Skrítið!!!

Í bæði skiptin sem við höfum flutt hingað til DK - 2001 og svo 2004- höfum við valið að sigla með norrænu.
Það virðist engin tollgæsla vera hérna... Allavega ókum við bara beint út úr bátnum og í burtu.
Dálítið skrítið, því í seinna skiptið sem við komum vorum við með Pernillu með okkur (Köttinn) og okkur var sagt heima að við kæmumst ekki einu sinni um borð án þess að vera með heilbrigðisvottorð og sérstaklega þar sem kisa var kettlinga full.
Hún þurfti líka að gangast undir heljarinnar skoðun og fá sprautur og að öllu þessu loknu fékk hún svo vottorðið. Mig minnir að allur pakkinn hafi kostað á bilinu 10-15.000.
Þegar við svo komum í Norrænu var ekki nokkur sála sem vildi kíkja á vottorðið.
Þeim var reyndar slétt sama þó að við værum með kött. Fannst meiri að segja tilvalið að við færum bara með hana inn á herbergi, eða káetu, eða klefa eða hvað þetta er kallað.
Við komuna til Hanstholm var ég svo tilbúin með þetta dýra og fína vottorð til að veifa því framan í hvern sem var, en ekki nokkur maður vildi við okkur tala.

Það er kannski engin svo heimskur að smygla einhverju hingað? Og þar af leiðandi ekki þörf á tollgæslu?

Bara smá pæling Smile
Hafið það gott.


mbl.is Mikið magn fíkniefna í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki ástæðan sú að aðrar leiðir seu yfirleitt farnar i smygli til DK svo er ekki bannað að flytja dýr inn frá öðru EU/EÖS landi en vottorðin þurfa að vera til staðar sé maður tékkaður og án dýravottorðs taka þeir dýrið - svo skilst mér að það sé þeirra sem hafa dýrin að gefa sig fram og fá vottorðin stimpluð i komulandinu

nolli (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Hulla Dan

Ó... Hvað veit ég... Ég er bara kona  
Mér var ekki sagt að gefa mig fram neinstaðar, og dýralæknirinn hérna úti gaf ekkert út á þetta þegar ég talaði við hann.

Skrítið

Hulla Dan, 11.6.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er greinilegt að þeir hafa haft veður af þessum fíkniefnum um borð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Alltaf eru brestir í blessaða kerfinu, sama í hvaða horn maður lítur.

Elísabet Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

their hljóta ad hafa fengid ábendingu um thetta. Held samt ad flædi ansi mikid framhjá thess á milli. En ég thurfti ad sýna bædi vottordin fyrir hundana mina thegar ég kom med thá hingad til DK...en thad er vist alveg upp og ofan...bara fer eftir hver er á vakt thann dag held ég.

eigdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:35

6 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Já ég man eftir því sama þegar ég ætlaði að koma með Jakob (páfagauk) hingað þegar ég flutti . . . .  . ég var meira að segja hrædd svo mikið þegar ég koma sjálf og var ekki með allan pakkann að ég skildi greyjið eftir þar til ég fór aftur til íslands og þetta kostaði u.þ.b. 20.000 og það var sko ekki nokkur sála sem vildi neitt kannast við að þyrfti að hafa nein vottorð með sér og dýralænirinn minn hefur ekki fundið hjá sér þörf að fá að sjá neitt af þessum skjölum þó svo að fuglaflensufárið hafi verið í hávegum þegar ég flutti með gaukinn hingað :)

   Hef þó grun um að því sé öðru vísi farið vilji maður fara með þau aftur til íslands :)

Þóra Björk Magnús, 11.6.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband