12.6.2008 | 07:09
12.júní. 1987
Það er 12 júní fyrir 21 ári. Klukkan er rétt um hálf 1 að nóttu til og ég vakna við að Óli er að ýta við mér. Ég heyri í pabba frammi, svo ég veit að Óli er nýskriðinn upp í. Þeir voru nefnilega að horfa á hundleiðinlegan vestra um ellefu þegar ég fór að sofa. Ég er komin viku fram yfir áætlaðan fæðingatíma og orðin býsna vondauf um að ég fari nokkur tíma af stað.
Óli er sem sagt að ýta við mér og spyrja hvort ég sé vakandi...
- UUUU já núna, segi ég frekar pirruð, þarf ekki mikið þessa dagana til að gera mig pirraða.
- Ég var bara að spá í hvort eitthvað væri að gerast hjá þér... verkir eða eitthvað.
-Nei segi ég frekar fúl og sofna aftur.
Hálftíma seinna vekur hann mig aftur og spyr að því sama!
Ég er orðin ansi pirruð á honum og eiginlega dálítið hissa líka því hann er ekki vanur að vekja mig með svona aula spurningar.
Hann er svo að vekja mig af og til alla nóttina, mér til mikillar ánægju og yndisauka.
Um hálf fjögur vekur hann mig til að segja mér að ég hafi umlað, og hvort ég finni til eða eitthvað.
Ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki baun umlað og nú er ég orðin andvaka og ekki möguleiki að sofna aftur.
Hann sofnar hinsvegar loksins og sefur vel. Ég heyri það.
Ég lá og hugsaði og reyndi að festa svefn aftur en allt kom fyrir ekki. Skoðaði yfir herbergið sem var risastórt og fullbúið fyrir ungbarn.
Öll föt þvegin og straujuð og komin í plast ofan í kommóðu, og búin að vera þannig í 4 mánuði. Vaggan sem Guðlaug vinkona hafði smíðað í smíðum handa mér þegar hún kláraði 9. bekkinn skömmu áður stóð uppá búin, með bleiku. Allt klárt, vantaði bara litlu dóttur mína.
Um fimmleytið fékk ég svo verk! Hélt reyndar að þetta væri bara samdráttar sakleysis verkur, en þegar annar kom 3 mínútum seinna varð ég stressuð.
Þegar ég fór að pissa tveimur verkjum seinna, og eftir að hafa reynt að vekja manninn sem nú svaf vært, án árangurs, sá ég að það var byrjað að blæða.
Nú var ég á mörkunum að fríka út enda aldrei heyrt um blæðingar svona seint á meðgöngu nema maður sé að missa barnið.
Ég vakti nú manninn af öllu afli og þegar hann var búinn að jafna sig eftir mesta sjokkið hringdi hann í mömmu sína. Hún ráðlagði okkur að hringja upp á fæðingarheimili, sem við gerðum ekki.
Hringdum í staðinn í mína mömmu. Eina sem hún sagði í símann var "ég kem" og skellti svo á.
Mamma bjó á þessum tíma í Breiðholtinu en við í Hafnarfirði, svo við áttum ekki von á henni fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 mín.
Óli hringdi á fæðingarheimilið og var sagt að við skildum bara koma og við skildum ekki hafa neinar áhyggjur, slímtappinn hefði bara losnað. Yehh ræt. Slímtappi mæ es.
Mamma hefur sennilega sett í fluggírinn því hún var komin um það leiti sem Óli hætti að tala við þá hjá fæðingarheimilinu.
Mamma vakti pabba sem svaf í herberginu við hliðina, ekki hafði ég hugsun á því.
Pabbi gerði það sem hann gerir 'þegar hann veit ekki hvernig hann á að vera... Hann fór inn í eldhús og smurði fullann bakka af brauði og stóð með það tilbúið þegar við komum til að kveðja. Greyið pabbi minn.
Mamma hafði fulla stjórn á þessu öllu og skipaði okkur að taka nýja fína Charadeinn sinn og hún ætlaði svo að koma á eftir á gömlu Lödunni okkar, sem var búið að spreyja "óli + hulla" á vinstri hliðina. En hún lét sem hún sæi það ekki og kom á öðru hundraðinu á eftir okkur.
Mig minnir að klukkan hafi verið að verða 8 þegar við komum upp á fæðingarheimili.
Ég var á mörkunum að láta lífið úr verkjum og var viss um að engin kona hefði upplifað slíkar þjáningar áður.
Mamma var hins vegar kát og glöð og sýndi mér lítinn skilning. Hún gerði að gamni sínu við ljósmæðurnar og þegar fæðingarlæknirinn birtist hvíslaði hún að mér " Heilsaðu manninum Hugljúf mín, sérðu ekki að þetta er sami læknirinn og tók á móti þér?"
Og ég náttúrulega, bara 17, óharðnaður unglingurinn" greip í spaðann á lækninum og spurði hann hátt og skírt hvort hann myndi ekki eftir mér. Hann gerði það nú reyndar ekki.
Mamma má nú samt eiga það að hún flýtti sér að slökkva á kassettunni sem var sett í, mér til afslöppunar... Hann hafði öfug áhrif á mig... og mömmu líka.
Klukkan 10 var mér sagt að ég yrði nú sennilega búin fyrir fimm. Það var lítil huggun og ég var farin að væla og vildi fresta þessu öllu saman, var bara engan veginn tilbúin í alla þessa verki. Þá sussaði mamma á mig og sagði mér að taka mig saman. Svo sagði hún með sinni sykursætu röddu..."Þér var nær Hulla mín, ég er viss um að þú hefur ekki argað svona meðan var verið að koma þessu barni fyrir í þér" Svo hló hún eins og tröllskessa.
Ég snar þagnaði og Óli sótroðnaði, enda þekkti hann mömmu ekki eins vel og ég.
Ég byrjaði svo að skæla hátt og hvelt og bað um að mér yrði vinsamlegast lógað.
Það voru ljósurnar ekki til í, og mér fannst allir á móti mér.
Þegar ég var að örmagnast ákvað ég láta undan og biðja um deyfingu. Ég hafði löngu áður ákveðið að nota engar deyfingar, því að ég var svo cool.
Því miður vinan, þá er of stutt í að barnið komi, svo... NEI!
Mikið leið mér nú stórkostlega að heyra þetta "nei"...
Óli reyndi að gera sitt til að linna kvalir mínar, t.d með því að nudda á mér bakið. En þar sem hann hafði ráðist á bílskúrsgólfið hans pabba nokkrum dögum áður (ætli það hafi ekki verið fæðingarþunglyndi) og var þess vegna í gifsi, þá var það frekar óþægilegt svo ég bað hann vinsamlegast um að hætta. Mig grunar að ég hafi ekki verið sú skemmtilegasta þennan morgunn.
Nú skulum við átta okkur á að þetta gerðist allt í gamla daga. Þá tíðkaðist nefnilega sá bráð skemmtilegi siður að klippa allar konur í fæðingu, svona djøst in keis, svo þær mundu ekki rifna. Mjög gáfulegt eða hitt þó heldur.
Klukkan hálf ellefu fann ég að hjartslátturinn minn var að fjara út og ég var steinhætt að hlusta á bullið í móður minni, hún var samt voða fyndin, verður það oft þegar hún er undir jákvæðu álagi.
Skyndilega þurfti ég að rembast, og sama hvað ég reyndi að halda aftur af mér, að beðni ljósunar, þá var það bara ómögulegt.
10:50 fæddist svo frumburður minn, hún fallega Dana mín.
Ég á aldrei eftir að geta líst hvernig mér leið þegar ég fékk hana rennandi blauta og sleipa í fangið. Veit að margar hafa upplifað það sama, og þetta er bara besta tilfinning ever!
Dana grét ekki, heldur opnaði annað augað og starði á ömmu sína eins og ugla.
Hún var svo dásamlega falleg að annað eins hafði bara ekki sést þarna á fæðingarheimilinu síðan 8.maj.1970.
Þegar Dana var ca 3ja mínútna gömul kom tengdamamma mín inn. Hún hafði þá beðið allan tímann frami. Mikið rosalega var gott að sjá hana. Og mikið rosalega lofaði ég mér að Dana yrði eina barnið mitt, því illa gefin taldi ég mig ekki vera, og ætlaði mér ekki að ganga í gegnum alla þessa tæpu 6 klukkustundir af ólýsanlegum kvölum aftur. Aldrei.!!!
Illa gefin eða bara hreinlega heimsk þá á ég 5 í dag.
Elsku litla Dennan mín. Innilegar hamingjuóskir með daginn Elska þig.
Fallega Danan mín og kærastan hennar hún Hanne.
Dennan góð við mömmu sína :)
Dana að haga sér kjánalega, hún á það til :)
Dana er dóttirin sem allar mæður óska sér, en ég á!!!
Athugasemdir
Innilega til hamingju med dótturina. Frábær lesning, skellti uppúr nokkrum sinnum ótrúlegar lýsingar á annars fallegasta hlut i heimi...en já..segi eins og thú..á 4 stykki thótt ég ætladi sko ALDREI ad ganga i gegnum thetta helv...aftur heimsk eda fljót ad gleyma...kvedjur til thin
María Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 07:17
Til hamingju með dótturina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 07:36
Til hamingju með Dönuna þína og takk fyrir skemmtilega færslu.
Geggjaður húmor í mínu fólki, lov´it.
Er ellismellurinn enn tínd og kannski tröllum gefin?
Guðrún Þorleifs, 12.6.2008 kl. 07:43
Æj hahaha það vildi til að ég vaknaði í besta skapi og þoldi alveg að brosa miklu meira. Rosalega skemmtileg færsla hjá þér Hulla mín.
Til hamingu með dótturina
Ragnheiður , 12.6.2008 kl. 10:11
Til hamingju með krónprinsessuna þína elsku Hulla.. Það var gaman að lesa þetta. Það er merkilegt að þó það séu margar barnsfæðingar á dag, þá er þetta alltaf jafn merkilegt. Það er alltaf svo dásamlegt þegar kúlubúinn er kominn.
Eigið þið góðan afmælisdag.
Rúna Guðfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 10:13
Til hamingju með hana Dönu elsku Hulla mín....
Ég ætlaði ekki að eiga nema eitt bar en á 3 í dag og var næstum búin að hætta við á hálfri meðgöngu með barn 2 þá mundi ég allt í einu að þetta var vont og sagði við mömmu þú verður að segja þeim þetta ....hehe
Kveðja og knús inn í daginn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.6.2008 kl. 10:20
Innilega til hamingju með Frumburðinn þinn!
kveðja
Bára & co
Bára Berg (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:11
Elsku Hulla mín til hamingju með Dönuna þína (okkar). Ég vona að þið eigið öll glaðan og góðan dag saman.
Viltu gefa henni stórt knús frá okkur, alalknúsið fær hún svo þegar við komum.
Nú styttist með degi hverjum í mikið knús og kossa.
Kær kveðja til allra,
Ragna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:27
Frábært að lesa fæðingarsöguna Þú ert auðvita barasta skemmtilegust Hulla mín Til hamingju með hana Dönu þína,flott stelpa sem þú átt
Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.6.2008 kl. 14:13
Ég get ekki betur séð en stelpuskottið sé nauðalík pabba sínum...flott og falleg stelpa og til hamingju með hana
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 14:55
Guð hvað hún er sæt og flott. Til lukku með daginn.
Ég lá í kasti við að lesa þetta Hulla, þú ert óborganleg.
Elísabet Sigurðardóttir, 12.6.2008 kl. 15:25
Tú ert nú alveg frábær til hamingju med pæjuna.
maja (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:25
Til hamingju með elsta ömmubarnið mitt Ljúfa mín Hún er yndisleg í alla staði.
Ég er ákveðin í að fá mömmu þína til að vera viðstadda hjá mér ef ég eignast nú fleiri börn . . . . . hún kann sko að halda uppi húmornum sú
Þóra Björk Magnús, 12.6.2008 kl. 18:54
Til hamingju með skottunna bara fyndin færsla, pældu samt í því ,, eins og hvað þetta er vont þá kemur svo andstæð tilfinning þegar maður fær þau í fangið. Kanski er það þess vegna að við gleymum sársaukanum allveg þangað til maður rembist með næsta
knúsí knús
Linda (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:21
Takk fyrir ad bjóda mér í hóp tinna bloggvina.Hlakka til ad fylgjast med tér og tínum.
Knús
gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 22:20
Vá, hvað þú ert skemmtielgur penni. Ég er búin að liggja hérna í kasti..... Yehh ræt. Slímtappi mæ es.... ég dó þar, fékk kast.
Innilega til hamingju með dótturina í tilefni dagsins, þetta er sæt stelpa
Linda litla, 12.6.2008 kl. 23:19
Ohmy - aðeins of seinn - en til hamingju með stúlkuna þína mín kæra. Vel skrifað hjá þér og mjög spaugilegur húmor í þér. En aftur, til lukku með þína! Knús og kram inn í helgina þína framundan.
Tiger, 13.6.2008 kl. 02:44
til hamingju,mikið er ég eitthvað sein, ég á eftir að lesa helling hjá þér, voðalega er það ekki jákvætt(neikvætt) að taka sér smá blogg pásur.. ég missi af "hegglings"
Ég var skorin í bæði skiptin hjá drengjunum mínum.. ef ég ætla að eignast fleiri verður það víst að vera svo líka þá..
og ég ætla að eignast eitt enn,held ég
takk fyrir færsluna og myndirnar,hún er rosalega falleg stelpan
Guðríður Pétursdóttir, 14.6.2008 kl. 00:36
Já, ég var svo falleg og yndisleg tegar ég fæddist.. Og er enntá.. Mikid hefdi tad verid gaman ef öll hin börnin tín hefdu verid svo gód.. :)
Takk fyrir bloggid.. Tú ert ædi :)
Love you mum...
Dana María Ólafsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.