Júlíus Jesús 12 ára :)

En geysa afmæli í þessari fjölskyldu. Nú er það Júlli litli í Kattholti sem er 12 ára í dag.
Treystið ykkur í aðra fæðingarsögu? Ég bara finn hjá mér blossandi þörf að tala um fæðingu barnanna minn á afmælisdaginn þeirra.
Áður en ég uppgötvaði bloggið og alla möguleikana sem það hefur upp á að bjóða sat ég yfir afkvæmum mínum á afmælisdaginn þeirra og sagði þeim nákvæmlega hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þennan dag.
- Júlli minn, veistu hvað gerðist fyrir nákvæmlega 10 árum síðan?- spurði ég son minn fyrir tveimur árum.
- Já þú eignaðist mig... Pínu pirringur.
- Nei ég meina nákvæmlega.
- Þú varst að bölva ljósmóðurinni fyrir að sofa yfir þér. Pirr pirr
- Nei, Júlli, það var seinna. Fyrir nákvæmlega 10 árum var ég og pabbi þinn á leiðinni upp á spítala, á ljósunum í Garðabæ.
- Mamma viltu ekki bara skrifa þetta í bók og gefa mér???
Þá ákvað ég að þetta væri kannski orðið svolítið lúið Woundering
Þannig að kæru bloggvinir, nú ætla ég að gefa börnunum mínum frí og skemmta ykkur í staðinn, ég fæ líka jákvæðari viðbrögð frá ykkur en kakkastrumpunum mínum.

13.júní 1996... Já þetta á að vera 13. þó að sé 15. í dag.
Ég var nýbúin að halda upp á 9 ára afmælið hennar Dönu, þennan sama dag. Klukkan var eitthvað um hálf eitt eitt eftir miðnætti, og ég var búin að ganga frá öllu og sat nú upp í sófa og slappaði af eins vel og ég gat.
Ég átti ekki að eiga fyrr en 3.júlí og reiknaði þar af leiðandi ekki með guttanum fyrr en 10. júlí.
Eiki var nýkominn og við sátum og horfðum á sjónvarpið. Ég var svo afslöppuð að ég ákvað að naglalakka mig. Og það gerist nú ekki oft.
Svo ákvað mín að skella sér í snögga sturtu fyrir svefninn.
Ég sótti  mér stóran ógeðslega ljótan bol og risa stórt Sloggy dæmi. Svo arkaði ég inn á pínku litla baðið okkar.
Eins og alltaf byrjaði ég á að pissa. (rosalegt hvað ég er farin að segja ykkur frá klósettferðum mínum) Allavega fann ég að ég var löngu hætt að pissa en það hélt samt áfram að leka.
Ég var ekki alveg til í að viðurkenna að þetta væri buna af legvatni, sérstaklega því að ég var búin a plana alla fæðinguna fyrir fram.
Þar sem fæðingarnar með Dönu, Lenu og Atla Hauk voru allar eins (næstum) fyrir utan tíma, var ég búin að ákveða að 1-7 dögum eftir sónartímann mundi ég fara í gang of upp á spítala og vera búin á 2-5 tímum, frá fyrstu verkjum. Hlyti að vera svipað og hin skiptin.
Meðan ég sat þarna á klóstinnu og var í bullandi afneitun á þetta allt saman, fann ég út að ef ég hallaði mér fram, stoppaði lekinn en ef ég hallaði mér aftur byrjaði aftur að leka. Það bunaði ekkert eða neitt þannig, bara smá lekkstur.
Ég hafði löngu ákveðið að eiga þetta barn heima, -aðallega vegna þess að mér finnst svo ógeðslega vont að sitja í bíl með hríðar-. Ég var búin að kaupa dobbíu af stórum "eftir fæðingar" bindum og pissudúk og ný handklæði sem ég var löngu búin að sjóða og pakka inn í plast. Allt klárt. Og ljósan búin að gefa grænt ljós og allt klappað og klárt.
Það endaði með því að ég klessti á mig einu svona mega bindi og staulaðist fram.
Í eldhúsinu stoppaði ég til að gera smá tilraun, beygja mig í hnjánum og standa á einni löpp og svona að reyna að finna út hvenær mundi leka og hvenær ekki. Vildi endilega halda öllu vatni á sínum stað eins lengi og mögulegt væri. T.d í 3 vikur en.
- Hvað ertu eiginlega að gera. Spurði Eiki sem hafði horft á þessar æfingar mínar úr stofunni.
- Ehhhh ekki neitt. Sagði ég og gekk ofur varlega inn í stofu til hans.
Hann blaðraði svo mikið um eitthvað í sjónvarpinu að ég hætti við að segja honum frá þessu. Fór líka að hugsa um að kannski mundi þetta gróa ef ég væri bara kjurr og þá óþarfi að æsa Eika greyið upp. Hann var líka svo óreyndur eitthvað á þessu sviði. Ég hafði ákveðið að fara með honum í foreldrafræðslu, þar sem þetta var nú fyrsta barnið hans, en eftir fyrsta tímann ákvað ég að fræða hann bara sjálf, þarna var ekki verið að tala um neitt sem ég vissi ekki fyrir, enda áhuga manneskja mikil um meðgöngu, getnað og fæðingu + að vera búin að ganga í gegnum þetta allt áður.
Þegar hann var búinn að romsa heillum massa út úr sér, spurði hann mig aftur hvort væri eitthvað að mér, njálgur eða eitthvað þess háttar. Fannst ég sitja og iða mjög undarlega.
- Veistu, ég var að spá í hvort ég væri ekki bara að missa vatnið eða eitthvað þannig, sagði ég pínu glöð í röddinni,en líka smá stressuð.  Vildi ekkert mikið vera að stressa Eika minn eða gera hann hræddan.
En Eiki fríkaði út, Bara sí sona. Hann skipti litum. Varð fyrst rauður í framan, svo smá útí lilla, svo blár, voða fallega blár og svo út í grænt, svo dofnaði það algjörlega. Og eftir stóð stein grár Eiríkur. Lítill og hjálparlaus, búinn að rífa marga lokka úr síða fallega hárinu sínu. Nú stóð hann þarna á miðju stofugólfinu, 18 ára, með hár niður á mitt bak, á boxerbrókum, búinn að barna miðaldra konu og nú var legvatnið farið að leka og hann vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Hann var gjörsamlega búinn. Og ég hló. Helvítis kvikindið ég, hló eins og mófó. En við skulum taka það til greina að ég var líka stressuð.
Það varð úr að Eiki minn titrandi og nær gráti hringdi upp á Lansa. Honum var sagt að við skyldum bara koma og láta kíkja á mig.
Pabbi hans Atla Hauks var með stelpurnar og Atla Hauk svo við bara skelltum okkur með það sama.
Upp á Lansa fékk ég svona móttökur...
- Hvað þú aftur??? - varstu ekki hérna um daginn
- Jú en það var sko ekki ég sem var að eiga þá, heldur vinkona mín :(
Svo kom dásamleg kona á móti mér, sú sama og hafði komið heim eftir að ég átti Atla Hauk. Anna Eðvaldsdóttir minnir mig. Hún tók að sér að skoða mig og undarlegt nok, þá var búin að gróa fyrir og ekkert legvatn lak.
Mér leið eins og hálfvita - og trúið mér, ég veit hvernig þeim líður- Oft hafði ég heyrt að ófrískar konur fengju slakan grindarbotn og mundu stundum missa þvag við hósta eða hnerra, en að ég skildi lenda í því án þess að fatta það, og gera mér svo sér ferð upp á spítala... Fannst ég mesta fífl í heimi.
Þetta var sem betur fer legvatn, hægt að sjá það á einhverjum prufum, ég júbblaði. Komin með 5 í útvíkkun og alveg verkjalaus ennþá, var látin liggja í einhverja tíma til að fylgjast með mér og á meðan náði Eiki að sýna mér sína frábæru leiklistar hæfileika... Ég fékk meðal annars að sjá Dr.Saxa. Eiki fór á kostum og ef mig misminnir ekki, hafði hann stolið sér slopp og var búin að æða ofan í skúffur og ná sér í skæri, og ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei á ævinni hlegið eins mikið. Við fundum líka ( á einni ferð okkar niður í kjallara) dálítið fyndið hlaupahjól með vörubretti framan á. Á þessu bretti sat ég með krosslagðar fætur og Eiki stóð hjólið í botn eftir öllum göngunum með mig skríkjandi framan á.
Þá er ég eina ferðina en komin fram úr mér...
Ég fékk s.s að fara heim aftur með því skilyrði að ég mundi strax hafa samband við ljósuna sem ætlaði að koma heim.  Er nokkuð viss um að hún hafi heitið Guðrún Ólöf og hafi verið sú eina á þessum tíma sem kom í heimahús.
Við hringdum um leið og við komum heim - undir morgunn- Hún sagði okkur að leggja okkur bara og hringja ef eitthvað mundi gerast. Við sváfum til hádegis og allt var óbreytt þegar við vöknuðum.
Fórum í einhvern bíltúr og svo heim aftur. Um kvöldmatarleiti kom svo ljósmóðirin,aðallega því að henni fannst alltof langur tími liðinn frá því að vatnið byrjaði að leka.
Hún skoðaði mig í krók og kima og engar breytingar síðan um nóttina. Hún fór aftur þegar hún hafði tekið það loforð af okkur að hringja um leið, ef einhverjar breytingar yrðu.
14. júní og ekkert að gerast. Ljósan kom um kvöldmatarleiti og skoðaði mig aftur, tosaði í leghálsinn á mér og gaf mér örvandi te. Nuddaði svo á mér einhvern vissan blett á kálfunum á meðan ég drakk teið og Eiki dansaði bara í kringum okkur á meðan.
Nú fór ég loksins að finna verki. Minnti samt að þeir hefðu verið verri. Hún margspurði mig hvort að þetta væru ekki bara samdrættir. Ég var náttúrulega ekki alveg viss, en hélt samt að þetta væru hríðar. Við horfðum á sjónvarpið, og ég gleymdi öllum verkjum á meðan. S.s ekkert að gerast.
Rétt fyrir miðnætti fór ljósan að tala um að við skyldum nú fara upp á spítala, þar sem væri að verða 2 sólarhringar síðan vatnið byrjaði að leka. Ég var nú ekki aldeilis til í það og fékk hana með mínu blíðasta brosi að gefa þessu aðeins lengri tíma. En engar breytingar. 
Um tvö leitið sagði hún ákveðin að nú skyldum við fara. Ég fékk þó leyfi til að fara í sturtu áður, og lá þar og hékk á bæn um að nú færi allt af stað, til að þurfa ekki að fara á spítala.
Ég er viss um að þessi sturtuferð mín hafi tekið um hálftíma, A.m.k gat maður lesið óþolinmæðina úr svipnum bæði á Eika og ljósunni.
Þegar við vorum komin út á bílaplan kl korter í þrjú og ég heyrði á eftir bílnum ljósunar upp eftir Hverfisgötuna, kom fyrsta hríðin. Um leið og ég tók í hurðaopnaran skall hún á af öllu afli. Og nú var of seint að fara inn aftur. Enda hefði Eiki aldrei opnað fyrir mér. Hann var alltaf á móti heimafæðingar hugmyndinni minni. Og eina ferðina en varð ég þeirra ánægju aðnjótandi að fá að sitja í bíl með hríðar. Unaðslegt.
Eftir brjálæðis akstur niðrá Lansa var ég aðframkomin. Aðallega úr bílhræðslu samt. Hugsa að við höfum verið svona ca 3 mínútur á leiðinni frá Hafnarfirði og á Lansan. (ýkjur)
Mér var dúndrað í rúm, Mér fannst Eiki ekkert fyndinn lengur. Honum fannst það heldur ekki.
Mér var eina ferðina en neitað um deyfingu en fékk í fyrsta sinn að prófa grímu, með vondri lykt.
Eftir tvær tilraunir var köfnunar tilfinningin að slá öllum hríðum út, svo ég leyfði Eika bara að leika sér með grímuna.
Ég fékk að sjálfsögðu kvíðakast eins og ég er vön að gera undir þessum kringumstæðum og vildi að þessi fæðing yrði stoppuð af. Var viss um að sonur minn væri ekki alveg tilbúinn til að fæðast, enda átti hann eftir að liggja inn í mér og taka út meiri þroska í 3 vikur í viðbót. Var alveg að missa mig á tímabili.
Ljósan sofnaði hangandi yfir grindverkið á rúminu mínu, mér til mikillar skapraunar. Fannst ég eiga að fá óskipta athygli hennar. Eftir mikið hóstakast (af mínum völdum) vaknaði loksins konan.
Til að halda sér vakandi fór hún að bjóða mér upp á alla vega stellingar til að eiga barnið mitt.
Mér fannst hún vera óð. Ég ætlaði ekki að fara að eiga barnið mitt krjúpandi á fjórum eins og kusa, fann heldur enga þörf hjá mér að liggja neitt öðruvísi. Vildi bara ljúka þessu af hér og nú.
Þannig að ég gerði það.
Fékk mér 10 í útvíkkun með það sama og eftir 2-3 rembinga fæddist svo litli kúturinn minn í sigurkufli sem náði honum niður fyrir eyru.
Ég fer ekki ofan af því að þetta er lang besta tilfinningin í öllum heiminum. Að eignast vel skapað og heilbrigt barn.
Eiki minn fékk að baða frumburðinn sinn, með því skilyrði að hann setti hárið í tagl.
Hamingjan streymdi og ég fann að þetta var orðin fíkn hjá mér... þessi hamingja.

S4020337

 

 

 

Júlíus á Dybbølsafninu

 

 

 

 

 

 

 

 

 030

 

 Fallegastur InLove

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Júlli

 

Júllinn okkar elskar dýr ofar öllu...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafnið hans Júlla míns er þannig til komið að besti Vinur okkar Eika á þessum tíma var hann Júlli... Dásamlegur strákur sem hefur farið mikið af vitlausum leiðum í lífinu, en er ein sú besta sál sem ég þekki.
Jesúar nafnið kom sterklega inn, en Eiki samþykkti það ekki enda með undurfurðulegan smekk fyrir nöfnum.
Ég kalla Júlla minn nú samt stundum Jesús eða Jessa litla.
Þegar Eiki neitaði Jesúar nafninu kom ekkert til greina nema Dan, og ég vann aftur Smile

Júlli minn hefur verið ofur illa alinn og óþekkur frá blautu barnsbeini. Hann minnir mikið á Emil litla í Kattholti, hvað varðar uppátæki og sakleysi.
Júlli gerir aldrei neitt vont, en hann er ofsalega oft misskilinn. Fullorðnir eru í hans augum undur veraldar ( eins og karlmenn í mínum augum)
Júlíus er ekki ofvirkur, heldur óþekkur!
En nú er Júllinn okkar orðinn 12 ára og í eitt ár hefur bara verið hringt ca 2 -4 til að klaga hann, og allt auðvitað á misskilningi byggt.
Áður var hringt daglega...

Elska þennan stubb minn ofur ofur heitt og ég þakklát hvern einasta dag að hann er heilbrigður og fallegur, og sérlega vel gerður og vel gefinn lítill pjakkur.

Góðan dag á ykkur öll.... Heilsa... Hulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha.... þú kannt að segja frá!!!

Til hamingju með  strákinn, hann er alger sjarmur

Guðrún Þorleifs, 15.6.2008 kl. 05:10

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gód ertu....Júlli er bara flottur drengur og til hamingju med hann.

KNús ínn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 15.6.2008 kl. 08:03

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 til hamingju med soninn. Já bara myndarlegur og ørugglega erfitt ad trúa nokkru uppá svona sætan strák hehehe...æ guttarnir manns geta bara verid skemmtilegir...en jú..óthekkir á køflum... eigdu gódan sunnudag. 

María Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 08:07

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með strákinn, yndislega fallegur.

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sé þig í anda beygjandi þig á einni kasólétt .

Til hamingju með fallega prakkarann þinn, það gefur lífinu aldeilis lit að eiga einn slíkan.

Knús og kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 11:12

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe dásamleg færsla, hehe ég skemmti mér vel við að lesa þetta

Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 14:15

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þennan fallega dreng.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:42

8 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Já það er ekki á þig logið Hulla mín    Þú hefur snilldar frásagnargáfu.

 Til hamingju enn eitt barnabarnið mitt hí hí  

  Hann er dásamlegur strákur og ég er á þeirri skoðun að maður gleymir aldrei þeim sem fer mest fyrir í prakkarastrikum

   Kossar og knús  

Þóra Björk Magnús, 15.6.2008 kl. 15:43

9 identicon

Innilegar hamingjuóskir með drenginn þinn, og já bara öll börnin þín sem eru búin að eiga afmæli síðustu daga. Þú ert bara rík að eiga 5 heilbrigð og flott kríli. Þau þau séu nú ekkert krílaleg lengur.

Hlakka til þegar Jói á afmæli í desember að fá að lesa fæðingarsöguna hans.

Knús frá Áló

Rakel (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:15

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju með daginn og drenginn Hulla mín.

Rúna Guðfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:22

11 identicon

til hamingju með kútinn hann er fallegastur kossar og knús frá stk

iris (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:20

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ji minn hvað krakkinn er fríður.

Bráðskemmtileg frásögn. Takk fyrir mig

Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2008 kl. 22:47

13 identicon

Til hamingju með krúsann!! :)

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:59

14 identicon

Alveg ertu óborganleg elsku Hulla mín. Ég er búin að skemmta mér vel yfir nýjustu fæðingarsögunni þinni. Við óskum honum Júlla innilega til hamingju með afmælið. Hann er alveg frábær og vonandi að fólk hætti að misskilja hann og kenna honum um það sem er ekkert honum að kenna.  Við hlökkum til að gefa honum alvöruknús í næstu viku.

Knús til allra,

Ragna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 23:53

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er fegin að mamma benti mér á bloggið þitt og sagði mér hvað þú værir æðislega skemmtilegur bloggari. Ég hélt virkilega að ég meikaði ekki að lesa eitthvað svona langt, því ég hef ekki mikla einbeitingu í slíkt eða þolinmæði..

ég byrjaði og hló og hló og svo var færslan bara búin...?!?!? 

En afhverju í ósköpunum tók hann upp skæri, til hvers þurfti hann þau,þurfti hann þau kannski ekki,var hann í húmorstresskastii????

Guðríður Pétursdóttir, 16.6.2008 kl. 00:43

16 identicon

haehae. til hamingju med strakinn , sjaumst bara : )

anetta (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 07:16

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Hulla og takk fyrir innlitið á síðuna mína.

 Innilega til hamingju með litla Kattholtsprakkarann!

  Mig langar að bjóða þér í bloggvinahópinn minn.  Hvað segir þú um það?

Kveðjur inn í góðan dag héðan frá Stjörnusteini 

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 08:25

18 Smámynd: Hulla Dan

Takk til ykkar allra... Hann ER fallegur

Guðríður... Læknar nota skæri... sértaklega Dr. Saxi, er það ekki annars?

Anetta... Við sjáumst sæta :)

Ía... Takk fyrir gott boð, ég er skooo til í að fá þig sem bloggvin

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 08:54

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin í hópinn Hulla mín.  Ég var að reyna að senda þér boð um bloggvináttu en tölvan mín er eitthvað að bögga mig þessa dagana.  Gott að þú komst hér í gegn svo nú ertu komin á ræmuna mína.+

Kveðja héðan úr rigningunni

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 09:05

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk takk  minn kæri bloggvinur fyrir falleg ord.tad er alltaf heitt á könnunni hjá mér einnig.vertu bara velkominn

Gudrún Hauksdótttir, 16.6.2008 kl. 09:38

21 Smámynd: Ragnheiður

Hulla, ég er búin að útskýra betur í kommentaræmunni hjá mér. Kíktu á það..

ég gleymdi að segja í gær, hann er ótrúlega sætur þessi "emilíkattholti" þinn..

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 11:16

22 identicon

Innilega til hamingju með Júlla snúlla! Bestu kveðjur frá okkur familíunni :)

Bára & co 

Bára Frænka (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 22:47

23 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Hann er bara fallegur þessi...sá á eftir að vaða í stelpunum, tala nú ekki um ef hann hefur fengið eitthvað af húmornum og frásagnargáfum í arf frá móður sinnar...ég hefði bara alveg verið til í að eiga þig fyrir mömmu...þó mín sé fín....en þú hefur þó betri húmor

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:36

24 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Heyrðu! Frá móður sinni...ekki sinnar....bara þoli ekki að geta ekki sótt þetta og lagað

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:39

25 Smámynd: Ásgerður

Ha ha, takk fyrir frábærar lýsingar , og til hamingju með strákinn um daginn.

Ásgerður , 17.6.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband