Leyfið honum að lifa þessum.

Ég ætla rétt að vona að þessi bangsi fái að lifa og þeir sem "ráða" sjái sóma sinn í því að koma honum til síns heima.

 


mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það er óskandi að það takist í þetta skiptið.  Þeir eru allavega að ræða málið núna, betra en síðast.

Knús og kossar

Elísabet Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 16:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ég búinn að gleyma hvort maður á að kalla hjepp, hjepp eða kis, kis?

Árni Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Hulla Dan

Beta... Já, það er jákvætt

Árni... Ég held bara að ég hafi aldrei heyrt að maður kalli á ísbirni... spurning að prófa gútsí, gútsí... afþví að hann er svo lítill og krúttlegur

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe gútsí, gútsí,  annars sammála, ekki skjóta hann.  

Ía Jóhannsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:09

5 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Það væri nú óskandi að þeir noti nú skynsemina í þetta skipti en ekki vopnin, eru ísbirnir ekki í útrýmingarhættu.

Þóra Björk Magnús, 16.6.2008 kl. 17:23

6 Smámynd: Hulla Dan

Jú jú, í útrýmingarhættu en sumum er bara sama um það.
Annars pínu krúttlegt að sjá að þessi bangsi má bara sofa úr á túni hjá þessum bæ Hrauni, á meðan bróðir hans, grænmetisætan sjálf var upp í fjalli og var bara skotinn á staðnum...
Fór að spá í hvort gæti verið að ábúendurnir á þessari jörð hafi eitthvað með málið að gera....
Bara smá spá hjá mér...

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 17:29

7 identicon

Mæli með að þú kíkir á þetta myndband. Þá sérðu kanski hvers eðlis þeir eru.

Og já, ísbyrnir eru algerlega óútreiknanlegir og eru líklegir til að ráðast á og drepa menn og borða þá ef þeir eru svangir. Þeir geta hlupið á yfir 60km hraða sem er tvöfallt hraðar en hraðskeiðasta manneskja á jarðríki.

Þeir drepa bráð sína með því að bíta hana í hauskúpuna og brjóta hauskúpuna með kjálkaafli einu saman.

Munurinn á því að lenda í Grizzly bear eða brúnum birni og ísbjörni er sú að þeir lemja fólk yfirleitt í klessu og fara svo. Viðureign við hvítabjörn er undantekningarlaust bannvæn.

Það var 12 ára stelpa sem kom að þessum birni. Ef hún hefði verið forvitinn og komið nær en ekki hlaupið í burtu þá er ekki ólíklegt að ísbjörninn hefði rifið hana bókstaflega í tætlur og borðað hana. Hún getur talist heppin að ísbjörnin er búinn að vera gæða sér á eggjum í augnablikinu.

Ísbirnir eru EFSTIR  í fæðukeðjuni. Það er ekki eitt einasta dýr á jarðríki sem getur ráðist á og drepið ísbjörn

Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess að manneskja verði rifin í spað áður en fólk sér um hvers konar dýr er að ræða. Kíkið bara á myndbandið og þá sérðu hvað ég meina.

Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:53

8 Smámynd: Hulla Dan

Ég held að geri sér allir grein fyrir því að ísbirnir séu afar hættulegir. Það er ekki þar með sagt að þurfi að útrýma þeim... er það nokkuð???

Það eru líka allir án efa MJÖG fegnir að litla stelpan sem sá hann fyrst hafði vit á að láta vita. Og við vitum að það er heppilegt að hann hafi fundið sér egg til að seðja sárasta hungrið.

Ég vona líka að ísbjörninn drepi ekki nokkra sálu og er nokkuð viss um að þó hann geti hlaupið á 60 km hraða, er hann ekki sneggri en skugginn að skjótast.
Það eru menn með byssur á staðnum og hann hleypur alveg örugglega ekki hraðar en byssukúla.

Það er ekkert myndband, þú mátt senda mér linkinn ef þú hefur tök á.
Langar alveg að sjá það.

Bestu kveðjur, Hulla

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 20:05

9 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=Ob_oD1IsYbE

Hér er myndbandið. Endilega lýttu á það en það er fyrst og fremst ættlað þeim sem átta sig ekki á umfangi dýrsins.

En ef þú lýtur á myndbandið og hlustar á gæjann sem er að tala þá sérðu að þetta eru engin smá öfl á bakvið þetta dýr sem ræðst dýr tvöfallt þyngra en það sjálft. Og meira að segja dregur það á eftir sér eins og tuskudýr

Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Hulla Dan

Takk fyrir þetta.
Þetta er ekkert lítið dýr, enda er ég viss um að allir sem eru á móti því að láta drepa hann geri sér fulla grein fyrir því.
Þetta er rándýr og þeir geta verið hrikalega grimmir.
Þetta dýr drepur sér til matar, eins og önnur dýr sem lifa á kjöti, en drepa sér ekki til skemmtunar, eins og t.d manndýrið á til að gera.
En þetta er líka fallegt og virðulegt dýr sem er í útrýmingarhættu, og mér finnst nauðsynlegt að taka tillit til þess.

Auðvitað á ekki að láta þetta ganga svo langt að fólk sé í hættu, en það þarf heldur ekki að vera þannig.
Núna er hann t.d vaktaður, og það finnst mér hið stórkostlegasta mál.
Mér finnst um að gera að reyna að ná honum lifandi og koma honum "heim" til sín aftur.
Mér finnst að íslendingar eigi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast hjá því að drepa þetta dýr.

Nú vilja Novatorar standa straum af öllum kostnaði og það finnst mér til fyrirmyndar.

Ég vona að þetta ringlaða bangsaskinn verði rólegur í nótt og allt gangi samkvæmt áætlun.

Kær kveðja til þín Steinar

Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 20:45

11 identicon

Það er gaman að sjá að það eru nokkrir sem átta sig á umfangi dýrsins. Sumir sjá einfaldlega fyrir sér hvítan sæta bangsa en raunin er önnur...

http://www.youtube.com/watch?v=sx_7fhq2-q8 

Tek það fram að konan sem lennti í þessu lifði það af. En hlustaðu mjög vel á það sem hún segir og það sem hún hélt um björninn ,,It looked quite innocent, didnt occur to me it would be vicious"

Ástæðan fyrir því að ég er að hafa fyrir því að skrifa um þetta á bloggin er því að sumir átta sig einfaldlega ekki um hverskonar dýr er að ræða. Ég er búin að sjá fjölmargar færslur um að koma honum fyrir í fjölskyldu og húsdýragarðinum. Mér þætti gaman að eftirfarandi aðilar horfðu á þetta myndband og segðu mér svo hvort þeir vilji þetta í fjölskyldu og hús-dýragarðinn. Getur þú séð fyrir þér aðkomuna ef þetta slyppi út?

Ég er sammála um að það eigi að skoða það að koma honum lifandi í burtu en það kostar mjög mikið. Fólk var mjög sárt eftir seinasta björn en hann var á leið í átt til byggða og því rétt að skjóta hann. Og þessi á...og verður skotinn ef hann ógnar einhverjum.

Stelpan sem sá hann fyrst getur þakkað fyrir að hann var búinn að nærast á eggjum. Annars getur þú sennilega ímindað þér hvernig aðkoman hefði verið eftir að hafa skoðað þessi 2 myndbönd.

Eins og staðan er þá hafa menn staðið sig frábærlega. Þeir tóku ekki áhættuna síðast. Og þeir verða að skjóta hann ef hann gerir sig líklegan til að gera einhverjum mein. Svo þarf að meta hvort það sé þess virði að flytja hann í burtu sem ég tel að sé þess virði í þetta skipti upp á að sefja fólk hér og annarstaðar (allavega einu sinni úr ríkiskassanum þeas)... en þetta er dýrt og mjög subbulegt spaug ef einhver týnir lífinu. Svo mikið er víst :/ 

Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:16

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Fyrst og fremst vona ég að dýrið drepi engan, en fyrir utan það, það bið ég það vel að lifa og vonandi kemst það lifandi til síns heima!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:26

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig í ósköpunum á að fanga bangsann og hvað á svo að gera við hann?  Það væri kannski ráð að fá Árna Finnsson og einhverja "kaffihúsanáttúruverndarsinna" til þess að lokka bangsa inn í gám, hann yrði varla neitt órólegur fyrr en hann væri búinn að klára þá, en hvað svo?  Er þetta lið virkilega svo barnalegt að halda að það sé hægt að umgangast ísbjörninn eins og eitthvað gæft, ljúft og meðfærilegt gæludýr, veit það ekki að þetta er eitt mesta "drápstæki jarðarinnar" og er efst í fæðukeðjunni hvar sem það er statt?

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 21:57

14 Smámynd: Hulla Dan

Steinar... Ég er búin að skoða myndböndin, og ég ég búin að vera að lesa blogg.
Ég held að það sé ekki nokkur einasti maður sem gerir sér ekki grein fyrir að ísbirnir eru mjög hættulegir.
Ég held hins vegar að það sé ansi margir sem gera sér ekki grein fyrir að þessi dýrategund er alfriðuð og ekki af ástæðulausu. Mannskepnan er nefnilega búin að vera að dund sér við í gegnum tíðina að slátra þessari dýrategund sér til ánægu og yndisauka.
Það kostar ábyggilega helling að bjarga þessu dýri og ég veit ekki betur en að Novator sé búin að bjóðast til að standa straum af þeim kostnaði.
Og það er rétt að fólk var mjög sárt þegar síðasti björn var drepinn. Björninn leit í átt til byggða, og Bamm, skotinn.
Þú talar um að fólk hafi talað um fjölskyldu og húsdýragarðinn sem tilvalið heimili fyrir bangsa. Má ég minna þig á að það voru ísbirnir í Sædýrasafninu til marra ár í gamla daga. Og það eru ísbirnir í dýragörðum út um allan heim, án þess að fólki stafi hætta af þeim. Mér persónulega líst illa á að loka dýr inn í búrum langt frá sínum heimkynnum og er þess vegna mjög mótfallinn þessari hugmynd.
Það er alveg öruggt að það er enginn sem vill býtta á manslífi og lífi þessa bjarnar og því full ástæða til að fara að öllu með gát.

Jóhann... Þú spyrð hvernig í ósköpunum eigi að fanga bangsa og hvað eigi að gera við hann.
Það mætti t.d svæfa hann og flytja hann svo í sitt rétta umhverfi. Það þarf enga "kaffináttúruverndarsinna" til þess. Ég veit ekki betur en sé fagfólk á leiðinni frá Danmörku til að aðstoða við það. Ef þú gætir bent mér á eina bloggfærslu þar sem viðkomandi telur ísbjörn vera það gæfan að hægt sé að hafa hann sem gæludýr, máttu gjarnan senda mér linkinn. 
Og ísbjörninn er ekki efstur í fæðukeðjunni elsku kallinn minn. Það ert þú og ég og aðrir menn.

Hér er myndband... http://www.youtube.com/watch?v=lcmsn1JyCv4  Hér má sá mannskepnuna dunda sér við að murka lífið úr þessari fallegu skepnu, bara sér til skemmtunar.

Það skal engin segja mér það að á okkar tímum, þar sem menn eru sendir út í geim. Hægt er að skoða í gegnum föt hjá fólki með þar til gerðum tækjum. Og annað í þeim dúr. Að ekki sé hægt að bjarga einu dýri sem er í útrýmingarhættu.

Kveðja Hulla.

Hulla Dan, 17.6.2008 kl. 06:34

15 identicon

Hehe já, mig grunaði að þú myndir hlekkja á þetta myndband. Þetta er hinsvegar samskipti milli dýra. Ekki manna og ísbjarna.

Næstum undantekningarlaust, þá hafa árekstrar Ísbjarna og manna reynst mönnunum bannvænir. Það eitt að hætta sér of nálægt er dauðadómur. En eins og þú veist sennilega þar sem þú hefur skoðað það myndband þá dirfist eigandi hundana ekki að koma nálægt því ísbirnirnir eru algerlega óútreiknanlegir og geta tekið upp á hverju sem er. Þeir eru alveg öruglega ekki heldur svangir á þessu myndbandi :P

Aðal málið er hegðun dýrsins gagnvart okkur mönnunum. Mannslíf verða ekki metin í alþjóðaáliti eða dýrabjörgun 

Steinar (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband