Bara varð :)

Ég er mitt fan nr 1. Viðurkenni það fúslega. Finnst ég bæði spes og krúttleg. Svo lýg ég eins sjaldan og ég hef tök á, þó ég sé pínu ýkin. Ég le ekki fólk, meisa ekki fólk og er allt í allt mjög friðsöm. Hefði eins getað heitið Friðsemd, eða Friðmey/mær.
Alla vega þá var ég að skoða gamlar færslur - og jú ég á mér líf- og það rifjaðist upp hvað ég á fyndin börn. Þau eiga reyndar ekki langt að sækja það.
Hér kemur hún... Skrifuð í febrúar 2006... Atli Haukur rúmlega 11 ára...

Munkar og Sonic speed alive!

Ég ætlaði alltaf að segja frá kenningu Atla Hauks um munka.....

.

Þannig var að ég var að keyra þá í skólann um daginn og Atli byrjar að tala um eitthvað lag sem honum langaði svo að heyra. Ég var ekki alveg að koma því fyrir mig þó að hann segði mér nafnið á því....
-Æ mamma, þú veist, þarna, Sonic speed a live..- hummm. Ég skildi ekkert hvað hann var að meina.
-Mamma láttu ekki svona, þú erft alltaf að spila það-. Svo fór hann að reyna að syngja það... Og þá lokaðist ég alveg.  
Ég reyndi og reyndi að koma þessu lagi fyrir mig, því það er ekki oft sem Atli Haukur biður um óskalag.
– Mamma, hann er dauður, söngvarinn- Ég var engu nær. Allt í einu kveikti ég á perunni....... Ertu að tala um Elvis Prestley, spurði ég. Atla Hauk finnst Prestley nefnilega ótrúlega góður. En nei það var ekki Elvis sem krakkinn var að tala um . En einhverra hluta vegna fékk þessi uppástunga mín, um að Elvis hefði sungið lag sem heitir Sonic speed alive, Atla Hauk til að fara að hugsa um munka.
Ég skil stundum ekki hvað er að gerast inn í kollinum á þessum strákum mínum. En þegar hann var búinn að tjá mér að ég væri nú ekkert sérlega vel að mér í tónlistarsögu, þá spurði hann mig að því hvort ég vissi hvað munkar væru yfirleitt að gera í klaustrum Ég hugsaði mig vel um, því mér datt í hug að þetta væri svona trikkí spurning, og sagði síðan ofur varlega að ég gæti ímyndað mér að það tengdist trú á einhvern hátt. Pælið í því!! Ég var á nálunum yfir því að ég mundi svara vitlaust!!
Ég gat séð í baksýnisspeglinum að hann horfði á mig með pínu vorkunn í augunum. Svona .. æ greyið mamma, svo fáfróð.
– Já, sko , mamma, það vita það nú allir, sagði hann og var pínu pirraður yfir hvað ég var treg. Ég er að meina í leyniherberginu!! Veistu hvað munkarnir eru að gera í leyniherberginu??? Þeir fara alltaf inn einn og einn í einu og eru þar í smá stund og koma svo út aftur, mjög glaðir! !. Veistu hvað þeir eru að gera þarna inn???-  
Ég var farin að keyra frekar hratt, því að mig var farið að hlakka órtrúlega til að losna við barnið og þessar óþægilegu spurningar út úr bílnum.
Ef Eiki hefði spurt mig að þessu sama veit ég alveg hverju ég hefði svarað. Hahahahha.

En þar sem Atli Haukur er bara 11 ára og þar að auki sonur minn, bað ég þess í hljóði að krakkarnir í skólanum væru ekki búnir að fylla hann af einhverju rugli og hann væri en bara saklaus lítill strákur með fallegar hugsanir .
Ég hækkaði bara smá í tónlistinni og fór aftur að tala um Sonic speed alive. Atli Haukur lét nú ekki slá sig út af laginu og var greinilega með allan hugann við munkana og leyniklefann þeirra. –Mammmmmaaa!!! –Nennirðu að lækka, ég ætla að segja þér-   
Shit!! Ég lækkaði og um leið lét hann það flakka. Guð minn góður!!!
- Sko munkarnir fara inn í leyniklefa sem heyrist ekkert út um, og þar inni er geislaspilari og fullt af Elvis diskum, og svo setja þeir uppáhalds Elvis diskinn sinn í spilarann og reyna að dansa eins og hann Elvis. Eru sko að stæla hann..... -
Ég var BARA orðlaus. Mig langaði svo að hlægja, en af áður fengini reynslu, mat ég það svo, að best væri að láta það ógert.
Atli minn, sagið ég, og reyndi að halda aftur af mér, hvernig veist þú þetta??
-Mamma...... það hlýtur bara að vera. Hvað ættu þeir annars að vera að gera??- 
Gott mál,... Atli er ennþá barn!!! Og þrátt fyrir svartan húmor á þessu heimili, þá virðast strákarnir halda sakleysi sínu...... ennþá.
Ég var komin að skólanum og ákvað að spyrja ekkert útí hvernig hann vissi um leyniklefana í munkaklaustrunum. Á leiðinni í vinnuna hugsaði ég svo ekki um annað en Sonic speed alive. Ég var meiri að segja farin að raula þetta lag sem ég vissi ekki hvað var.

Þegar ég keyrði svo Atla í skátana um kvöldið setti ég diskinn hennar Dönu í með laginu mínu, Don´t stop me now, með Queen. Og Atli hrópaði upp yfir sig.... Þetta er það, Sonic speed alive.  

Ég set textanvideoið hérna með og þið megið svo dunda ykkur við að finna út úr þessari setningu hans. Sonur minn er snillingur

Súper dúper kveðjur héðan, Hulla og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mér datt reyndar í hug Queen úr því að það var ekki Elvis en var svo farin að efast en sonur þinn er snillingur.

Kveðja á þig  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.6.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Magnaður drengur  og ekki við öðru að búast.

Elísabet Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta lá nú ekki í augum uppi en ljóst er að drengurinn er frábær

Ljótt að heyra af ástandinu með dýragarðsbörnin þín!

Heyrumst og sjáumst mín kæra

Guðrún Þorleifs, 10.6.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  He he já ég man eftir henni þessari og ég hló mikið að henni þá og eftur núna

það er reyndar enn skemmtilegra að lesa þetta þegar  maður þekkir drenginn :)

  Knús á þig

Þóra Björk Magnús, 10.6.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahaha þvíumlíkt hugmyndaflug og já það er ekki slæmt að börnin verði sem lengst börn, það er alveg óþarfi að flýta því allavega

en hvað ætli sé gert í þessu leyniherbergi í alvörunni???

Guðríður Pétursdóttir, 10.6.2008 kl. 20:51

6 identicon

Hahahaha! Alveg frábær saga! Já hvað annað ættu blessaðir munkarnir að vera að gera í leyniklefanum sínum ;) hehe

Varðandi lagið góða þá verð ég að viðurkenna að ég var ekki að fatta í fyrstu hvaða lag Sonic Speed Alive væri og er þó Queen-aðdáandi nr. 1! ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Tiger

  Alltaf blessuð sólin þessi börn - og þvílíkir viskubrunnar yfirleitt. Muna að skrifa niður það skemmtilegasta og leyfa þeim að njóta þess að rifja upp þegar þau fara að búa sjálf.

Kveðja í loftið og takk fyrir innlit og kvitt.

Tiger, 11.6.2008 kl. 04:07

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég fann staðinn í laginu!

Krakkar eru endalaus uppspretta ánægjulegra stunda!

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:49

9 Smámynd: Hulla Dan

Guðríður... ég er búin að google þetta með leyniherbergin og þetta lítur ekki vel út

Tígri... Ég skrifa mikið en ekki allt, þyrfti að vera duglegri með það, því eins og þú segir þá er náttúrulega frábært fyrir þau seinna að mamman lummi á svona skemmtilegum minningum af þeim.

Rúna... Mig grunaði að þú mundir leggja allt á þig til að finna út úr þessu

Þið hin... Tusund tak

Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband