Bubbinn minn :D

Elsku Bubblingurinn minn á afmæli í dag.

Fyrir 21 ári eiginlega nákvæmlega valt bíll sem ég var í upp í Jósefdal. Ég var nýorðin 17 ára og kasólétt af frumburði mínum, henni Dönu Maríu. Ætlunin var að hrista fæðinguna í gang svo ég mundi eiga fyrsta barnið mitt á afmælisdegi goðsins, enda var ég sett þennan dag samkvæmt sónar.

Eddi vinur okkar átti fallegan, bláan Bronkco sem við rúntuðum ansi oft í.
Hann var ansi fær jeppa ökumaður og margoft keyrt þessa leið.
Við keyrum upp fjall ( ekki komið þarna í 21 ár, svo ég man ekki alveg hvernig leit út þarna) og þegar við vorum að komast á toppinn gerðist það að bíllinn drap á sér og bremsurnar urðu óvirkar.
Jeppinn byrjaði að renna aftur á bak og sama hvað Eddi skrækti og æpti þá virkaði bíllinn ekki. Hann var bara dáinn. - Hann reyndi líka að koma honum í gang- -æpandi og skrækjandi-

Jeppinn hélt áfram að renna og það eina í stöðunni var að beygja honum útaf slóðanum. Með þeim afleyðingum að hann valt.
Ég man að hann beygði til hægri og við svifum í lausu lofti og svo var eins og allt staðnaði. Ég lá frosin. Hugsaði bara um litla barnið mitt og hvort að væri allt í lagi með það.
Ég gat ekki hreyft mig og fann varla löngun hjá mér til þess... gjörsamlega lömuð.
Ég heyrði þegar Óli og Eddi veinuðu og bröltu út úr bílnum og svo heyrði ég að þeir kölluðu á mig.
Ég man að ég gat ekki svarað, sennilega verið í losti.
Ég man tryllinginn í þeim þegar þeir lyftu þessum þunga bíll ofan af höfðinu á mér og náðu að draga mig undan honum.
Aftur rúðan, þar sem ég sat, hafði dottið úr, eða brotnað, allavega var engin rúða lengur, og ég hafði lent með höfuðið undir bílnum ofna í rolluslóð, þannig að bíllinn sat þvers á rolluslóðanum og rétt snerti á mér höfuðið. Það eina sem strákarnir sáu þegar þeir komust út úr bílnum, var hvirfillinn á mér undan bílnum.
Svo segi ég að ég sé ekki heppin???
Við komumst niður af fjallinu og að sumarbústað og þar var elskulegur maður sem keyrði okkur í bæinn.
Ég hef ábyggilega fengið taugaáfall því ég missti málið og það eina sem kom útúr munninum á mér var eitthvað óskiljanlegt bull.
Ég á aldrei eftir að gleyma léttinum þegar ég komst í mónitor og fór að finna hreyfingar aftur.
Þetta var einn af mínum verstu dögum í þessu lífi. Þar ti ég vissi að litla ófædda barnið mitt var ekki slasað.
Dana mín fæddist svo þann 12. Falleg og yndisleg.InLove  Eddi kom í heimsókn og gaf henni kanínu sem hafði hangið neðan úr speglinum í bílnum. Hún á þessa kanínu ennþá og heitir hún Veltir.

En Bubbi minn á sem sagt afmæli í dag og ég vona að hann eigi gleðilegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta staðfestir greinilega það að það er engin aðferð til sem kemur fæðingu af stað, börnin koma bara þegar þau ætla sér að koma. Þarna hefurðu reynt allt í einu, högg, spennu, æsing, lost og allt saman, samt 6 dagar eftir.

Sigrún (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Hulla Dan

Notaði reyndar aðra aðferð til að fá Jóa í heiminn... Hún svínvirkaði...  eftir nokkrar tilraunir

Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þig.

Bubbinn var einu sinni flottur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já allt reint til að koma þessum krílum út í þenna heim.

Þegar ég gekk með Ástu fór ég framm yfir settan tíma og mér var boðið svo kallaðan vita hring hér í Grindavík en þangað til ég vissi í hvaða bíl ok með ökumanninn ef hann var ekki í stríðnisskapi ég semsagt afþakkaði og vildi ferkar bíða .

Bubbi er góður og á marga góða slagara.

Kveðja til þín Hulla mín. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.6.2008 kl. 17:04

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Thad hefur einhver haldid yfir ykkur mædgum hlífdarhendi thennan daginn svakalegt ad lenda i svona. hef thvi midur fengid smakk af thessháttar leidindum.

Eigdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 6.6.2008 kl. 17:54

6 identicon

   Til hamingju með Bubbaling, ég er alveg sannfærð að hann getur ekki átt annað en góðan dag þv´ði þú hugsar svo mikið og vel til karlsins :)

  Ég er á þeirri skoðun og hef reyndar verið lengi að

eigi er feigum forðað né ófeigum í hel komið

  og þið mæðgur voru sko hreint ekki feigar :)

  Takk fyrir innlitið í gær frábært að fá svona óvænta heimsókn :*

Þóra Björk (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:01

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég las þetta með öndina í hálsinum og gæsina í maganum.. .eða þannig. Hugsaðu þér hvað lífið hefði getað orðið öðruvísi hjá þér. En það fór nákvæmlega eins og það átti að fara.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Hulla Dan

Jenný... Takk  og Bubbi er alltaf flottur.

Heiður... Takk fyrir kveðjuna, og I do love manninn.

María... Já einhver hefur passað okkur þennan dag, og ætla SKO að eiga góða helgi.

Þóra... Takk sæta, Og það var indælt að sjá þig í gær

Jóna... Ég las þetta reyndar yfir með kökk í hálsinum, aldrei lesið þetta fyrr, allt öðruvísi að segja frá þessu. Svo var ég bara svo lítil líka.
Ég þakka en fyrir að þetta fór svona vel.

Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 19:42

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Úff... sannarlega ertu heppin mín kæra og þarna sannaðist það!!! Var alveg að fara að skæla þegar ég las þetta.

Hef verið svo upptekinn þessa viku og því ekki komist til þín. Langar að hitta háaldraða móðurmynd þína á meðan hún dvelur hér en ég skila verkefninu mínu á þriðjudaginn. Verðum í bandi.

Guðrún Þorleifs, 6.6.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Hulla Dan

Guðrún... Frábært, veit að mömmu langar líka að hitta þig. Þú verður bara í bandi þegar þú hefur tíma.

Hjördís... Takk, Ég persónulega elska svona troðninga. Kíktiru og Hookerinn?

Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 20:05

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með Bubbann þinn, hann er æði gamli kallinn  

Það var eins gott að fór eins og fór elsku vinkona, það mundi vanta mikið í þennan heim ef þú værir ekki hér.

Takk fyrir hjálpina, ég var eins og asni í þessu og ekki spurning sko, það verður gaman saman hér

Love you

Elísabet Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Dana María Ólafsdóttir

Já mamma mín.. Ég var svo undurfríd og falleg.. :)

 Tetta var fyrsta og vonandi seinasta bílveltan mín :)

Dana María Ólafsdóttir, 7.6.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband