Var þetta nú ekki óþrafi?

Verður alltaf að drepa alla birni sem koma í heimsókn til landsins???
Ógnaði hann einhverjum eða hefði bara verið hægt að fanga hann og koma honum til síns heima?
Maður gæti grátið yfir drápþörf mannsins.

 Fallegt dýr og synd að það sé dáið.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var Rás 2 sem drap þennan Íbjörn með það að hleypa manni í beina útsendingu að segja frá honum áður en haft var samband við yfirvöld.

Rás 2 setti fólk í hættu með það að auglýsa björninn og staðsetningu hans.

Þetta er örugglega eina útvarpsstöðin í heiminum sem hefur drepið ísbjörn.

Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:28

2 identicon

Alveg sammála þetta var algjör óþarfi.

Sigurður Ingi Þórðarson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Hulla Dan

Þá eru þeir hálvitar á rás 2... Þetta hefði ekki þurft að fara svona. Hefði allavega mátt reyna eitthvað annað áður. Grrrrrr

Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 16:35

4 identicon

Heimir ekki vissi ég af þessu með rás 2 (enda bý ég erlendis og hlusta ekki á rás 2) en ég er hneyksluð að heyra þessa framkomu rásar 2! Allt reynt til að vera fyrst með fréttirnar í staðinn fyrir að handla rétt. Greyið ísbjörnin fékk að gjalda fyrir það...

Íris (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:03

5 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Málið er bara að bjössi rölti í áttina að löggimann og allt varð brjálað tekinn var ákvörðun strax að dýrið skyldi fellt og ekkert kjaftæði, ekki góð landkynning fyrir okkur. Eins og dýralæknir sagði klúður og aftur klúður björninn var langt frá mannabyggðum, hefði átt að loka veginum og síðan að svæfa bjössa og koma honum til síns heima, það er víst eydd öðru eins.

Guðjón Þór Þórarinsson, 3.6.2008 kl. 18:49

6 identicon

Það var því miður ekki til svæfingarlyf samkvæmt umhverfisráðherra, sem duga á svona stór dýr og sem betur fer var ekki tekinn "sjensinn" á því hve svangur hann væri, en oft á tíðum eru þessir birnir alltof svangir eftir svona langt ferðalag...en það hefði þurft að vakta hann í alla nótt til þess að geta síðan svæft hann eftir að svæfingarlyf hefði borist til landsins...

Iss hann verður flottur svona uppstoppaður, ekki var heldur hægt að setja hann í búr í Húsdýragarðinum..hvergi staður til að geyma hann, enda vorkenni ég svona villtum dýrum lokuðum inn í búri...gleymi aldrei geðsjúka ísbirninum sem er líklega ennþá í Zoologisk Have i Köben...villuráfandi og með dautt augnaráð.....

Harpa (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: Hulla Dan

Sammála þér með dýrin í köben. Fer ekki þanngað því ég fer þaðan út með kekki í hálsinum, og þannig á ekki huggó sunnudagur með börn að vera.

Trúi ekki baun á svona útskýringar að ekki hafi verið til svæfingarlyf.
Búlshit búlshit og aftur búlshit.
Bara gefa honum 3 faldan skammt sem naut fá, og han hefði steinlegið.
Svo bara upp í næsta bát og bæ bæ Ísland, halló Grænland.

Var ekki þarna en finnst þetta skelfilegt.

Hulla Dan, 3.6.2008 kl. 19:34

8 identicon

Já ég er sko sammála, afhverju í andsk, að skjóta björninn? Hann var ekki nema eitthvað um 250 kíló og mér skilst að það sé í einhverju líkingu við Nautaþyngd, svo málið með að ekki hefðu verið til næg deyfilyf var sko bara argasta bull.... Þetta var bara ljótt og illa innrætt gert

Bára Berg (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:18

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég held að menn hafi flítt sér einum of þarna,það var ekki haft samband við dýralæknir á þessu svæði en það var búið að kalla út menn með stórar byssur strax afhverju var ekki hringt í dýralæknirinn um leið og byssu mennina ?

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 09:11

10 identicon

Hej Hulla. Er det dine alle de skønne kattekillinger? Var på "Den Gyldne Løve"

idag. Var ikke klar over at du alligevel ikke skulle med. Ha`en rigtig god ferie

i det pragtfulde solskinsvejr. Hanne.

Hanne Nothlev (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:58

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Við getum ekki dæmt um þetta. Björn sem er svangur er afar hættulegur. Engin deyfibyssa nálægt, ég hefði ekki viljað Bjössa gamla nálægt mér. Fólk gerði sitt besta. Annars þótti mér óþarfi að byssumennirnir skildu stilla sér upp fyrir myndavélar með byssurnar við dauðan bangsann!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:24

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Bara...hættulegan Björn!!!!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2008 kl. 17:18

13 Smámynd: Hulla Dan

Björn Bjarnason hahahahaha.

Las viðtal við Egil dýralækni sem var með deyfilyf í bílnum hjá sér og talaði um að það hefði mátt koma því fyrir í mat eða bíða í klukkustund eftir deyfibyssu.

Mér finnst ljótt og viðurstyggilegt þegar menn drepa dýr, og stilla sér svo stoltir upp hjá hræinu og finnast þeir í alvöru stórir menn. Svona menn eru litlir og drulluháleystar í mínum augum.

Það er ekki algengt að ísbirnir ráðist á menn, og þeir sækja ekkert sérstaklega til mannabyggða. Það hefði vel mátt kasta til hans dauðu lambi til að seðja sárasta hungrið hjá honum og hann hefði þá sennilega verið rólegur og stilltur þar til deyfibyssan hefði verið komin á svæðið.

Ohhh get orði svo pirruð....
 

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 17:52

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hafið þið séð í blöðum þá andstyggilegu myndir þegar stórir og stæltir menn hreykja sér af því að hafa skotið mink??  (pínulítil dýr)   (eða ref??) Mér finnst þetta smáborgaralegt og villimannlegt.

En þegar stórt bjarndýr er nálægt okkur, þá er viskan ekki nægilega mikil til að hugsa rökrétt. Þá er bara hugsað...burt með hann....

Ég ætla ekki að setja sjálfa mig í dómarasætið þar sem ég hugsa ekki rökrétt þegar dýr eru annars vegar...

Kveðjur og heilsanir...

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2008 kl. 18:04

15 Smámynd: Hulla Dan

Ég man alltaf efir forsíðumynd á DV fyrir nokkrum árum. Það var mynd af 2 strákum, sennilega um 10-12 ára. Minnir frá Grindvík.
Þeir höfðu drepið mink. Murkað úr honum lífið með því ð berja hann með spýtum. Eltu uppi og drápu þetta litla dýr, sem ógnaði þeim á engan hátt, og var hampað eins og hetjum í dagblöðum landsins á eftir. Ógleðin síður ennþá í mér við tilhugsunina.

Ég vill heldur ekki setja mig í dómarasæti, en þegar er talað um að kostnaðurinn hefði orðið of hár við að bjarga bangsa þá skyrpi ég á það.

Knús og kossar.

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 18:15

16 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

...til máli mínu til stuðnings...þá fannst mér jarðhræringar alltaf svolítið spennandi... þar til sl. fimmtudag...

Stundum veit maður ekki hvað maður er að tala um fyrr en á reynir.....................................

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2008 kl. 18:16

17 Smámynd: Hulla Dan

Skil vel hvað þú ert að fara Rúna.
Ég er heldur ekkert viss um að ég væri til í að hafa bangan í garðinum mínum, en það sem pirrar mig mest af öllu er, að það lítur allt út fyrir að þetta hafi verið illa skipulagt, og eins og svo oft hjá íslenskri lögreglu, eitthvað mikilmennskuæði í gangi. Svo kemur lýgi ofan á allt annað og það böggar mig mega mikið.

Veit líka að þetta hefði alls ekki þurft að fara svona.

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 18:24

18 Smámynd: Hulla Dan

Hej Hanne... Fik det ad vide i går jeg, aligevel ikke skulle med på det gyldne løve.. Passer mig også godt forde jeg er hjemme syg

Det er alle mine killinger. Jeg har snakket med Sonja om at to af dem måske kan bor på plejehjemmmet. Det syns hun var en god idea, så nu vil jeg forsæte med at spørge personalet og beboerne om de er klar til at få dem.

knus og kram.

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband