4 ár í Danmörku :)

Í dag eru 4 ár síðan við fluttum hingað á Jótlandið.Smile
Við komum án alls svo til.
Allt sem við áttum á Íslandinu höfðum við gefið frá okkur eða selt.
Sjónvarp strákana tókum við með og stóru veggjarklukkuna frá langömmu Dönu og innskotsborð frá ömmu Hullu. Einn óléttur köttur og eitthvað af fatnaði. Það var allt of sumt.
Húsnæðið sem við vorum í til að byrja með var með húsgögnum og ætlunin var að kaupa það sem okkur vantaði jafn óðum, eða seinna. Hugmyndin af flutningunum var meðal annars að þurfa ekki að gera útaf við sig í vinnu. Reyna að kynnast börnunum okkar, og vera til staðar fyrir þau en ekki fyrir kaupmenn landsins, sem auðveldlega geta gabbað kjána eins og mig til að kaupa allt milli himins og jarðar.Frown
Það var hrikalega inn á Íslandinu að eiga mikið af öllu og helst flottara en hinir. Marga bíla og vera að borga af mörgum lánum.
Til þess þarf jú að vinna eins og geðsjúklingur, og þegar maður er alveg búin á líkama og sál er upplagt að skella sér í bústað yfir helgi og slappa af. Það er hins vegar svo dýrt að við tekur botnlaus auka vinna þegar bústaðardvölinni er lokið. Vítahringur dauðans. Auðvitað dálítið ýkt en alls ekki langt frá sannleikanum.Shocking
Þegar mest var að gera hjá mér vann ég á tveimur stöðum. Samt í raun og veru í 5 stöðum. 4 stöður á veitingastað, sem bakari, kokkur, uppvaskari og skúringarkjella og svo á elliheimili. Þegar ég svo fann að ég var að molna undan álagi, björguðu pabbi og mamma mér frá innlögn  á geðdeild klepp.Shocking
Í viku var ég í fríi frá öllum vinnunum. Pabbi var með 2/5 af börnunum og mamma með 3/5.
Um það bil þá, áttaði ég mig á að ekkert í lífinu getur verið svo mikilvægt að eignast, að maður láti börnin sín sitja á hakanum. Börnin sín af öllu!!!Crying
Eftir svona uppgötvun verður skömmin öllu yfirsterkari. Ekki gekk að minka við sig vinnu. Ekki gekk að fara í skóla. Og eftir stóð að við ættum kannski að prófa annarstaðar.

Þar sem við vorum bara í fyrsta húsnæðinu , í einn mánuð, þurftum við heldur snemma að fara að leita okkur af húsgögnum.
Eina húsgagnaverslunin sem hæfði okkar fjárhag var rauðakrossbúðin í Sönderborg.
Þar var hægt að kaupa heilan helling af ljótum notuðum, en heilum húsgögnum.
Þegar rann upp fyrir okkur að við hefðum sennilega ekki efni á að kaupa ný húsgögn á næstu árum fengum við dásamlega hugmynd. Kaupa nákvæmlega það ljótasta sem við gátum fundið.
Og það gerðum við með bros á vör. Fylltum heimilið okkar af ljótum gömlum húsgögnum úr dánarbúum  og vorum hæðst ánægð með framtakið.

Ég fékk fyrstu vinnuna sem ég sótti um, á nýlegu elliheimili í Broager. Byrjaði í sumarafleysingum og byrjaði þar af leiðandi ekki fyrr en í lok júní.
-Ekki hef ég ennþá getað skilið hvernig þeim datt í hug að ráða mig. Ég talaði svo til enga dönsku þó ég væri farin að geta skilið örlítið. Ég reyndi bara eftir fremsta megni að skilja og fylgdist með líkamsbeitingu þeirra og sagði aðallega já og nei þar sem mér fannst passa.
Eftir vinnuviðtalið var ég svo búin á líkama og sál. Fannst ég klárust af öllum og sagði Eika brosandi út af eyrum að ég fengi þessa vinnu alveg pottþétt ekki. Fannst það líka bara í góðu lagi. Ég hafði þorað að mæta og það var stór sigur fyrir mig.
Það var því engin jafn hissa og  ég þegar krúttið hún Tove hringdi svo í mig til að segja mér að vinnan væri mín.
Hlýt bara að hafa svona hrikalega góðan þokka.Wink-

Í Broager var ég svo fram að jólum og svei öllum þeim sem segja að Danir séu neikvæðir á útlendinga. Þær konur sem ég vann með voru allar af vilja gerðar til að hjálpa mér og reyna að skilja mig.
Eftir jólin fékk ég svo inngöngu í skóla og mér til ómældrar gleði fékk ég að taka praktikina í Broager.
Þar fékk ég svo fasta vinnu á kvöldvöktum þegar ég útskrifaðist.
Það var svo í janúar fyrir ári að ég ákvað að breyta til og fara á dagvaktir, að ég fékk vinnu í Bovrup, hérna rétt hjá. Þar var einnig tekið frábærlega á móti mér og mér finnst ég vera gríðarlega heppin.InLove
Eiki fékk líka vinnu á fyrsta staðnum sem hann sótti um á. Á minkabúi hérna rétt hjá. Þar var hann þar til ég var búin með mitt nám. Þá fór hann i skóla og er nú hálfnaður með sitt nám.Við erum bæði með stutta vinnudaga. Ég með 28 tíma á viku og hann með 37 tíma.
Ég reyni reyndar að taka aukavaktir hjá vikarstofu, en því verður snarlega hætt þegar Eiki er búinn að læra og kominn með eðlilegar tekjur.

Þessi 4 ár hafa verið ofsalega góð. Þó fjárræðin hafi verið lítil vegna skólagöngu og þess háttar, höfum við aldrei áður haft svona góðan tíma með börnunum okkar og fyrir okkur sjálf.
Núna 4 árum seinna er ég líka komin með upp í kok af dánarbúinu okkar Sickog langar ótrúlega að fara að breyta til og fá mér falleg húsgögn. Það þarf reyndar að bíða dálítið ennþá. En skítt með það, það er að koma sumar og þá verðum við hvort eða er minnst inni.
Ef ég gæti einhverju breytt í sambandi við þetta allt, hefði ég viljað flytja hingað nokkrum árum fyrr.
Finnst ég hafa misst rosalega mikið af stelpunum mínum.

Ég tek það fram að þetta er bara mín upplifun af lífinu á Íslandi.
Þarna býr urmull af fólki sem hefur það virkilega fínt.
Ísland er alltaf ofarlega í mínum huga, og þó ég vilji ekki búa þar í ókomnari framtíð, elska ég fallega landið mitt ótrúlaga mikið.

Hagið ykkur nú ljómandi í dag. Knús og kossa, Hulla.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

I dag er der 4 år siden vi flytte her på Jylland.Smile
Vi tog næsten ikke noget med.
Alt som vi havde haft på Island, havde vi givet væk eller solgt.
Drengenes fjernsyn tog vi dog med og den store vægur fra min olemor og lille bord fra min mormor.
En gravid kat og vores tøj. Det var det.
Den lejlighed som vi fil til at begynde med var med møbler og vi havde tænkt vores at købe de ting som vi manglede så snart som vi havde råd til.
Idéen med at flytte væk fra Island var bland andet at ikke dræbe os med alt for meget arbejde. Lære vores børn at kende og være der for vores børn, men ikke før Islandske købmænd, som nemt kan få fjols lige som mig, til at købe alt mellem himlens og jord.Frown

Det var meget ind på Island at have meget af alt og helst være flottere men de andre. Have mange bile og betale af mange låne. Til at det kan lade sig gøre, skal man jo arbejde døgn rundt og når man er helt færdig er det en fin løsning at tage af sted i et sommerhus, weekenden over og slappe af.
Det er bare så helvede dyrt at når man kommer hjem igen, skal man arbejde dobbelt så meget, til at betale den weekend. Dødens onde cirkel.
Selvfølge er det lidt overdrive, men ikke så langt fra sandheden.Shocking
Når jeg arbejde som mest havde jeg to arbejdesplads. Dog i fem stillinger. Fire stillinger på en restaurant. Bagere,  kok, vaskede op og til sidst rengørningskjelling. Den anden arbejdesplads var et plejehjem.
Når jeg så opdagede at jeg var ved at gå i stykke på grund at presse og stresse, kom min far og mor og hjulede mig så jeg ikke bliv indlagt på psykiatri.Shocking
I en uge fik jeg fri fra alt mit arbejde, min far tog 2/5 af min børn og min mor 3/5.
Der omkring forstået jeg at ingen ting i hele verden kan være så nødvendigt, at man lader sin børn gæld for det. Slet ikke sin børn.Crying
Når man har opdaget sådan noget bliver skammen stærekere end alt anded. Det duer ikke at arbejde mindre. Vi havde ikke råd til at komme i skole. Og til sidst var det, at vi måske skulle til at prøve noget andet.

