Blóm :)

Þegar ég var ung, og Eiki minn var 7 árum yngri... s.s 18 ára þá kynntumst við.
Ekki með vilja, hittumst bara í vinnunni og urðum ástfangin og gátum bara ekkert gert að því.
Eða reyndum ekki.
Einhver tíma þegar við lágum og vorum að kúra bað ég Eika um að segja eitthvað fallegt við mig... Þið vitið eins og ástfangnar konur gera stundum...

Ég: Eiki... segðu eitthvað fallegt við mig InLove
Eiki: Ha??? uhhh, hummm. Sko... Ja,,, Blóm.

Ekki nákvæmlega það sem mig langaði að heyra þá stundina, en ef hann hafði sagt eitthvað annað mundi ég sennilega ekki muna eftir því og vera að blogga um það núna.

Ég er skárri í öxl, baki og hendi.  Ekki góð en betri.
Ég get t.d alveg snúið höfðinu ca 3 cm í hvora átt án þess að skæla.
Þannig að þetta er allt í rétta átt.

Kossar og dobbía af knúsi á ykkur.

p.s Fyrir Guðrúnu bloggvinkonu minnar á flatlendinu...: Íslenska konan er komin á tónlistaspilarann hérna til vinstri ef þig langar að hlusta. Whistling
Þið hin megið líka hlusta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Hehehehe ég held ég kafni bara núna    það er alveg sama hversu oft ég heyri þetta það verður bara fyndnara, engum dytti slíkt í hug nema honum. það verður þó að gefa honum það til afsökunar að hann var nánast bara BARN þarna

   Það er auðvitað ekki af strumpnum skafið hversu rómó hann er  

    Kossar og knús á ykkur

Þóra Björk Magnús, 24.6.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Hulla Dan

Hann var ekkert barn!!!

Bæði kominn með 4 bringuhár og búinn að barna mig í þokkabót.

Hann ER ómó... obobbbob vantaði Rið Rómó. hahahha

Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

ÆJ hvað hann Eiki var fallegur að segja blóm......

Glæsilegt að þú ert betri.

Kveðaj inn í nóttina. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.6.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Velkomin í klúbbinn, er búin að vera gift manni sem er sjö árum yngri en ég í 27 ár.

Helga Magnúsdóttir, 24.6.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, blóm, ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.6.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég sagði bónda mínum að ég elskaði hann þegar við vorum búin að vera saman í hálft ár........hér er útkoman af því

Ég: (Hikandi og hálf taugatrekkt) Ég elska þig.

Bjössi: Takk fyrir það dúllan.

Ég bjóst heldur ekki við þessu svari, en ég meina!!! Hann sagði þó dúllan

Ég á líka alltaf eftir að muna eftir þessu. Ég átti líka einu sinni kæró sem var 8 árum yngri en ég og ég kallaði hann litla kærastann minn.

Núna er ég 11 árum yngri en maki minn, en hann kallar mig ekki litlu kærustuna sína.

Karlar frá Mars konur frá Venus.  Þú lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en hann, Svakalega falleg kona Knús í Baunaland

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.6.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 æ hvad thessi er krúttlegur,hahaha...en já,svona man madur eftir segdu og thad er nú thad sem gildir.

flott ad heyra ad thú ert ad bestna i skrokknum,annad er ótholandi..kannast vid thad svo thetta er í áttina hjá thér eigdu gódan dag. 

María Guðmundsdóttir, 25.6.2008 kl. 04:42

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður hann Eiki, þetta er pottþétt flottara en þegar BT segir: dalalilju(et) en ég hef ekki gert neitt af mér

Gott að hreyfigeta sveitavargsinns er að aukast það eykur líkur á að aumingjagóðasálin láti sjá sig    muhaaahaa. . .  og þetta má skilja og misskilja eftir behag.

Takk fyrir að setja inn lagið, nú þarf BT að bæta við á listann sinn/minn

Er hægt að tína sæt jarðaber rétt hjá þér? Ætla að skella mér í tínslu í dag þegar ég er búin með vörnina ( )

Guðrún Þorleifs, 25.6.2008 kl. 05:39

9 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tjáningarform fólks er MJÔG... Misjöfn.hahhahahahahha

tetta er nú samt frekar krúttad finnst mér ,honum fannst tetta fallegastVonandi ertu ad skána í kroppnum...Ég er í Nuddnámi og gæti alveg gefid tér svosem eitt slamm.....Rád....Liftu øxlum og haltu teim tannig í smá tíma og láttu tær svo detta nidur. mörgu sinnum yfir daginn en tú tarft ad vera í slökun á medan....Rád 2:Taktu teijur á háls hægt en halda hverri teiju í smá tíma:Til beggja hlida og fram og aftur...Ekki mjög langt bara ad teim mörkum sem gera vont.Muna slaka á í øxlum á medan.

Gangi tér vel snúllan mín og gódann bata.

KV. frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 25.6.2008 kl. 05:59

10 identicon

Hahahahahhahahahahahahah yndislegt.

Gott að þér líður betur Hulla mín.

kv frá Hinnerup

Guðlaug (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 07:04

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hann er nú alger dúlla þessi maður þinn

Gott að þér líður aðeins betur.

Luv

Elísabet Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Dásamlegt...

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.6.2008 kl. 13:04

13 identicon

Øv - det er en skam at jeg ikke forstår hvad du skriver

KH Hanne.

Hanne Nothlev (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:50

14 identicon

Þetta er svo krúttlegt. Gott að heyra að þér líði ögn betur. Krúttkveðjur, Berglind og bumbubúi

Berglind (og Arnþór líka) (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:07

15 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

.. já eðaaaa fuglasöngur

Guðríður Pétursdóttir, 25.6.2008 kl. 16:40

16 identicon

já Hulla mín hann var náttúrulega bara sjarmör,man svo vel eftir þessum tíma,bara gaman að þessu svona eftirá kveðja Inga Finnbogadóttir

ingileif Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:54

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Vissi þú ekki að hann var karlmaðurvina

Hafðu það gott.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.6.2008 kl. 17:47

18 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Já alveg staðfestir þetta að karlar eru frá mars og konur frá venus:))

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:47

19 Smámynd: Tiger

Það er nú gott og blessað að heyra að þú sért eitthvað betri, svo hrikalega leiðinlega erfitt að gera nokkurn skapaðan hlut þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Muna bara að vera róleg og fara vel með þig á meðan þú ert að verða góð - og láta blómaálfinn þinn bara sjá um börn og heimili á meðan, hann skuldar þér eitthvað fallegt. En kannski var bara blóm - það fallegasta sem hann vissi þegar hann var 18 ... og þá varst þú náttúrulega bara blóm í hans huga!

Knús á þig skottið mitt og hafðu ljúfa nótt ...

Tiger, 27.6.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband