11.8.2008 | 09:19
Heimsókn og skólasetning.
Í gær fékk ég dásamlega heimsókn
Það var hún Sveinka mín.
Hún ætlaði að vera hérna milli 4 og 5 og ég var við að gefa upp alla von þegar hún loksins kom um hálf átta. Batterílaus síminn og allt i pati.
En hún kom og það er fyrir öllu.
Hún var búin að ætla sér að vera fram á þriðjudag eða miðvikudag en plönin breyttust og hún varð að fara af stað aftur í morgunn.
Við höfðum ætlað okkur að spjalla fram á nótt, en þar sem ég er orðin gömul fyrir aldur fram, get ég bara ekki með góðu móti haldið mér vakandi fram yfir miðnætti.
Ég náði að hanga til klukka hálf eitt í nótt og var orðin frekar dónaleg. Farin að dotta fram á borðið og slefan rann niður á brjóstin á mér (oj... ég var ekki alveg svo slæm)
Enda búin að vinna alla helgina og fara á fætur klukkan 6. Úthaldið er bara ekki meira.
Ég náði að draga Sveinku greyið með okkur á skólasetningu í morgunn sem þýddi að við urðum að fara á fætur kl 6 og þegar skólasetningin var yfirstaðin var klukkan orðin 8:41 og hún varð að fara að leggja í hann aftur.
Náðum þó að tala rosa hratt í bílnum á leiðinni heim
Þessir rúmu 6 tímar sem við náðum að spjalla eru mér samt voðalega mikils virði.
Vona bara að hún komi fljótlega aftur eða að við höfum tök á að fara til Akureyrar á næstu árum.
Ég er svo guðslifandi fegin að skólinn sé byrjaður aftur hjá strákunum að ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því eitthvað nánar en með JEIIIIIJJJJ!
Júlla var gefið loforð um verðlaun ef hann yrði uppáhalds nemandinn í sínum bekk Og hann ætlar að leggja sig allan fram. Hann á það nefnilega til að vera dálítið uppátækjasamur hann Júlli minn og það eiga kennararnir voða erfitt með að sætta sig við.
Þeir fengu allir nýja kennara og Jói litli fullvissaði mig um að hann væri þegar orðinn uppáhaldið hjá Lindu, sínum kennara. Mamma ég er alltaf uppáhalds, sagði hann um leið og ég fékk kæmpe knús frá honum.
Þetta á sennilega eftir að verða ansi erfiður vetur hjá mér og Atla Hauk. Hann er ekki með mikið nenn en er búinn að lofa að standa sig í vetur. Þannig að nú verð ég bara að taka á honum stóra mínum og fylgja honum eftir í heimanáminu. Eins og það er orku stelandi
Athugasemdir
Góða skemmtun og vonandi eru þessir nýju kennarar skemmtilegir og hæfir í sitt verk.
Bara smá jákvæðni í gangi hér yfir eigin námi og nennuleysi
Voða ertu búin að gera margt í morgunn!!!
Knús
Guðrún Þorleifs, 11.8.2008 kl. 09:41
Knús og til hamingju með að skólinn sé kominn af stað. Hér er sumarfríið of langt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 10:02
Gott að koma rútínunni á, en ég held að íslensk börn fengju kast ef skólinn væri byrjaður. Kærleiksknús inn í daginn
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 13:55
Gott að þið vinkonur fenguð þó 6 tíma spjall miðað við tíman sem þið höfðuð.Ég er feigin að skólabókar dæmið er yfirstaðið hjá mér.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 14:02
Gaman að gesturinn mætti fyrir rest. Ósköp hefur mín verið þreytt að halda ekki lengur út. En, þú þurftir þó ekki að hringja á lögreglu til að fjarlægja vinkonuna, eins og þessi þýska, ha,ha. Mér á alltaf eftir að detta það í hug þegar vinkonur hittast og spjalla.
Vonandi verða strákarnir ánægðir hjá nýju kennurunum. Það er svo gaman að hafa komið í skólann í sumar og séð bæði nemendur og kennarana. Það verður gaman að fylgjast með hvað strákarnir verða duglegir í vetur.
Kær kveðja frá okkur pabba þínum.
Ragna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 14:19
heyr heyr...hjá mér ríkir sama gledin sem skólastartid ekki alveg sama sagan med krakkana ad visu...en..thats life.
hafdu thad sem best og bæ the vei,fékk skilabodin og er med dagsetninguna bak vid eyrad
María Guðmundsdóttir, 11.8.2008 kl. 14:46
Þú ert öðruvísi þenkjandi en ég. Um daginn fór ég í Nóatún og sá að búið var að stilla upp skólatöskum....ég fékk gæsahúð
Mér finnst hreinn glæpur að hér, á veturdimma klakanum, skuli skólinn byrja síðla sumars, þegar við eigum enn mörg björt sumarkvöldin eftir. Veturinn er kaldur, dimmur og langur en sumarið stutt en yndislegt. Hví að loka börnin 7-8 klst á dag á björtum sumardegi og vera að, allt næsta vor fram á sumar ... ég skil þetta ekki. Það er ekki eins og krakkarnir séu vitrari eftir að skólinn var lengdur. Síður en svo, þau eru örg og þreytt. Ég verð alltaf hundfúl yfir þessu....og hana nú sagði einhver og lagðist á bakið...
Mange hilsener.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 19:21
Ég var líka med dóttlu á fyrsta skóladegi í ødrum bekk. Mér finnst skólinn byrja allt of snemma, finnst thad alveg ferlegt ad børnin sitji inni og læri á midju sumri. En sem betur fer er enn mikill leikur og gaman. Ég hugsa med gledi til langra sumra sem barns. En audvitad er hægara sagt en gert ad finna pøssun í allan thennan tíma.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:51
Já, það er einmitt það...pössun. Það er alltaf verið að breyta þjóðfélaginu meira og meira, foreldrar vilja meira svigrúm, meiri frjálsræði, meiri peninga...þá vantar pössun, við höfum engan tíma fyrir börnin okkar. Hvers eiga börnin okkar að gjalda?
Ég hefði orðið brjáluð sem krakki að vera í skóla frá 8 á morgnana og ekki komin heim fyrr en kannski 15:30-16:00 frá 22. ágúst til 9. júní!!!! Bara svo mamma og pabbi geti unnið fyrir meiri peningum....
Heimur versnandi fer og Ísland líka.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:47
Já Haustið byrjar svona snemma í Danmörku .... en eigðu góða daga Húlla...
Gísli Torfi, 11.8.2008 kl. 21:59
Vá er skólinn byrjaður þarna úti hjá ykkur ?? Hann verður settur 22 ágúst í Fellaskóla og mér finnst það allt of snemmt. En það góða við það samt er að það kemst regla á allt um leið og skólinn byrjar.
Bestu kveðjur í danaveldi frá fróni.
Linda litla, 11.8.2008 kl. 23:38
Úff búin með þennan skólapakka en man hann enn. Alltaf gaman að hitta gamlar vinkonur en ég er orðin eins og þú get ekki lengur verið á næturvaktinni þá meina ég á snakki fram á nótt.
Kveðja héðan þar sem sólin er að koma upp og fuglarnir mínir farnir að syngja.
Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 04:19
Ég man þegar ég var krakki, þá elskaði ég að labba í skólann þegar sólin var að koma upp og geta leikið úti án þess að frysi í manni hver fruma.
Fyrir utan náttúrulega að ég var aldrei neitt sérstaklega fyrir skóla
Skólavikan hjá mínum strákum er 29 tímar. Þeir fá svo viku frí í október og aftur í febrúar og núna eftir 3 vikur er líka vikufrí því skólinn fer allur í ferðalag.
Júlli fer til dæmis til Svíþjóðar, mér að kostnaðarlausu.
Varðandi það að vinna og vinna fyrir peningum er ég alveg sammála þér.
Ég er bara ósköp hrædd um að engin með venjuleg verkamannalaun fái bókhaldið sitt til að stemma, nema með brjálæðislegri vinnu.
Það er ekki til í dæminu að ég t.d fái frí í 6 vikur með mínum strákum. Ekki einu sinni án launa. Ég fæ mínar 3 og punktur.
Knús á ykkur öll
Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 06:04
hmm.. mér finnst ég ofsalega heppin að geta verið heima með drengjunum mínum.. þó svo að "launin" mín bjóði ekki upp á margt þá náum við alveg að lifa þetta af og hafa það svona þokkalegt.. allavega oftast nær, svolítið tæpt núna þegar allt er að hækka
En með skólann þá er ég eins og mamma og fæ hroll og pirring af því að sjá skólavörurnar í búðum...
Guðríður Pétursdóttir, 12.8.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.