28.8.2008 | 15:56
Til Lukku!
Elsku litli bróðir minn á afmæli í dag. Hann er þrítugur í dag. Skrítið hvað tíminn flýgur.
Hann er stórkostlegur söngvari og með þá fallegustu rödd sem ég hef heyrt.
Nú er ég búin að eyða 2 tímum í að reyna að koma inn einhverjum af lögunum hans inn í tónlistaspilarann en kem bara einu.
Neðst á síðunni til vinstri er líka pínku myndband með honum þar sem hann er að syngja í brúðkaupinu okkar.
Veit að þið nennið kannski ekki að hlusta á það, en ég get hlustað aftur og aftur og aftur
Allavega... Uppáhalds bróðir minn. Elska þig ofur heitt og hlakka til að sjá ykkur skötuhjú, vonandi sem fyrst.
Beggi Dan og Hulla Dan... Langflottust.
Allar þær myndir sem ég hef undanfarið verið að drita inn af sjálfri mér með öðrum, eru teknar í brúðkaupinu mínu, þar sem ég er komin í prjónapeysu utan yfir brúðarkjólinn.
Hef ekki ósjaldan verið talin frekar smart.
Gott kvöld á ykkur.
Athugasemdir
Til hamingju með brósa!
Ragga (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:35
til hamingju med bróann
gott ad eiga góda brædur..ég á eitt stykki slikan
knus til thin og hafdu thad gott
María Guðmundsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:56
Til hamingju með bróa þinn. Myndardrengur.
Þú ert alltaf smart hippinn þinn.
12. sept???
Elísabet Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 17:24
Til hamingju með bróðir þinn
Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:32
Til hamingju með bróðurinn...það hefði mátt vera lengri búturinn með honum að syngja...flottur strákur
Ragnheiður , 28.8.2008 kl. 17:50
Til hamingju með brósan, þú smekklega stúlka
stinasveins (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:17
Til hamingju með daginn. Allir að eiga afmæli í kringum þig!?
Bestu kveðjur
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 18:44
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:48
Innilega til hamingju með bróður þinn, hann er jafn gamall elsta barni mínu. Knús á þig mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 20:13
Til hamingju með litla bróður. Systur þínar hugsa líklega til hans á leið þeirra til Palestínu. Þær voru að hringja frá London að bíða eftir lokafluginu. Spennandi að fylgjast með þeim.
Knús á ykkur Hulla mín.
Ragna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:55
Virðst vera svona afmælismánuður hjá þér eins og mér. Til hamingju með bróður þinn Hulla mín, ég á líka svona uppáhaldsbróður hann er líka tónlistamaður.
Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:40
Til hamingu með litla bróðir
Ég man ekki eftir honum flottur strákur eins og þið öll.
Knús elskan.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.8.2008 kl. 22:45
Fallegur bróðir og brúðurinn æði.
Til hamingju með hann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 11:44
Gott að sjá þig á blogginu mín elska og mundu að
göfugmenni er sá sem varveitir barnið í sjálfum sér og það getur þú Hulla mín.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 29.8.2008 kl. 12:01
Takk þið öll fyrir falleg orð
Hulla Dan, 29.8.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.