Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Lykt.

Fyndið hvað lykt getur minnt mann á allt mögulegt.

Í gær þegar ég var að fara heim úr vinnu mætti ég lækni. Hann var reykjandi pípu og lyktin
minnti mig svoooo á hann afa minn.
Fyndið því að afa minn reykti ekki.

.......................................................................

Ég fæ dásamlega heimsókn í dag InLove
Hlakka endalaust mikið til að koma heim úr vinnu í dag.

Góðan dag á ykkur.


Hellú


Elliheimilisrokk.

Stundum efast ég um að það sé hollt að vinna í biðsal dauðans.
Horfði á lík í morgunn og leið jafn undarlega og alltaf þegar ég sé líflausa (gamla, ótengda) manneskju.
Ég finn yfirleitt bara fyrir létti fyrir hönd þess sem dáin er, engin sorg. (gæti aldrei unnið á sjúkrahúsi)
Ég velti stundum fyrir mér hvort ég sé klikk eða hvort samstarfskellurnar mínar séu að feika.
Ég finn fyrir rosalegum hjartslátt og fyllist rosalegri virðingu fyrir þeim dána. Er mjög erfitt að útskýra það eitthvað, enda allar líkur á að ég sé yfirnáttúrulega skrítin.
Ég finn ofboðslega til með aðstandendum - í flestum tilfellum - En annars fyllist ég bara þakklæti yfir að viðkomandi sé búin að fá frið.

Man eftir einni konu hérna úti sem ég syrgði af öllu hjarta.
Það var ofsalega ern og dásamleg kona. Var ekki dement, heyrði vel, sá ágætlega og það eina sem hrjáði þessa 98 ára gömlu konu var lærbeinsbrot.
Hún hafði sett sér markmið að halda stóra veislu þegar hún yrði 100.
Elsku kellingin fékk svo lungnabólgu og dó rétt fyrir 99 ára afmælisdaginn sinn Crying Og hún var ekki tilbúin að fara. Þá grét ég.

Man líka eftir manni heima sem hafði verið utangarðs. Hann var einstæðingur og átti enga að nema okkur starfsmenn elliheimilisins.
Við vorum þau sem stóðum honum næst.
Og hann fékk ekki einu sinni minningargrein! Svei okkur!
Hann var á 5 manna stofu þegar hann veiktist.
Hann var fluttur inn á bað svo hann fengi ró.
Við sem vorum á næturvakt vorum til skiptis hjá honum mest alla nóttina svo að hann yrði ekki ein þegar hann svæfi inn.
Rétt á meðan við sinntum þeim störfum sem við urðum að vera tvær við, dó hann.
Hann dó einn.
Hann lifði einn, og dó einn inn á baðherbergi á elliheimili út á landi.
Það finnst mér hræðilega sorglegt.

Síðan þá hefur mér fundist það eðlilegasta mál í heimi að þegar fólk liggur deyjandi, þá sé fengin föst vakt handa því ef aðstandendur hafa ekki tök eða lyst til að vera hjá sínum nánustu.
Stundum tekur dauðastríðið líka langan tíma og fólk á ekki auðvelt með að setja líf sitt á pausu. Eðlilega.

Stundum verð ég líka brjálæðislega reið inn í mér ef mér finnst aðstandendur ekki sinna deyjandi... t.d foreldrum sínum nógu vel.
Við erum að tala um jafnvel mæður sem hafa gefið börnum sínum líf, gengið með þau, fætt þau, klætt þau og komið þeim til manns. Feðurnir að sjálfsögðu lagt sitt af mörkum. Mér finnst ekkert mikið til ætlast þó að börnin sitji hjá deyjandi foreldrum sínum og fæ ekki einu sinni samviskubit að blóta fólki oggusmá ef það á ekki til nokkrar mínútur í lífi sínu fyrir deyjandi foreldra.
Sem betur fer verð ég ekki oft vör við þannig, en of oft samt.

Lag og texti: Bubbi Morthens

Á sunnudögum dætur og synir
frænkur og frændur
fara á elliheimilin.
Kyssandi og kjassandi
naga þar gömul bein.

Leitandi, spyrjandi
um víxlana, afsölin
ríkisskuldaverðbréfin
hvort það sé ekki ætlað þeim.
Í gegnum móðu dauðans.

skynja þau samt afkvæmin
aldrei áður hafa talað svo hlýlega
syngjandi, blíðlega í traustum tón.

Barnabörnum er mútað
með brjóstsykri og bíóferðum
meðan fjölskyldan tætir og rífur
upp hirslur og skápa
áður en haldið er heim.

Á sömu stofnun, í grafarstað
flögra frænkurnar og frændurnir
líkt og hræfuglar, líkt og hræfuglar
líkt og hræfuglar stað úr stað.


Vona að liggi betur á mér á morgunn.

Heilsa á ykkur öll... Hulla, dálítið reiða.

Eiki minn :)

Eiki minn er kominn heim... alltaf búinn snemma á föstudögum. InLove

Þegar ég kom út úr sturtunni rétt áðan sat þessi snáði minn á brókinni (eitthvað sem allir strákarnir mínir gera þegar þeir koma heim úr vinnu eða skóla) (Brókalallar) inn í stofu, ný búinn að borða í sófanum mínum og með eitt allsherjar bros á andlitinu.
Hann var að horfa á útsendingu í sjónvarpinu um konur sem hafa tekið þá ákvörðun að verða manni sínum undirgefnar í einu og öllu. Þetta á nú hug hans allan. Smile
Þetta er eitthvað sem honum langar gjarnan að við prófum hérna á heimilinu.
Honum finnst brilljant að konan sé bara heima og haldi heimili og börnum í góðu lagi.
Honum fannst kannski aðeins of langt gengið þegar einn karlinn fékk að ráða klippingu konunnar, en annars finnst honum þetta brill.

Hann: Já en Hulla, þær eru sáttar við þetta. Þeim finnst þetta bara virka súper vel.
Ég: Það er líka til fólk sem vill endilega láta fjarlægja heilbrigða líkamsparta. Mér finnst bæði afar sjúkt.

Eiki minn ræðir þetta ekki meira.
Ég á að vinna alla helgina og hann verður heima með strákana og heimilið og undirbýr strákana og skólatöskurnar undir fyrsta skóladaginn. Og hann gerir það vel.
Svo verður hann sennilega búinn að kveikja á fullt af kertum og hella rauðvíni í glas handa þreyttri konunni sinni í kvöld þegar hún kemur heim slefandi af þreytu.

Ég á góðan mann sem ég elska út af lífinu. 
Og hann er karlmaður og má fá undarlegar hugmyndir við og við.


Matarboð.

Okkur var boðið í mat i gærkvöldi.
Öllum 5.
Heimatilbúin pitsa á boðstólnum, jammí góð, og svo sátum við og spjölluðum til klukkan 21.

Ekkert voðalega íslenskt, en þar sem Eiki átti að mæta í skólan í dag og strákarnir í SFO, ákváðum við að fara frekar snemma heim. Auk þess sem Eika mínum fannst ekkert hrikalega gaman.
Strákarnir vildu fá að gista, en frú Frekja móðir þeirra tók það ekki í mál og notaði þá afsökun að þeir ættu að fara í SFO daginn eftir.
Þá vildi drengurinn sem býr á heimilinu fá að koma heim og gista þar.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann og strákarnir mínir hittast. Þessi strákur er 13 ára og ekki sá félagsskapur sem ég endilega mundi velja fyrir strákana mína. En samt sem áður ákvað ég að gefa þessu sjéns.
Þegar við komum heim fengu strákarnir leyfi til að horfa á eina mynd fyrir svefninn.
Gesta strákurinn kom niður ca 80 x á meðan myndin var í gangi og betlaði þessi lifandi ósköp.
Hann var svangur... Ekkert í boði svona seint á kvöldin hjá okkur nema ávextir.
Hann var þyrstur...  Ekkert í boði hjá okkur nema vatn... Nei ekki kók.
Hann vildi ofsalega nammi... Nei ekki í boði
Jói kom nokkru sinnum niður volandi yfir þessum strák. Hann talaði dónalega, slóg og sparkaði.
Ég var farin að dauðsjá eftir að hafa tekið í mál að leyfa honum að gista.
Þegar klukkan var eitthvað yfir 22 var ég alveg hörð á að þeir ættu að fara að sofa ekki seinna en núna.
Þá fór þessi blessaði drengur að finna vondar lyktir út um allt.
Hann vildi bara heim og tók það skýrt og greinilega fram að hann væri ekki með heimþrá.
Ég hafði skrifað mömmu hans sms hálftíma áður og sagt henni að allt gengi vel og skrifaði henni nú annað og bað hana að sækja stráksa.
Á meðan við biðum eftir að hún kæmi fór hann og Júlli að skylmast með risastórum sogrörum.
Júlli vann fyrstu lotuna og við það tækifæri lét stráksi rigna yfir Júlla skít og skömmum. Sumt af því sem hann sagði er bara of ljótt, þó það sé á dönsku að ég birti það ekki á prent.
Og ég bilaðist. Það er ekki oft sem ég hækka röddina og hvað þá við ókunnuga. En ég lét þennan strákling heldur betur heyra það. Svona væri ekki talað heima hjá okkur og þeir sem ekki gætu farið eftir því væru ekki velkomnir. Og ég meinti hvert einasta orð.
Hann horfði á mig í smá stund og ég hélt að hann væri kannski hræddur við mig. Ég sá nefnilega að Júlíus skrapp saman og ég var sjálf með bullandi hjartslátt og dauðhrædd við sjálfa mig.
Ég er ekkert vön, frekar en Júlli, að heyra mig tala svona hátt og ákveðið.
En þegar stráksi var búinn að velta mér svolítið fyrir sér, og reyna einu sinni að koma með þá útskýringu að hann hefði ekki sagt neitt, brosti hann smá og fór að tala um að næst þegar hann mundi gista þá... Þarna eyðilagði ég allt fyrir honum og sagði að við skyldum nú bara sjá til og ég væri ekki tilbúin í eitthvað svona bull á næstunni.
Mikið var ég fegin þegar bíllinn keyrði í burtu með stráksa innanborðs.
Strákarnir virðast ekkert vera æstir í félagsskap hans og ég er hálffegin. Þeir eru búnir að vera svolítið einangraðir hérna og ég er ekkert viss um að þetta sé æskilegur félagsskapur.

Svo er eitt sem ég er búin að velta dálítið fyrir mér.
Ég er að vinna með íslenskri konu (stelpusnót) og um daginn varð henni á að kveðja mig á íslensku og sagði eitthvað við mig í leiðinni. Einhverja eina setningu, og ég get lofað ykkur því að dönsku kjellurnar urðu ekki glaðar.
Þær lögðu nefnilega saman 2 og 2 og fengu út 19, og urðu vissar um að við hlytum að hafa sagt eitthvað voðalega slæmt um þær.
Hvar er sjálfsálitið hjá fólki. Og hvaða álit hafa þær eiginlega á okkur???
Hefði því liðið eitthvað betur ef hún hefði hvísla að mér. Danskar konur gera mikið af því.
Eða ef hún hefði sagt mér að hún yrði að tala við mig undir 4. Grrrrr
Stundum er ég bara að gefast upp á að vinna með eintómum kellingum.
Þær eitra svo útfrá sér að það er skelfilegt.
Og það er ein staða sem ég mundi aldrei í lífinu sækja um. Og það er að vera yfirmaður á kellingavinnustað! Ábyggilega það ömurlegasta starf sem hugsast getur.

Hagið ykkur vel í dag, meðan ég þjöstna mér áfram í veldi kellinga.
Heart


Í fyrsta sinn í rúm 4 ár

fékk ég lyst til að skreppa ein út í gærkvöldi. Ok hljómar ekki vel. Reynum aftur.
Í gærkvöldi fékk ég (í fyrsta sinn) í rúm fjögur ár virkilega löngunn til að skreppa ein út.
Bara setjast niður hjá einhverri kjellu og blaðra fram á kvöld.
Ég hugsaði þetta í smá tíma (ca hálfan) og ákvað svo að þeir sem mig virkilega langaði að spjalla við búa það langt í burtu að ég var ekki að nenna að aka þangað.
Samt er Sønderborg bara 13 km hér frá og Åbenrå 15.
Þóra og Stína búa svo í klukkutíma fjarlægð og klukkan var orðin hálf átta, þannig að það kom ekki til greina.
Ég hugsaði og hugsaði og komst að því að ég er frekar einangruð hérna Woundering 
Það er reyndar fullt af fólki búið að segja mér það en ég upplifði það fyrst virkilega í gærkvöldi.
Það endaði með að ég ákvað að fara niður í vinnu og betla einn kaffibolla og var búin að ákveða að ég gæti þá hjálpað til við að leggja í rúmið í staðinn.
Hversu langt hef ég eiginlega verið leidd í gær???
Ég skrifaði einni sem ég þekki, ekki vel, sms og spurði hvort hún væri að vinna.
Ég fékk auðvitað ekkert svar því að Fatma (sú sem ég þekki ekki vel) veit vel að hún má ekki vera með gemsan í vinnunni og hún er greinilega að fara eftir reglunum.
Ég ákvað nú samt að renna niðrí vinnu og kíkja þá bara á gamlingjana mína ef engin skemmtilegur væri vinnandi.
Ég rauk sem lá leið inn i herbergi, reif mig úr náttfötunum, sem ég var búin að vera í allan daginn vegna næturvaktarinnar nóttina áður. Úr nátturunum og í gallabuxur og bol og út.
Á leiðinni í vinnuna fékk ég sms frá einni sem ég vinn með og býr líka hérna í sveitinni. Hún bauð mér í kaffi þessi elska og því fór ég bara sem leið lá beint til hennar.
Það er eiginlega saga að segja frá henni en þar sem ég er engin sagnaþulur er ég ekkert að því. 
Í stuttu máli þá þekki ég manninn hannar lítillega en var að vinna með fyrrverandi konuna hans, sem ég þekki mun betur. 
Þau komu t.d bæði í brúðkaupið okkar í fyrra.
Allavega náði þessi maður sér í nýja konu. Og konan tók við heimili og vinnu fyrrverandi konunnar. Og það er þessi núverandi kona sem ég heimsótti í gærkvöldi.
Asskoti flókið...
Það var bara fínt að setjast aðeins niður með "blá"ókunnugri konu og blaðra um allt milli himins og jarðar.
Þar sem ég drattaðist ekki heim fyrr en um 23 á ég von á því að þessi nýja kaffivinkona mín hafi verið frekar þreytt í vinnunni sinni í morgunn.

Ég er að búa til ógó gott marmelaði.
Uppskrift sem ég fékk hjá einni nýrri bloggvinkonu og eftir lyktinni að dæma þá lofar það góðu.

Annars er mest lítið að frétta héðan.
Ég hef ekki en nennt út í garð að vinna í blómabeðinu mínu, eða neitt annað.
Ég er ekki einu sinni búin að drullast til að mála hilluna sem mér var gefið fyrir ótrúlega löngu síðan.
Hugsa samt um það á hverjum degi.

Until næste gang. Hulla Haugur.



 


Kynlífskúrinn.

Þeir sem eru af einhverjum ástæðum ekki eins hrifnir af bjór og ég, hljóta að vera hrifnir af bólfimi í einhverju formi.
Allir vilja jú vera flottir og fitt. Hehehe

Það hefur verið vitað frá örófi alda að kynlíf er hin fínasta heilsubót. Fólk er að brenna umtalsverðum kaloríum og eru flestir sammála um að þetta sé einn skemmtilegasti æfingarmátinn samanborið við stigvél, tröppu eða hlaup. Það er komin út splunkuný könnun þar sem þetta æfingarform var kannað niður í kjölinn og reiknað út nákvæmlega hversu mörgum kaloríum við værum eiginlega að brenna miðað við hinar ýmsu athafnir. Hér eru niðurstöðurnar:
 
Að klæða hana/hann úr fötunum:
Með hennar/hans samþykki................ 12 kaloríur
Án hennar/hans samþykkis................ 187 kaloríur
 
Að opna brjóstahaldarann:
Með báðum höndum.................. 8 kaloríur
Með annarri hendi..................... 12 kaloríur
Með tönnunum........................ 85 kaloríur
 
Að setja á sig getnaðarvörn:
Með stinningu........................ 6 kaloríur
Án stinningar........................ 315 kaloríur
 
Undirbúningurinn!
Reynt að finna snípinn.............. 8 kaloríur
Reynt að finna G blettinn.......... 127 kaloríur
 
Stellingar:
Trúboðastellingin.....................12 kaloríur
69 liggjandi........................... 78 kaloríur
69 standandi......................... 112 kaloríur
Hundastellingin...................... 216 kaloríur
Hjólbörurnar......................... 326 kaloríur
Ítalska ljósakrónan................ 923 kaloríur
 
Fullnægingin:
Alvöru................................. 112 kaloríur
Að fake-a það........................ 345 kaloríur
 
Eftir fullnæginguna:
Liggja í rúminu og faðmast........ 18 kaloríur
Standa strax upp......................36 kaloríur
Útskýra af hverju þú stóðst strax upp..823 kaloríur
 
Að fá stinningu númer 2 / Ef þú ert:
20 - 29 ára........................... 36 kaloríur
30 - 39 ára........................... 80 kaloríur
40 - 49 ára........................... 124 kaloríur
50 - 59 ára........................... 972 kaloríur
60 - 69 ára........................... 2915 kaloríur
70 ára og eldri................... Enn verið að reikna kaloríurnar
 
Að klæða sig í á eftir:
Rólega................................ 32 kaloríur
Í flýti................................ 98 kaloríur
Með pabba hennar á hurðinni..... 1218 kaloríur
Með konuna þína á hurðinni.......3521 kaloríur 

Ef þið eruð í með það í huga að brenna nokkrum kaloríum getið þið reynt eitthvað af þessu.

Svo er ég hér með hætt að stela efni af annarra manna síðum.
Fannst þetta bara svo hrikalega, óstjórnlega fyndið og ég argaði hérna og átti bágt með að segja Eika mínum frá þessu, svo mikinn ekka var ég komin með. LoL


Bjórkúrinn :)

Því hefur verið fleygt að bjórneysla sé grennandi og hafa eftirfarandi röksemdir verið nefndar því til stuðnings:

Ø  Bjór inniheldur nánast eingöngu vatn.

Ø  Bjór inniheldur nokkuð magn áfengis, en það er bæði hreinsandi og þvagræsandi.  Það leiðir til tíðra klósettferða, en slíkar ferðir geta jafnast á við bestu heilsurækt, sé rétt að málum staðið (hnébeygjur og hröð hlaup sé þörfin virkilega sterk.

Ø  Bjórneysla fer títt fram á börum eða álíka stöðum þar sem ýmis hreyfing er stunduð.  Sem dæmi um það má nefna dans, að standa upp og sækja meiri bjór og eltingarleikur við álitlega einstaklinga.

Ø  Bjórneysla stuðlar að dýpri og lengri svefn og eins og alþjóð veit er ekki hægt að sofa og borða á sama tíma.  Það getur þó hent fólk, neyti það of mikils bjórs, að það viti ekki hvar það er niðurkomið eða hvernig það komst á téðan stað þegar vaknað er.  En slíkar uppákomur leiða gjarnan til öflugrar líkamsræktar, sé ástandið á þann veg að það þurfi að forða sér í snarhasti á hlaupum.

 


Dugnaðurinn að drepa mig.

Ég á ekki til orð yfir yfirgengilegum dugnaði mínum.

Haldið ekki að ég hafi á -bæðevei- einum og hálfum tíma náð að ryksuga alla neðri hæðina og stigann upp (gafst upp þar) og soðið í 7 krukkur rifsberjahlaup og soðið í 4 flöskur rifsberja safa. Wizard

Svo er ég þess utan búin að klappa kisunum mínum, setja í þvottavé og þurrkara, búa um OG skúra yfir þvottahúsið.

Hversu langt getur maður eiginlega gengið án þess að gera útaf við sig???

Sultugerð

Djöfulsins dugnaður LoL


Síðasti í sumarfríi.

Í gær ákváðum við að nota síðasta í sumarfríinu okkar til að fara í smá ökuferð.
Mig langaði voða mikið til Esbjerg, því þangað höfum við aldrei farið.
Tók með mér 2 bækur til að býta við Þóru, en ætlunin var að koma við hjá henni í bakaleiðinni.

Fyrst keyrðum við í gegnum Ribe. Það er bær útaf fyrir sig og að sögn strákana minna, sem eru mun betur að sér í danskri sögu en foreldrarnir, er þetta einn elsti bær Danaveldis. Allavega á Jótlandi.

Mynd001

 

 

Þessi er tekin á ferð út um gluggann á bílnum, á símann í Ribe.

Nennti ekki einu sinni út úr bílnum Wink

 

 

 

 

 

Mynd002

 

 

 

Þarna förum við pottþétt aftur Smile

 

 

 

 

 

 

Svo keyrðum við til Esbjerg og þangað langar mig ekkert voðalega aftur.

Mynd003

 

 

Þetta var eiginlega það eina sem var áhugavert í Esbjerg.

Rosa flott.

 

 

 

 

 


Mynd007

 

 

 

Frekar stórir.

 

 

 

 

 

 

Mynd016

 

 

Ég með gullklumpana mína.

 

 

 

 

 

 


Mynd023

 

 

Ógó sæt saman Smile

 

 

 

 

 

 

Eftir Esbjerg ferðina -sem var stutt- brunuðum við til Brørup til Þóru vinkonu. Strákarnir voru orðnir frekar spenntir að sjá kisurnar, en hún er með 3 ketti frá okkur.

Mynd028

 

 

Eiki og strákarnir tóku trylling í garðinum hennar Þóru, enda á hún fullt af flottu dóti sem Eika finnst gaman að leika með. T.d hekkklippur Smile 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd030

 

og strákarnir fengu að slá garðinn hennar og tína rifsber. Þannig að hér verður soðinn sulta seinni partinn.

 

 

 

 

 

 

 


Svo bauð Þóra okkur upp á pitsu og rauðvín (ekki strákunum reyndar, þeir fengu kók) og svo var brunað heim. Komin heim um 21.
Fínn dagur.

Eiki byrjaði í skólanum í morgunn og strákarnir fóru í sfo.
Ég á að vera að leggja mig því ég byrja á næturvakt í nótt og ég verð bara að segja að mig hlakkar þokkalega til að byrja að vinna aftur.
Held að svona 3ja vikna sumarfrí sé bara sniðugt því maður er orðin dauðleiður á að hanga heima og að byrja að vinna aftur er bara dásamlegt.
Strákarnir byrja svo í skólanum á mánudaginn næsta og þá verður lífið komið í fastar skorður aftur.

Ljúfar kveðjur héðan. Knús og kossar Heart frá Hullu Pullu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband