2.6.2008 | 11:50
Sól og sumar.
Sól og sumar á þessu heimili. Nenni ekki að gera allt sem ég ætlaði að gera hér heima, m.a.s að gera allt skínandi hreint... þökk sé Guðríði http://lebowski.blog.is/blog/lebowski/ .
En ég á viku frí og er að hugsa um að fara á fætur klukkan 5 í fyrramálið með Eika og þá ætti ég að komast yfir... helling.
Ætla að vökva blómin inni og úti og baunabelgina og liggja svo í smá stund og hvíla mig, í sólinni
Eigið góðan dag.
---------------------------------------------------------------------
Sol og sommer på dette hjem. Gider ikke at gøre de ting som jeg skulle her hjemme, dvs at gøre rent... Tak til Gudridur http://lebowski.blog.is/blog/lebowski/
Men jeg har en uges fri nu og har tænket mig at stå op sammen med Eiki klokken 5 i morgen tidlig, så får jeg nok gjort hel masse.
Nu vil jeg vande min blomster indfor og udenfor og vores ærter, og så vil jeg hvile mig lidt, i solen
Har en god dag.
Athugasemdir
hæ Hulla mín ég var búin að gleyma þessu á hansen en ég hef augljóslega hitt naglann á höfuðið hehe ég er með netfang ingileif@askja.org en ekkert blogg er stundum á msn .annars er alltaf gamanað lesa bloggið þitt gaman væri að heyra í þér bestu kveðjur Inga hin orðheppna
ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:27
sorry....
Guðríður Pétursdóttir, 2.6.2008 kl. 16:46
Hehehe Langt síðan ég hef spilað svona
Inga: Skrifa þér mail...
Hulla Dan, 2.6.2008 kl. 16:54
já thetta er erfitt...hér er allt ad verda fullt af skit og enginn nennir ad thrifa hver nennir ad hanga inni í svona vedri..???? ekki ég , svo "your not alone" , bara njóttu sumarblídunnar medan hún endist,thad ætla ég ad gera eigdu góda viku.
María Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 18:54
kvurs vegna má aumingja Eiki ekki kaupa píanó,skárri er það frekjan,bara af því að þú spilar ekki sjálf.Hér er málamiðlun :Eitt píanó á hverja fimm ketti,hvað segirðu um það? Svo er hér góð ábending,þegar píanóið kemur því auðvitað endar það með því og Eki fer að læra, ráðlegg eg honum að bíða með æfingar þar til hljótt er orðið í húsinu og allir farnir að sofa þá mæst bestur árangur.Hættu svo þessum yfirgangi Hulla litla og mundu að þar sem er hjartarými er alltaf húspláss. vel á minnst eg á víst nótnabækur upp í skáp hjá þér sem blessaðir drengirnir þínir gáfu ömmu sinni síðast þegar eg kom í heimsókn. eg kom þeim ekki niður í tösku en tek þær með núna. það er gott að einhver í fjölskyldunni hefur áhuga á hinni göfugu list tónlistinni . Gerðu svo eins og mamma,æfinlega láta maninn ráða það fer best á því.Með móðurlegri umhyggju frá aldraðri móður þinni.
mamma (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:03
Engar málamiðlanir hérna kona góð... Eiki fær ekki píanó. Hann er búinn að fá gítar, munnhörpu, bongótrommur, hristi egg og núna síðast harmónikku, og jú... þú gafst honum, mér til ómældrar gleði, BLOKKFLAUTU. Þú rétt ræður ef þú getur honum þetta ljóta píanó.
Elsku mamma, nótnabókunum er ég búin að henda. Það var vegna þess að litlu dásamlegu synir mínir, og dóttursynir þínir, funndu þá nefnilega í ruslagám og það var ástæða fyrir því að þeim var hent. Þegar fúkka stinnkurinn var að gera útaf við okkur ákvað ég að flegja þeim.
Eitt í lokinn, þú hefur aldrei látið manninn ráða Þú ert soddan frekjudós og hefur ráðið bæði yfir mönnum og börnum.
Elska þig háaldraða móðir og hlakka til að sjá þig eftir 4 daga
Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.