Dekurvika Alta Hauks

Júlli og Jói eru farnir í útilegu með skólanum fram á föstudag.
Árlegur viðburður, en í þetta skiptið fer Atli Haukur ekki fyrr en í viku 50, sem er bæði gott og slæmt.
Slæmt því að þá fáum við ekki okkar árlegu kærustupara viku (enda orðin gift) og gott því að þá er hægt að dekra snáðan pínu.
Hann fellur oft í skuggan af litlu bræðrum sínum og sækir í minni athygli en þeir, þannig að þetta verður vikan hans.

Þegar við náðum í hann eftir skóla í dag tókum við eftir að það munaði ekki nema nanomíkrómillimetra að allar tærnar á honum stæðu út úr skónum.
Því var brunað til A-Z í leit að öðrum skóm.
Já HALLÓ... Drengurinn notar númer 43!!!!
Litlinn minn sem notaði 38 síðasta ár og ég ætlaði ekki að trúa að fermingarskórnir væru númer 41, er kominn í jafn stóra skó og Eiki.
Hann er að breytast alveg svakalega. Þvílíkt búið að togna úr honum og hann er allur að þrekna.
Hann er samt ekki en byrjaður í mútum. Það veldur móður hans dálitli angist, því hún var búin að lofa því að leggja hann í einelti á fyrsta degi og svo ekki sögunni meir. En það virðist ekkert vera að koma að því.

Áðan þegar hann var að fara í sturtu og ég galaði á eftir honum þetta venjulega...

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og þvoðu þér voða vel um hárið!

Atli Haukur: Ég geri það alltaf

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og mundu að skrúbba undir höndunum

Atli Haukur: (Frekar pirraður) Já ég er vanur að gera það!

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og hreinar nariur

Atli Haukur: MAMMA!!!

Bilaða mamma hans Atla Hauks: Og mundu að þvo eyrun hrikalega vel! (minnug myndunum af eyrunum af Viktoríu Beckham)

Atli Haukur: (hlægjandi) Mamma... Nú ertu bara að reyna að finna upp á einhverju.

??? Ég stóð eftir gáttuð. Ég er en að spá í hvort að hann hafi í alvöru verið að meina þetta eða hvort hann sé bara jafn fyndinn og móður sín. Á alltaf pínu erfitt að átta mig á þegar strákarnir eru fyndnir... á þennan hátt.
Er ekki en búin að nenna að tékka á eyrunum hans.

Knús en og aftur Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er nánast orðrétt það sem ég kalla á eftir Snorra Snúð þegar hann er á leiðinni í sturtu og hann einmitt ekki sáttur... 

Erum við alger verkur í rassi???

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Linda litla

Strákar eru með alveg svakalega stórar fætur, minn gaur er 8 ára og hann erí 36-37 og það finnst mér stórt.

Hafðu það gott.... leitt að það skuli ekki vera kærustuparavika þetta árið.

Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Minn aukasonur er nýordinn 11 ára og er í skóstærd 43. Thad er ekkert smá weird.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Snorri er í ca. 43. Eldri sonur minn var á sama aldri, á fjórtánda ári, kominn í 45-46

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:46

5 Smámynd: Ragnheiður

Hm það minnir mig á vinkonu mína í den tid sem gólaðu alltaf á eftir sínum strák þegar hann fór í bað : Mundu rassinn og rörið ! Þau bjuggu í blokk og henni lá ekki sérlega lágt rómur.

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 21:55

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yngri minn er 20 ára í skóm no. 47 þvílíkar bífur á einu barni. Pabbi er svona líka

Gæludýrakveðjur Cat 17   Dating  Dog 6  

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir stækka manni yfir höfuð áður en maður snýr sér við.
það er bara gaman að þessu.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.9.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já almáttugur,madur er enn ad tauta á thau eins og thau væru fimm ára...ordin 10,13 og 15 og fær madur óspart ad heyra thad lika....en hva! marr er nú alltaf mamman sko..ætla bara ad vona ad madur verdi ekki hringjandi og spyrjandi eiginkonur theirra hvort their hafi thvegid sér vel bakvid eyrun

María Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 05:13

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Uss veistu þetta hættir aldrei, ég er enn að tuða stundum í krökkunum en bara um allt aðra hluti og líka á öðrum nótum, þú ættir e.t.v.... osv.frv.

Njóttu dagsins!

Ía Jóhannsdóttir, 2.9.2008 kl. 07:41

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er löngu hætt að nöldra í mínum börnum, þau eru líka öll flutt að heiman.

Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 08:06

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert fyndin .

Minn er kominn í mútum, úr 42 í 44 og er orðinn aðeins stærri en ég.  Þetta er allt að gerast á nokkrum mánuðum finnst mér.  LITLI strákurinn minn.

Knús á þig sætasta

Elísabet Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 09:40

12 identicon

Kynntist aldrei þessum strákamálum og pabbi þinn er svo vel vaninn að hann sér um bæði eyru og annað án hvatningar
Knús til ykkar og spes knús til Atla Hauks sem nú nýtur lífsins sem aldrei fyrr.

Ragna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:53

13 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég geri þetta aldrei við Hörð.. en það er nú líka af því hann er ennþá svo lítill, þegar hann eldist og fer að lykta ver verður maður að vera duglegri að minna hann á

en vá 43???

Guðríður Pétursdóttir, 2.9.2008 kl. 13:33

14 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 14:32

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, þú ert krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 17:02

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara madur hringi ekki og spjalli vid eiginkonur/menn um hvort thau hafi thvegid sér vel bakvid eyrun thá sleppur thetta held ég...

er med einn 15 ára, ekki hár i loftinu svo madur gleymir hreint hvad hann er ordinn gamall...en samt i skóm nr 42 ótrúlegt...bara Guffi hér á bæ sko..annar 10.ára og i skóm nr 39 madur er ad verda rindill vid hlidina á børnunum sinum....

María Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 17:41

17 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mamma mannsins míns er enn ad og hann er 42. Hún hringir thó ekki og spyr hvort hann thvoi sér, en hún minnir hann á hitt og thetta, og virdist stundum ekki hafa áttad sig á, ad hann er ordinn fullordinn madur sem getur hugsad sjálfur.  Ég get reyndar alveg tekid undir sumt sem hún segir,, en fer ekki nánar út í thad hér.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:40

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Minn 15 ára notar 46 og er fyrir löngu vaxinn mömmu sinni yfir höfuð. Sá eldri var seinni til. Fór eitt kvöldið í rúmið lítill og pervisinn og kom fram daginn eftir risastór, með skegg og bassarödd. Þannig virtist mér það að minnsta kosti á sínum tíma.

Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 22:43

19 identicon

Ég get farið á sKíði á skónum af mínum gutta frábær færsla hjá þér. Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:23

20 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Ég held að þetta hætti aldrei..breytist í aðra hluti....mamma mín er enn að og mun aldrei hætta....ég reyni að hafa gaman af því og stundum þakka ég henni fyrir upplýsingarnar og læt hana vita að ef hún hefði ekki sagt mér þetta eða hitt þá hefði ég pottþétt klúðrað því...þá erum við að tala um að loka á eftir sér eða gleyma ekki að setja húfuna á barnið eða eitthvað sem ég geri daglega...get ekki annað en brosað þegar ég hugsa um þetta......

Ég held að strákurinn hafi í alvöru verið farinn að halda að þú værir komin út í djókið á þessu stigi...minnir mig á Soffíu frænku í Kardimommubænum þegar hún var næstum búin að rífa eyrun af ræningjunum eða hvernig þetta nú var

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:43

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert frábær

Heiða Þórðar, 6.9.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband