.frv.
Nú má ekki tala um annað en -fólk af erlendum uppruna-.
Og ég má ekki segja negri um fallegt svart fólk, þá bilast Þóra og kallar mig rasista!

Afhverju er þetta svona???
Ætli þetta sé svona annarstaðar í heiminum?
Ég hef ekki orðið vör við þetta hérna, en þekki ekkert hafsjó af dönum svo sem.

Já og eitt annað.
Í dag er ekki til aumingjaskapur!!!
Allir sem nenna ekki að vinna, eða lifa á ríkinu eru annað hvort ofvirkt fólk, eða fólk með athyglisbresti. Þunglyndis sjúklingar. Nú eða fólk sem er bara svo ó-stapílt!!!
Ég er ekkert að grínast. Það var ein sem sagði mér það um daginn að hún gæti ekkert unnið og yrði að þiggja aðstoð frá því opinbera því að hún væri svo ó-stapíl!!! Hvaða hugsunarháttur er þetta???

Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir að það er til fólk sem þarf á fjárhags aðstoð að halda. Þekki sjálf fólk sem hefur verið í þannig aðstöðu, en það hefur nær undantekningarlaust verið fólk sem hefur viljað vinna en ekki haft tök á því tímabundið vegna t.d sjúkdóma.
Ekki fólk sem finnst það bara hafa annað við tímann að gera. Og já. Ég þekki þannig fólk í dag.

Æ ég veit að ég er ógeðslega úldin og fúl og ekki fengið nikótín í x langan tíma. W00t
Hafið það samt sem best.
Kveðja Hulla reyklausa (eina ferðina enn) Devil 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband