17.4.2008 | 06:31
Fuglar.
Þar sem ég bý næstum því inn í miðjum skógi (að íslenskum mælikvarða) kemst ég ekki hjá því að sjá eintóm tré þegar ég horfi út um gluggana. Jú og smá þvott, sem er nú í skolun í rigningunni Svo sé ég líka ógirnin öll af fuglum. Litlum og medium og stórum. Þeir eru gjarnan þar sem eru tré.
Og nú er ég búin að vera að fylgjast með þeim í smá stund og þeir virðast bara geta flogið á milljón mitt inn í þrönga runna og jólatré og allt.
Skyldu þeir aldrei reka væng í, eða fljúga á grein eða eitthvað?
Ég hef allavega aldrei orðið vitni að því, en ég er ekki að skilja hvernig þeir fara að þessu.
Við erum að tala um tré og runna sem eru svo þétt/ir að ég get ekki einu sinni stungið putta á milli greina án þess að reka hann utan í eitthvað. Þó ég vandi mig.
Finnst þetta nú dálítið umhugsunarvert svona í býtið.
Misa er ekki en búin að gjóta. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu fegin. Hún getur bara komið með þá á morgunn því þá á ég godt nok frí.
Annars finnst mér hún eitthvað leið. Hún sem er vön að vera svo kát og kelin, er núna frekar fúl og fráhrindandi. Nennir ekki að kela við mig og tók sig til áðan og kúkaði á gólfið mitt! Og það var opið út!!!
Ég er nokkuð viss um að kisa mín sé með meðgöngu þunglyndi. Henni líður alla vega ekki vel greyinu.
Ætla núna með Misu upp í rúm og sjá hvort hún vilji ekki lúlla pínu hjá mér.
Hafði góðan dag öll
Athugasemdir
Ég skil hana Misu mjög vel. Hún á alla mína samúð og sendi ég henni hér með mikla hríðarstrauma .....
Rakel (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:22
Vonandi fer þetta að koma hjá henni Misu greyinu.
Fuglarnir eru hannaðir svona Hulla. Sérðu apana sem, að manni virðist, sveifla sér bara einhvernveginn en lenda alltaf á réttum stað.
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.4.2008 kl. 08:47
æ ég skil hana bara lika..madur var nú ekki beint hress og kátur svona sidustu dagana...svo hún á alla mina samúd..og já,vertu súper gód vid greyid góda helgi.
María Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:38
Hvaða ástæðu hefur aumingja kötturinn til þess að vera í góðu skapi, örugglega með grindargliðnun og brjóstsviða, fyrir utan að vita ekki hver pabbinn er
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.