Vi  var kun i en måned i den første lejlighed som vi fik, og skulle derfor kig efter møbler tidligere men vi havde regnet med.
Den eneste møbblebutik butik, som passede vores økonomi, var den rødekros butik i Sønderborg.
Der inde kunne vi købe hele masse af grime, brugte, men hele møbler.
Når vi kunne se at vi ikke havde råd til nye møbler de næste par år, fik vi den skønneste Ides
Købe kun de grimmeste ting vi kunne finde. Og det gjorde vi så smilende til begge øre.
Vores hjem bliv fyldt med grimme gamle møbler fra dødsbo og vi var bare rigtig glad med det.

Jeg  fik den første arbejde som jeg havde søgt om, på et rimeligt nyt plejehjem i Broager. Jeg startede som sommerafløser og min første arbejdesdag derfor først i slutning af juni.
Jeg kan stædig ikke forstår hvordan de kom i tanken at hyre mig. Jeg kunne næsten ingen dansk, selvom jeg kunne forstår lidt. Jeg prøvede lige som jeg kunne at lyt og se på d'ers kropssprog, så sagde jeg, ja og nej der som jeg syns det passede.
Efter det samtale var jeg helt færdig, både på krop og sjæl. Jeg syns jeg var den flotteste og sagde smilende til Eiki at jeg var sikker på jeg ikke fik den stilling. Mente os der var i orden, fordi kun at møde op til sådan et samtale, uden at gå i stå, var en stor sejer for mig.
Det var ingen som var lige så undrende som mig, når krusedullen hun Tove ringede til mig og fortalte at stillingen var min.
Jeg må bare har så smukke udstråling.Wink

Jeg arbejde i Broager ind til jul og skam til alle dem som har sagt at danskerne er negativ i mod udlændinger. De kvinder som jeg arbejdet samen med,var bare så søde og rar og gjorde alt som de kunne til at hjælpe mig og forstår mig.
Efter julen fik jeg ind i skolen og til en store glæde fik jeg min praktik i Broager.
Når jeg bliv færdig med mit uddannelse, fik jeg fast aftenvagter
Det var i januar 2007 som jeg fik lyst til at prøve noget nyt og fik dagvagter i Bovrup, som er ikke så langt her fra. I Bovrup var også rigtig godt taget i mød mig, og jeg syns jeg er mega heldig.InLove

Eiki fik også den første stilling han søgte om. Han fik arbejde på en minkfarm her i nærheden, og var der indtil jag var færdig med mit uddannelse Nu er han halvvejs  med sit uddannelse.

Vi har begge kort arbejdes uge. Jeg med 28 time og han med 37 time.
Jeg prøver dog at tage lidt vikar ved siden af mit faste arbejde, men det tro jeg, jeg vil holde op med når Eiki er færdig med sit uddannelse og får mere løn.

De fire år som vi har været her har været meget god. Selvom vi ikke har haft mange penge på grund af vores uddannelse. Vi har aldrig før haft så meget tid vi vores børn og vores selv.
Nu fire år senere har jeg også fået nok af mit dødsbo. Sick Jeg får kvalme når jeg ser på det, og vil meget gerne ændre stil ind i min stue, og købe nogle nye smukke møbler.
Jeg er dog nød til at vente lidt i nu. Med skidt med det, det er ved at blive sommer og så er vi ikke så meget indefor alligevel.
Hvis jeg kunne ændret noget ved det hele, skulle vi har flyttet nogle år før... Syns jeg har miste en værdig tid med mine piger.

Det er kun mit oplevelse af livet på Island.
Der op bor masse af folk som har det virkelig fint.
Island er altid i min tænker, og selv om jeg ikke vil flytte der op igen, elske jeg mit dejlige smukke land utrolige meget.

Opføre jer ordenligt i dag. Knus og kram, Hulla.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ótrúlega skemmtilegt að lesa, svona sigursaga úr daglega lífinu. Til hamingju með árin 4 í Danmörku. Þetta hefði ég átt að gera í den með krakkana mína

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 09:33

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábært að þér líður vel í Danaveldi og til hamingju með árin 4 þar.

Knús á þig Hulla mín Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það er yndislegt að lesa pistlana þína Hulla. Þú ert jákvæð, fyndin og í senn alvörugefin. Ég er glöð fyrir þína hönd (og ykkar allra) hvað vel hefur til tekist með lífið í henni Danmörku.

Gangi þér allt hið besta.

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Má til með að kvitta hjá þér. Þú ert nú alveg að mínu skapi með þessum pælingum. Góðar minningar eru meira virði og betra veganesti en efnislegir hlutir.

Varð bara að segja þér það héðan frá Berlín. Þar sem ég er í fínu formi.

Guðrún Þorleifs, 27.3.2008 kl. 17:10

5 identicon

Djøfull sem thu getur skrifad kona :)   Nuna verd eg besta barnid titt og kiki ykt oft a tig her a blogginu tinu modir god..

 Love you.. :) 

  Og mundu ad tengdardottir tin a afmæli a laugardaginn :)

Kyss og Qnuz fra lessunum <3

Dana (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:39

6 identicon

Það var skemmtilegt að lesa þennan pistil.  Ég hugsa nú ansi oft hvað maður sé að streða þetta, afhverju maður fái sér ekki bara litla krúttlega íbúð og stafli bara börnunum í kojur og reyni heldur að leyfa sér eitthvað í lífinu.  Dálítið leiðinlegt að þurfa að velta fyrir sér hverri krónu og vera í endalausu Íslensku harki.  Íslendingar eru náttúrulega snar bilaðir upp til hópa.

kv

Guðbjörg O.

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 19:54

7 Smámynd: Hulla Dan

Takk þið öll  Mér finnst voða gott að vera yndisleg...

Elsku kynvillingurinn minn... gott að sjá að þú hafir komið í besøg hingað
Sakna þín faktiskt á hverjum degi...

Hulla Dan, 27.3.2008 kl. 20:37

8 identicon

Hej Min Kære Svigermor.. :)

Hvor er du bare sød, når du skriver dansk.. :) Sikke en historie.. Det er faktisk første gang jeg høre hele historien om hvordan i kom herned og sådan.. :) 

Og hvor er jeg bare lykkelig for at i er her..  I fylder mig med så meget glæde, dig, Dana og hele jeres dejlige familie.. Tak fordi i har taget så godt  imod mig.. Også selvom jeg kom her og fik din datter til at springe ud af skabet og blive lebbe..  hehe..

Knus og kyss Fra din svigerdatter..  

Hanne (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:53

9 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Gat nú ekki annað en brosað þegar ég las þetta með Íslendingana og verið svo sammála þér svo ekki sé meira sagt...þvílíkur rembingur í öllum hérna...og maður hefur svosem ekkert verið barnanna bestur, en þetta er gott til umhugsunar og ég tek ofan af fyrir þér, þó ekki sé nema fyrir þankaganginn

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:53

10 identicon

Til hamingju með árin 4 í dk. Það er yndislegt að lesa pistlana þína og segi eins og einhver annar hér á undan. Þú ert ein jákvæðasta manneskja sem ég þekki sem er með betri eiginleikum sem finnast....

Hér í dk er náttúrulega bara frábært að vera, en ég verð að segja að við erum eiginlega bara meira busy hérna úti en við vorum heima á íslandi hehe

En í lok þessa tímabils þá verðum við vonandi ljósmóðir og verkfræðingur. Ekki slæmir titlar þar á ferð. Hefðum aldrei getað náð okkur í þá heima á klakanum......

 Knús frá Áló

Rakel (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband