25.4.2008 | 15:39
Í bað með könguló.
Gærdagurinn var eitthvað öfugsnúinn.
Hann byrjaði á að ég kom heim úr vinnunni, og fór að sofa.
Meðan aðrir í þessu landi nutu sólar og hita lá ég sem sagt á mínu græna og svaf. Dreymdi ekki einu sinni...
Ég svaf allveg til fjögur og dreif mig þá í föt og út í bíl að ná í Eika og strákana.
Eftir að hafa gefið strákunum mínum að borða og spjallað smá við Lenu, sem var í heimsókn, ákvað ég að drífa mig í sturtu.
Það eitt og sér er kannski ekki frásögu færandi, en þegar ég var búin og dró sturtuhengið frá, blasti við mér stór og feit KÖNGULÓ!!! Hún kúrði sig út í horn á sturtubotninum, ekki viljað blotna, og ég hef sem betur fer ekki séð hana fyrr en ég var hvort eð er á leiðinni fram.
Ég hef kannski ekkert mikið verið að nefna það, en mér er meinilla við þessi dýr. Hef eiginlega bara fóbíu. Get sturlast ef ég uppgötva eina svona á mér eða of nálægt mér.
Ég tók þessu öllu með jafnaðargeði og steig ofur varlega upp úr sturtubotninum. Þurrkaði mér. Tók ekki augun af þessu dýri, sem var hálf dasað eftir gufuna sem hafði myndast, því ég fór í voða heita sturtu. Svo fór ég fram, án þess að aflífa dýrið. Geymdi það handa Eika. Hann var á leiðinni heim af kvöldvakt og mér fannst bara við hæfi að hann sem karlmenni heimilisins, tæki að sér að hreinsa út svona skordýr.
Þegar hann kom svo heim klukkutíma seinna var ég búin að gleyma köngulónni. Það merkir kannski að ég er ekki eins logandi hrædd við þær og ég var.
Var komin í vinnuna rétt fyrir 23 og tók við rapporti, eins og ég geri í hvert sinn sem ég tek næturvakt.
Gekk svo á stofurnar um tólfleitið til að athugar hvort allir gamlingjarnir mínir væru á sínum stað og svæfu vært, eins og ég geri í hvert sinn sem ég tek næturvakt.
Sótti svo spilastokk til að geta lagt kapal, og var á leiðinni á deildina þar sem ég sit á næturvöktunum þegar ein gömul kom á móti mér.
Þessi 97 ára gamla kona leggur á sig að arka yfir 100 metra aðra leiðina, á hverri nóttu, stundum 7x sömu nóttina, til þess eins að segja mér að hún vilji gjarnan í rúmið og hvort hún fái nú ekki frið til að sofa í friði. Algjör dúlla.
Þegar ég var búin að koma henni undir sæng og var á leiðinni aftur á minn stað sé ég eitthvað framundan mér.
Sko, nú verð ég eiginlega að reyna að lýsa hvernig þetta er á þessum stað svo að þig áttið ykkur.
Þetta elliheimili saman stendur af þremur deildum sem allar eru samvaxnar.
Húsið er byggt í hálfgert F. Öfugt... Kann bara ekki að snúa því.
Neðst á F-inu er deild 3. Alveg neðst á F-inu er samverustofan þeirra og eldhús, og stór gluggi alveg í botninum. Svo ef maður labbar upp F-ið eru íbúðir gamlingjana beggja megin við gangin sem er alveg um 2.5 metrar á breidd. S.s nóg pláss.
Þegar maður kemur að fyrsta ganginum út frá þessari deild, sem er þá neðsta strikið í F-inu. Og til vinstri, þar sem F-ið er öfugt manstu. þá er maður komin út á ganginn sem skrifstofurnar eru og dagcenterið og það allt. En ef maður heldur bara áfram þá fer maður í gegnum einar dyr og ,dadada, komin á deild 2. Deild 2 nær sem sagt frá neðsta út strikinu í F-inu og alla leiðina upp. Deild 1 er svo efsta strikið til vinstri í öfugu F-inu.
Efst á F-inu, á lóðrétta strikinu er svo samverustofa og eldhús og þannig lagað og þar sit ég á nóttunni.
Þetta er það stórt að frá deild 3 og að deild 1 eru 163 metrar. Aha.
Dágóður labbitúr sem maður fær í vinnunni.
Ég er sem sagt að koma frá deild 3 og inn á deild 2 þegar ég sé eitthvað á gólfinu framundan.
Ég var sem betur fer gleraugnalaus og sá þess vegna ekki hvort að þetta væri mús eða froskur eða eitthvað rusl... fyrr en þetta fór að hreyfa sig!
Þá áttaði ég mig á að þarna fyrir framan mig var sú allra stæðsta könguló sem ég á ævinni hef séð. Sem er ekki í búri...
Ég stóð sem lömuð og gat ekkert gert. Alein á þessu risastóra elliheimili og komst ekki fram hjá þessari hlussu. Þó að gangurinn sé 2,5 metrar á breidd lagði ég ekki í að stökka fram hjá henni því að ég hef séð köngulær hoppa og þessi gat ábyggilega hoppað hæð mína.
Hún byrjaði að skokka í áttina að mér og drungalegur skuggi af henni varpaðist á veggin. Hann var ógeðslega stór. Ég heyrði í henni þegar hún steig niður, svo þung var hún.
Ég æpti að sjálfsögðu og var orðið slétt sama hvort ég mundi vekja gamlingjana.
Uppáhalds næturvinur minn var aldrei þessu vant sofnaður. Annars hefði ég náð í hann og trillað honum fram í hjólastólnum sínum og láti hann kála kvikindinu. Kunni bara ekki við að vekja hann þegar hann loksins svaf.
Var að hugsa um að hringja í útigrúppuna,en mundi svo að Teddy sem er vanur að keyra átti frí og það hefði verið frekar kjánalegt að biðja einhverja kjellu sem ég þekki ekki baun, um að drífa sig til mín til að slást við könguló um miðja nótt. 112 kom til greina en aulinn ég hafði skilið símann eftir í hinum enda deildarinnar og til þess að ná í hann varð ég að komast fram hjá kvikindinu.
Skyndilega breyti fröken könguló um stefnu og fór alveg að öðrum veggnum.
Ég tók þvílíkt viðbragð og stökk í æðiskasti framhjá, gaf frá mér vægast sagt mjög undarleg hljóð á meðan og er guðs lifnadi fegin að engin heyrði í mér.
Ég leit við og sá að skordýrið hafði stansað, snúið sér við og horfði á mig hatursaugum.
Ég hugsaði svakalega hratt og stökk að því búnu nn í þvottahús til að finna eitthvað köngulóaeitur.
Var alveg búin að láta mér detta til hugar að ná í sóp eða þvegil eða eitthvað svo ég gæti kramið hana, en fékk það ekki af mér, auk þess rosaleg gunga, þorði því ekki.
Auðvitað fann ég ekkert sem hét köngulóaeitur, en ég fann úðabrúsa með hreingerningarvökva í. Brúsa sem hægt er að stilla hvort maður vill eina bunu, eða úðun.
Prófaði í örvæntingu minni að buna á lítinn dordingul sem var að þvælast eitthvað inn í þvottahúsi og hann lést á svipstundu. Greyið.
Ég stökk af stað, vopnuð brúsanum og sá að stóra hlussan var ekkert búin að hreyfa sig og var greinilega bara að bíða eftir að ég gengi fram hjá til að getað stökkið á mig og bitið mig.
Ég hafði góða 2-3 metra á milli okkar og titrandi bunaði ég fyrstu bununni á hana.
Hún hörfaði og tók á rás í áttina að hurð eins gamlingjans og þá gerði ég mér grein fyrir að ef hún skriði undir hurðina og inn í íbúðina, þá yrði þeim íbúanum ekkert hjálpað þessa nóttina.
Hlussan komst ekki undir hurðina. Hún reyndi, og ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að stærðin á henni var slík að hún komst ekki undir hurðina.
Ég bunaði aftur á hana og aftur og aftur og hjartslátturinn var að gera út af við mig. Brúsinn var farinn að renna til í höndunum á mér, svo mikið svitnaði ég í lófunum. Ég var að kafna úr hreingerningarfýlu. Mér sveið í augun og var alveg á mörkunum að fá taugaáfall þegar köngulóin fór að draga afturfæturna. Þá var brúsinn örugglega hálfnaður.
Ég spreyjaði samt 30 sinnum en til örygis.
Köngulóin var komin undir sófa sem stendur þarna á ganginum og virtist dauð. Ég stóð í polli af stinkandi hreingerningarvökva og með kökkinn í hálsinum skjögraðist ég inn í samverustofuna og settist niður og fékk mér bolla af svörtu kaffi. Setti fæturna upp á stól, því ekki langaði mér að fá könguló upp buxnaskálmina mína.
Ég var með bullandi samviskubit og leið ekki vel. Aldrei gott að drepa dýr, nema húsflugur.
Þaðan sem ég sat gat ég horft fram og niður ganginn. Við endann á ganginum er sófinn sem köngulóin skreið undir. Frá sófanum og að stólnum sem ég sat á eru litlir 32 metrar! Þegar ég setti á mig gleraugun SÁ ég kvikindið undir sófanum. Alla þessa leið.
Þegar loksins útigrúppan kom inn að hjálpa um 2 leitið, spurði ég konuna sem ég þekki ekki baun, hvort hún gæti tekið köngulóna og sett hana í klósettið svo ég gæti unnið án þess að vera alltaf að spá í hvort ógeðið væri lifnað við. Hún hélt það nú, þessi elska, en fékk samt vægt sjokk þegar hún sá stærðin á henni. Sagðist aldrei hafa séð svona stóra könguló.
Nú er ég bara að spá í hvar fjölskylda þessarar köngulóar er. Varla var hún einstæðingur, þó ég voni það innilega.
Ég er í fríi fram á sunnudagskvöld og ætla þá að taka með mér skordýraeitur.
Takk fyrir kommentin og kveðjurnar, elska komment og kveðjur.
Góða helgi á ykkur öll.
Athugasemdir
heheehe.....tetta hefur verid alveg frábær næturvagt, vildi ad ég hefdi verid fluga á vegg og séd tetta allt saman...nei kannski ekki fluga tví tú drepur tær óhrædd...kannski madur ætti ad sjá til tess ad tad sé til eitthvad eitur fyrir tig svo tú getir gengid óhrædd um gangana...
En sjáumst á mánudagsmorgunn kl.06.37
maja (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:37
Ehhh já takk. Þú mátt sko kaupa eitur.
Hlakka til að sjá þig á mánudaginn :) 06:37 nákvæmlega
Hulla Dan, 25.4.2008 kl. 19:52
Hellúúúúú, Kóngulóarbani Sigurður Fáfnisbani þótti flottur i denn Ert þú þá ekki nútíma hetja
Góða helgi !
Guðrún Þorleifs, 25.4.2008 kl. 21:06
Er enn i sjokki ... bara eftir ad lesa thennan pistil...get bara ekki skrifad.. ÉG HATA KØNGULÆR
Góda helgi
María Guðmundsdóttir, 26.4.2008 kl. 17:33
Vá, mér finnst þú alger hetja. Ég held bara að ég hefði dottið niður dauð, í bókstaflegri merkingu ef ég hefði mætt þessu ferlíki. Ég þoli ekki köngulær og get varla drepið Dordingul. Börnin mín hlæja alltaf jafn mikið að mér ef ég neyðist til að drepa könguló með tilheyrandi óhljóðum (sko í mér)
kv
Guðbjörg O.
Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:10
Uss Hulla ég var búin að kota þetta allt í hausnum á mér elliheimili í Danaveldi...
ég get ekki sagt að ég sé hrædd við þessar köngulær sem hanga utna á íslenskum húsum en ég vildi ekki mæta einhverrir í ofurstærð og það að nóttu til ..hessus
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.4.2008 kl. 22:36
Elsku kellingin mín.
Ekki gott að þú cert í svaða lífshættu í vinnunni.
N ég hef séð HLUSSUSTÓRA könguló sem fylgdi með Bananaklasa, oj bara.
Sennilega á þessi ekki aðra ættingja þarna er líklegast bara flækingur. :)
Datt bara í hug að senda þér smá hughreystingu, snúllan mín og í leiðinni að hrósa þér fyrir frábært blogg endalaust.
Knús á þig og þina familíu.
Bína (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:56
Hæ sæta mín Jakk Er nokkuð viss um að næstu nætur verða undirlagðar af kóngulóarmartröðum Ég er sko ekki hrifin af kóngulóm,það var ein(lítil) að dingla fyrir utan eldhúsgluggann í gær,ég skírði hana Karlottu og svo kom heimasætan og slátraði henni fyrir mömmu sína Ætli ég verði ekki að leggja alla útiveru á hilluna núna,hér eru skordýrin byrjuð að spretta upp og Kata er ekki ánægð Þúsund þakkir fyrir kommentin þín elsku Hulla
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:36
Skil þig fullkomlega Hulla, kræstur kóngulóarfóbían var alin upp í mér af bræðrum mínum og var ég orðin "Nokkuð" sjóuð meðan ég bjó í Danmörku en samt hefði ég ekki viljað mæta svona RISA !!!
Þú ert hetja
Harpa (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.