22.4.2008 | 19:45
Brjálað að gera :)
Þá er Misan mín loksins búin að eiga. Hún byrjaði um hádegi í gær, og til að byrja með leit út fyrir að allt mundi ganga vel og taka stuttan tíma. Hún byrjaði strax að rembast vel og kveinkaði sér ekki hið minnsta.
Þegar Eiki svo kom heim með strákana um þrjú var hún ekki en komin með kettling.
Loksins klukkan hálf fjögur fór að sjá í belg. Mikið létti mér. En ekkert meira gerðist. Kisa rembdist eins og hún ætti lífið að leysa og rembdist meira en aldrei haggaðist belgurinn.
Ég var orðin frekar óróleg og búin að skrifa bæði Eika og Þóru hrúgu af smsum. Loksins sprakk belgurinn og þá hélt ég nú að þetta kæmi. En nei. Aldeilis ekki. Í staðinn sá ég eitthvað loðið og dökkbleikt eitthvað. Eitthvað sem leit út eins og hárlaust eyra eða eitthvað dónalegt Ég var nú bara ekki að átta mig á þessu og var orðin viss um að þetta væri eitthvað allt annað en kisi sem var að reyna að brjóta sér leið þarna út.
Um fimm leitið var ég gjörsamlega að missa vitið og hringdi í dýralækni.
Hún sagði mér að koma bara strax með kisu svo hún gæti litið á hana.
Ég var bíllaus,en klukkan hálf sex kom Beggi bróðir frá Berlín með vinkonu sinni og þau voru svo væn að skutla mér með kisu.
Beggi ofnæmissjúklingur tók að sér að keyra og það var alveg greinilegt að hann vildi umfram allt koma kisu til læknis áður en hann yrði veikur, þannig var ökulagið.
Um leið og Beggi keyrði framhjá dýralækninum fann ég að eitthvað var að gerast hjá Misunni. Meðan Beggi snéri við kíkti ég undir teppið sem ég hafði vafið utanum Misu. Þá sá ég hálfan kettling. Virtist steindauður. Og þetta dökkbleika (dónalega) reyndist sem sagt vera tungan á kisa...Misa rembdist aftur og restin að kettlingnum rann út... steinlátinn. Svo fór hann að hreyfa sig og ég var viss um að dauðakippirnir væru að koma fram.
En kisi litli lifði og er næstum jafn stór og viku gamlir kettlingarnir sem fröken Kisa á.
Eftir að fá skoðun hjá dýralækninum og kassa fyrir mæðgin keyrði Beggi okkur í loftköstum heim.
Þar fæddust síðar 2 aðrir risastórir kettlingar. Og eitt er víst. Hér í sveitinni er stór grár kisi á flækingi og dreifir sínu sæði ansi víða. Bæði Kisa og Misa eignuðust gráa kettlinga. Þannig að þessir 7 kisuungar eru sennilega allir hálfsystkini fyrir utan að vera systrabörn. Kisa með sína unga.
En Beggi kom með ansi snotra vinkonu sína (sem er ekki gelgja eða kjáni) og við áttum hérna ótrúlega notarlega kvöldstund, þar sem Beggi fór á kostum
í lýsingum sínum á konu sem hann þekkir. Eftir að Eiki kom heim spiluðum við og spjölluðum langt frameftir nóttu.
Eftir 3ja tíma svefn vöknuðum við Eiki svo til að koma guttunum okkar í skóla og meðan Eiki skutlaði þeim í skólann skreið ég upp í aftur. Eiki vakti mig svo um 11 og var þá búinn að mála baðherbergið hérna niðri, pússa kertin í bílnum, taka til í eldhúsinu, kaupa rúnstykki og plægja upp Svona finnst Misu best að rembast :) matjurtargarðinn. Dálítið ofvirkur. Hér er orðið gríðarlega vorlegt. Akrarnir að verða heiðgulir. Guli kjáninn farin að skína meira og meira og hitastigið hækkar jafnt og þétt.
Mér líður vel og var að átta mig á að Atli er að fara að fermast eftir nokkra daga svo ég ætti kannski að fara að huga að einhverju.
Pabbi hans er vonandi búinn að senda fötin sem hann ætlaði að kaupa á soninn og þá er bara að baka og dúlla sér...
Eigið góðar stundir...
Athugasemdir
Til lukku með fjölgunina á heimilinu ;O)
Hilsen út..
Harpa Hall (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:42
Góðan daginn
Þetta eru miklar fæðingar þarna í sveitinni hjá ykkur. Bærinn verður orðin fullar af dýrum áður en þið vitið af
Það hefur ekki verið slæmt að vakna inn í svona morgunnframkvæmdir. Frábær morgunnhani hann Eiki
Hvenær er svo fermingin og fjörið?
Náum við kaffihitting fyrir þann tíma? Ég er alltaf á bíl og ekkert mál hjá mér að skellla mér af bæ
Guðrún Þorleifs, 23.4.2008 kl. 06:00
Til lukku med "ømmubørnin"
oh hvad ég sakna kisu minnar thegar ég les og sé svona myndir
tala nú ekki um thegar hún átti kettlinga..ég hreinlega elskadi litlu krílin og átti erfitt med ad láta thau frá mér..eda okkur
en eigdu góda viku bara
María Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 08:31
Gott að vel fór hjá Misunni. Til hamingju
(Það er að vora hér líka og Snorri fermist 4. maí
)
Rúna Guðfinnsdóttir, 23.4.2008 kl. 09:12
Takk fyrir öll
Guðrún... nú verð ég að fara vel yfir kalenderinn minn og finna tíma.
María... Ég skal gefa þér kisu, langamma hennar er alíslensk og á ættir að rekja til Stokkseyrar.
Rúna... Skilaðu kveðju til Snorra frá Atla... Hann á líka að fermast þann 4. maj
Hulla Dan, 23.4.2008 kl. 09:30
Til hamingju með litlu sætu sætu kisurnar
og gangi þér vel með fermingarundirbúning.
Sumardaginn fyrsta knús
Elísabet (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.