Fann´ann

Eftir töluverða 7 tíma leit á netinu fann ég loksins þann sem ég var að leita að.
Þvílíkur léttir. Gat varla sofið í nótt eða neitt.

Allavega kom þetta til vegna þess að ég og Ragna vorum eitthvað að ræða bíómyndir og ég var að segja henni að þótt að leikarar væru svaka góðir væri samt stundum sem þeir pössuðu ekki í hlutverkin sín. Eins og til dæmis Tom Hanks í Da Vinci lyklinum. Mér finnst hann svooo góður leikari, en bara alls ekki passa við hlutverkið í Da Vinci lyklinum.
Svo sagði ég henni að ég hefði alltaf séð fyrir mér ..... Og mundi ekki hvað hann hét.
Mundi bara ekkert, nema það sem ég skrifaði á bloggið í gærkvöldi.

Svo er ég búin að sitja við og fann hann loksins áðan.
James Woods.
Hann passar í Da Vinci hlutverkið. Nú get ég loksins slappað af.

james woods

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ætla til læknis á mánudaginn aftur þar sem ég er lítið að skána, þrátt fyrir át mitt á bólgueyðandi lyfjum.
Ragna sagði mér ýmislegt í gær sem getur útskýrt helling af mínum verkjum.
Nenni ekki að útskýra það fyrr en ég veit eitthvað meira.
Góða rest helgi til ykkar allra...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Ég er sammála þér með James Woods, hann er meiriháttar leikari, og þræl sexý í ofanálag

Góða helgi

Linda Samsonar Gísladóttir, 28.6.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

einn af minum uppáhalds James Woods en vonandi færdu eitthvad útur thvi ad tala vid doksann,thetta gengur nottlega ekki lengur.

Eigdu góda helgi og hafdu thad gott.  

María Guðmundsdóttir, 28.6.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

James Woods er flottur...eins er Ed Harris einn af mínum uppáhalds sem og Steve Buscemi. Þetta eru mín uppáhöld þegar um röff stráka er að ræða.

Gangi þér vel að batna kæra vinkona. Kveðjur í Danaveldi frá Ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Linda litla

James Wood er flottur, þeir eru reyndar margi á hans aldri sem eru flottir.... bíddu við ... hef ég einhvern áhuga á eldri karlmönnum ??

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:49

5 identicon

Góðan bata með þig

knús

Heiða 

Heiða (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 09:40

6 identicon

Þú hefur ekki verið alveg á því að gefast upp við leitina. Ég er alveg sammála þér að þessi hefði verið fínn í hlutverkið. Ljóshærður - ekki kannski alveg en í rétta jakkanum.

Kærar þakkir fyrir síðast. Stórt knús á línuna og  meira að segja á kettlingana lína.

Ragna (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:56

7 identicon

Elsku Hulla mín

Þá erum við komin heim á klakann á ný og náðum að hafa mömmu og Hauk með (leit nú ekki vel út á tímabili, en sem betur fer mættu ekki allir í flugið).  Þökkum frábærar móttökur hjá ykkur, Ragnar er enn að tala um kisurnar hennar Hullu.  Amma hans keypti handa honum lítinn gráann "tusku"kettling í fríhöfninni og hann var skírður kisann hennar Hullu.  Vona að þú farir að fá einhvern botn í heilsufarið, það er ömulegt að vera svona.

kveðja Guðbjörg og fjölsk.

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:16

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe ég er aðallega fegin að þu hafir endurheimt sálarrónna. Það er skelfilegt þegar manni vantar einhverjar svona upplýsingar og það lætur mann ekki í friði. Skil vel hvað þú gekkst í gegnum.

Ég aftur á móti veit ekki hvað þú ert að ganga í gegnum líkamlega en vona svo sannarlega að þú fáir bót við því.

ég er að velta fyrir mér þessu með ''að passa ekki alltaf í hlutverkin sín''. Þýðir það kannski bara að viðkomandi leikari nær ekki að túlka persónuna sem hann á að túlka? Sé ekki ''betri'' leikari en það? Bara pæling.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 14:55

9 Smámynd: Hulla Dan

Takk takk takk fyrir allar kveðjurnar.
Hann er nebblega dáldið flottur hann James

Jóna, ég fór að pæla og held ég sé búin að átta mig á hvað ég er að meina með að passa ekki í hlutverkið.
Ég held að þar sem ég las bókina áður en ég sá myndina, og var þar með búin að gera mér skoðun á því hvernig þessi maður leit út, sem var ekki eins og Tom, hafi ég þess vegna ekki verið sátt við að leikari eins og Tom hafi verið valin.
Auðvitað bara frekja og kemur leik Tomma ekkert við. Hann er auðvitað bara frábær.
Vá hvað þú hefur fengið mig til hugsa kona

Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 15:56

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða rest elskan

Heiða Þórðar, 29.6.2008 kl. 17:28

11 identicon

Hullan mín, innilega vona ég að þú fáir fljótt bót á meinum þínum, þettað er náttlega ÓÞOLANDI.....

Já hann er töffari hann James, og ég er sammála þessu með að lesa bók og mynda sér skoðanir um personurnar, ég meira að segja geng svo langt að sjá fyrir mér söguþráðinn myndrænt bara eins og bíómynd, c svo bíómynd gerða eftir viðkomandi sögu og undantekningarlaust er langur vegur milli þeirrar myndar og því sem ég sá fyrir mér OG MÉR FINNST MÍN ÚTGÁFA UNDANTEKNINGALAUST BETRI. 

Og gaman að vita af því hvað þú ert þrautseig að leita, þá sný ég mér bara til þín ef ég einhverntímann þarf að láta leita að einhverju á netinu fyrir mig, díll.

Farðu svo vel með þig krúttið mitt.

binz (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:05

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sko.. James Woods eru ekki röff strákur mamma.. og þess heldur Steve Buscemi

Ed Harris er flottur aftur á móti... ég fílaði alltaf james woods, þangað til hann fór að leika þessa hallæris fígúru í nýju þáttunum sínum Shark eða Stark.. óóóógissssla halló

Guðríður Pétursdóttir, 30.6.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já þetta kallast auðvitað þráhyggja á góðri íslensku, en vá hvað ég kannast við þetta....gat ekki sofið alls fyrir löngu útaf Russel Crowe...úff...gat ekkert hringt því það var nótt..úff bara aftur

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 17:54

14 Smámynd: Hulla Dan

Heyrðu þú mátt sko bara alveg hringja í mig ef svona stendur á...
Þjáningasystir

Hulla Dan, 1.7.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband