27.5.2008 | 21:53
Frídagur á morgunn.
Á morgunn á ég frí. Það finnst mér ljómandi gott. Ætla reyndar að skreppa í heimsókn í vinnuna því að það er sameiginlegur morgunnmatur og rúnstykki. Hugsa að það verði bara notalegt.
Annars er ég búin að ákveða að eyða deginum í að vera pínulítið skapandi.
T.d að mála málverk. Eða að búa til blómabeð. Bara með blómum í. Ekki illgresi. En þá verður líka að vera sól og hiti.
Ég get s.s afskrifað öll húsverk. Það finnst mér ekki leiðinlegt. Húsverk eru nefnilega ekkert listræn. Og þar sem ég var afskaplega dugleg í dag, eftir 8 tíma vinnu, þreif m.a.s. stofugluggana bæði að innan og utan, þá hef ég ekki einu sinni snert af samviskubiti.
Mamma og Lárus eru að koma 7. júní og strákarnir júbbluðu af spenningi. Ekki síst þegar ég sagði þeim að hún ætlar að koma með bæði Royal búðing og mysing.
Svo koma Pabbi og Ragna þann 17. til landsins og nokkrum dögum seinna hingað niður eftir. Ekki urðu júbblin minni við að heyra það. Búið að plana honum í ýmsar gönguferðir...
Well rúmið bíður. Later... Hulla the Pull
--------------------------------------------------------------
I morgen har jeg en fridag. Det syns jeg er bare skinende godt.
Jeg skal dog i besøg i mit arbejde da de har fælleskaffe og rundstykke. Tro det bliver hyggeligt.
Ellers har jeg bestemt mig at få min dag til at brug min dag i at blive lidt kreativ.
F.ex ved at male et maleri. Eller gøre et blomsterbed. Kun med blomst i. Ikke ukrudt. Men så skal det altså være sol og varme.
Jeg kan så bare udelukket alt husarbejde her hjemme. Det syns jeg ikke kedeligt Husarbejde er nemlig ikke så kreativt.
Og der som jeg har været meget dygtig i dag, efter 8 time på arbejdet, vaskede også vinduet i stuen af, indvendig og udvendig, så har jeg det bare slet ikke så skidt.
Min mor og Lárus er på vej her til d.7. juni og mine drenge jublede af glæde. Og lidt mere når jeg fortælte dem at hun skal komme med Royal budding og mysing.
Så kommer min far og Ragna d. 17. og par dag seners kommer de så her ned til vores. Drengene jubilerede ikke mindre når de fik det ad vide.
De har allerede planlagt mange gåture sammen med sin morfar.
Well min seng venter på mig... Later... Hulla the Pull
Athugasemdir
ég var nefninlega líka alveg ógeðslega dugleg í dag, ætla ekki að vera það á morgun,það er allavega ekki á planinu..
þá mun ég sitja eins mikið og ég kemst upp með sem er auðvitað takmarkað með svona vaxandi stubb..kannski tape-a ég hann við vegginn eins og var gert við krakkann á myndinni sem var á öllum bloggum hérna á tímabili
þá gæti ég jafnvel setið alveg fram að kvöldmat
Guðríður Pétursdóttir, 27.5.2008 kl. 22:20
Sæl Hulla, Hvaða rosalega krúttlegu dýr eru þetta efst á síðunni hjá þér ?
(Er nefnilega svo veik fyrir spes dýrum).
Kv. HHS
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 23:38
Ég held að þetta sé snilldarlausn hjá þér Guðríður... Bara að teipa stráksa
Láttu mig vita hvernig gengur...
Þetta krúttlega dýr heitir Genette og er kisi (einhverskonar) Ég verð að fá eitt svona fljótlega. Það er bara möst.
Strákarnir mínir vilja helst vaskabjörn og íkorna og það er alveg í boði eftir einhvern tíma. En ég VERÐ að fá eitt svona par af Genettum.
Stefni á að fá þær í fertugs afmælisgjöf = verða að bíða í LANGAN tíma eftir því, því ég er svo óhuggnalega ung ennþá.
Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 06:47
Allt stefnir í að þú verðir hætt að vinna á "hælinu" innan skamms og komin með þinn eigin dýragarð.
Bara til að útskýra, þá er "hælið" einkahúmor á fyrirbærinu dvalarheimili aldraðra. Ekki illa meint en stefni ekki á slíkann stað.
Það er greinilega mikið að gera hjá þér í dag en mér finnst vanta eitt snilldaratriði og það er kaffi hjá mér
Guðrún Þorleifs, 28.5.2008 kl. 07:39
Hæ þú, svakalega ertu dugleg á blogginu, ég bara skammast mín og fæ minnimáttarkennd :D
Ætlaði annars bara að kvitta fyrir komu mína ;) er líka í fríi í dag, næs og stefni á að vera einstaklega listræn og mála eitt stykki stofuglugga, að öðru leiti liggja í leti og hafa það huggulegt. En mér sýnist stefna í að við hittumst ekkert fyrr en í Belgíu, miðað við þinn gestagang og minn :( En verðum í bandi og góðan listrænan frídag knus og kram frá mér til þín ;)
Stína (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:35
Gangi þér vel að vera skapandi í dag. Ég er komin heim úr vinnu og kastaði upp( Ég er ekki ólétt þó ég sé engan vegin létt.) Ég ætla að kúra mig með Gabríel og hafa það næs! Láttu okkur sjá sköpunarverkið!
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:22
Takk fyrir síðast
Funduð þið eitthvað?
Guðrún Þorleifs, 28.5.2008 kl. 16:43
Segðu mér nú pínulítið meira frá þessum R-nes vinum
Og nej ég er ekki ólétt. Eins og er nú dásamlegt að vera ólétt, fyrir utan grindargliðnun, þá tók ég þá gáfulegu ákvörðun þegar Jói fæddist að láta binda fyrir eggjaleiðarana. Búin að búa til fleiri íslendinga en margir.
Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 18:31
Woww ég verð greinilega að halda mér vakandi.
Fuking leiðindi þessi tímamunur grrrr.
Settar teygju þér að segja. Ekki traustvekjandi en búið að tolla í þessi 8 ár.
Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 18:49
Einu barni þá???
Ekki fyrir mig.
Væri samt alveg til í það, og þar sem ég er ofsalega óskysöm væri ég sennilega komin með nokkur í viðbót ef ég væri ekki teipuð... hahahah
Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.