Takk takk :)

Vil byrja á að þakka allar fallegu kveðjurnar á færslunni á undan InLove Elska kveðjur.

Mamma og Lárus eru hérna í Dk núna. Þau eru í sumarhúsi ekki langt frá okkur sem hentar okkur óskaplega vel, því þá er ekki langt að fara til að hanga yfir þeim og hrella þau.
Svo tóku þau líka strákana í kvöld og verða með þá í nótt.
Eins og við erum krúttlegt par og kunnum að njóta þess að vera barnlaus, þá hangi ég hérna í tölvunni og Eiki lafir í tölvunni hans Atla Hauks hérna uppi, endalaust kósý.

Það er samt pínu varhugarvert að senda börnin eftirlitslaust til hennar móður minnar.
Hún er svo hraðlygin að það síðasta sem ég sagði við strákana áður en við fóru var... Munið svo að trúa ekki orði af því sem hún amma ykkur segir ykkur!
Hún bullar endalaust um hluti sem aldrei hafa gerst.
Hún sagði þeim t.d þegar við kíktum á þau, þegar þau voru ný komin að ég hefði byrjað að reykja og drekka 3ja ára og hefði í þokkabót verið óþekk!!! Það vita nú allir sem mig þekkja að ég hef aldrei verið óhlýðin af neinu tagi.
Svo sagði hún þeim líka að ég hefði fæðst með horn og hala og hefði þurft að fara í aðgerð fljótlega efir fæðingu því að engin hefði getað horft á mig vegna allra auka hlutana.
Þetta er bara brot... og lygi.

Móðir mín er ofsalega spes kona.
Man t.d þegar ég gifti mig - einu sinni- þegar stelpurnar voru litlar. (er samt ekkert alltaf að gifta mig) að hún móðir mín fékk það hlutverk að halda dætrum mínum í skefjum. Það tókst henni ljómandi vel, en ég hugsa að allir kirkjugestirnir hafi heyrt sögurnar af Grýlu sem hún sagði stelpunum í miðri athöfn, hátt og hvellt. Á meðan át Lena blómavöndinn sinn, en það er önnur saga.

Annars er mamma voða fín. Pínu erfið á köflum, en annars indæl.

Það er dálítið erfitt að vera ég núna. Forvitin... og hef ekki hugmynd um hvað hún er að bulla í strákunum í þessum töluðu orðum.

Eigið þið nú ofsa fína helgi. Gæti trúað að sólin sé hjá ykkur, því að hún er allavega ekki hérna fyrr en á þriðjudaginn...

Kveðja og svakalega mikið af kossum... Hulla Pulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  bara gódur húmor i thér Hulla, gaman ad lesa thig. eigdu góda helgi og já,sýnist solla bolla eiga ad koma aftur til danaveldis eftir helgi ætla rétt ad vona ad thad standist..var farin ad óróast um ad sidasta sumar myndi endurtaka sig....en  bara ónei theink jú verí muts 

María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

oh þú ert bara fyndin núna Hulla pulla....gaman að lesa hvað mamma þín er ?

Helgar kveðja til þín og þinna. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við mömmur eru allar erfiðar stundum.  En mamma þín virðist kúl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 23:28

4 identicon

Aha, það verður gaman í næstu viku að hitta strákana og  fá að heyra sögurnar sem Dana amma hefur sagt þeim. hi,hi.hi ég hlakka til.
Kær kveðja
Ragna stjúpa

Ragna (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þessar mömmur! Þær eru bara perlur

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:19

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Bíð prúð og stillt eftir að hitta ykkur mæðgurnar

Guðrún Þorleifs, 14.6.2008 kl. 08:26

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Skemmtilegur húmor í henni mömmu tinni ...Eda er tad tú???

hvar býrdu í DK?

Ég er í Jydewrup á vestursjálandi...

www.jyderup-guesthouse.dk

Stórt knús inn í helgina.og njóttu a dhafa Mö og PA í nágrenninu

Gudrún Hauksdótttir, 14.6.2008 kl. 13:47

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

heheh mamman þin er engri annari lík..sem ég þekki, mín mamma er stríðnispúki stundum en við erum líkar að því leyti að við erum alltof oft fyndnar þegar við ætlum okkur ekkert að vera það

Guðríður Pétursdóttir, 14.6.2008 kl. 15:03

9 Smámynd: Hulla Dan

Takk takk

Frænka... hvað með á miðvikudaginn??? Varstu ekki bussy mánu og þriðjudag?

Guðrún... Ég bý í Bojskov. Flott sveit milli Søndrerborg og Åbenrå. Rétt við grensan. Ég er fynnnari en mamma  
Hafðu góða helgi.

Þið hin... takk fyrir kvittin

Hulla Dan, 14.6.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég hef nokkrusinnum komid til Søndreborgar og aabenra..Mjög fallegt í sønderborg á sumrin

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 14.6.2008 kl. 17:34

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Seinni partur á miðvikudag eða kvöldið gæti verið rétti tíminn

Guðrún Þorleifs, 14.6.2008 kl. 18:13

12 Smámynd: Tiger

 Hljómar alveg perrrrfect þessi mamma þín sko. Börn hafa alltaf gaman af þjóðsögum og ævintýrum - jafnvel þó þau séu um foreldra sína sko! Hahaha, snilldar kerling hún mamma þín bara.

Sólin hefur sannarlega verið hérna síðustu daga - og ekkert nema brunarústir á hinum og þessum bæjum - enda hlaupa allir út um leið og gula fíbblið sést á himni - og allir ætla sér að verða brúnir - í gær. En, gott er að hafa sólina af og til. Eigðu  ljúfa helgi og njóttu lífsins ...

Tiger, 14.6.2008 kl. 22:15

13 identicon

 er - endelig - blevet mormor igen. Til lille Simon. Min datter har været indlagt på Odense Universitetshospital temmelig længe. Nu kom han endelig og er sund og rask. Nu venter vi på at min datter skal blive rask. Jeg er så glad. Hanne.

Hanne Nothlev (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband