Færsluflokkur: Bloggar
25.3.2008 | 10:14
Enn snjór
Ég held reyndar að þessi snjór sé engum öðrum en Eika að kenna. Hann aulaðist nefnilega til að hengja þvott út á snúru í fyrradag, og það er bara einhvernvegin þannig með þessa fjölskyldu að um leið og einhver hengir út þvott, aðallega ef hann er hvítur, þá byrjar að rigna, eða snjóa eins og í þessu tilfelli.
Veit vel að hann Eiki minn hefur auðvitað ekkert vit á þessu með þvottinn. En það má aldrei hengja út þvott nema maður sé heima við og tilbúin að stökkva út að rífa allt tauið inn, ef byrjar að koma eitthvað blautt frá himninum. Annars finnst mér þetta vera pínu hreinsun. Það hefur þurft að hreinsa til þarna uppi svo sé pláss fyrir allt sólskinið sem á að dynja á okkur í sumar.
Nú ætla ég að stökkva út í múmbútsinu mínum, sem ég keypti í fyrra en hef ekkert geta notað fyrr en í morgunn, og rífa allan þvottinn inn og henda honum í þurrkara. Kem að vörmu...
...Mér til mikillar gleði var þvotturinn ekkert blautur að ráði. Aðallega kaldur og pínulítið rakur.
Svo er bara að taka tímann og sjá hvað það tekur sólina langan tíma að átta sig á að ég sé búinað þeysast inn með allan þvott.
Báðar snúllurnar mínar komu hér við í gær.
Dana og Hanne rétt litu í smá heimsókn, en Lena koma og borðaði með okkur og stoppaði í dágóðan tíma.
Mikið var gott að sjá þessa gullmola mína. Finnst líða alltof langt á milli þess sem ég sé þær.
Ég er líka búin að átta mig á að ég er orðin tilbúin til að verða amma. Verst að dætur mínar eru engan vegin tilbúnar að verða foreldrar.
Finnst líka dálítið eymdarlegt að ég eigi aldrei eftir að verða ólétt aftur. Finnst eins og ég hafi átt að eiga eitt barn í viðbót. Litla dökkhærða, krullótta dóttur.
En í smá sárabót á ég von á 5-9 kettlingum um ca miðjan apríl. Veit ekki hversu gleðilegt Eika finnst það, en mér finnst alltaf hrikalega gaman að litlum kettlingum... þar til ég verð að gefa þá.
Er samt að hugsa um að gefa henni frænku minni 2-4 í þakklæti fyrir eggin góðu... Skýri þá bara Guðrúnu og BT og vona að hún standist það ekki. Muhahahaha
Vona að þið fáið ógó góðan dag. Knús og kossar, Hulla
- - - - - - - - - - - -- - - - - - - - - - - - - - -- - -
Her ligger stedvig sne over det hele. Min ønske at den bliv væk klokken ti i går morgens gik ikke.
Jeg tro dog at den her sne er Eikis skyld. Han var nemlig lidt fjols i forgårs, og hægnede vores vasketøj ud til tør, det er nu bare sådan med vores familie, at med det same og vi hæge vores vasketøj ud, særlig hvis det er hvidt tøj, så begynder det at regne eller snee lige som den her gang.
Jeg ved godt at min kære Eiki har ikke forstand på sådan noget. Men vi må bare slet ikke hænge vasketøj ud, uden at være hjemme og parat til at springe ud og tage det hele ind hvis der kommer noget vådt fra himlene.
Ellers syns jeg det være lidt rensing. Tro de er ved at rense til der oppe så der er plads til alt det solskin som skal smides ned på vores i sommer.
Nu vil jeg spring ud i mine mumbuts, som jeg har købt sidste år, men ikke kunne bruge indtil nu, og tage alt vasketøjet ind og smid det i tørretumbler. Kommer om lidt...
... Til utrolig meget glæde, var vasketøjet ikke så vådt som jeg trode. Mest koldt og måske lille bitte vådt. Nu er bare at se hvor lang tid det tag for solen at opdage at vasketøjet er væk.
Begge mine kruseduller kom her forbi i går.
Dana og Hanne kom kun i et øjeblik, men Lena kom og spiste samen med vores og stoppede lidt længere.
Det var bare så godt og dejligt at se mine guldklumpe. Jeg syns det går altfor lang tid i mellem jeg ser dem.
Nu har jeg fundet ud af at jeg er parat til at blive bedstemor. Verst mine dattre ikke er parat til at blive forældre i nu.
Syns os det er lidt underligt jeg aldrig skal være gravid igen. Syns jeg skulle have et barn til. Lille pige med mørkt hår og krølle.
Men i sted for få jeg 5-9 killinger ca midt i april måned. Jeg ved ikke om Eiki mener det er glædeligt, men jeg syns altid det er så dejligt at få små killinger, indtil man skal give dem væk.
Tor dog jeg vil give min kusine 2-4 stykke som taknemlig gave i sted for de gode påskeæg... Jeg dåber dem bare Gudrun og BT og håber hun falder på det. Muhahahah
Håber I får en rigtig god dag. Knus og kram, Hulla
Bloggar | Breytt 12.8.2008 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2008 | 06:52
Íslensk páskaegg :)
Ég er búin að vera að vinna alla páskana. Átti svo að vera búin klukkan eitt í gær, en þar sem íbúarnir mínir eru ekki allir að kunna að haga sér vel þó að séu Páskar, fór ég ekki heim fyrr en klukkan þrjú.
Þegar heim kom biðu mín ótrúlega fallegar fréttir. Hún frænka mín sem ég hef ekki en hitt (en ætla mér að hitta fljótlega) hafði komið hérna við og fært litlu strumpunum mínum íslensk Páskaegg og eitt til
Málshátturinn í einu egginu var lýsandi... Ljúf er lítil gjöf...
Eiki talaði eitthvað um að hann þyrfti sennilega að breyta klæðaburði sínum (joggingbuxur og lopapeysa) þar sem þetta er í annað sinn á 3 vikum sem fólk kemur hingað óvænt
Fengum svo delisíus lambalæri að hætti Eika í kvöldmat.
Sem sagt góður dagur út í eitt.
Heyrði svo aðeins í Kollu vinkonu í gær, en þar sem strákarnir mínir fá alltaf hrikalega löngun í að slást akkúrat þegar ég tala í símann, ákvað ég að hringja í hana þegar þeir væru komnir í rúmið. Ég hafði líka ætlað mér að hringja í Boggu og Jóu systur mínar, en steinsofnaði í sófanum um níu leitið.
Vöknuðum svo kl sex í morgunn og Eiki fór strax í að slökkva á kertum
Þegar ég leit út um gluggann var allt hvítt. Bara eins og jólin væru að koma
Ég dreif mig út með símann minn (þar sem það er eina myndavélin á heimilinu í augnablikinu) og tók myndir af þessum einstaka atburði.
Hugsa að snjórinn verði horfinn um tíuleitið.
Eigið góðan dag, Hulla Pulla
---------------------------------------------------------------------------
Jeg har været på arbejde hele Påskeweekend. I går skulle jeg så har fri kl 1, men da nogle af min beboer ikke kan opføre sig ordenlig, selv om det er Påsker, kom jeg først hjem kl 3.
Når jeg kom hjem fik jeg utrolige smukke nyheder. Min kusine, som jeg ikke har mødt i nu (men vil gerne snart) havde kommet her forbi men islandske påskeæg, og en til, til mine små knækte.
Ind i hvert islandske påskeæg ligger en lille seddel med en gamledags sætning på... En sætningen var... Dejlig er en lille gave...
Eiki snakkede om at han måske skulle til at ændre sit tøjvalg (joggingbukser og islandsk uldetrøje)
da det er i anden gang på 3 uger som folk kommer her til uden vi ved noget om det.
Vi fik så utroligt dejligt lamkølle som aLa Eiki til aftensmad.
Kun god dag i går.
Min venind fra Island Kolla ringede til mig i går, men da mine drenge får bare de meste behov for at kom op og slås lige i mens jeg snakker i telefonen, sagde jeg til hende at jeg skulle ringe tilbege når drenge var i seng. Jeg skulle også ringe til mine to søstre Boggu og Jóu, men jeg fald til stensovn i min sofa da klokken var omkring ni...
Vi vågnede så op klokken sex i morgens, og Eiki skulle til at puste på vores stearinlys med det same.
Når jeg kiggede ud om vores vindue var det hele hvidt. Lige som julen var på vej
Jeg skyndte mig ud med min mobil (da den er den eneste kamera i øjeblikket) og tog billeder af min utrolige smukke have.
Tro nok sneen bliver væk om ti tiden.
Ha en god dag, Hulla Pulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 18:27
Gleðilega Páska
Þetta lag minnir mig bara á Þelamerkurskóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 18:16
Úlvar í Danmörku
Við fórum í bíltúr áðan, þar á meðal til Gråsten til að kaupa páskaegg á síðustu stundu, (ekki í fyrsta sinn) og fengum engin. Það verða ekki fyrstu páskarnir sem litlu snáðarnir mínir fá ekki páskaegg. En við keyptum fullt af nammi í staðinn, og svo er ég að hugsa um að bjóða þeim í bíó á föstudaginn.
Nú er ég kominn lang út fyrir efnið... Aftur að úlvunum... Já í þessum bíltúr fór ég að segja Eika að mér þætti nú frekar spennandi að það væru úlvar á sveimi hérna.
Eiki: Hefuru séð úlv?
Ég: Já, bara í dýragörðum samt.
Eiki: Og hvað??? Hvernig litu þeir út??
Ég: Uhhh eins og úlvar almennt. Loðnir...
Eiki: Ég meina það ekki. Finnst þér þeir líkir hundum...eða??? og hvaða hundum þá?
Þarna var ég farin að fatta að Eiki var enn eina ferðina búin að draga mig í leikinn Ég er klárari en þú Og búinn að úrskurða sjálfann sig sem sigurvegara.
Ég: Jú, þeir eru líkir hundum... (ætlaði sko ekki að láta hann hafa mig að fífli núna)
Eiki: (Alveg að verða pirraður...) Púddel þá eða, St bernhards???
Ég: Ehhh Eða Schefer. Bara stærri og meiri.
Eiki: Hversvegna viltu endilega hafa úlva í Danmörku?
Ég: Sagði ég einhvertíma að ég vildi endilega hafa þá??? Ég sagði bara að mér þætti það pínu spennandi.
Eiki: Þú vilt hafa þá!!! (byrjaður að brosa)
Ég: Ég vill það ekkert, finnst þetta samt pínu spennandi að við getum mögulega heyrt úlvavæl í sumar þegar við sitjum úti á nóttunni.
Já ég var sennilega ekki búin að segja ykkur frá því að á sumrin sitjum við stundum úti alla nóttina... Bara kósý með gítar og kerti og... ég er bara voðalega í því núna að æða úr einu í annað.
Eiki: Þú ert að hugsa um það núna að þig langar í einn og heldur að þú getir alið hann upp og knúsað hann...
Ég: Ertu eitthvað skrítinn (Skil ekki hvernig hann sér alltaf í gegnum mig, ég hef aldrei talað um að mig langi í úlv)
Eiki leit bara á mig og brosti út af eyrum... Svona ég vann svipur!!! Ég var ekki alveg til í að látta hann vinna. Hann vinnur alltaf! Það er óþolandi. Hann vinnur líka öll veðmál! Óþolandi.
Þá mundi ég eftir að frændi minn á Borgarfirði ól upp yrðlinga...
Ég: Það er samt vel hægt að ala upp úlvahvolp, eins og yrðlinga. Haha sigur í höfn fyrir mig.
Eiki: (Skellihlægjandi) Þú ert að hugsa um að keyra um sveitir Danmerkur, finna úlvahjörð og ræna hvolpi frá einni mömmunni... Ala hann upp eins og hund bara til að getað knúsað hann.
Þú ert ein af þessum sem átt það á hættu í dýragörðum að missa hendi því að þú ætlar að klappa KISA!!! Muhahahah
Ég: Ehhh daaaa neeee.
Og enn eina ferðina vann Eiki.
Eiki minn er alltaf að verða meiri og meiri bóndi.
Núna er hann að hugsa um að fá nokkrar rollur (til að éta að sjálfsögðu) bak við hlöðu.
Svo gladdi þessi hunangspúði mig í gær með að reyna allt hvað hann gat til að lokka mig til að segja já við býflugnabúi.
Ég ætti bara ekki annað eftir. Ét ekki einu sinni hunang. Fyrir utan að vera ofsalega illa við býflugur ásamt öðrum flugum, og ásamt skordýrum yfir höfuð.
Ég er búin að biðja um geit og ansa síðan við fluttum. Og hann fær engar býflugur fyrr en ég get séð geit og asna á lóðinni minni.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Der er sikker Ulver her i den nærmeste nærheden. Ved Øster Sotterup har de fundet spor efter ulve. Øster Sotterup er ikke mere end 10 km her fra. Det her syns jeg er rigtig spændende.
Vi tog en køretur i dag, vi ville til Gråsten og købe påskeæg (ikke i første gang som vi tag af sted alt for sent) og der var ingen påskeæg tilbage.
Der bliver da ikke de første påsker som mine lille drenge ikke få påskeæg. Men vi købte masse af bom og chokolade i sted for, og så har jeg tænkt mig at tage dem med til biograf på fredag.
Nu er jeg langt væk fra det som jeg skulle snakke om.... Igen til ulvene... Ja, på den køretur sagde jeg til Eiki at jeg syns det meget spændende at der skulle findes Ulver her.
Eiki: Har du set en ulv
Jeg: Ja, men dog kun i zoo.
Eiki: Og hvad??? Hvordan ser de ud??
Jeg: Uhh lige som ulve gøre normalt. Pelsed...
Eiki: Det var ikke det som jeg mente. Syns du de ligne hunde... Eller??? Og hvilken hunde så?
Nu var jeg begyndt at forstår at Eiki var en gang til i en lege som hedder jeg er mere kloge men dig Og han var også sikker på han skulle vinde den her gang lige som han plejer.
Jeg: Jo, de ligner hunde... ( han skulle sgu ikke den her gang have mig til et fjols)
Eiki: (Ved at bliv irriteret) Poodle så, eller St Bernhards???
Jeg: Ehhh eller Schæfer. Kun større og mere.
Eiki: Hvorfor vil du så gerne have ulve i Danmark?
Jeg: Har jeg nogen siden sagt at jeg gerne vil??? Jeg har kun sagt jeg syns det er lidt spændende.
Eiki: Du vil har dem!!! (smiler)
Jeg: Jeg vil ej... syns kun det er spændende at vi muligvis kan hør ulvehyl i sommer når vi sidde ude om natten.
Ja, jeg tro ikke jeg har sagt jer fra, at om sommeren sidder vi tit uden for hele natten... Kun kosy, med guitar og stearinlys.. Og jeg er en gange til begyndt at snakke om noget helt andet.
Eiki: Du er ved at tænke at nu vil du gerne have en og du tro virkelig at du kan opdraget ham og givet ham et knus når du har lyst til.
Jeg: Æhhh hvad du er underlig. (Forstår ikke hvordan han kan se lige i gennem mig, jeg har aldrig sagt jeg gerne vil have en ulv)
Eiki kiggede kun på mig og smilede helt til ørene... Sådan Jeg har vundet smil!!! Jeg var bare ikke parat til at give ham lov til at vinde. Han vinder altid. Det er bare ikke til at klare. Han vinder også alle vedmåle. Det er bare ikke til at holde ud. Så pludselig kom jeg i tænke om min fætter op på Island, han opdraget rævehvalpe...
Jeg: Man kan dog opdrage ulvehvalp, ligesom rævehvalpe... Hahaha Jeg tro jeg havde vundet.
Eiki: (Næsten død af grin) Du tænker nu om at køre Danmark frem og tilbage, finde ulvehjord og stjæle en hvalp fra en moren... Opdrage ham lige som hund kun til at få mulighed for at knuse ham.
Du er en af dem som risikerer at miste din hånd i zoo en fordi du skulle klappe en MISSEKAT!!! Muhahahha
Jeg: Ehhh daaa neeeehh
Og igen har Eiki vundet.
Min kære Eiki bliver altid mere og mere landmand.
Nu tænker ham på at få nogle får (til at spise, selfølge) og have dem i haven, bag stalden.
Så gjorde han mig rigtig glad, den hooingspude, i går når han gjorde hvad han kunne til at prøve at få mig til at give mit samtykke for BY(fabrik)
Det er bare ikke en mulighed for ham. Jeg spiser ikke engang honning. Desuden kan jeg ikke sige at jeg er helt vild med by-fluer, eller andre fluer eller insekter over hoved.
Nu har jeg i lang tid (siden vi flytte her til) sagt jeg gerne vil have ged og æsel. Og han får ingen by-fluer før jeg kan se ged og en æsel i i min have.
Mojn og Glædelige påske... Hull the Pull
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2008 | 21:41
Er þetta að gera sig á dönsku???
Þá hef ég fengið fyrstu fyrirspurnina um hvort ég geti ekki bloggað á dönsku svo að sumir geti fylgst með.
Það finnst mér voða falleg fyrirspurn og vildi á þessu tiltekna augnabliki bara getað verið betri í dönskunni til að geta bloggað fyndið... á dönsku.
Stundum dauðsé ég eftir að hafa ekki skellt mér á dönsku námskeið þegar við fluttum. Þó ekki væri nema að læra danska stafsetningu og setningargerð.
Ég er það slöpp í dönskunni að ég get ekki hjálpað Júlla og Atla Hauk öðruvísi en að hafa bullandi áhyggjur af að ég sé að kenna þeim einhverja vitleysu.
En þar sem ég er hugrökk með eindæmum ætla ég samt að reyna að yfirfæra bloggið mitt yfir á dönsku jafn óðum. Kannski vek ég svo mikla meðaumkun hjá einhverjum Dananum að hann ákveður að veita mér ókeypis ráðgjöf í danskri stafsetningu og setningargerð.
Ég á mann. Tiltölulegan nýjan mann meiri að segja. Eftir tæplega 12 ára sambúð, uppgötvaði hann, að hann vildi ekki deyja einn og bað mig að giftast sér. Veit ekki hvort að það sé neitt jákvætt fyrir mig að ég sé að nefna það eitthvað sérstaklega...
Allavega er hann töluvert yngri en ég og þar af leiðandi aðeins minni reynslu af þvottavélum. Fyrir utan að vera ekkert eins áhugasamur um þær og ég.
Um daginn þegar ég var að fara að fara að þvo strigaskó heimilisins og stíbba, fékk ég sko að heyra það frá honum að þetta væri bara stranglega bannað.
Hvort ég væri óð.
Hvort ég væri gjörsamlega GAGA
Hvort ég vissi ekki að þvottavélar væru ekki til þess að þvo skófatnað???
Það vissi hún ég ekki. Mundi hinsvegar ferskt eftir því að móðir mín GAGA þvoði alla okkar skó og stígvél í sinni þvottavél og við sistkynin erum 4.
Ég man líka vel eftir því hvernig ég hef í þau tuttugu og eina ár sem ég hef búið, þvegið TÍTT alla skó og stíbba án þess að minni vél hafi orðið meint af.
Ég ákvað samt af minni einskærri skynsemi að halda mínum munni lokuðum og bíða bara eftir að drengurinn drifi sig í vinnuna.
Þegar hann, hás eftir fyrirlesturinn, dreif sig af stað, þvoði ég alla skó sem ég fann og líka stígvél í þvottavélinni. Sumt af þessu setti ég svo í smá stund í þurrkarann,(en bara örstutt, elska nefnilega þurrkarann minn) aðallega til að undirstrika mitt, þó engin væri heima til að sjá hvað ég væri töff.
Nokkrum dögum seinna kom ég svo að ástkærri þvottavél okkar hjóna þar sem hún var kúguppgefinn og gat ekki með nokkru móti þeytivind (veit að á að skrifa þetta öðruvísi, veit bara ekki í augnablikinu hvernig) Ég notaði strax tækifærið og hringdi í mann minna drauma til að bögga hann, bara örlítið.
Ég byrjaði ofur varlega að útskýra fyrir þessari annars ágætu tegund mannfólks, að hann gæti ekki leyft sér að troða þannig í vélina að varla væri hægt að loka.
Teppi, svefnpoki og sængurföt utan af hjónarúminu væri bara of mikið. Svefnpokinn yrði ferlega þungur þegar hann væri blautur og svo framvegis.
Minn maður var nú ekki alveg á því. Sagði að það væri greinilega eitthvað allt annað að vélinni. Ég þakkaði guði og grænum mönnum fyrir að hann vissi ekkert um skó þvottinn nokkrum dögum áður.
Nei, sagði ég, það var of mikið í vélinni. Hún vann eins og hún er vön um leið og ég dró alltof þungann svefnpokann út úr henni.
Þú mátt t.d aldrei setja meira en hálfa vél þegar þú ert að þvo handklæði, því þau verða svo geðveikislega þung þegar þau blotna, sagði ég svo við hann að síðustu, bara til að hann áttaði sig á að ég væri búin að vinna þessa lotu.
Þar sem hann er aldrei tilbúinn að tapa, sagði hann mig lélega í reikningi og að vélin tæki aldrei meira en 5 lítra af vatni inn á sig... Típikal eiginmaður. Svo neitaði hann að ræða málið eitthvað frekar.
Og þá er að gera tilraun til að þýða þetta yfir á dönsku. Gangi mér guðdómlega.
Så har jeg fået min første forespøgelse om jeg ikke kan blog på dansk, så nogle andre også kan læse mit blog. Dvs. Hanne DC
Det syns jeg er en meget køn forespørgelse, og nu, på det her tidspunkt, ville jeg bare ønske at jeg kunne lidt mere i dansk, så jeg kunne skrive noget meget sjovt på mit blog.
Nogen gang dødfortryde jeg at jeg ikke har taget fat i mig selv og smidt mig, på en dansk kursus da vi flytte her til. Så kunne jeg måske skrive og stave rigtigt.
Jeg er så daset i dansk at jeg ikke rigtig kan hjælpe Julius og Atla Hauk med deres lektier uden at bekymrer mig at jeg måske er ved at lære dem noget pjat.
Men fordi at jeg er modig med mere, vil jeg alligevel prøve at, skrive mit blog om til dansk.
Måske er der en som læser det og bliver ful af medfølelser, at den bestemmer sig til at give mig gratis rådgivning vedr, at stave og skrive.
Jeg har en mand. Næsten helt ny mand. Efter næsten 12 år som samliver, opdagede ham at han ikke ville dø alene, og smidte sig ned på knæene og spurgte om jeg ville gifte mig med ham... Jeg er ikke sikker på at det her snak er særligt positivt for mig...
Alligevel er han, lidt mere end lidt, yngre men jeg er, og har derfor lidt mindre erfaring af vaskemaskine. Desuden, har han ikke så stor interesse i dem, men det har jeg.
For noglen dage, da jeg var lige ved at vaske hjemmens tennissko og støvler, fik jeg at høre fra ham at det her var strengt forbudt.
Om jeg var gal.
Om jeg var total GAGA
Om jeg ikke vidst at vaskemaskiner ikke er til skotøjs vask???
Det vidste hun lille mig ikke. Men kunne tvært i mod godt huske at min mor gaga vaskede alle vores sko i sin vaskemaskine og vi søskende er 4.
Jeg kan også godt huske hvordan jeg har i de 21 år som jeg har boet selv, tit vasket alle vores sko og støvler, uden at slå min valkemaskine ihjel.
Fordi at jeg er så godt af gud gjort, bestemte jeg mig at holde min mund lukket og ventede kun efter at drengen skyndede sig til arbejde.
Da ham, hæs efter sin fordrag, skyndte sig af sted, vaskede jeg alle de sko som jeg kunne finde i huset, også støvler, i min vaskemaskine. Noget af dem puttede jeg der efter i min tørretømble, (kun i meget kort tid, elsker nemlig min torretømble) mest til at understrege mit, selv om ingen var hjem til at se hvad cool jeg var.
Nogle dage senere kom jeg til vores elskede vaskemaskine, den var kvalmefærdig og stop og kunne ikke forsætte med at skyle ud og gøre sig færdig. Jeg tog med det samt chancen og ringede til, the man of my dreams, kun til at irritere ham lidt.
Jeg forklarede for, den ellers gode sort mennesker, at han ikke kunne give sig selv lov til at putte så meget i maskinen at man ikke kunne lukke døren.
Tæppe, sovepose samt sengetøj fra vores dobblet seng er bare for meget. Soveposen bliver forfærdelig tung når den bliver våd og så videre.
Min mand var nu ikke helt med på det. Sagde at mand tydlig kunne se, at det var noget helt andet galt med den maskine. Jeg takkede gud og grøn mennesker for at han ikke vidste om mit skotøjsvask nogle dage før.
Nej, sagde jeg, det er for meget i maskinen. Den arbejdede så godt som vanlig med det same og jeg fik den våd og tunge sovepose ud af den.
Du må f. ex aldrig put mere end halvdelen i, hvis du skal til at vaske håndklæde, fordi de blive sindsyg tung når de bliver våd, sagde jeg til ham til sidst, bare til han kunne forstå at det var mig som havde vundet den her gang.
Fordi han aldrig er klar til at tabe, sagde han at jeg ikke var så god til matematik og at maskinen aldrig fik mere end 5 liter af vandt ind i sig... Tipikal ægtefælle Så nægtede ham at snakke mere om det.
Det var min første forsøg at skrive blog på dansk... Tro ikke det har gået så guddomlig...
Muhahhaha
Mojn... Hulla Pulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2008 | 17:17
Er ekki eitthvað viðbjóðslegt við þetta???
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar *sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. --
----Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm* *hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2008 | 21:43
Helgin ofl.
Helgin fór í þrif frá a-ö. Ég meiri að segja var bara nokkuð sátt við að gera jólahreingerninguna snemma í ár.
Ég komst líka að hinu ýmsu um drengina mína, þegar ég eyddi mörgum klukkutímum í að moka út úr herbergjunum þeirra, sem ég vissi ekki fyrir.
T.d það að uppáhalds bókin hans Jóa (sem er 8 ára) er "barn í vændum"
Og inni hjá Júlla (sem er 11) fann ég allar spádóma og draumráðninga bækurnar mínar. Hann er núna að æfa sig í að búa til stjörnukort.
Hjá Atla Hauk fann ég hinsvegar ekkert spennandi fyrir utan tilkynningar frá skólanum sem voru vandlega faldar. Ekkert svo sem, sem skiptir máli, því að allir eru þeir í sama skólanum og fá þar af leiðandi allir sömu tilkynningarnar ef er eitthvað um að vera.
Aftur á móti prófaði Atli að raka á sér efri vörina í gærkvöldi í fyrsta sinn, og fannst það bara þó nokkuð spennandi.
Á laugardaginn týndum við líka strákunum. Svona er að eiga mömmu sem gerir ekkert annað en að taka til og má ekkert vera að því að sinna manni.
Þannig var að Eiki var að keyra Atla Hauk til Blans þar sem hann ætlaði að gista hjá einni vinkonu sinni. Ég gat ekki betur skilið en að Júlli og Jói ætluðu með í smá bíltúr, en ég heyrði náttúruleg takmarkað fyrir óhljóðum í ryksugunni.
Þegar Eiki kom til baka var hann einn. Við röltum hérna um garðinn, sem er þó nokkuð stór, og stækkuðum svo leitarsvæðið út á akrana sem liggja hérna allt í kringum okkur.
Við skiptum liði og löbbuðum sitt í hvora áttina, ábyggilega 2 km hvor, fundum enga snáða og byrjuðum að panika. Það hefur nb ekki gerst að ráði síðan við fluttum hingað út. Ekkert alvarlega amk.
Þegar var að verða dimmt vorum við orðin ansi stressuð. Það er líka búið að plægja upp nokkra akra hér í kring og auðveldlega hægt að festa sig. Svo er búið að myndast risa pollar út um allt og ímyndunar aflið mitt stundum ansi skrautlegt.
Við tókum bílinn og keyrðum hér út og suður.
Til síst ókum við upp að myllum til að sjá vel yfir allt. Við vorum með kíkirinn með, sem betur fer, og lengst, lengst, óra langt í burtu sáum við tvo agnarsmáa díla. Líktist helst tveimur krækiberjum í helvíti, eða á hálendi Íslands. Þetta voru litlu gullmolarnir okkar á heimleið.
Vá hvað ég andaði léttar.
Sunnudagurinn fór svo í að þrífa meira og vera leiðinlegur tuðari. En ég held að það sé að skila sér. Júlli hengdi amk upp úlpuna sína í dag, óumbeðinn, og bað vin sinn vinsamlegast um að hoppa ekki í sófanum mínum. Atli Haukur reyndi að fá Jóa að ganga frá þvottinum sínum (Atla þvotti þeas.) Jói fór úr skónum úti og fór fram á að bræður sínir gerðu slíkt hið sama.
Þeir gengu líka frá diskunum sínum inn í uppþvottavél eftir kvöldmat og fóru þegjandi og hljóðalaust upp kl 20:00. Þegar ég var búin að lesa fyrir þá, heyrði ég ekki hlaup og köll að ofan. Litlu strumparnir mínir sofnuðu með það sama og ég gat hlammað mér niður, hringt í mömmu, talað án þess að vera trufluð, og bloggað án þess að verða fyrir ónæði.
Stundum borgar það sig sem sagt að tuða og nöldra.
Ætla að vera duglegri í því.
Góða nótt, Hulla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2008 | 16:20
Nolans
Hver man ekki eftir þessum
Takið eftir hárinu og fötunum. Hreyfingarnar eru bara geðveikislega getnaðarlegar.
Elska þetta lag... eins og svo mörg önnur
Minnir líka á Kollu mína .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.3.2008 | 16:15
Hangikjet.
Í gær var ég svo dugleg að ég náði svo til allri neðri hæðinni áður en Eiki og strákarnir komu heim.
Þvílíkur dugnaður í einni.
Um 16:00, var bakverkurinn orðinn svo slæmur að hann leiddi niður í aðra rasskinnina og þaðan í hægri fótinn. Þá ákvað ég að nú væri komið nóg og hætti.
Fékk mér bjór í glas sem líkist meira blómavasa og hlammaði mér niður í æðisgengna sófann minn.
Sú sæla stóð ekki yfir lengi þar sem nýyfirstaðin þrifin mín voru í bráðri hættu vegna strákana.
Ég eyddi ca 1,5 tímum í að garga og æpa og nöldra og tuða.
Það var ekki fyrr en Þóra kom sem ég gat slakað pínu á aftur.
Eiki hafði boðið Þóru í mat og í boði var heimareykta hangikjötið hans.
Eiki er sem sagt búinn að taka einn frampartinn okkar og gera tilraun með að heimareykja.
Þvílíkt gott.
Eftir matinn sofnuðu svo strákarnir (þar á meðal Eiki gleðipinni) í sófanum, á meðan ég og Þóra misnotuðum youtube.
Við sátum langt fram á nótt og horfðum á gömul myndbönd og skemmtum okkur konunglega yfir hágreiðslum, klæðaburði og dansi.
Við skoðuðum líka hvernig Michael Jackson hefur þróast í gegnum tíðina. Grey kallinn
Svo kjöftuðum við til 3 eða hálf 4 en þá vorum við (aðallega ég) bara búnar á því og hunskuðumst í rúmið.
Þóru datt svo það snjallræði í hug að vekja mig klukkan 8:30. Ég get ekki sagt að mér hafi fundist það jafn brilljant hugmynd og henni. Hálf skreið samt inn í eldhús í ristaðbrauð og kakó.
Fór svo á náttfötunum, með kjellu út að skoða dýrin. Þóra verður alltaf að skoða dýrin þegar hún kemur í sveitina
Þegar Þóra fór svo um 11 skreið ég aftur upp í sófa og lá yfir Friends til klukkan 15.
Svoðeilis á nefnilega að eyða laugardögum.
Bakaði svo ástarpunga og er nú byrjuð að fá ónotatilfinningu.
Þessi tilfinning er reyndar búin að vera að krauma í mér síðan ég stóð upp í morgunn, en ég er búin að vera voða dugleg við að fela hana og reyna að útiloka hana.
Ég er ansi hrædd um að eitthvað hræðilegt hafi gerst með mig í gær Í allan dag er ég búin að hafa löngun til að fara upp og klára að þrífa hjá strákunum...
Ég er líka nokkru sinnum búin að standa mig að því að vera næstum búin að taka fram ryksuguna!!!
Ég hef reyndar ekki en fallið í þessa freistni, en gvuð má vita hversu lengi ég get haldið í mér.
Ég haf líka sjaldan tuðað eins mikið og í dag. Það er bara ekki að koma til greina að ég ætli að samþykkja að synir mínir og einn annar gangi ekki frá eftir sig.
Nú er ég pínu hrædd um að ég sé kannski orðin háð. Sem sagt háð því að þrífa
Þetta hefur maður upp úr því að eyða frídeginum sínum í þrif...
Góðan laugardag á ykkur og Stokkseyrar Kata mín, til hamingju með afmælið.
Knús og kossar Hulla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 07:31
Rok og rigning...
Hér er ógeðsveður Rok og rigning og ennþá meira rok og endalaust af rigningu.
Það rignir meiri að segja á hlið, svo mikið er rokið. Og eymingja guttarnir mínir eiga að eyða 2 tímum í að tína upp rusl í dag.
Í gær var opið hús í skólanum. Mellem grúppan hans Júlla sýndi dans. Voða flott. Jóa grúppa dansaði og söng enskt lag. Og svo voru allar grúppurnar með sölubása og seldu kökur og sódavatn.
Síðast spilaði svo þungarokkhljómsveit 3 eða 4 lög og liðið bilaðist.
Litlar stelpur í prinsessukjólum stukku upp og niður og sveifluðu höndum og hausum. Foreldrar lágu í kasti. Og Atli og Matthias vinur hans misstu sig gjörsamlega í höfuð og hársveiflum. Þeir eru einu strákarnir í skólanum sem ekki hafa látið klippa sig en, og eftir þetta kvöld held ég að líkurnar á að dobla Atla Hauk til að skera hár sitt fyrir fermingu, séu afskaplega hverfandi. Skil reyndar ekki að hann hafi haldið haus í morgunn.
Ég á frí í dag. Það finnst mér dásamlegt. Ég átti reyndar líka frí í gær, en hann fór í að reyna að sofa því ég hafði verið á næturvakt nóttina áður.
Dagurinn í dag er því fullbókaður, og þó ég hafi mikinn áhuga á að eyða mínum frídögum í eitthvað skemmtilegt er það bara ekki alltaf í boði.
Þess vegna ætla ég að fara að reyna að koma mér í að byrja á einhverju svo heimilinu verði ekki lokað ef heilbrigðiseftirlitinu skyldi detta í hug að gera úttekt hérna hjá mér .
Vona að þið eigið öll góðan dag. Knús og kossar, Hulla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)