21.8.2008 | 20:17
Upplýsingar um sjúkdóm óskast!
Var hjá lækni í dag, sem er frásögu færandi.
Og hefst þá frásögnin.
Einu sinni upp í sveit í Danmörku bjó lítil sæt stelpu snót.
Hún var alltaf að fá verk fyrir brjóstið og var orðin nokkuð þreytt á því, enda með eindæmum hrikalega vont. Þessir verkir voru búnir að koma af og til í ca 6 ár.
Stelpu snúllan var búin að fara óteljandi oft til lækna og búin að vera send í alskyns rannsóknir bæði á Íslandi og Danmörku, en ekkert fannst.
Og nú er stelpu skottan að tapa sér!!!
Ég sagði Dr.Benson í dag að ég væri en að kálast. Verkirnir kæmu oftar og væru alltaf að versna og væru farnir að dreifa sér yfir hálft andlitið líka.
Dr.Benson: Humm. Ja humm. Þú ert búin að fara í rönken, hjartalínurit og allar blóðprufur koma vel út.
Ég: Já veistu... mér er samt illt. Og ég er ekki með geð til að vera svona lengur.
Dr.Benson: Er eitthvað sérstakt sem þú vilt að ég geri?
Ég í huganum: Já, hoppir í hafið!
Ég upphátt: Já finnir út hvað er að mér. Hvað með skönnun á lunganu, getur maður ekki séð eitthvað meira með svona skönnun?
Dr.Benson: Nei. Rífðu þig úr fötunum og andaðu djúpt inn!
Ég gerði það og hann sagðist ekki heyra neitt óvenjulegt.
Byrjaði svo að hnoðast á öllum aumu vöðvunum mínum og það sem ég sat hálf meðvitundarlaus úr verkjum spurði hann ofur blítt hvort ég fyndi til!!!
Dööö jaaaaa. Þegar stór og sterkur karlmaður pottar þumalputtunum á kaf í litla stúlku vöðva, er þá við öðru að búast???
Svo sagðist hann ætla að senda henvisningu á gigthospitalið. Sem er svolítið skondið vegna þess að læknirinn sem ég fór til fyrir sumarfrí, sagði að það væri ekkert í blóðinu sem benti til gigtar!!!
Svo sagði ég Dr.Benson frá því að ég væri búin að hnerra stanslaust í 3 vikur og ofnæmisnefúðinn sem hann leit mig fá síðast virkaði ekki meir.
-Þá skrifa ég bara upp á meira fyrir þig.
-Já en get ég ekki bara fengið að vita fyrir hverju ég er með ofnæmi?
- Nei
- Já en ég er með ketti,hænur, kanínur, ryk og skymmelsveppi og mér þætti voða vænt um að vita hvort sé eitthvað af þessu sem veldur ofurnæmni hors míns. Þá gæti ég jafnvel gert ráðstafanir án þess að vera alltaf að spreyja á mér nefið
- Já þú verður bara að prófa þig áfram! Blessuðð. NÆSTI
Hvernig á ég að prófa mig áfram???
Henda kisunum og sjá hvort það virkar?
Eða brjóta burtu vegginn með sveppunum og sjá hvort eitthvað lagast við það?
Hér með óska ég eftir fólki með svipaða verki og ég fæ.
Þeir lýsa sér eins og maður sé með kú sitjandi á brjóstkassanum. Svo kemur voða vondur verkur í lungað og manni lýður eins og það sé allt í kremju. Svo fær maður verk í handlegginn og í kjálkann.
Lýsir sér faktískt eins og hjartaáfall, bara vinstra meginn.
Ætla að skvera mér á næturvakt. Eigið dásemdar nótt!
Athugasemdir
Vó, fáðu þér almenninlegan lækni. Ekkert meira guessing game.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 20:18
þetta minnir mig af lýsingunni að dæma þegar féll saman í bróðir mínum lunga... en það meikar ekkert sens samt
sorry,veit ekki meir
Guðríður Pétursdóttir, 21.8.2008 kl. 20:53
Verkurinn við lungað minnir mig á Gollurhúsasýkingu. Gæti verið merki um Rauða úlfa, en þá fer ónæmiskerfið í rúst. Vona samt ekki.
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:57
Fyndu þér nýjan lækni straX.
Ömurlegt svona, týpiskt með svo marga lækna, þeir vilja bara lækna allt með lyfjum. Voða erfitt að fá málið krufið til mergjar.
Gangi þér vel dúllllllan mín
Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:23
Hvað eru skymmelsveppir? þú getur verið rosalega veik af einhverjum svepp sem fólk hefur verið að finna í húsum hér á landi, en ég er ekki vel að mér í þessu. Þessi lýsing líkist mjög gigtarverkjunum mínum og síþreytu dæminu, er gott og vont svona í tengslum við hvernig ástandið er . Vakna stundum veik en þá er það síþreytan. VOna að eitthvað skýrist í málinu og svo mundi ég krefjast þess að fara í ofnæmispróf.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:27
'Tetta gengur ekki med thennan lækni. Thad er mikilvægt fyrir thig ad vita hverju thú ert med ofnæmi fyrir, svo thú getir gert rádstafanir eftir thví. . Ætli verkirnir í brjóstinu geti tengst ofnæminu ? Ef thú heldur ad thad sé skimmelsvamp í húsinu thínu, verdurdu ad taka thad alvarlega og láta rannsaka thad. Thad ermjøg slæmt fyrir heilsuna. Bestu kvedjur til thín frá Frederikssund. (hér eru læknarnir ekkert mikid betri, er hundleid á mínum)
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 22:37
Eina ráðið sem ég get gefið þér Hulla mín er það sama að margir aðrir gefa þér, finndu þér annan lækni. Þetta er ekki að virka svona. Finndu þér nýjann lækni og það STRAX.
Farðu vel með þig.
Linda litla, 21.8.2008 kl. 23:46
Ég fæ oft þungan brjóst/lungnaverk. Hann hefur verið afgreiddur sem stress! Kannski það sé stress hjá þér líka?
Góða vakt!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:17
Nýjan lækni Hulla mín, ja alla vega að reyna það. Eigðu góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 05:50
Þinn læknir er bara svipaður og minn, ekkert nema kæruleisið, prófaðu að fara á vaktina, gæti verið einhver á vakt með viti.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 06:14
Eru þetta einhverjir apar þessir læknar í Danaveldi, læknirinn hennar Stínu er líka svona fáðu þér annann lækni strax það er engin tilgangur með að fara til giktarlæknis, ég var búin að vera með einhver óþægindi í mörg ár sem ég skírði bara giktarverki, að því að ég er með gikt.
Síðan fyrir nokkrum árum fékk ég bara hjarta áfall, fór í þræðingu ekkert að þar,
lenti hjá alveg yndislegum hjartasérfræðing sem taldi mín vera með aukaæð í hjartanu sem væri að bögga mig, fór í brennsluaðgerð, en þá kom í ljós að ég var ekki bara með eina æð heldur kregðu af aukaæðum og vað ekki hægt að brenna fyrir þær vegna þess að þær voru á vá stað í hjartanu, svo það var settur í mig gangráður svo að það væri hægt að stilla púlsinn í 65 slög, þá gat ég fengið meðöl víð þessu öllu saman, skilur þú þetta nokkuð? Ekki ég heldur, bara lifi með því.
Ég mundi krefjast alhliða rannsóknar, hvað halda þessir menn að þeir séu eiginlega, þeir skulu nú athuga að við borgum þeim launin.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 09:30
Skipta um lækni ... ég skil ekki af hverju er ekki hægt að verða við þeirri ósk manns að fá að komast í allsherjarrannsókn.
Kærar kveðjur og takk fyrir vinabeiðnina.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:56
Skipta um lækni, hvernig sem það er gert hér
Held að það sé aldeilis ferlegt að hafa skimmelsvamp í hýbýlum sínum og mikið mál að hreinsa óþveran út. Er þetta í alvöru skimmelsvamp? Hélt nú bara að þetta væri svo heilsuspillandi að ekki væri ráðlegt að búa í slíku húsnæði.
Eru líkurnar með morgunndaginn ekki 100%?
KnúsGuðrún Þorleifs, 22.8.2008 kl. 12:20
Hullan mín, þú hefur oft nefnt þettað og það man ég vel langt, langt aftur í tímann.
Ég sjálf hef fengið HELL verk fyrir brjóstið og get það varla andað hvað þá verið í neinni stellingu og 2svar hef ég farið á bráðamóttökuna hérna n loks þegar röðin kemur að mér þá er þettað liðið hjá og ekkert finnst og ég lít ekki út fyrir að vera kvalin svo ekkert er gert.
Næst þegar ég fæ svona þá mun ég barasta panta sjúkrabíl OG HANA NÚ þá ætti ég að komast fljótt að í skoðun áður n verkurinn líður hjá, held það c eina ráðið.
Gæti það ekki dugað hjá þér líka?
Það er nefnilega bara til ein þú og ég vil hafa þig hér, farðu svo vel með þig.
KNÚS OG KREMJ.
Bína (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 12:28
Mér datt í hug að þetta gæti verið vélindabakflæði.
http://doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=2046
Þorbjörg (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 13:03
Hej öll og takk fyrir ábendingarnar.
Jenný og Ólöf: Ég er búin að fara til nokkura lækna. Ætla samt að halda áfram að skipta um þar til ég finn út úr þessu.
Guðríður: Þetta minnti mig líka á þegar lungunn í henni systir minni voru að falla saman að hluta eða allveg.
Guðmundur: Er búin að vera að lesa um rauða úlfa og finn mig ekki alveg í því.
Sem betur fer því þetta er sjálfsofnæmis sjúkdómur og mér er svo vel við mig!
Ásdís: Hef reyndar talað við íslenskan lækni hérna úti í sambandi við skimmelsveppinn og hún sagði að hann væri ekkert hættulegur.
Var nefnilega búin að heyra þetta líka.
Ég er líka síþreytt...
Rúna: Ég hef fengið þau svör að þetta sé stress. Búlshit. Hlusta ekki á svona kjaftæði. Ég er ekkert stressuð og.
Milla: Ég hef ekki verið greind með gikt og verð sennilega ekkert greind með hana. Hef hins vegar farið í hjartalínurit, 2x og það hefur ekkert komið út úr því.
Búin að fara til lækan á Íslandi líka og þeir voru ekkert öðruvísi. Allt þar útskýrt með stressi.
Doddi: Hæ
Guðrún: Þarf að láta kanna þennan svamp betur. Hringi á eftir.
Bína: Hef oft pælt í að fara á vaktina, en er bara gunga og á sennilega frekar eftir að drepast heima hjá mér.
Þorbjörg: Var himinlifandi að skoða vélindarbakflæði því það virðist svo auðvelt miða við margt annað, en ég fæ aldrei brjóstsviða og nábít.
Ætla samt að taka allar þessar vísbendingar með til Dr. Bentzon og þrýsta á manninn.
Knús til ykkar allra
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 14:39
Elsku Hulla mín. Er sjúkdómsdómsgreiningin okkar frá í sumar úr sögunni?
Það er ekki spurning að það verður að finna út hvað er að. Segðu bara að þú ætlir að sitja yfir þeim (doktorunum) þangað til þeir finna út hvað ami að þér.
Knús til ykkar allra,
Ragna (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 23:43
Hulla mín
Ég legg til að þú skreppir heim á klakann og farir að hitta gigtarlækninn minn. Ég er með vefjagigt og hún lýsir sér með alls kyns undarlegum verkjum hér og þar. Síðasta vetur var ég svo þreytt og orkulaus að ég varð að beita mig hörðu að fara á fætur og dröslast í vinnuna. Ég hef stundum fengið dofa í andlitið (öðrum megin) og fingurna. Ekki gefast upp á að fá að vita eitthvað, ég var sjálf búin að prófa allskonar lækna : ) Var kannski sjúkdómsgreining mömmu eitthvað í ætt við þetta? Held að það sé ekki hægt að mæla vefjagigt með blóðprufu!
Baráttukveðjur
Guðbjörg O.
Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 12:26
Ég myndi skoða það hvort þú getir verið með vefjagigt (fibromyalgia) .Þetta er nú samt að mínu mati meira líkt MS sjúkdómnum en gigt ..meira taugalegs eðlis..(er með vefjagit og yngsti sonur minn líka ).. Það eru muni ég rétt 18 punktar á líkamanum sem eiga að segja til um það hvort að viðkomandi er með vefjagigt og það þarf ekki að vera svörun í þeim öllum... Hér er allavega síða með mikið af upplýsingum http://www.fmnetnews.com/
http://www.fmnetnews.com/basics-symptoms.php
http://images.google.com/images?q=fibromyalgia&hl=is&um=1&ie=UTF-8&sa=X&oi=images&ct=title
http://www.mindbodyfocused.com/articles/images/fibromyalgia.gif
http://www.caringmedical.com/cyberclinic/imgs/fig13_1.jpg
http://images.google.com/imgres?imgurl=http://www.caringmedical.com/cyberclinic/imgs/fig13_1.jpg&imgrefurl=http://arthritis.about.com/od/fibromyalgia/g/tenderpoints.htm&h=502&w=500&sz=48&hl=is&start=9&um=1&usg=__6MrdKhR-aI-SqPJnZWslUSsr8QI=&tbnid=ZkF-BZwfDweKXM:&tbnh=130&tbnw=129&prev=/images%3Fq%3Dfibromyalgia%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DX
Agný, 24.8.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.